Landið

Eksemplar

Landið - 01.09.1916, Side 3

Landið - 01.09.1916, Side 3
L ANDIÐ 139 menn og til þess að sanna þannig með reynslunni framhald mannlífs- ins. En auðvitað átti „spiritualism- inn“ (íendishyggjan) sér talsmenn áður, og þeir menn höfðu verið uppi, er töldu sig geta haft sam- band við framliðna (t. d. á seinni tímum Svedenborg og A. J. Davis, er margir nefna „föður spiritism- ans“). Tilraunir þessar breiddust, eins og menn vita, innan skams um ýms lönd, og brátt risu upp ákafir talsmenn og (ekki síður) ákafir and- mælendur. Verður því sízt neitað, að farið var af ýmsum í miklar öfgar á báða bóga. Spiritistunum, er tóku alt sem heilaga opinberun, er út úr miðli var talað; andstæð- ingunum, er töldu þetta alt ýmist svik eða örgustu hjátrú og hindur- •vitni. Því þannig voru dómar and- spiritista alstaðar lengi fram eftir. Má segja, að þó spiritistunum sjálf- um færi fjölgandi, þá hafi andstæð- ingar þeirra ekki farið að líta öðr- um augum á málefnið, fyr en sál- arfræðisfélagið brezka var stofnað árið 1882 og nokkrir merkir vís- indamenn tóku sér það verkefni, að rannsaka og kryfja til mergjar sum af þeim fyrirbrigðum, er spiri- tistar staðhæfðu að gerðust, og bygðu á dóm sinn um sjálfstæði sálarinnar og framhaldslíf mannsins. Hver munur var orðinn á afstöðu enskra vfsindamanna til þessara rannsókna árið 19x2 frá því er var árið 1876, má sjá meðal annars á því, að þegar Sir William Barrett, síðarnefnt ár skoraði á vfsindamenn að athuga fyrirbrigðin, þá var hann dreginn sundur í háðinu í öllum enskum blöðum, nemá einu; en árið 1912 var svo komið, að hver einasti þálifandi enskur vísindamað- ur, er hlotið hafði æðstu viður- kenning, sem þeim er þar í landi gefin (Order of Merit), var með- limur sálarfrœðisfélagsins, og spiri- tistar flestir þeirra. Svo mjög, höfðu tímarnir breyzt í þessu efni. Og samfara þessu lfka dómur mentaðs almennings, sem nú ekki dettur í hug að Htilsvirða þessar tilraunir, sem þó eru sumar alveg sömu og spiritistar gera og byggja á dóm sinn um samband við framliðna. Nú kunna andstæðingar okkar (hér) að vilja klóra í bakkann og segja, að það sé sitt hvað, að al- menn viðurkenning sé fengin fyrir að fyrirbrigðin gerist, er spiritistar byggja dóm sinn á, en viðurkenn- ing fyrir, að sá dómur sé réttur. Auð- vitað. En að því alveg sleptu, að flestir, sem við rannsóknir þessar hafa fengist, svo nokkru verulegu nemi, hafa orðið spiritistari), og að heimska tóm er að virða dóm þeirra og hinna mýmörgu annara spiritista, að vettugi, þá er nú svo, að bæði þeir tilraunamenn, sem ekki að- hyllast spiritismann, og mentamenn, sem ekki hafa við rannsóknirnar fengist, en dæma af tilraununum, viðurkenna að skýring spiritista sé fyllilega réttmœt og á rökum bygð. Og þeim dettur sfzt í hug, að telja þetta hégómamál eða að gera sig að athlægi, með því að kveða upp órökstudda sleggjudóma í því. Þeir tfmar eru liðnir par. Til þess að finna þessum orðum mfnum stað og sýna afstöðu and- r) Próf. Hyslop segir í bók sinni Psy- chical Research and Sarvioal: „Það er eftirtektarverð staðreynd, að sérhver skynsamur maður, sem hefur varið nægum tíma og tilraunum til rann- sókna sinna, hefur hallast á þá Sveif, að framliðnir væru að verki". stæðinga vor spiritista erlendis, skal ég leýfa mér að þýða stutta út- drætti úr ritdómum tveggja manna, sem ekki eru spiritistar, og birtust nýlega, annar í vfsindalega tfmarit- inu „Nature“, og hinn í heimspek- islega tímaritinu „Mind“l), sem eru mjög merk blöð, hvort á sínu sviði, eins og eflaust mörgum er