Landið

Tölublað

Landið - 27.10.1916, Blaðsíða 4

Landið - 27.10.1916, Blaðsíða 4
i8o LANDIÐ ]3eint frá Ameríku: Hveiti — Haframél — Sveskjur — Búsínnr — Mjólk. Nœríatnaður og margskonar Smávör ix !•. Verzlun Ámunda Árnasonar, Hverfi8götn 37. Sími 69. Yetraryfirfrakkar beztir — ódýrastir í Eaupangi.. Vindlar hafa nú hækkað gífurlega hjá öllum verksmiðjum, en við vórum svo forsjalir að panta miklar byrgðir af hinum alþektu* ágœtu Kreyns vindlum. Kaupmenn og kaupfélög um land all! Kaupið því vindla hjá okkur. Ó. G. Eyjólfsson & Co. Búsáhöld svo sem: Katlar, Könnur, Balar, Fötur, Þvottaföt og Pottar, úr járni og emaillerað, er bezt að kaupa i Kaupangi. er áreiðanlega tryggasta og bezta félagið. Sérstök deild fyrir ísland, með íslenzka hagsmuni fyrir augum. Enginn eyrir út úr landinu. Ekkert annað félag býður slíkt. Aðalumboðsmaður á íslandi: (&. S. Cyjólfsson, fJlayRjavíR. Þýzkir hermeiin með stálhjálma. Hafa Þjóðverjar tekið þá upp eftir Frökkum, því að þeir verja oft meiðslum af sprengikúlnabrotum. — Hermenn þessir hafa verið í bardaga og margir þeirra hafa band í hnappagatinu, sem heiðursmerki. Hitfregnir. Búnaðarrit, 30. ár, 4. hefti. Rvlk 1916. í þessu hefti Búnaðarritsins er fróðleg ritgerð um ýjá,rdauðann J9T4t efbr Jón H. Þorbergsson fjár- ræktarfræðing. Kemst hann að þeirri ályktun, áð aðalorsök fjár- dauðans hafi verið létt hey og illa verkuð, ásamt of lítilli gjöf um vorið. Þá eru svör til Búnaðarfélagsins frá dýralæknum um hœttu af inn- flutningi búfjár. Þykir þeim sýnt, að varla sé tiltök að flytja inn er- lent búfé til kynbóta, sökum yfir- vofandi sýkingarhættu. Þá er skýrsla til Búnadarfélags íslands 1915, eftir Sigurð ráðunaut Sigurðsson. Er þar m. a. skýrt frá kynbótafélögum. Nautgnpa- félög, sem styrks nutu fyrir starfs- árið 1. nóv. 1913 til 3i.okt. 1914, voru 22, með 2594 kúm. Árið 1914 voru enn fremur stofnuð 3 ný félög með 326 kúm. Styrkur- inn til félaganna nam alls kr. 4442,50. Árið 1915 voru stofnuð 4 ný félög, þar af tvö í Húnavatns- sýslu, í Langadal og Svínavatns- hreppi. Hrossarœktarfélögin voru 8 alls árið 1915. Sauðfjárkynbótabúin 7, þau sömu sem árið 1914. „Sauð- fjárræktarfélag er nýstofnað í Mela- og Leirársveit í Borgarfirði. Er það þriðja fjárræktarfélagið á land- inu“. Smjörbú störfuðu 25 árið 1915. Ymislegt fleira fróðlegt er í skýrslu þessarri, þótt ekki verði hér upp talið. Athugasemd eftir Pál Zophónías- son og yfirlit yfr árið 1915 eftir Einar Helgason. Loks er reikningur Þorleifsgjafar- sjóðsins 1915 og íélagatal. Jóhannes Jörgensen heitir skáld eitt danskt, allgott. Hann er mjög fylgjandi Bandaþjóðunum og hefur skrifað um „siðleysi" Þjóðverja. Hafa þeir reiðst við, sem vonlegt er, og íslandsvinurinn góðkunni, m. phil. Carl Kiichler 1 Oldenburg hefur ort um hann kvæði það, er hér fer á eftir, og birt er að ósk hans: 177 »Nei, ég þorði það ekki, á meðan þessi ábyrgð hvfldi á mér«. »Þú lýgur, svikahundurinn*, æpti Reyne. »Ég skyldi hafa hlíft þér ef þú hefðir komið með demantana í kvöld. En þú hefur í hyggju að svíkja mig. Á miðvikudagskvöldið var fórst þú frá Lundúnum með demantana, sem þér var trúað fyrir. þú fórst til Ash- dovvn og talaðir við Matthew Forfitt. Þú bauðst honum steinana fyrir gjafvirði. Forfitt vildi ekki svara þér undir eins; hann vildi meira segja ekki geyma steinana, þangað til að þú kæmir afturc. »Óttaleg vitleysaU, stamaði Sefton. »Hver ætli trúi því, að ég — ég—«. »Það gerum við«, mælti Rayne. »AndIit þitt vitnar gegn þér. Láttu steinana af hendi, fantur, og farðu svo leiðar þinnar, því