Landið - 13.07.1917, Síða 4
112
L ANDIÐ
gagni verði, láti reyna þau ræki-
lega og beiti sér fyrir því að fá
gerðar á þeim þær breytingar, sem
□auðsynlegar kynnu að þykja til
þess að gera þau nothæf hér.
3) Að greiða fyrir útbreiðslu
þeirra verkfæra sem vel reynast
og kenna mönnum að nota þau,
og neyti félagið til þess aðstoðar
búnaðarsambandanna.
4) Að fenginn verði, svo fljótt
sem ástæður leyfa, sérstakur mað-
ur í þjónustu félagsins, sem hefir
þekkingu og reynslu í jarðrækt,
ber skyn á verkfæri og hefir verk-
lega æfingu á jarðræktarvinnu hér
á landi.
5) Búnaðarfélagið felur stjórn-
inni að hlutast til um það við
landsverkfræðinginn, að hann geri
sitt ítrasta til að útvega hjá Qár-
veitingavaldinu fé, til þess að kaupa
handa landinu skurðgraftarvél,
hentuga við stórfeldan skurðagröft.
Dráttarvélar til jarðyrkju (mótor-
plógar o. s. frv.). Stutt skyldi að
því að slik tæki kæmust sem fyrst
í gagnið hér á landi. Hefði Bún-
aðarfélagið sjálft ekki fjármagn til
þess að koma því til vegar, skyldi
um það hlutast við landsstjórnina,
að heimilað yrði, að nokkru af
vöxtum Ræktunarsjóðsins yrði var-
ið til þess að kaupa fyrir slikar vélar.
Kynbœiur sauðfjár. Samþykt að
Búnaðarfjelagið veitti Jóni Þor-
bergssyni 1000 kr. hvort árið 1917
og 1918, til þess að koma upp
sauðfjárkynbótabúi á Bessastöðum.
Skeiða-áveitan. F élagsst j órninni
falið að fara þess á leit við alþingi,
að það heimili landsstjórninni að
greiða úr landssjóði styrk til Skeiða-
áveitunnar er nemi V* kostnaðar við
verkið.
Fóðurtrygging. Til þess aðtryggja
landinu nægar fóðurbirgðir á haust-
nóttum handa öllum peningi fram
úr, hvernig sem viðrar, felur Bún-
aðarþingið félagsstjórninni að gang-
ast fyrir þvi, að komið verði á
fót öflugum og tryggilegum fóður-
birgðafélagsskap um land alt, og
séu hreppsbúnaðarfélögin i sam-
vinnu við sveitarstjórnirnar eða
sveitarfélögin sjálf frumdeildir þessa
allsherjar félagsskapar. Jafnframt
felur þingið stjórninni að hlutast
til um að styrkveitingar til bún-
aðarfélaga verði bundnar þvi skil-
yrði, að þau búnaðarfélög ein fái
styrk, er komið hafa á hjá sér
föstu skipulagi um fóðurbirgðir og
fóðurtryggingar samkvæmt reglum
er landsbúnaðarfélagið semur.
t*á telur búnaðarþingið bráð-
nauðsynlegt, að landsstjórnin sjái
um, að svo miklu leyti sem unt
er, að nægar fóðurbirgðir verði
hér til með haustinu, að minsta
kosti á þeim höfnum sem lokast
geta af ís, þegar fram á veturinn
kemur.
Um þetta efni var ennfremur
samþykt svohljóðandi tillaga:
Búnaðarþingið beinir þeirri ósk
til alþingis og landsstjórnar, að í
haust verði haft öflugt eftirlit með
heyásetningi, svo að ekki sé lagt
i neina tvísýnu með það, að nóg
fóður sé til í harðasta vetri handa
Þýzkur gufuplógur á bak við herlínuna. Er hann feiknastór og
plægir fjórar rákir f einu. Hermenn stjórna honum.
