Landið

Eksemplar

Landið - 09.06.1916, Side 1

Landið - 09.06.1916, Side 1
Ritstjóri: Jakob Jóh. Smári magister artium Stýrimannastig 8 B. 24. tölnblað. Alþýðufél. bókasafn, Templarsundi 3, kl. 7-8. Baðhús Reykjavíkur virka daga kl. 8—8, ld. til 11. Borgarstjóraskrifst. opin v. d. kl. II—8. Bæjarfógetaskrifst. opin v. d. 10—2 og 4—7. Bæjargjaldk., Laufásv. 5, v. d. kl.-ii—3 og 5—7. íslandsbanki opinn 10—4. K. F. U. M. Lestrar- og skrifst. 8 f. h.— 10 e. h. Alm. samk. sd. kl. 8‘A e. h. Landakotskirkja. Mess. kl. 9 og 6 á sd. Landakotsspítali: Sjúkravitjun 111—1. Landsbankinn 10—3. Bankastj. 10—12. Landsbókasafn 12—3 og 5—8. Utlán kl. 1—3. Landsbún.fél.skrifstofa opin kl. 12—2. Landsféhirðir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafn v. d. kl. 12—2. Landssíminn v. d. daglangt, 8—9; helga daga 10—12 og 4—7- Náttúrugripasafn, kl. i1/*—2x/a á sunnud. Pósthúsið opið v. d. 9—7, sd, 9—1. Samábyrgð íslands 12—2 og 4—6. Stjórnarráðsskrifstofurnar kl. 10—4. Talsími Rvíkur, Pósth., opinn daglangt v. d. 8—12; helga daga 10—9. Vífilsstaðahælið. Heimsóknartími 12—1. Pjóðmenjasafnið opið sd„ þrd. fimtud. kl. 12—2. „Landið“ kemur út einusinni í viku og kostar 3,00 kr. árgang- urinn, ef fyrirfram er greitt, en 4,00 kr ef greitt er eftir á. í kaupstöðum má borga á hverjum ársljórðungi. Útgef- andi: Félag í Reykjavík. Afgreiðslan er á Vestur- götu 10 (Verzlunarskólanum). Opin á hverjum degi kl. IO-2. Pósthólf 353. Sími 596. Um alt sem að henni lýtur, eru menn beðnir að snúa sér til afgreiðslumannsins. Ritstjóri og ábyrgðar- maður: Jakob Jóh. Smári, mag. art., Stýrimannastíg 8 B. Venjulega heima kl. 4—5 e. h. Talsími 574. fanðlisti Sjáljstæðisjlokksins. Á landlista Sjálfstæðisflokksins er þriðji maður Ctunnar ólafsson kanpmaður í Vestmannaeyjum. Hann er svo góðkunnur sunnanlands, að óþarfi væri vegna sunnlenzkra kjósenda að segja nokkuð ger frá honum. En þar sem kjósendur um land alt taka þátt í kosningu þessari, en eru fæstir kunnugir í öðrum lands- fjórðungum, þá ber nauðsyn til að þeim sé ger nokkur grein þeirra manna, er á listunum standa. Gunnar er fæddur í Sumarliðabæ í Holtum í Rangárþingi 1864, son- ur Ólafs bónda Þórðarsonar og konu hans Guðlaugar Þórðardóttur. Þau hjónin eignuðust 14 börn, og komust 11 þeirra á þroskaaldur. Gunnar var næst-elztur þeirra syst- kina og ólst upp hjá foreldrum sínum til 24 ára aldurs. Ekki vár hann til náms settur, fremur en þá var tftt, en faðir hans var hinn mesti gáfumaður og vel að sér eftir þvf sem þá gerðist, ágætur smiður og mikill atorkumaður. Fékk Gunnar því holt og þjóðlegt upp- eldi. Hann var bráðþroska og stund- LANDIÐ A/grclðalu- eg Innhelmtumaðnr: Loftnr CfunnarBBOn Vesturgðtu 28 A. Reybjavík, föstudaginn 9. júní 1916. I. árgangnr. aði sjóróðra frá fermingaraldri, oft- ast vetur og vor, og stundum á haustum, en var aðeins heima um sláttinn, því að foreldrar hans þörfnuðust mjög afla úr sjó til framfærslu barnafjölda sínum. Gunn- ar tók og snemma til smíða með föður sínum og stundaði þær mikið á yngri árum, enda var honum sýnt um allar smíðar og jafnhagur á járn og tré. — Eftir að Gunnar fór úr foreldrahúsum, stundaði hann sjóróðra vetrarvertíð og vorvertíð, var í kaupavinnu á sumrum, en lærði skósmíði frá haustnóttum til vertíðar tvo vetur. Siðustu 25 árin hefir Gunnar verið við verzlunarstörf, fyrst f Reykjavík til haustsins 1896, að hann réðst til Víkur f Mjlrdal og tók þar við forstöðu Brydesverzl- unar árið 1898. Stýrði hann þeirri verzlun til haustsins 1908. Þá um sumarið kom .uppkastið" sæla