Landið - 01.09.1916, Page 2
13»
L A N D I'Ð
kirkjunni, þar eð kenningar hennar
ríði í bág við meginatriði evangelsk-
fúterskra trúarbragða, eins og þjóð-
kirkjan kenni þau í játningarritum
sínum.
Að lokum mælir hann mec
skilnaði ríkis og kirkju, og telur
það einu leiðina út úr ógöngum
þeim, er íslenzka kirkjan sé komin
í. Bendir og á, að formælendum
nýju stefnunnar ætti að vera skiln-
aðurinn einkar hugleikinn.
Ymislegt er við bæklinginn og
röksemdaleiðslu hans, sem athuga-
vert er. Vér erum hvorki guðfræð-
ingur né lögfræðingur, en viljum
koma með nokkrar leikmannsat-
huganir um efnið. —
í kirkju vorri telur höf. tvo
flokka. Annarsvegar g'ómlu stefn-
una, sem þykist vera rígbundin vií
játningarrit kirkjunnar, og hinsvegar
nýju stefnuna, sem að sögn höf.
er þríþætt, þ. e. „fagnaðarerindi
nýju guðjrœðinnar, andatrúarinnar
og guðspekinnar" (bls. 6 )r)
Tvö atriði í þessu máU er vert
að athuga.
i. Eiga kenningar kirkjunnar altal'
að standa í stað? Er það hugsan-
legt eða æskilegt?
Þessu mun höf. óefað svara ját-
andi. Og enginn efi er á því, að
hann og skoðanabræður hans þykj-
ast kenna samkvæmt játningarrit-
um kirkjunnar.
En er þetta nú svo alveg víst?
Er rétt-trúnaðarguðfræðin söm nú,
sem fyrir 3—400 árum? Söm í
öllum atriðum, því að ekki dugar
að gera upp á milli aðalatriða og
aukaatriða. Hvar á að setja tak-
mörkin ?
Höf. mun líklega kveða já við
þessari spurningu.
En það er bezt að athuga nokk-
ur atriði í Ágsborgarjátningunni.
í 9. gr. fyrra parts hennar er
komizt þannig að orði um sklrnina
(þýð. S. Melsteðs):
„Um skírnina kennum vér, að
hún sé nauðsynleg til sáluhjálpar,
og að guðs náð frambjóðist í skírn-
inni, og að börnin eigi að skíra,
svo að þau framborin guði í skírn-
inni, verði tekin til náðar hjá guði.
Vér fyrirdæmum endurskírendur,
sem hafna barnaskfrn, og fullyrða,
að börnin verði hólpin án skírnar".
Þetta er fullgreinilegt: Óskírðu
börnin fara til helvítis. (Sbr. deilu
um þetta efni í Kirkjublaðinu gamla).
Vill sr. Sigurður skrifa undir
þetta? Eða vill þorri gamalguð-
fræðinga á Iandi voru gera það?
Er ekki svo, að þeir hafi fylgzt
með mannúðaranda tímans og af-
neiti þessari kenningu, sem grimd-
arlegri, þótt þeir ef til vill sjái sér
ekki fært — sízt nú — að gera
það með vörunum?
í 17. gr. fyrra parts er svo að
orði komizt:
„Vér fyrirdæmum endurskírendur,
sem kenna, að endir muni verða á
hegningu fyrirdæmdra og djöfl-
anna*.
Og rétt áður í sömu gr.:
„Enn fremur kennum vér, að
Kristur muni birtast við enda
heims .... og . . . . fyrirdæma
óguðlega og djöflana, svo að þeir
pínist eilíflega".
Þetta mun sr. Sigurður sjálfsagt
skrifa undir. En hvernig stendur
á því, að miklu er nú hljóðara um
þetta mikilvæga trúaratriði, en fyrir
300 árum? Gæti aldarandinn hafa
haft nokkur áhrif á hina strang-
lútersku kennendur?
