Landið


Landið - 20.07.1917, Blaðsíða 2

Landið - 20.07.1917, Blaðsíða 2
LANDIÐ 114 Áskorun. ÍO. Júní. Það er nú orðið fullljóst af hálfs þriðja árs reynslu, að lögin um aðflutningsbann á áfengi koma alls ekki að þeim notum, sem til var ætlazt af frumkvöðlum þeirra og fylgismönnum. Þótt áfengisnautn hafi 'ef til vill minkað eitthvað til sveita, en þar var drykkjuskapur þegar að mestu leyti úr sögunni, þá hefur hann ekki minkað í kaupstöðum og sjávarþorpum, en hefur aftur á móti orðið miklu skaðlegri heilsu manna vegna neyzlu ailskonar ódrykkja, sem allir vita, að margir leggja sér til munns, þegar hörgull verður á ómenguðu áfengi, og alt eru það sterkustu brendir drykkir, sem til landsins flytjast nú Staðhæfing bannmanna um, að það sé bannlögunum að þakka, að efnahagur Iandsmanna hefur stórum batnað síðustu árin, verður tæplega tekin í alvöru, því öllum er það vitanlegt, að öll hlutlaus lönd hafa alt til þessa stór-efnast á ófriðnum, og svo er hér. Bannlögin fara í bága við réttarmeðvitund alls þorra landsmanna, og því er það, að þau hafa verið brotin eins alment og raun er á orðin, og eins hitt, að óhugsandi er, að þau verði nokkurn tíma haldin, svo að í Iagi sé. Þau hafa þegar orðið til þess, að veikja virðingu manna fyrir lögum landsins yfirleitt, enda hafa þau gert menn, svo þúsundum skiftir, að lögbrjótum, jafnvel heiðarlegustu menn, sem aldrei hafa látið sér til hugar koma, að brjóta nokkur önnur lög; og þetta á engu síður við um þá menn, sem í orði kveðnu eru með bannlögunum. Vér teljum það þegar fullreynt nú, að gjörsamlega ómögulegt sé að framfylgja bannlögunum svo, að girt verði fyrir drykkjuskap í landinu, og mun þetta þó sannast enn betur að ófriðnum loknum, er eðlilegar siglingar hefjast á ný. Vér staðhæfum það enníremur, að bannlögin séu óþolandi brot á rétti borgaranna til þess að ráða þeim athöfnum sínum, sem ekki koma í bága við réttmæta hagsmuni annara og alment velsæmi. Vér leyfum oss því að skora fastlega á hina íslenzku þjóð, að hún hlutist til um, að bannlögunum verði sem allra fyrst létt af, og snúi sér að því, að finna aðrar leiðlr og henni samboðnari sem frjálsri þjóð, til þess að koma áfengismálinu í sæmilegt horf. Af þeim tillögum, sem fram hafa komið, virðist oss sú leiðin einna tiltækilegust, að landssjóður hafi einn rétt til innflutnings á vín föngum, taki af þeim hæfilegan tol), og úthluti mönnum vínföngum eftir pöntunum, en að sala þeirra sé að öðru leyti bönnuð, nema þar sem sýslufélag eða kaupstaður tekur að sér sölu, að undangenginni almennri atkvæðagreiðslu (local option). í júnímánuði 1917. í stjórn Andbanningafélagsins. A. Fjeldsteð. Gunnar Egilsson. Halldór Þórðarson. Jón Kristjánsson. Jón Brynjólfsson. Samþykkir f r a m a n s k r á ð r i áskorun: A. Clausen kaupm. Aug. Flygenring kaupm. Arni Pálsson aðst bókav. Ásmundur Gíslason prófastur. Ágúst Bjarnason prófessor. D. Bernhöft bakarameistari. V. Bernhöft tannlæknir. Björn M. Ólsen prófessor. Bjarni Sæmundsson aðjunkt. B. H. Bjarnason kaupm. Brynj. Björnsson tannlæknir. Bjarnhéðinn Jónsson járnsmiður. Carl Berndscn kaupm. á Hólanesi. G. Böðvarsson kaupm. Gunnl. Claessen læknir. V. Claessen landsféhirðir. Eggert Briem frá Viðey. Einar Finnbogason fiskimatsm. Eggert Briem yfirdómari. Eggert Claessen yfirréttarmflm. Einar Helga- son garðyrkjufr. Eirfkur Briem prófessor. Friðgeir Hallgrímsson kaupm. á Eskifirði. Guðm. Finnbogason