til sögunnar. Var Gunnar andvígur því, sem flestir Skaftfell- ingar. Voru þeir því margir, er vildu fá hann til að gefa kost á sér til þingmensku þá um sumarið, en hann var þess lengi tregur. Þó kom þar fyrir tilmæli manna, að hann leitaði fyrir sér um leyfi til þessa hjá eiganda verzlunarinnar, en fékk afsvar, enda fréttist þá, að uppkastsmenn, eða foringjar þeirra í Reykjavík, hefði lagt all-fast að Bryde stórkaupmanni, er þá var þar staddur, að synja Gunnari leyfis um þingsetu. En er Gunnari komu þessar fréttir, rétt að kalla á síðustu forvöðum, um undirróður uppkastsmanna gegn honum, þá bauð hann sig fram og sagði jafnframt lausri verzlunar- stjórastöðunni. Sýndi hann þá, að hann mat meira málsstað þjóðar- innar, heldur en hagsmuni og stöðu sjálfs sín. Ekki þurfti hann kaup- mannsvaldið til þess að afla sér fylgis, því að góður málsstaður og örugt traust kjósenda var honum einhlítt til sigurs. Var hann kos- inn með yfirgnæfandi atkvæðamun um haustið, þrátt fyrir yfirreið ráð- herra (H. H.) og annan gegndar- lausan andróður uppkastsliða. Sat hann síðan á þingunum 1909 og 1911 sem fulltrúi Vestur-Skaftfell- inga. Vorið 1909 fluttist hann í Vest- mannaeyjar, og var fyrsta sumarið utanbúðarmaður við Edinborgar- verzlun þar. Mun hann hafa gert það f því skyni að kynnast fisk- verzlun, því að í Vík er einungis sveitaverzlun. En með árinu 1910 byrjaði hann að kaupa fisk fyrir sjálfan sig, og mun honum hafa gengið allvel þegar í upphafi, því að þá um vorið keypti hann stóra verzlunarlóð í félagi með tveim mönnum öðrum og reisti verzlunar- hús þá um sumarið. Hefur hann þar nú allstóra verzlun í félagi við annan þeirra. Hefur henni farnast svo vel, að hún er nú önnur stærsta verzlunin í Eyjum. Gunnar kvæntist 1. sept. 1898 Jóhönnu Eyþórsdóttur kaupmanns í Reykjavík. Þeim hefur orðið sex barna auðið og eru fimm á lífi. Verk Gunnars bera þess bezt vitni, að hann er fjölhæfur dugn- aðarmaður. Hann hefur ágæta þekking á högum og atvinnuveg- um þjóðarinnar, bæði um landbún- að, sjávarútveg, samgöngur og verzlun. Er hann því einkarvel kjörinn til að sitja á þingi fyrir hverja hinna fjölmennari stétta lands- ins sem væri. Hann reyndist og einkarvel við þingstörfin og aflaði sér þar traust og virðingar. Átti hann vísa endurkosning, ef hann hefði boðið sig fram aftur. Hann er eindreginn og samur við sig í sjálfstæðismálum þjóðarinnar, lætur ekki af góðum málstað, giftudrjúg- ur í málafylgi, kappsamur þar er vel gegnir, en gætir jafnframt hófs og stillingar. Það skiftir mjög miklu, er menn eru valdir til svo langrar þingsetu, sem til er stofnað með alþjóðar- kosningunum, að kosnir sé þeir einir, sem sannreyndir eru að staáfestu og drengskap. Þar er á slíkum manni völ, sem Gunnar er. Hitt er ófæra, að kjósa til 12 ára setu þá, sem kunnir eru að ótrygð við góðan málstað og hafa síngirnina við stýrið. Benedikt Sveinsson. Friðurinii, Engum hefði verið það kærara en oss, að geta haldið friði við alla menn og láta blaðið eingöngu flytja rökstuddar greinar um lands mál. Flestir landsmenn munu helzt kjósa friðinn og vilja mikið til hans vinna, svo mikið, að þótt þeir hafi kært óhæfa embættismenn, svo sem t. d. prestinn á Grund forðum, þá vildu sóknarbörn hans vinna það fyrir friðinn, að þeir sóttu um að mega halda honum sem sóknarpresti, eftir að kunnugt var orðið um vítavert athæfi hans, sem gerði hann alveg óhæfan til stöðu sinnar. Svo mikið unnu menn þar fyrir friðinn. Og enn tala menn um friðinn, jafnvel þótt álíka hneyksli sé að gerast á enn þá hærri og