1) Leturbreytingar gerðar hér.
Sama er og að segja um sköp-
unarsöguna og syndafallið. Er hugs-
anlegt, að það standi í nokkru
sambandi * við framfarir jarðfræð-
innar?
Það er alveg óhætt að segja
það, að gamalguðfræðingar eru að
mörgu Ieyti vaxnir upp úr játning-
arritunum, þó að þeir ef til vill
vilji ekki kannast við það, eða
telji slíkt aukaatriði. En sem sagt,
hvar eru takmörkin?
Höf. telur upp nokkur trúarat-
riði, þar sem „gamla stefnan* nú
stendur á gundvelli játningarritanna,
og kallar þau meginatriði (bls. 6).
En það er aðeins á hans ábyrgð.
Annars mun óhætt að segja, að
„nýja stefnan" samþykkir flest eða
alt í þessum trúarsetningum, er
höf. telur upp, en hún leggur inn
í pær nýjan skilning. Og í því sést
lífsafl trúarsetninga, að eftir því,
sem mannkyninu þroskast skiln-
ingur, má leggja inn f þær æðri
merking, en þá barnslegu merking,
sem fullnægir fólki, lærðum og
leikum á lægra þroskastigi.
Af þessu leiðir, að höf. fer ekki
með allskostar rétt mál, er hann
Ieggur nýju stefnunni orð í munn
(bls. 7 og 8) — eða þá, að ekki
er slíkt Ginnungagap milli stefn-
anna í þessum atriðum, sem hann
virðist halda.
Að því alveg sleptu, að sumt af
því, sem hann Ieggur g'ómlu stefn
unni í munn, er nærri því hneyksli
fyrir eyrum flestra nú á tímum,
svo sem það, að betrun og sálu-
hjálp mannsins sé eing'óngu guðs
verk. Ekki munu hinir neita því,
að hún sé það, að nokkru leyti,
en hvernig fer gamla stefnan að
samríma sína kenning við eilífa
fordæmingu? Þvf gerir guð þá ekki
alla menn góða og sáiuhólpna?
Nei, það er ekki til neins að
ætla sér að skrúfa kirkjuna aftur í
16. öld. Ef það væri unt, þá myndi
hún brátt verða tóm — að vonum.
Og þessi átrúnaður á játningarritin
er miklu verri en átrúnaðurinn á
páfann. Hann dæmir vissum mönn-
um á 16. öld vald yfir samvizku
og trú vorri á 20. öldinni. Flestir
munu sjá, hver fásinna slíkt er.
Það er hvorki unt né æskilegt,
að kirkjan sé steingjörfingur. Hún
á-að vera lifandi tré, sem fullnægir
sérstökum þörfum hverrar aldar
og æ ber fegurri ávexti.
Og áður en gömlu guðfræðing-
arnir láta fordæminguna ríða að
höfði manna nýju stefnunnar, fyrir
það, að þeir sé ekki í samræmi
við játningarritin, þá ætti þeir
sjáifir að gera alvöru úr því, að
prédika eftir oftnefndum ritum, án
pess að ýella neitt úr, eða milda.
Geri þeir það — og sjái ávextina.
En er alveg óhugsandi, að báðar
^essar stefnur Iifi f eindrægni í
kirkjunni? Geta þær ekki minzt
jræðralagsins í Kristi, þótt ósáttar
sé um ýmis atriði ? Og er pað ekki
aðalatriðið, að reyna að útbreiða
kenningar Jesú — frekar en kenn-
inguna um Jesúi Hann spurði að
minsta kosti ekki um trú manna á
annað en lækninga- og hjálparkraft
sinn.
