Landið

Tölublað

Landið - 27.10.1916, Blaðsíða 2

Landið - 27.10.1916, Blaðsíða 2
i;8 L A N D'I Ð F «Hmerífín- 161 vörurnar er nú búið að taka upp. Mikið úrval af: Flúnelum, Léreftnm, Silkjum, Silkiböndnm, Broder- garni, Nærfatnaði kvenna og karla, Kvensokkum, Morgunkjólatauum, Tvisttauum, Handsápa mikið úrval, Ilmvötn, Yerkmannaskyrtutau, Léreft f bátasegl, Handklæði, Rúrateppi. Ennfremur: Klæði ágæt tegund. Ullarflauelið góðkunna. Sllkiflauel í kápur fallegt og ódýrt. Eins og að undanförnu raunn reynast bezt kaup hjá V. B. K. Yandaðar vörur. Ódýrar vörur. SÍðustu ófarir Rússa og Rúmena í Dobrudscha, sem um er getið hér að framan, voru þeir teknir til fanga og eru nú hafðir fyrir götu sópara í þeim sömu bæjum, er þeim var ætlað að vera yfirvöld í. Ennþá sækja Rússar fram f Karpatafjöllum, og eru árásir þeirra þar mjög harðar. En nú veita Austurríkismenn Ifka enn betur við- nám en áður, og vinna Rússar því ekki á. Annars er aftur alt orðið rólegt á austurlínunni norðantil, og halda menn, að kyrð sú, sem þar er frá Rússa hlið, stafi af þvf, að þá sé aftur farið að vanta skotfæri Nokkur áhlaup hafa þeir að vísu gert, en það virðist hafa verið illa undirbúin fótgönguliðsáhlaup, o: áhlaup án þess að skothríð á undan hafi verið búin að jafna verstu ófærurnar fyrir herinn. Margt bendir á, að Rússar nú sökum skotfæraskorts séu byrjaðir á sömu mannfórnunum sem í fyrra, er þeir urðu að hörfa undan Þjóðverjum. Mannafla hafa þeir altaf nógan. í Berl. Zeitung am Mittag stendur, að „Rússar gerðu áhlaup í svo stór- um og þéttum fylkingum, að Meck lenborgarsveitin eyddi á þá öllum sínum skotfærum, og varð að síð- ustu að nota handsprengjur". Þetta cr auðvitað frásögn fjandmannanna, en þess er að gæta, að Rússar hafa sjálfir mikið til þagað um hernað- inn á þessum hluta Ifnunnar, og er það ilt merki. Síðan er bætt við: „Mikill hluti lífvarðarsveitarinnar rússnesku er fallinn. Vér töldum 12,000 rússnesk lfk, og var það þó ekki nema fyrir framan helming áhiaupslfnunnar*'. En til allrar hamingju fyrir Rússa er ekkert útlit fyrir, að Þjóðverjar geti nú fært sér í nyt skotfæra- skort þeirra á sama hátt sem í fyrra sumar. Ber það einkum til, að Þjóðverjar eiga nú sem mest að vinna á vesturvígstöðvunum, og að þeir eru nú orðið þar ver staddir með skotfæri en bandamenn Mun því mest af skotfærabirgðum þeirra verða sent þangað. Þá kemur og það til greina, að veturinn fer í hönd og allur hernaður verður erfiðari. Fá þá Rússar nægilegan tfma til að viða að sér aftur. Þá er og það, að Þjóðverjar hafa sent lið til hjálpar Austurrfkismönnum, og að Mackensen mun hafa mikið af þýzku liði, ásamt Búlgurum, til umráða í Dobrudscha. rfélaoið „1 Ma". Framleiðsla og verðlag. Oft hefur verið í dagblöðunum hreitt ýmislegu að bændum, sér- staklega þeim, er framleiða mjólk og kjöt til sölu f Reykjavík. Höf. fela sig þó venjulega. Hafa líklega grun um fáfræði sína, reynsluskort og gagngert skilningsleysi á því, sem þeir vilja þó vera að t.ala um. Svo og magnleysi eða viljaskort til að leggja á sig erfiðleika, áhættur og áhyggjur framleiðslunnar. Orða- lagið milli manna og í verstu sorp- grcinum biaðanna bendir ifka á annað enn verra: sérstaklega eigin- girni og illan vilja. Flestir hlífast við að svara slíku, sem þarf þó bæði að átelja og upplýsa. Þó ég vildi heldur geta sagt orð til skilningsauka en til ásökunar einstökum mönnum, þá finst mér ástæða til að átelja verðlagsnefnd- ina, fyrir alveg óskiljanleg mistök og einkcnnilegt einelti við mjólkur- söluverðið, er hún virðist sjálf naum- ast geta réttlætt með rökum, frem- ur