Landið

Tölublað

Landið - 27.10.1916, Blaðsíða 3

Landið - 27.10.1916, Blaðsíða 3
LANDIÐ 179 cSiéfié fiaupmenn yéar ávalf um Rina alRunnu sœfsqff Jrá aléin~ sqfayaréinni „Sanifas“ i tfíayRavíR. Fyrir lanpienn og iannfélðg Sama sem Víking (mjólk) er á Lager hjá Ó. G. Eyjólfsson & Co. Afgreiðsla Landsins er í Bárubúð (uppi). „Landið“ kemur út einu sinni í viku og kostar 3,00 kr. árgang- urinn, ef fyrirfram er greitt, en 4,00 kr ef greitt er eftirá. t kaupstöðum má borga á hverjum árstjórðungi. Utgef- andi: Félag í Reykjavík. Afgreiðslan er í Bárubúð (uppi). Opin á hverjum degi kl. 11—3 Pósthólf 353. Sími 596. Um alt sem að henni lýtur, eru menn beðn- ir að snúa sér til afgreiðslu- mannsins. Ritstjóri og ábyrgðar- maður: Jakob Jóh. Smári, mag. art., Stýrimannastíg 8 B. Venjulega heima kl. 4—5 e. h. Talsími 574 Xosningaúrslitin. Reykjayík: Jörundur Brynjólfsson kosinn með 797 atkv. og Jón Magnússon með 725 atkv. Þorvarður Þorvarðs- son fékk 700 atkv., Knud Ziemsen 694, Sveinn Björnsson 522 og Magnús Th. S. Blöndahl 285. Ógildir voru 141 miði og átti alþýðuflokkurinn meiri hluta þeirra. Yestmannaeyjar: Karl Einarsson kosinn með 288 atkv. Sveinn Jónnsson (heimastj.m.) fékk 39 atkv. Seyðlsflörður: Jóhannes Jóhannesson kosinn með 119 atkv. Karl Finnbogason (langsum) fékk 107 atkv. Þrír seðlar ógildir. Akureyri: Magnús Kristjánsson kosinn með 212 atkv. Sigurður Einarsson dýral. fékk 113 atkv. og Erlingur Frið- jónsson 155. ísafjörður: Magnús Torfason kosinn með 272 atkv. Sigurjón Jónsson fékk 208. Mýrasýsla: Pélur Pórðarson í Hjörsey kos- inn með 215 atkv. Jóhann Eyjólfs- son hlaut 152 atkv. Dalasýsla: Bjarni Jónsson frá Vogi kosinn með 160 atkv. Benedikt í Tjalda- nesi fékk 108 atkv. Vestur-ísafj.sýsla: Matthías Ólafsson kosinn með 171 atkv. Sr. Böðvar fékk 90 atkv., en Halldór læknir 87. i.rnessýsla: Sigurður Sigurðsson kosinn með 541 atkv. og Einar Arnórsson með 442 atkv. Jón Þorláksson fékk 42Ó atkv., Gestur á Hæli 406 og Árni í Alviðru 181. Rangárvallasýsla: Kosnir eru sr. Eggert Pálsson með 475 atkv. og Einar Jónsson með 435 atkv. Sr. Skúli Skúlason fékk 238 atkv. Gullbr.- og Kjósarsýsla: Kosnir eru Björn Kristjánsson með 491 og Kristinn Danielsson með 490 atkv. Einar Þorgilsson fékk 435 atkv., Þórður Thoroddsen 207 og Björn í Grafarh. 181. Húnavatnssýsla: Kosnir eru Pórarinn Jónsson á Hjaltabakka með 301 og Guðm. Ólafsson með 269 atkv. Guðm. Hannesson fékk 240 og Jón Hann- esson 188 atkv. Snður-Múlasýsla: Kosnir eru Sveinn Ólafsson í Firði með 483 og Björn R. Stefáns- son með 308 atkv. Sigurður H. Kvaran fékk 281, Guðm Eggerz 272 og Þórarinn Benediktsson 254 atkv. Vestur-Skaftaf.sýsla: Gísli Sveinsson kosinn með 194 atkv. Lárus í Kirkjubæjarklaustri fékk 156 og sr. Magnús á Prests- bakka 97 atkv. Snæfellsnessýsla: Halldór Steinsson kosinn með 267 atkvæðum. Óscar Clausen fékk 176, Páll V. Bjarnason 103 og Ólafur Erlendsson 63 atkvæði. Skagafjarðarsýsla: Kosnir eru Magnús Guðmunds- son mcð 401 atkvæði og Ólafur Briem með 374 atkv, Jósep Björns- son fékk 330 atkv, og Arnór Árnason 197. Fréttir. Mngnús Stepliensen landshöfðingi átti áttræðisafmæli fyrra miðvikudag. Heiðurssamsæti átti að halda honum, en hann baðst undan. Brnnl. I fyrri viku brann fjós og hlaða á Borg á Mýrum. Brunnu þar inni 8 kýr. Eigi vita menn um upptök eldsins. Er þetta tilfinnanlegur skaði fyrir eig- andann, séra Einar Friðgeirsson. Es. „íslaiid4* fór til útlanda fyrra föstudag. Es. „Gullfoss“ fór héðan á hádegi í gær, norður um land til útlanda. Mjólknrverðið. Mjólkursalarnir tilkyntu um daginn, að verð á mjólk ætti að hækka upp í 36 aura potturinn þ. 15. þ. m. Tók þá verðlagsnefnd í taumana og ákvað há- marksverð á mjólk 32 aura pt. En mjólkursalar svöruðu með því, að hætta Peir, sem Jrtast hinna ágætu lieimilisvéla (eða einhvers annars), er ég útvega til allra héraða landsins, sendi mér línu. — Ég hefi nú birgðir af ýmsum vélum o. fl., er hvert heim- ili þarfnast, og útvega auk þess flest annað (ætt sem óætt), er menn óska og fáanlegt er. Stefán B. Jóusson, Reykjavík. Hólf 315. Sími 521. að selja mjólk, og sendu stjórnarráð- inu kæru út af verðlagi verðlagsnefnd ar. Hefur nú stjórnarráðið felt úr gildi 32 aura hámarkið, en lögfest 35 aura hámarksverð 1 staðinn, á meðan mais hækkar ekki í verði. Á „svarta Hstann“ er sagt, að Bretar hafi sett 4 hérlend verzlunarhús: A. Obenhaupt, H. Th. A. Thomsen, Braun og sfldarbræðslu- verksmiðju fyrir norðan. Banna þeir viðskifti við og flutning til þessara fyrirtækja raeðan stríðið stendur. Ástæðan er þýzkt þjóðerni Oben- haupts og Brauns, þýzk ræðismenska Thomsens, en um hið fjórða vitum vér ekki. í næsta blaði kemur ýtarlegt svar við vörn ráð- herra í samningsmálinu. Framsóknarsjóður íslands heitir sjóður einn, er farþegar á Gull- fossi stofnuðu á leiðinni til New-York. Á hann að styrkja efnilega Islendinga, sem hafa ekki efni til að afla sér þeirrar mentunar, er lífsstarf þeirra krefst. Hugmyndin er frá hr. kaupm. Thor Jensen og gaf hann þegar 1500,00 kr. og aðrir farþegar 1500,00 kr. Enn frem- ur lofaði hr. Thor Jensen að greiða 3000,00 kr. í sjóðinn árlega í 5 ár. Að vestan safnaðist sjóðnum á 3. hundrað króna. Bráðabirgðastjórn var kosin: Thor Jensen (form.), Jón Björnsson (vara- form.), Árni Eiríksson (ritari), Arent Claessen (féhirðir), Hallgrímur Bene- diktsson, Jónatan Þorsteinsson, Sigur- jón Pétursson. Sjóðstofnun þessi ber vott um rausn og höfðingsskap og væri vel, ef anenn vildi þar við auka, sem stofnendur hafa byrjað. Prá strídinu. Á vesturvígstöðvunum er barizt Iátlaust og þykjast bandamenn vinna nokkuð á, en lítið mun það vera. Af Rússum heyrist nú ekkert, enda mun veðrátta hamla hernað- atframkvæmdum þar eystra. Grikkir eru enn milli steins og sleggju. Flota þeirra hafa banda- þjóðirnar krafizt að fá og ennfrem- ur heimta þeir nú, að hersveitir Grikkja í Larissa (í Þessalíu, norður í landi) verði fluttar suður á Pel- opsskaga. Mun þeim þykja Grikkir ótryggilegir og eigi vilja hafa þá réf.t að báki sér. Annars heyrist um smáskærur fyrir norðan Saloniki. En aðalsókn- in, sem boðuð hefur verið, sést ekki ennþá. Austurríkismenn hafa rekið Rú- mena öfuga út úr Transsilvaníu (Siebenbiirgen) og í Dobrudscha hefur her Búlgara (undir yfirstjórn Mackensens) sótt fram og tekið Constanza, sem er sá eini hafnar- bær Rúmena er nokkuð kveður að. Þaðan lágu skipaleiðirnar til Mikla- garðs og Trebizond, og til Odessa á Rússlandi. Þaðan liggur og aðal- járnbrautin vestur og norður um alla Rúmeníu Er því sigur þessi harla mikilvægur fyrir miðveldin. Constanza liggur við Svartahafið, all langt fyrir norðan hin fornu takmörk Búlgaríu og Rúmeníu. Stúrgk forsætisráðherra í Austur- ríki kvað hafa verið skotinn af rithöfundi nokkrum, Adler að nafni. Ekki eru til greindar ástæður. Þegnskylduvinnan. Svo fór um hana hér í Reykja- v(k, að með henni voru greidd 272 atkv., en móíi henni 1229 atkv Auðir voru 436 seðlar, en ógildir 13. Hviti hanzkinn. 