(Jrslit stríðsins eru komin undir þoli þjóðanna — og matvælum.
Er því reynt að rækta hvern blett, sem nokkur gróður getur þrifist í.
Áskorun til ísienzkra kvenna.
Það var mörgum gleðiefni, er áfengisbannlögin öðluðust gildi.
Sérstaklega fögnuðu þó drykkjumannakonurnar þeim, að vonum, og
óefað hafa þau vakið hjá þeim vonir um betri og farsælli framtíð —
þau voru svipuð sólargeisla, sem skfn á eftir dimmu jeli. Æfiferill drykkju-
mannskonu er sólskinslítill raunaferill. Það mun því margur furða sig
á tilraunum þeim, sem gerðar eru í þá átt að spilla fyrir lögum þessum.
Þótt ótrúlegt megi virðast, er hér risin upp alda allhá, sem býr
sig til að fiæða yfir þessi lög, til þess að skola þeim á brott. Vonandi
lætur engin sú kona, sem séð hefur bölið og mæðuna, er jafnan fylgir
áfengisnautninnni, blekkjast af fögrum orðum um ófrelsi einstaklingsins og
réttarskerðing, sem nú eigi „að bæta úr" með þvf að afnema bannlögin.
Hver ætti helzt að tala um ófrelsi og skerðing réttarf
Spyrjið drykkjumannskonuna, sem um langt skeið hefur verið
svift frelsi vegna vfnnautnar manns hennar.
Spyrjið börn drykkjumannsins.
Hver vill taka að sér að leggja æskuna f fjötra að nýju? Með
áfengisbanninu er bitrasta heimilisbölinu rutt úr vegi. Mundi nokkur
kona vilja, að vínið skipaði aftur öndvegi á mörgum heimilum þjóðar
vorrar, eins og áður var? Ef svo fer, að bannlögin verða borin undir
atkvæði þjóðarinnar að nýju, þá er það von vor, að það verði ekki
kvenþjóðin, sem þá neytir atkvæðisréttar síns til hnekkis þjóð sinni
og niðjum sfnum til ævarandi tjóns.
Það er því alvarleg áskorun vor til allra íslenskra kvenna:
Hlynnið að bannlögunum — mannúðlegustu lögunum, sem þjóð vor
hefur eignast. Hvetjið aðra til hins sama.
Minnist þess, að kynslóðin, sem nú byggir landið, leggur grund-
völl gæfu og gengis komandi kynslóða. Bannlögin eru dýrgripur, sem
flytur með sér frið og gæfu fyrir alda og óborna.
Verndið hann. Gœtið þess, að honum verði ekki rænt frá oss.
Reykjavík í júnímánuði 1917.
Ágústa Magnúsdóttir, Ingólfsstræti 8. Anna Thoroddsen. Anna S. Pétursson.
Astrid Kaaber. Auður Gísladóttir. Augusta Svendsen. Ástríður Petersen.
Áslaug Ágústsdóttir. Álfheiður Briem. Bjarnfríður Einarsdóttir. Björg Guð-
mundsdóttir. Brfet Bjarnhéðinsdóttir bæjarfulltrúi. Elín Zoega. Elín Magnús-
dóttir. Elín Andrésdóttir kennari. Guðrún Lárusdóttir bæjarfulltrúi. Gíslína
Kvaran. Guðrún Guðjónssen. Guðrún Blöndal. Guðrún Pétursdóttir. Guð-
ríður Guðmundsdóttir. Gróa Bjarnadóttir. Guðlaug I. Jónsdóttir, Laugaveg 11.
Helga Bjarnason, Aðalstræti 18. Hólmfríður Rósenkranz veitingakona. Hólm-
fríður Árnadóttir kenslukona. Hólmfrfður Knudsen. Hólmfríður Gísladóttir
forstk. Hússtjómarskólans. Hólmfríður Rósenkranz, Kirkjustræti. Hólmfríður
Þorláksdóttir. Halldóra Hendriksdóttir. Ingileif Sigurðsson. Ingibjörg Johnsen.