kunnugt. Ritdómarnir eru um afarftarlega rit- gerð eftir frú Sidgwick2) f skýrslu sál- arfræðisfélagsins brezka, um miðils- tal frú Piper (þar sem höf. einmitt Ieggur aðaláherzluna á að draga alt það fram, er mælir móti, að það stafi af áhrifum framliðinna). Tek ég fyrst úr ritdóminum í „Na- ture“ eftir James Arthur Hill. Fyrst er mikið Iof um nákvæmni, samvizkusemi og gagnrýningarhæfi- leika höf. og sfðan þetta m. a.: „Nú, en hvað skal þá segja um alla þessa, sem tala út úr miðlun- umf Hvað eru þeir? Eru þeir framliðnir menn, eins og þeir segjast vera, draum-persón- ur eða brot úr undirvitund frú Piper eða dáleiðslu-vitund hennarf Frú S. hallast að síðastnefndu. En þó viðurkennir hún, að í miðilstali frú P. sé mjög margt, er hún alls ekki hafi getað fengið vitneskju um með venjulegum skynjunum. Sumt af þessu má vera að stafi frá fjarhrifum lifandi manna. En í sumum tilfellum virðist næstum ó- hjákvæmilegt að gera ráð fyrir fjarhrifum frá hinum svonefnda dauða ..." Og seinna segir ritdómarinn: „ . . . Vissulega virðast sannan- irnar ætla að fara að verða úrslita- sannanir, eða því sem næst. Það er ekki lengur unt að kveða þær niður með hlátrinum tómum. Ef til vill er þess ekki langt að bíða, að framhald lífsins verði ekki síður trúaratriði vfsindanna en trúarbragð- anna ..." Svo mörg eru pau orð. Og það er f sjálfu sér tfmanna tákn, að þau standi athugasemdalaust í svona blaði. 1) í það blað rita einmitt um sálar- fræðisrannsóknir „heimspekingar og aðrir vitrir menn", er próf. F. tekur mark á hvað segja. 2) Frú S. (systir A. J. Balfour) er Pres. í Newnham College, Cambridge. Þá sný ég mér að hinum ritdóm- inum. Hann er eftir próf. F. G. Schiller í Oxford. Hann lýkur, eins og J. A. Hill, miklu lofsorði á gagnrýningarhæfi- leika frú S. og telur hann eiga að vera fyrirmynd allra, er fást við rannsóknir þessara torskildu fyrir- brigða. Getur hann skýringar frú S , en jafnframt þess, „að ekki neitar hún þó, að sannanir hafi komið bæði frá frú P. og öðrum miðlum, sem bendi ótvfrætt f þá átt, að styðja skýringuna um sam- bandið við framliðna rnenn". Og um skýringar frá S. segir próf. Schiller: „En hún er sér þess vel vitandi, að þessar ályktanir eru ekki niðurstöðuályktanir. Það er eftir að gera grein fyrir því, • sem hún (frú P.) hefur vitneskju um á annan hátt, en vér þekkjum. Svo hún geymir sér mikið réttilega leyfi tii að breyta ályktunum sínum*. Svo bætir próf. við þessum orðum til spiritista: „Talsmenn spiritism- ans ættu að láta sér skiljast, að enda þótt skýring þeirra kunni rétt að vera, þá getur hún tæplega verið rétt í þeirri óbrotnu mynd, sem hún fyrst var sett fram í, og að það hvflir á þeim skylda til þess að athuga miklu dýpra mögu- leikana og það sem flókið er í þessu". Þetta er auðvitað alveg rétt, enda Þygg ég ekki að jafnvel þeir, er mesta þekkingu hafa á þessu, hafi nema litla, örlitla nasasjón af, hvernig sambandinu við framliðna er háttað, og það hygg ég sé einmitt spiritistum sjalfum bezt ljóst. En þetta er ekki nema „dag- legt brauð". Við vitum um svo margt, að það gerist. En hvernig: það er annað mál. Þegar maður ber saman afstöðu andstæðinga vorra erlendis og hér og ummæli þeirra, er ómögulegt að verjast þeirri hugsun, að þeir menn, sem hér kveða upp órök- studda arindóma um spiritismann, hafi ekki kynt sér málið minstu vitund og standi gagnvart þvf f sömu sporum og þeir, er fyrst hömuðust móti þvf fyrir 60 árum. Og ekki einungis það, heldur einn- ig hitt, að þeir ímyndi sér, að heim- urinn hafi staðið kyr með þeim og sé að bíða