dr. phil, dócent. Guðm. Hlíðdal verkfræðingur. Guðm. Bergsson póstm. á ísafirði. Guðm. Kristjánsson framkv.stj. G. Olsen kaupm. G. Sveinbjörnsson skrifststj. Garðar Gíslason stórkaupmaður. Gísli Isleifsson aðstoðarmaður. Guðjón Guð laugsson kaupfél.stj., alþm. H. Hafstein bankastj., alþm. Hannes Þor- steinsson skjalavörður. Halldór Daníelsson yfirdómari. Jakob Havsteen umboðssali. Jón Kristjánsson læknir. Jón Laxdal stórkaupm. Jón Sig- urðsson frá Kallaðarnesi. Jes Zimsen kaupm. Jón Þórarinsson fræðslu- málastj. Jón Þorkelsson þjóðskjalavörður. Jón Jacobsson landsbókav. Jóhann Þorsteinsson præp. hon. Jón Jónsson frá Vaðnesi kaupm. Ingvar Þorsteinsson bókbind. Jón Jónsson prófastur á Stafafelli. Ingibjörg Brands leikfimiskennari. Thor Jensen kaupm. Kristján Ásgeirsson verzlunarstj. í Flatey. Kristján Jónsson háyfirdómari. Kristín V.-Jacob son frú. Klemens Jónsson landritari. Magnús Benjamfnsson úrsmiður. Magnús Einarsson dýralæknir. Magnús Pétursson héraðslæknir alþm. Matth. Einarsson læknir. Matth. Jochumsson skáld. Methúsalem Stef- ánsson búnaðarsk.stj. M. Júl. Magnús læknir. Jóh. Nordal íshússtjóri. Ó. Benjamínsson kaupm. Ó. Friðgeirsson ræðismaður. Óle P. Blön- dal póstafgr.m. Ó. G. Eyjólfsson stórkaupm. Ólafur Þorsteinss. Iæknir. Ólafur Ámundason kaupm. Ólafur Daníelsson dr. phil., kennari. Ólafur Thors framkvæmdarstj. Ólafur Þorsteinsson verkfr. Páll H. Gíslason kaupm. Páll Ólafson bóndi á Heiði. Pálmi Pálsson yfirkennari. Pétur Jónsson kaupfél.stj., alþm. Pétur Pétursson kaupm. á Oddeyri C. Proppé kaupm. Páll Magnússon járnsmiður. P. J. Halldórsson Iæknir. Ragnar Ólafsson ræðism. á Oddeyri. Richard Thors framkv.stj. Sig. Briem póstmeistari. Sighv. Bjarnason bankastj. Sigurður Lýðsson cand jur. Snorri Jóhannsson kaupm. Sigurgeir Einarsson kaupm. Sigurj. Jó- hannsson bæjarfulltrúi á Seyðisf. Sigurður Kristjánsson bóksali. Sig. Guðmundsson magister. Sig. Thoroddsen aðjunkt. Sigurður Þórðar- son frá Arnarh, sýslum. Stefán Th. Jónsson, ræðism. á Seyðisfirði. Stefán Stefánsson skólameistari. P. J. Thorsteinsson kaupm. A. V. Tulinius yfirréttarmálaflm. Th. Thorsteinsson kaupm, Vilh. P'insen ritstjóri. Þorleifur H. Bjarnason aðjunkt. Þórunn Jónassen ekkjufrú. Þór. B. Þorláksson listmálari C. Zimsen ræðismaður. Vér konur höfum nú beðið og hlustað eftir orðum þeim, er bræð- ur vorir, karlmennirnir, hafa látið frá sér fara um hátíðahald vort 19. júní síðast liðinn. Og, því miður, verður ekki annað sagt, en ummæli þeirra sumra, að minsta kosti, hafi verið blandin töluverð um misskilningi, lítilsvirðingu og jafnvel óvild í vorn garð. „Landið“ gengur þó lengst í þá átt í 25. tbl. þ. árs. Og þar er svo langt farið í misskilningi og lítilsvirðingu, að ég tel ekki aðeins rétt, heldur blátt áfram skyldu vora, að svara og leiðrétta þau ummæli. Blaðið segir, að „dagur þessi sé mjög óheppilega valinn af kven- fólkinu;" að: „hátíðahöld þann dag geti dregið úr mannfagnaði þ. 17." — og ályktar svo, að: sjálfsagt sé að leggja niður glundroða-daginn framvegis". Svo mörg eru þau orð. Eg vil nú leyfa mér að fara nokkrum orðum um aðfinslur og ályktun blaðsins í þessu máli. Fyrri aðfinslan er þá sú, að: „dagur þessi sé mjög óheppilega valinn af kvenfólkinu". Þarna kem- ur í ljós hálf-skringilegur misskiln- ingur. Blaðinu ætli þó að vera það Ijóst, að vér konur höfum alls ekki valið þenna dag, eða neinn annan sérstakan dag, oss til handa. Vér höfum hingað til sjaldan átt