en afskiftaleysið af vöruverði kaupmanna. Helzta afsökun verð- lagsnefndarinnar kann að geta falist í þeirri einhliða ráðstöfun lands- stjórnarinnar, að skipa í nefndina kaupmenn og embættismenn í Rvík, l en engan mann, sem þekkir til nú- verandi framleiðslu af landbúnaði. Það er ámælisvert, þegar lands- stjórn og verðlagsnefnd sýna bún- aði síns eigin lands svo mikla lítilsvitðing, að skamta bændum verðið fyrir þeirra eigin erfiðisfram- leiðslu, sérstaklega sé það gert án þess að virða þá viðtals áður. Jafn- vel hróp nokkurra kaupenda sýnist meira metið. Og þá vil ég drepa hér aðeins á eitt síðasta hrópið til verðlagsnefndarinnar (Höfuðst. 23. þ. m.): „Hvaða vit er í því, að leyfa þessu illa liðna Sláturfélagi hér, að selja kjöt á Jcr. 1,20 kg.“ o. s. frv. „Alla þessa hringi" (um mjólk, kjöt, olíu og kol) „þarf verð- lagsnefndin að taka sama taki og mjólkurframleiðendur, og það strax". Landsstjórnin og verðl.n. œttu nú að vita það, að hér er ólíku rugl- að saman; að vöruvöndunarfélag innlendra afurða eru annars eðlis en gróðahringir kaupmannanna, til einokunar á útlendum vörum. Það er viðlíka ólíkt og litur, bragð og lögun mjólkur og kola. Stjórnendur og löggjafarvöld flestra menningarþjóða kappkosta að auka innlenda framleiðsiu, og að koma afurðum sínum í svo hátt verð sem mögulegt er. Stjórnar- völdin vita það vel, að hagur og þarfir landsins verða að ganga fyrir hag og þörfum héraða, kaupstaða og einstakrá manna. Vita það vel, að engin þjóð á verðmætari hlut í eigu sinni, en landið sitt, og að verðmæti landa fer að mestu leyti eftir ræktun og framleiðslu. Landið okkar getur margfaldast í verði með góðri rækt og arðsamri framleiðslu. Og vel ræktað, full- bygt land, er annað og meira en auðsuppspretta fyrir þjóðina, það er líka sú uppeldisnauðsijn fyrir þjóðina í hreysti, atorku, sparneytni, reglusemi, drengskap og þjóðrækni, sem enginn skóli megnar að vega móti. Verði þar á móti þrengt svo að framleiðslunni í landinu, að fólkið haldi áfram að hverfa frá henni, þá glatast hvorttveggja, miljóna- virði landsins og menningarþróttur þjóðarinnar. Ræktun landsins og ávinningur þjóðarinnar er því eitt af stærstu áhugamálum og mesta gleðiefni allra heiðarlagra landsstjórnenda. Slíkir telja sér ljúft og skylt að fræða og styrkja samvinnufélög. sem starfa með því markmiði, að auka framleiðslu (Búnaðarfél. o. fl ), eða bæta vöru og auka verðgildi innlendra afurða (Sláturfél. o. fl.). Þess háttar félög hafa það mark- mið fyrst og fremst, að framleiðslan geti borgað sig, og að þeir menn, sem leggja fram fé sitt og krafta við landbúnaðinn, fái lífvænlegt uppeldi fyrir erfiðið og áhættuna, eða sæmilegt kaup — alveg á sama hátt og þeir vilja hafa, sem hjá öðrum vinna. Félög þessi eru því í eðli sínu skyld samtökum verka- manna um að tryggja kaup sitt o. s. frv. Hvorttveggja getur verið heilbrigt og heiðarlegt. Éðlilegt, að hver vilji fá fyrir vörur sínar kostnað allan að skaðlausu, og dá- lítinn ábata fyrir sérstaka vöndun. Eins er eðlilegt, að verkamenn vilji fá vinnu sína vel launaða og Ieiti þangað sem bezt er borgað. En með kauphækkunarkröfum væri eðlilegast, að þeir legði alt kapp á verklagni og dugnað. Það er þeirra vöruvöndun, að geta unnið beíur eða fljólar cn áður. Þá ætti ekki að þurfa verkfall til kaup- hækkunar. Það er sitt hvort þegar einstakir menn eða félög auðmanna hertaka með fjármagni sínu einstakar vörur annara framleiðenda, til þess ein- ungis að græða sem mest sjálfir á annara erfiði; og hitt, að auka verð- mæti þess, er hver einstakur nýtur ágóðans af, eftir því sem