eftir þeirra hentug- leikum og hvenær þeim þóknist að nudda stýrurnar úr augunum og rumska. Á annan hátt er lítt mögu- legt að gera sér grein fyrir, að maður, sem góða dómgreind hefur, sé svo áræðinn (eins og próf. Finn- ur) að segja að það sé „raun hverj- um heilsusamlega hugsandi manni, að vita til þess hverjum tíma er varið til þessa „húmbúggs", sem fávfsir menn eru að kalla „vfsinda- legar rannsóknir“(!) og að „þær svokölluðu vfsindalegu rannsóknir um þetta mál eru ekki bygðar á öðru en trú og blekkingum og mis- skilningi*. Framsetningin er að vísu þannig, eins og maður með 20—30 ára reynslu og víðtæka þekkingu í þess- um efnum væri að tala, en á móti því mæla bæði orðin sjálf og svo það, að (auðvitað) er ekki gerð minsta tilraun til þess að styðja þenna fáránlega dóm með neinum rökum og draga með því úr þvf brosi, sem maðurinn (ef hann hefði betri þekkingu á þessu) hlyti að búast við hjá þeim, sem nokkuð um málið vita, er þeir iesa annan eins þvætting settan fram með jafnmiklum spekingssvip. Kristján Linnet. XJtlöixd. Markverðast af því, sem við hef- ur borið síðustu viku, er það, að Rúmenar eru nú einnig komnir í ófriðinn. Hafa þeir sagt Austur- ríki stríð á hendur og er fjand- skapur þegar byrjaður á landamær- unum. Þjóðverjar hafa og sagt Rúmenum stríð á hendur. Ástæðan til þess, að Rúmenar fara nú í strfðið, er fyrst og fremst árangurinn af sókn Rússa. Eru Austurrfkismenn nokkuð aðþrengdir — og þá sjálfsagt að nota tæki- færið I Takmarkið er að ná undir sig austasta héraðinu í Ungverjalandi, Transsilvaníu eða Siebenbiirgen. Er það stórt land og búa þar 3 miljónir Rúmena, en einnig er þar fjöldi Ungverja og Þjóðverja. Mundi vera erfitt, ef ekki ógern- Boffi Brynjólfsson yflrréttarmálaflntningsmaðnr. Skrifstofa í Aðalstræti 6 (uppi). Venjulega heima kl. 12—1 og 4—6 e. m. Talslmi 250. ingur, að skifta landinu eftir þjóð- erni; svo eru þjóðirnar þar hver innan um aðra. Ekki kvað her Rúmena vera i góðu Iagi, en mikill er hann nokk- uð að vöxtunum, um 6—700 þús- undir, og getur bundið allmikinn herafla Austurrfkismanna. Rúmenía er 14. ríkið, sem fer út í styrjöldina. Annarsvegar eru Bretar, Belgar, Frakkar, Portú- galar, ítalir, Rússar, Serbar, Svart- fellingar, Japanar og nú sfðast Rúmenar. En hinsvegar eru Þjóð- verjar, Áusturríkismenn og Ung- verjar, Búlgarar og Tyrkir. — Búlgarar sækja fram f Grikklandi og hafa tekið hafnarborgina Kavalla, sem mikill ágreiningur var um milli þeirra og Grikkja eftir Balkanstrfðið fyrsta, en svo lauk, að Grikkir hreptu (eftir ósigur Búlgara í öðru Balkanstríðinu.) Eru Grikkir að vonum ekki glaðir yfir þessari framsókn og mun þykja tvísýnt, að þeir fái Kavalla aftur, nema Bandaþjóðirnar sigri. Er þetta lík- lega orsökin til þess, sem frézt hefur nýlega, að Grikkir sé á báð- um áttum, og mikill hluti þjóðar- innar óski eftir að fara í stríðið gegn Miðveldunum. Er ekki ólík- legt, að til tfðinda kunni að draga þar syðra innan skamms. Frakkar segja, að aðstaða Þjóð- verja hjá Verdun sé að versna, mest sökum herskorts. Hafa Frakk- ar náð á sitt vald bæjunum Thiau- mont og Fleury, sem lengi hefur verið barizt um. — Mannaskortur Þjóðverja er afleiðing allsherjar- sóknar Bandamanna. Leiðrétting. í greininni Tillögur launamálanefndarinnar, í sfðasta blaði, hafði fallið úr eitt lögdæmið og upptalningin því ruglast. En svona er hún rétt: Vestfjarðalög- dæmi (nær yfir Vestfirði). Vestur- tögdœmi (nær yfir Húnavatnssýslu o. s. frv.“). Prentsmiðjan Gutenberg. Hvíti hanzkinn. 