Ingibjörg Jónsdóttir, Laugaveg 22 B. Ingileif S. Aðils. Inga L. Lárusdóttir
kenslukona. Ingunn Blöndal. Ingunn Eyjólfsdóttir, Vatnsstfg 11. Elfsabet
Sveinsdóttir. Jónína Jónatansdóttir. Jarþrúður Jónsdóttir. Karólína Hend-
riksdóttir. Kristín B. Símonarson. Kristín Einarsdóttir, Lindargötu 19. Kristfn
Sigurðardóttir kaupkona. Kristjana Pétursdóttir. Kristín Sigurðardóttir, Óðins-
götu 2. Karólína Hannesson. Kristfn Sveinbjarnardóttir frá Holti. Kristjana
Markúsdóttir nuddlæknir. Kristín Pétursdóttir. Katrín Magnússon. Lovísa
Jensen. Marie Ellingsen. Marie Helgason, Tjarnargötu. María Pétursdóttir.
Málfríður Lúðvíksson. Margrethe Simsen, Vesturgötu. Margrét Magnúsdóttir,
Litlahvoli. Marfa Ólafsson frá Patreksfirði. Marta Pétursdóttir. Ragnheiður
Bjarnadóttir. Ragnhildur Glsladóttir. Ragnheiður Guðjonsen. Sigurbjörg
Þorláksdóttir kenslukona. Sesselja Ólafsdóttir Ijósmóðir. Susie Briem.
Steinunn Briem. Steinunn Guðmundsd., Hverfisgötu 74. Sigþrúður Krist-
jánsson. Sigríður Þ. Thorlacius. Stefanía Guðmundsdóttir leikkona. Stein-
unn Hjartardóttir Bjarnason. Snjólaug Sigurðardóttir. Valdís Gunnarsdóttir.
Þorgerður Gunnarsdóttir. Þorgerður E. Þorsteinsdóttir, Vitastíg 16. Þuríður
Sigurðardóttir. Þjóðbjörg Þórðardóttir. Þórunh Hafstein. Þórunn A. Björns-
dóttir ljósmóðir. Þórunn Finnsdóttir, Aðalstr. 18. Þuríður Bárðardóttir ljósmóðir.
skepnum þeim, sem á verða settar.
Forseti Búnaðarfélagsins, Guðm.
Helgason, beiddist undan endur-
kosningu. Var í hans stað kosinn
Eggert Briem bóndi í Viðey.
Stjórnarnefndarmenn endurkosn-
ir, þeir Eggert Briem yfirdómari
og Guðm. Hannesson prófessor.
í fundarlok þakkaði búnaðar-
þingið fráfarandi forseta fyrir gott
starf og af alúð unnið öll árin.
Afgreiösla Landsins
er á Hverfisgötu 18.
Opin alla virka daga kl. 1-4.
Um framburð.
(NI.). ----
Raddstaflr.
Lftill mállýzkumunur er á fram-
burði þeirra. Eigi mun til þess
ráðandi, að taka upp framburð
Vestfirðinga á a fyrir framan ng,
þótt eldri sé hann, en frb. sá, er
tíðkast víðast hvar á landinu1).
Aftur er mesta nauðsyn, að upp-
ræta algjörlega Nesjaframburðinn
svonefnda, þ. e. breytinguna á i
og u (þegar þau hljóð eru löng) i
e og ó, eða einhver millihljóð (t.
d. ie og uö.) Framb. þessi er rót-
gróinn á suðvesturkjálka landsins,
en hefur stungið sér víða niður og
jafnvel sýkt heilar sveitir, t. d.
Suðursveitina. Virðist hann heldur
breiðast út og vita flestir fslenzku-
kennarar hér syðra, hver vandræði
eru að fást við þenna Ieiða mál-
galla.
