Ísfirðingur - 09.09.1898, Síða 2

Ísfirðingur - 09.09.1898, Síða 2
2 framgengt. En hve erfitt er ekki að fá menn til þess að trúa því og sannfærast nm það. Menn halda oft, að þýðingar- laust sé að hyrja, ef ekki er hægt að byrja svo miklu nemi, en gæta þess ekki, að »dropinn holar steininn*. Meiru skiftir, að rétt og skynsamlega sé byrjað og með einbeittum áhuga og fylgi, en að stórt spor sé stígið i fyrstu og vigamannlega af stað farið. Þannig er því og varið með kaupfé- lagsskapinn, engu síður en hvern annan góðan félagsskap. Mest er undir þvi kom ið, að grundvöllurinn, sem hann er byggð- ur á, sé traustur. Hitt skiftir minnu þó fjárframlög einstaklingsins séu ekki mikil í fyrstu. Ef fyrirhyggja, ráðdeild og á- hugi eru samfara, vaxa þau ótrúlega fljótt. Vöxtur og afl hinna bresku kaupféiaga sannar þetta best, og er það að þakka hinu góða og heilbrigða verslunarfyrirkomulagi þeirra. Gegnir því furðu, hve menn eru seinir að átta sig á þessum gullvæga fé- iagsskap. Þó eru menn nú, á hinum síðustu tím- um, dálítið farnir að opna augun, og nokkr- ir hinir skarpskygnari sjá næstum skyrt og greinilega, að fyrirkomuiag og verslun- armáti pöntunarfélaganna íslensku er ó- hafandi og enginn sannur gróðavegur. Meðlimum pöntunarfélaganna safnast aldr- ei arðberandi höfuðstóll eða innstæða, og geta þeir því aldrei orðið fjáðir menn af félagsskap þessum einum. Svo er fyrir að þakka, að ekki eru ís- firðingar öllum öðrum sjóndaprari, því nokkrir menn hafa nú í sumar bundist samtökum og sett á laggirni svo lítið kaup- félag með alt öðru fyrirkomulagi en pönt- unarfélögin. Hafa lög verið samin fyrir félag þetta, og mun »ísfirðingur« flytja les endum sínum lög þessi smátt og smátt, dálítinn kafla i hverju nr. meðan þau endast. Ef lesendur blaðsins hafa gaman af að eiga lögin og lesa þau í einu lagi verða þeir að muna eftir því, að halda »ísfirð- ing« saman. Yms eru þau atriði í lögum þessum,. er ekki verður hægt að fullnægja þegar í stað, en það þótti hyggilegra að semja. lögin svo fullkomin í fyrstu, að ekki þurfi undir eins að breyta þeim og auka inn í þau, þó félagið stækki að mun. En það' er ósk og von stofnendanna, að menn sjái sjálfir sinn eiginn hag og snúi sjer því eftir mætti að þessum félagsskap, þegar þeir- hafa kynt sjer lögin. Þó hver hafi ekki miklu að miðla, þá er það þó víst, að- »dropinn holar steininn*. Til grundvallar fyrir lögum þessum, sem hér ræðir um, er lagt frumvarp til kaupfélags laga eftir Torfa skólastjóra í Olafsdal, sem er prentað í Andv. 18. árg^ Heita þau: lög fyrir kaupfélag ísafjarðarkaupstaðar og byrja á þessa leið: Nafn félagsins, takmörk og skifting 1. gr. Félagið heitir kaupfélag ísa- fjarðarkaupstaðar. — 2. gr. Félagið nær yfir ísafjarðarkaupstað og nærliggandi hreppa, er óska að eiga viðskifti við fé- lagið á þessum aðal aðsetursstað félagsins. — 3. gr. Félagið skiftist í deildir. Geta 10 menn eða fleiri myndað deild, eftir því sem bezt hagar til og mönnum kemur saman um. Tilgangur félagsins. 4. gr. Tilgangur félagsins er. 1. Safna. stofnsjóð (veltufé) með tillögum frá félags- mönnum, til þess að geta ávalt keypt út- lendan varning fyrir borgun út í hönd. 2. Safna varasjóði til að tryggja framtið

x

Ísfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/191

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.