að ég sver það, að aldrei skaltu fá eyrisvirði af þínum hlut í ágóðanum. Og ef þú reynir að svfkja mig — en svo djarfur verður þú ekki«. »Ég get svarið það, að ég hef glatað steinunum*, sagði Sefton og var dimmur á svip. Rayne þaut að honum ofsareiður og sló hann hnefahögg í andlitið. Þeir börðust eins og villidýr og hinir mcnnirnir stóðu hjá og horfðu á. Eitt tilraunaglasið valt um koll, er 178 Sefton kom við það, og gljáandi glermolarn- ir hrukku út um alt gólf. Einn valt alla leið út að glugganum, sem var hjá svölunum og Clifford snerti á honum. Molinn var brenn- heitur, en Clifford tók hann upp með vasa- klút sfnum. Enginn af föntunum tók eftir því — allir voru með hugann við bardagann. Loks sló Rayne Sefton til jarðar; hann lá þar sem trjádrumbur, og enginn hirti um að grenslast eftir, hvort hann væri lifandi eða dauður. Clifford stóð kyr og beið eftir næsta þætti í þessum ófagra leik. Glermolann var hann búinn að láta í vasa sinn. 21. Knpítuli. Sviplegar fréttir. Enginn virtist taka sér nærri forlög Sef- tons. Hann hafði rænt þá miklum hluta rán- fengsins og hver þeirra, sem var, myndi taf- arlaust hafa ráðið honum bana, ef á hefði þurft að halda. Það var ekki unt að efast um það, að ákæra Raynes var sönn. Náfölt andlit Seftons hafði borið þess ljósastan vottinn. Það var cngin ánægja fyrir Clifford að hlusta á þetta. Honum hafði verið kunnugt 179 um tengdaföður sinn, að hann var harð- brjósta, nfzkur og ágjarn, en ekki hafði han heyrt hann bendlaðan við neitt óheiðar- Iegt. En ekki var um að villast. Neitun Sef- tons hafði aðeins styrkt ákæruna og svo hafði Madeleine séð hann í húsi Forfitts um kvöldið góða, er hún rataði í æfintýrið. Sefton lá meðvitundarlaus um hríð. Svo fór að umla í honum, hann hreyíði sig og stóð loks á fætur. Nú reyndi hann ekki framar að neita neinu. Hann ætlaði að ganga til dyra og fara, en Rayne lokaði og stakk lyklinum í vasa sinn. »Við verðum að gera enda á þessu", sagði hann. Við hefðum átt að drepa þig og dysja, — við getum gert það enn þá! Það er hægðarleikur fyrir okkur. En ef þú viit, að þér sé hlíft, þá skaltu segja sannleikann". Mennirnir Iétu í ljósi samþykki sitt. Sefton kvaðst hafa sagt satt, en Rayne varð illileg- ur og spurði, hvort hann vildi láta þá hjálpa sér til þess að muna ganginn í rnálinu. »Nei, nei«, sagði Sefton. „Ég skal segja eins og er. Freistingin yfirbugaði mig. Ég hafði ætlað mér að setja saman sögu um steinahvarfið, en Rayne kom mér á óvart. Ég hafði f hyggju, að selja Forfitt demant- ana og stinga andvirðinu í minn vasa. En karlhrotan vildi ekkert eiga á hættu og ég Til hKlokkerem Johannes „Roland“ Jörgensen. Du er en Mand med sjældent Navn, Og skrev en Bog om Krigen, Og troed’ at være „Roland" lig, Trods al Din onde Higen: Hans Jörgensen i Danmark! Med Englands sorte Lögnepak Du frygted ingen Farer, Og derfor skrev Du, skrev og löj Om Krigen mod »Barbarer«: Hans Jörgensen i Danmark! Maaske Du vilde vinde Dig Berömmelse paa Jorden, Og lod derfor mod Tyskland gaa Din Vredes Lyn og Torden: Hans Jörgensen i Danmarkl Hvor stor en Judasskilling mon Fra England Du fik siden? — Naa ja, nu kan Du æde dog Dig tyk og fed med Tiden: Hans Jörgensen i Danmark! Men om et engelsk »Hosebaand« Dit Ben end skulde smykke: Din Stamme har Du dog forraadt! Jeg önsker Dig tillykke: Hans Jörgensen i Danmarkl M. phil. Carl KUchler. Prentsm. Gutenberg.

x

Landið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landið
https://timarit.is/publication/194

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.