2. Hitt atriðið er aðskilnaður
ríkis og kirkju. Þar er fljótséð, að
aezt á við, að rfkið skifti sér ekki
af högum kirkjunnar, enda hefur
það oft orðiðytil skaða. En þó er
ýmislegt fleira, sem kemur til
greina. Vér getum ekki farið níh-
ara út í málið í þetta sinn, en að-
eins látið það álit í ljósi, að vér telj-
um það mj'óg varasamt, eins og nú
á stendur, að fara út á þá skilnað-
arbraut. Hyggjum það helzt mundu
verða til þess 1. að draga fjölda
landsmanna undan áhrifum kirkju
og kristindóms, er vér teljum góð
og ómissandi (hvort sem heldur er
„gömul" eða „ný“ stefna) og —
2. geta orðið til þess, að lúterska
kirkjan hér yrði um of einhliða og
þröngsýn og fældi því frá sér ó-
þarflega marga trúarþurfa, sem ella
gæti fundið hvfld í skauti hennar.
En þó að svo margt beri hér á
milli, sem hér hefur sagt verið, þá
má hver alvarlegur maður vera höf.
þakklátur. Hann talar auðsjáanlega
af sannfæringu og einlægri ást til
kirkju og kristindóms (eins og hann
skilur hvorttveggja) og verðskulda
slfkar raddir ætíð, að heyrðar sé
— ólíku frekar, en raddir sumra
óvina trúarbragðanna, sem ætla að
nota hina núverandi sundrung í
kirkjunni til þess að spilla fyrir
trúarbrögðum þjóðar vorrar. Og er
undur, að „orþodoxían* skuli vilja
gera bandalag við þann her. Af
því mun aldrei Ieiða neitt gott fyrir
trúarlff íslendinga.
Kolalögin
á Vesturlandi, eins og Danir
ímynda sér að þau sé Er svo að
sjá, sem þau nái yfir alla Vest-
firðiI1
Von £insingen
hershöfðingi, sem hefur yfirstjórn
þýzku og austurrísku hersveitanna
í Volhyníu í Rússlandi. Myndin
teiknuð af orustumálaranum István
Zador, kgl. ungverskum premier-
lautinant f varaliðinu.
Fréttir.
Slys.
Pdll Ey/ólfsson, bóndi í Sjávarhólum
á Kjalarnesi, varð bráðkvaddur síðastl.
laugardagsmorgun. Gekk niður að sjó,
og kvaðst mundu brátt aftur koma, en
fanst örendur í flæðarmáli síðar um
daginn. Sá látni var vel látinn atorku-
maður og efnaður vel. Er mikil eftir-
sjá að honum.
„Nyja Iand“
hefur keypt hr. Bjarni Magnússon
verzlunarmaður.
Brádkvnddnr
varð nýlega í Kaupmannahöfn hr.
Adolf Ldrusson (kaupmanns Lúðvígs-
sonar).
= éCessian z
(t&isfisfrigi) ocj
m 'HCUarBallar m
fyrir kaupmenn, kanpfélög og útgerðarmenn.
Leitið yður upplýsinga um verðið, áður en þér festið kaup
annarstaðar, hjá
<T. Æjarnasott,
Sími 513. cRoæ ló%. Símn. cKBjarnason.
Bændup tslandsl — Þið eruð að þreyfa á því, að mið-
alda-búskaparlagið stenzt enga samkepni við tuttugustualdar sjávarút-
veginn. — Helzta, ef ekki eina ráðið til viðreisnar, er notkun
véla. Ekki aðeins skilvindu og saumavéla, heldur véla til allra
nota — ásamt aflvélum — á hverju einasta heimili. — Og ég skal
útvega ykkur allar þær vélar af beztu tegundum á lægstu verði, og
við hvers eins hæfi, til kapps á móti hverjum sem er.
Nokkurar birgðir af þess konar vélum eru vanalega hér fyrirliggj-
andi í Rvík, Sendið mér línu, — það kostar svo lítið. — Og sendi
ég yður þá nánari upplýsingar.
Stefán B. Jónsson.
Simi 521. Reykjavik. Box 315.
Strand.