Það er og sjálfsagt, að hver,
sem vel vill tala, venji sig af mál-
lýzkum, sem tíðkast í einstökum
sveitum. En til þess verða menn
auðvitað að þekkja þær. Eg skal
nefna nokkrar.
rð > rd2) l Isafjarðarsýslu, t. d.
hardur, f. harður.
gðj>gd sumstaðar (einkum hjá
gömlu fólki), t. d. sagdi,
f. sagði.
njj> j í Vestur-Skaftafellssýslu
(með nefhljóði) hér um bil = nef-
kveðið j. T. d. bryja, greja, f.
brynja, grenja.
Enn er það austfirzkt, að lengja
hljóðstafinn á undan gi, segja t. d.
bogi með jafnlöngu o-i, sem í boga
[bo-ji, boga].
Margt mætti fleira telja, þótt ó-
gert verði það Iátið að sinni.
Það er mikið mein, hve lítt er
rannsökuð hljóðfræði fslenzkrar
tungu. Það sem innlendir menn og
útlendir (eins og t. d. Goodwin
Buergel f Svenska landsmálen) hafa
um hana ritað, er mjög f molum.
Gott væri, að menn temdi sér,
einkum í opinberum ræðum, fyrir-
lestrum og prédikunum, að tala
skýrt og láta hljóðin njóta sín svo
vel, sem unt er. A því er oft
mikill skortur með oss. En hitt
teldi eg einnig framför, ef einhver
ákveðinn framburður yrði viður-
kendur sem fyrirmynd. Auðvitað
1) Á Fellsströnd í Dalasýslu er oft
haft a, en ekki ó, fyrir framan ng,
eins og á Vestfjörðum.
2) Merkið j> þýðir: „breytist 1, er
orðið að". Öfugt «) merkir það: „er
til orðið úr“.
„Landið“
kemur út einu sinni í viku
og kostar 3,00 kr. árgang-
urinn, ef fyrirfram er greitt,
en 4,00 kr. ef greitt er eftir á.
1 kaupstöðum má borga á
hverjum ársfjórðungi. Útgef-
andi: Félag í Reykjavík.
Afgreiðslan er á Hverfisg.
18. Opin á hverjum degi
kl. 1—4. Pósthólf 353.
Sími .596. Um alt sem að
henni lýtur, eru menn beðn-
ir að snúa sér til afgreiðslu-
mannsins.
Ritstjóri og ábyrgðar-
maður: Jakob Jóh. Smári,
mag. art., Stýrimannastíg 8
B. Venjulega heima kl. 4—5
e. h. Talsími 574.
vildi eg helzt, að tillögur manna
gengi f lika átt sem mínar. Feg-
urstur inálhreimur þykir mér sá,
er margir Norðlingar hafa.
En um eitt er mest vert: að
klæða mál vort að minsta kosti
við og við í hátíðaklæði, en láta
það ekki jafnan ganga fram fyrir
alþjóð í rifnum og óhreinum flík-
um. Ef nokkur rækt er lögð við
íslenzka tungu, þá mun hún að
hreimfegurð geta jafnast við ítölsku,
sem mér hefur þótt mála fegurst að
heyra. Og um leið verður sú rækt
til þess, að koma í veg fyrir, að
mál vort verði innan fárra manns-
aldra orðið ófagurt hrognamál,
blettótt af latmælum og snjáð af
hirðuleysi. En siíkra forlaga óskar
enginn góður íslendingur tungu
sinni.
Jakob Jóh. Smári.
Vér viljum
vekja athygli lesendanna á
öllum auglýsingum, sem í
blaðinu standa.
#
Vanskil á blaðinu.
Ef vanskil verða á blað-
inu, eru kaupendur beðnir
að gera afgreiðslunni að-
vart um pað svo fljótt
sem hægt er.
Prentsmiðjan Gutenberg.