hann aflar og áorkar. Hið fyrnefnda eykur örbyrgð hvers Iands, en hið síðara útrýmir henni. Að rugla þessu saman og kalla hvorttveggja ein- okun, það lýsir illgirni eða aumk- unarverðri fáfræði um viðskiftalíf siðaðra þjóða. Á þessu tvennu gera stjórnendur stórveldanna og mestu ágætismenn (t. d. Rosevelt fv. forseti Bandar.) þann mun, að framleiðslan er óska- barn þeirra, en auðvaldið með ein- okun mesta baráttuefni þeirra og áhyggjuefni. — Aumingja íslandl Það vantar illa slfka menn sem R. fors., eða Jón forseta. — Það hefur þolað menn andstæða þeim um þvílík mál í stjórnarstólum landsins. Fjárhagsleg velferð landanna grundvallast á þvf, að framleiðslan svari kostnaði a. m. k., og afurðlr landsins annaðhvort aukist eða hækki í verði, ekki minna en nem ur auknum kostnaði. Nú er kjötið aðalframleiðsluvara þorra bænda um land alt, og kostnaðurinn við framleiðslu þess, hefur aukist mjög mikið á síðustu árum. (Nl.). Vigfús Guðmundsson. Jlorfellirimi. „Aumingja ísafold! Fyrirsjáan- legur horfellir og meir en það“. Þessi orð, sem höfð eru eftir val- inkunnum (nú látnum) sæmdarmanni, flugu mér i hug, er eg frétti að bankastjóri Björn Kristjánsson væri kosinn 1. þm. Gullbr,- og Kjósar- sýslu. Nú fyrst sér ísafold, hve mikið tillit er tekið til orða henn- ar, þvf að nú hefur hún um langt skeið lagt þenna mann í einelti með svívirðilegum róggreinum og reynt að gera hann tortryggilcgan á allan hátt. Þrátt fyrir alla sína góðu viðleitni f þessa átt, fær hún þetta svar frá kjósendum hans. Og trúið mér, eigi líður langt um, þar til þeir fá einhver orð fyrir hjá ísafold. En hvað hefur svo Björn til saka unnið? Ekki er hann víst Bogi Brynjólfsson yflrréttarmálaflntningsmaðnr. Skrifstofa í Aðalstræti 6 (uppi). Venjulega heima kl. 12—1 og 4—6 e. m. Talsími 250. skammaður íyrir það, að hann var um tíma einn af helztu stuðnings- mönnum blaðsins. Nei, Björn er svívirtur fyrir það, að hafa rutt sér lífsbraut sína sjálfur, þó án þess að gerast skólagenginn alikálfur — hann er skammaður fyrir það, að hann er ekki og vill ekki vera eins liðugur f pólitískum snúning- um, sem ísafold hefur verið, eink- um upp á síðkastið, því að snún- ingar hennar hafa verið líkastir því sem sagt er utn eina dýrategund, er hún eltir sitt eigið skott. Nú sér hún árangurinn af skömmum sfnum, þvf að þjóðin í heild sinni svarar henni við þessar kosningar. Þeir þm. munu verða teljandi, sem hún getur talið sér á næsta þingi. Að sönnu hefur hún þá huggun, að Árnesingar slysuðust til að end- urkjósa ráðherrann, en ekki verður hann á við marga, nema ef vera skyldi í augum ísafoldar. En hverju svöruðu kjósendur ritstjórabróðurn- um og Guðm. Hannessyni? Finnur ísaf. nú ekki sjálf, að það er kom- inn horfellir í allar hennar tillögur, um stjórnmál og annað, og finnur hún það ekki að allir samvizkusam- ir menn taka ekkert tillit til henn- ar lengur, heldur fyrirlíta hana og aumkva ? 7X32 Á leiöi hermannanna er látinn trékross Þarf mikið af þeim nú, Jón Björnsson & Co., Bankastræti 8. Með „GullfossF* frú Ámeríku hefur verzlunin fengið mikið úrval af mjög lialdgóðum Vefnaðaryöruni: Alkleeði, Flúnel, Kjólatau, Léreft bl. og óbl, Morgun- kjólatau, Nærfatnað karla og kvenna, Húfur barna, Tvinna og Hörtvinna beztan og ódýrastan í bænum, Tvisttau, Sirtz bezta sængurveraefni, Kvensvuntur, Sápur og Umvötn í miklu úrvali, Regnkápur og Gólfteppi er altaf bezt að kaupa hjá J. 13. 4fe Co.

x

Landið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landið
https://timarit.is/publication/194

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.