150 fyrsta sinn, sem lögreglan hefur þurft — ég á við það, að ég er stundum til gagns. Eg geri verk mitt og spyr ekki, hver til- gangurinn sé með þvf. Þér hjálpuðuð mér vel f kvöld — þér vitið, á hvern hátt. En nú er um það að ræða, hvort þér viljið hafa vindlingahylkið«. »Ég vil gjarna hafa umráð yfir því, svo sem hálfan klt.«, anzaði Clifford. Og hann sagði satt. Eitthvað mátti á því græða. »Hálfan klukkutfma, ef unt er«, endurtók ClifTord. »Það er mjög auðvelt. Ég fæ yður hylkið og læt yðar hylki í staðinn. Hr. Rayne fer héðan frjáls. Sir Jósep biður hann afsökunar og náðug frúin gerir það einnig. Hinir gest- irnir, sem hafa litið hornauga til Raynes, munu og reyna að bæta yfir það. Þá seðst hégómagirni hans og hann staldrar hér við og gortar. Þess háttar fólk gortar ætíð. Allan þenna tíma dettur honum ekki vindlingahylkið í hug, því að hann fær ekki tækifæri til að reykja og eftir hálftíma skifti ég um aftur". »Eruð þér alveg viss um, að þér getið þaðft, spurði Clifford. »Já. Takið tvíeyring og látið í annanhvorn jakkavasann yðar, og ég skal veðja 10 pundum, að hann verði kominn f vasa minn innan klukkutíma*. 151 Clifford kvaðst ánægður. Loddarinn þurk- aði sér um ennið með vasaklútnum. Hann misti klútinn ofan á borðið, en greip hann í snatri og stakk f vasa sinn. Þarna er vindlingahylkið yðarc, sagði hann. »Er það ekki réttfc Clifford opnaði hylkið og var steinhissa, þegar hann sá, að þetta var hylki Raynes, en hitt lá á borðinu í þess stað. Þetta hafði orðið með svo skjótri svipan, að hann rak upp stór augu af undrun. »Þetta er smáræðic, sagði loddarinn. »En þér skuluð setja andlit yðar f vanalegar fell- ingar, því að nú er Sir Jósep að ljúka starfi sínuc. Sir Jósep var gramur á svip. Rayne hafði farið úr hverri spjör og var nú að fara í aftur, og hæddi látlaust Sir Jósep. Loddar- inn hafði rétt að mæla. Ekkert hafði fundizt á Rayne. »Nú vona ég, að þér séuð ánægðurc, sagði Rayne. »Demantinn var látinn f vasa minn, höndunum á mér haldið fyrir aftan bak, svo að ég gat ekki snert nokkurn skapaðan hlut og ljósið var kveikt jafnskjótt sem leikurinn var á enda. Þér hafið borið á mig ærumeiðandi ásakanir. Næst getið þér sakað mig um, að ég hafi einhvern glæpa- félaga hér í stofunnic. 152 »Ég fer að sjá, að mér hefur skjátlastc, sagði Sir Jósep, eldrauður í framan. »En hvað getur hafa orðið af demantinumfc »Það kemur mér ekki viðc, sagði Rayne stuttlega. »Þér verðið sjálfur að uppgötva það. Og þar sem eg er nú klæddur og lít út eins og siðaður maður, þá gerið þér ef til vill svo vel, að kalla á hitt fólkið, og játa glapræði yðar gagnvart mérc. Rayne ypti öxlum. Hann þóttist hafa yfir- höndina og hikaði ekki við að neyta þess. Hann stakk úri sfnu og fépyngju í vasann, og lét vindlingahylkið í brjóstvasa sinn, án þess að líta á það. Nú hafði hann ekki hug- ann á öðru, en persónulegum sigri sfnum. Sir Jósep opnaði dyrnar og kallaði á hitt boðsfólkið. Það streymdi inn og reyndi ekki einusinni að leyna forvitninni. En það sá undir eins á vandræðasvip Sir Jóseps og háðbrosi Raynes, að ekkert yrði úr hneyksl- inu f það skifti. »Ég er hræddur um, að mér hafi skjátlastc, stamaði Sir Jósey. »Ég verð að játa, að hr. Rayne var þegar fús á, að láta rannsaka sig og ég hef líka gert það nákvæmlega. En gimsteinninn finst ekki«. Það var ekki gott að sjá, hvort 'áheyrend- urnir urðu glaðir eða gramir við. Lafði Sloman stóð aftarlega f hópnum og bar sig

x

Landið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landið
https://timarit.is/publication/194

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.