ábyrgð- armeiri stöðum, en hjá prestinum, sem vér tókum sem dæmi. Menn vilja með engu móti nefna það á nafn — því að friðurinn er fyrir öllu. Eins er á þingi. Margir þing- menn skjálfa af ótta og hrökkva í kuðung, ef einhver þingmaður er svo djarfur að halda rökstudda, skammalausa ræðu, ef í henni fel- ast aðfinslur við stjórnina, eða þingið sjálft. Ef ræðan hittir veiku hliðarnar, þá telja menn það skammir. Ef sannleikurinn er sagð- ur blátt áfram, án yfirdrepsskapar, þegar eitthvað fer aflaga, þá eru það skammirl Nei, menn verða að læra mun- inn á skömmum, persónulegum á- rásum á einstaka menn að ástæðu- lausu, eins og t. d. Isafold hefur flutt nú um hríð, og hinsvegar réttmætum aðfinslum við stjórnina, er hún fremur þau verk, sem hún Tilkynning. Nýjar vörubirgðir eru nú komuar til V. B. K. af flestum nú fáanlegum Vefnaðarvörnm í fjölbreyttu úrvali. Vegna tímanlegra innkaupa getur verzlunin boðið við- skiftamönnum sínum þau beztu kaup sem völ veréur á í ár. Ennfremur hefur verzlunin: Pappír og ritföng, Sólaleður og skósmíðavörnr. Vandaðar vörnr. ódýrar vörur. Vepzlunin Björn Kristjánsson. ->4z :K=H= ÁRNI EIRÍK880N AU STU RSTRÆTI 6. Vefnaðar- Prjóna- og Saumavörur hvergi ódýrari né betri. I»votta- og Hreinlætisvörur beztar og ódýrastar. Leikföng og Tækifærisgjafir hentugt og fjölbreytt. ^3<=^^= EM: Úrval úr frumsöindum og þýddum kvæðum Bjarna Jónssonar frá fæst á afgreiðslu Laudsins. að kunnugra manna dómi má alls eigi framkvæma. Það var og einn liðurinn í stefnuskrá „Landsins", að finna að röngum gerðum hverrar stjórnar. Vér höfum vítt stjórnina t. d. fyrir afskifti hennar af Landsbank- anum, en auðvitað er eigi unt að færa fullnægjandi rök fyrir þeim aðfinslum, fyr en birt eru öll máls- skjölin í gjaldkera- og bankabygg- ingarmálinu. Langt er síðan að stjórnin hét því, fyrir munn blaða sinna, að birta skjöl þessi, eu eigi mun hún treysta sér til, að leggja þau fyrir almenningsdóm svo snemma, að menn verði búnir að átta sig á þeim fyrir landkosningarnar — ef þau koma þá nokkurn tíma í ljós, þrátt fyrir loforðin. Loforð hafa oft verið gefin, eins og t. d. á staðfestingarmáli stjórnar- skrárinnar. En hvernig urðu efnd- irnar þar? En þótt vér höfum eigi haft þessi skjöl fyrir oss, þá dylst oss eigi, að gerðir stjórnarinnar í máli þessu eru meir en lítið aðfinslu- verðar, og stærri misfellur munu eigi hafa fyrir komið, síðan að þjóðin fékk innlenda stjórn. Sama er að segja um staðfestingu stjórn- arskárinnar — allan þann skolla- leik, sem „Landið" hefur sýnt iram á og rökstutt fyllilega og gerði enn frekar í síðasta tbl., með því að flytja hina skýru og hógværu grein Kristins prófasts Daníelssonar. — Siðmenningin er því miður ekki komin svo langt, að komist verði hjá því að segja beiskan sannleik- ann með köflum. Og hver á að segja þjóðinni til þess, hvað er að gerast bak við tjöldin, ef ekki þau blöð, sem eru nógu einörð og hreinlynd til þess. Hin þegja auð- vitað um slíkt, því að þeirra verk er að hylja það, sem í leynunum gerist, og skamma þá, sem við því vilja amast. í því felst pólitiska „samábyrgðin", sem aldrei hefur borið meir á, en nú síðan að þjóð- in fékk svonefnda innlenda stjórn. Friðurinn er ekki einhlítur, sá friður, sem menn hér alment nefna svo. Hann er oft stórhættulegur. Sá friður er ekkert annað en and- legur dauðasvefn, sem hvílir á van- þekkingu og viljaleysi. Ög það er

x

Landið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landið
https://timarit.is/publication/194

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.