174 fá tvær lotur enn, og svo þarf ekki meira um þetta að ræða«. Clifford skildi ekki neitt í þessu. Glerbrot- in gengu frá manni til manns og var dýft ofan í ýms glös Honum datt í hug, að hér væri nú ef til vill horfnu demantarnir, en hratt' þeirri hugsun frá sér. Cliífórd hafði vit á demöntum og vissi, að þeir litu aldrei þannig út. Hann huggaði sig við það, að hann gæti komið næsta dag, þegar enginn væri viðstaddur, og rannsakað nákvæmlega. Nú þóttist hann hafa fengið nóg í þetta skifti og ætlaði til frú Mantons að skýra frá árangrinum. Hann var í þann veginn að fara, þegar dyrum herbergisins var lokið upp og Reyne kom inn. Hann var enn í veisluklæðum og hafði vindling ( munninum. »Þið eruð bjálfar«, sagði hann. »Hvers vegna getið þið ckki látið Dawlish autningj- ann óáreittan?« »Hann hefur umgengizt skrítið fólk síð- ustu dagana*, sagði ungi maðurinn harð- neskjulega. »Og mér hefur oftar en einu sinni fundist hann þekkja mig. Svo komum við honum hingað, til þess að hann geri ekkert af sér. Þegar hann er búinn að sitja eina nótt í myrkri, þá má gera ráð fyrir, að hver vitglóra sé farin aftur«. 175 Rayne varð dimmur á svip við þessa út- skýringu. »Þú værir góður stjómmálamaður!« urraði aði í honum. „Það er engin von þess, að Dawlish fái vitið aftur. Og samt bikar þú þér alla þessa fyrirhöfn og stofnar þér í hættu, til þ ess eins að kvelja þennan aum- ingja. Og ofan á alt saman er hann slopp- inn úr greipum þínum*. »Getur það átt sér stað?«, spurði ungi maðurinn skelfdur. »Já, svo er sem ég segi. Dawlish er fífl, en hann er rammur að afli. Ég býst við, að hann hafi ósjálfrátt ratað út sömu leið sem hann kom, því að aðaldyrnar eru ennþá lokaðar og læstar*. »Það getur orðið okkur bagalegt», sagði ungi maðurinn. »Hvaða vitleysal Hver ætli skifti sjer af því, hvað hann segir, fífiið. Við skulum ekki eyða tímanum í þetta. Rjettu mjer einn steininn. Þetta er ekki vel ger{ ennþá. Þeir eru langt of hættulegir eins og þeir eru«. »Það er jeg einmitt að segja«, mælti Sefton. »Ég þyrði ekki að ferðast með þá á mjer«. »Þú gætir það heldur ekki. Þetta fólk veit fullvel, hverjum það á grátt að gjalda. Það heíur ekki sigað lögreglunni á okkur — 176 af eintómri varúð. En þið getið reitt ykk- ur á, að hvert tangur og tetur verður rann- sakað hjá okkur, þegar við leggjum af stað. Verkið má til að vera vel af hendi leyst, annars fáið þið enga borgun fyrir það. Hvar eru hinir steinarnir?« Rayne sneri sér að Sefton. Clifford virt- ist Sefton verða órór og hikandi. »Það tjáir ltklega ekki að ætla sér að dylja þig þess«, svaraði Sefton þrjóskulega. „Þú manst, að mér voru fengnir þeir í hendur, þegar búið var að ná gripunum, og ég geymdi þá í koffortinu mínu. En þegar ég ætlaði að taka þá upp í gærkveldi, þá voru þeir horfnir*. Rayne blótaði. Hann fölnaði af reiði, en reyndi þó að stilla sig. »Það er laglegt*. sagði hann lágt og grimmlega. »Ef svo er, þá missir fjelagið meira en miljón. Og þú hefur farið ógæti- lega með það, sem þér var trúað fyrir. Af hverju gættirðu þeirra ekki? Af hverju varstu ekki hér allan tímann?* *Ég gerði það«, fullyrti Sefton. »Ég gætti giipanna dag og nótt og hef ekkert úr bæn- um farið«. »Þú þykist þá ekki hafa farið neitt úr borginni?« spurði Rayne.

x

Landið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landið
https://timarit.is/publication/194

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.