Seglskipið „ Venus“ strandaði við
Færeyjar 21. f. m. Ætlaði frá Khöfn
til Eyrarbakka, en var tekið af ensku
herskipi undir Meðallandi og átti að
flytjast til Leirvíkur, en í þeim leið-
angri strandaði skipið.
Eftirtektaverð
lagasetning.
Síðasta alþingi samþykti lög, er
heimiluðu ráðherra að leyfa íslands-
banka að auka seðlaútgáfu sína til
1. des. 1917, þó eigi um hœrri
upphæð, en eina miljón króna, „í
mesta lagl“.
Lög þessi eru út gefin 9. sept.
1915-
Eftir vandlega íhugun hafði þing-
ið komizt að þeirri ákveðnu niður-
stöðu, að seðlaaukningin skyldi
eigi meiri vera, en ein miljón
króna, og á þessu hert með orð-
unum „í mesta lagi“.
Alt um það líður eigi lengra en
til 29. sept., tuttugu dögum eftir
útgáfu þessara laga, og fáum dög-
um eftir þingslit, þá gerir ráðherra
sér hægt um hönd og gefur út
bráðabirgðalög, sem heimila að
auka seðlaútgáfuna til janúarloka
1916 um aðra miljón, í viðbót við
þá, sem þingið leyfði „í mesta
Iagi“, til þess, eftir því sem stend-
ur í ástæðunum fyrir þessum lög-
um, „vegna viðskiftalffsins, að auka
veltufé á íslandi, um stundarsakir",
eins og slík seðlaviðbót um stund-
arsakir sé nokkur aukning á veltufé.
Svo mikla fyrirlitning sýnir stjórn
sú, er vér nú höfum, eindregnu og
vandlega huguðu ákvæði alþingis
um það, hvað aukningin skyldi
vera „í mesta lagi“.
En ekki er alt búið með þessu.
Bankinn átti að hafa innleyst
alla þessa seðlaviðbót fyrir janúar-
lok.
En 18. maf koma út önnur
bráðabirgðalög, sem heimila bank-
anum, á ný, að auka seðlaútgáf-
una, ekki um eina miljón, heldur
ótakmarkað, „eftir því, sem við-
skiftaþörfin krefur", það er að
segja sem bankinn sjálfur telur og
vill láta hana krefja, og nú á það
ekki, eftir því sem f ástæðunum
stendur, að vera til að auka veltu-
fé, heldur til að auka „gjaldmiðil"
á íslandi.
Það er þó ekki laust við, að
kenni nokkurs einurðarleysis hjá
ráðherra, að Iáta sjá, að hann hafi
þannig að engu vald alþingis og
skýlausan vilja þess, því að ekki
hafa þessi bráðabirgðalög frá 18.
maí komið f ljósbirtuna fyr en nú
í ágústmánuði. Z.
Heima — erlendis.
Próf. Finnur Jónsson hefur ný-
lega í Lögréttu farið nokkrum þann-
ig löguðum orðum um spiritismann
og sálarfræðislegar rannsóknir f sam-
bandi við hann, að mér finst ekki
ástæðulaust, að drepa í samanburð-
arskyni Iftilsháttar á afstöðu ment-
aðra andstæðinga málefnisins er-
lendis og hér heima. Tek ég fram,
að með „erlendis" á ég við meðal
hinna enskumælandi þjóða. Því
eðlilegast er, að leggja mesta á-
herzlu á, hvernig mentamenn þar
líta á þetta mál. Því bæði er það,
að afstaða þessara fjölmennu for-
gönguþjóða hefur mesta þýðing, og
svo er langmést mark takandi á
henni, af þeirri ástæðu, að í þeim
löndum hafa mestar rannsóknir farið
fram á þessu sviði og um lengstan
tfma.
Það er talið að spiritisminn hefji
göngu sfna árið 1848 f Bandaríkj-
unum („Höggin í Hydesville)", og
er það Ifka rétt að því leyti, sem
þá hóýust almennar tilraunir til að
koma á sambandi við framliðna