kost á að velja, hvorki í þessu efni né öðru. Það hefur oftast fallið í hlut bræðra vorra. Og þeir hafa einmitt látið oss í té þenna dag. Þenna dag, fyrir tveim árum, voru oss veitt stjórnarfarsleg réttindi til jafns karlmönnum. Vér vorum gerð ar að frjálsum þegnum og sam- borgurum bræðra vorra. Finst blað- inu óeðlilegt, að vér höldum þann dag hátíðlegan? Ég bara spyr. Karlmennirnir, en ekki vér, hafa kjörið fagnaðarhátíð vora. Óg þar með álít ég fyrstu aðfinslunni svarað. Önnur aðfinslan er þá sú, að: „há- tíðahöld 19. júnf geti dregið úr mannfagnaði þ. 17 * Ég held nú, að sú hræðsla sé ekki á rökum bygð. Én þótt svo væri get ég ekki séð, að það mál komi oss konum neitt við. Það yrði karl- mannanna sök, ekki vor. Vér konur höfum hingað til ekki gengist fyrir hátíðahaldi 17. júnf. Það hafa karlmenn tekið að sér. Vér ætlumst heldur ekki til, að karlmenn gangist fyrir fögnuði 19 júní. Það ætlum vér oss sjálfum. En ætlumst til, að karlmenn láti oss óáreittar með fagnaðarhátíð vora, eins og vér höfum látið þá óáreitta með hátíðisdaga sína, — ekki nokkur ár, heldur þúsundir ára. Loks er ályktun blaðsins, að: „sjálfsagt sé að leggja niður glund- roðadaginn framvegis". Það er nú svo. Slfkt heiti hélt eg ekki, að nokkur íslendingur veldi 19. júní, Blaðið ætti þó að vita, að þann dag var mjög rýmkað um réttindi karl- manna sjálfra. Þau tvö atriði hefðu átt að nægja til þess að karimenn teldu sér ekki sæmandi, að faraóvirð ingarorðum um 19 júní eða að vilja hann feigan. En nú höfum vér séð, að slíkt veigra þeir sér ekki við. Og hver er ástæðan? Ég vil ekki koina fram með neinar getgátur. Ég bara spyr: hver er ástæðan? Uppástungu blaðsins eða tillögu að „leggja niður glundroðadaginn framvegis", þykir mér ólíklegt, að 1 krónu '\2 kgr,, fæst í KATJPANGI. vér konur sjáum oss fært að taka til greina. Vér viljum, eins og ég sagði áðan, láta bræður vora í friði með hátíðisdaga sína, og ég sé enga ástæðu til að vér krefjumst ekki sama réttar oss til handa. Ég teldi ekki viðeigandi, að vér færum að stinga upp á því, að þeir flyttu minningarhátíð Jóns Sigurðssonar yfir á einhvern annan dag. En ég tel jafn-óviðeigandi, að skipa oss að flytja fagnaðarhátíð vora. Hvorutveggja flutningurinn er ó- hugsandi. Jón Sigurðsson fæddist 17. júní. Því verður ekki breytt. Og stjórnarskráin, er veitti oss stjórnarfarsleg réttindi, var undir rituð 19. júní. Því verður heldur ekki breytt. Vér konur eigum ekki sök á því, að sá atburður skeði þann dag, en ekki einhvern annan. En vér legðum á oss þungar sakir, ef vér sýndum ekki í verk- inu, að vér kynnum að meta þann atburð. Vér breiddum yfir oss vanvirðu f augum framtíðarinnar, ef vér fögnuðum ekki frelsisdegi vorum Enda sé ég enga ástæðu til að vikja í því efni. Svo ætti að vera úttalað um það mál. Aðeins fáein orð að endingu. Ég vil geta þess, að það er persónuleg skoðun mfn, að hollast sé þessu þjóðfélagi, að vér, konur og karlar, forðumst þykkju út af opinberum málum vorum, svo lengi sem unt er. En ég lít þó svo á, að vér getum keypt friðinn of dýrt. Ég þverneita því, að rétt sé að þegja við óvirðingarorðum um mál, sem oss er heilagt. Og allir menn, með Iíkama og sál, ættu að geta skilið, að frelsisdagur vor er oss heilagur. Ég veit, að enn sem komið er, er mátturinn karl- mannanna megin. Og því verður ekki neitað, að augsýnilegt er, að þeir vita vel, að svo er. Ég spái engu um það, hvort komið geti til mála, að skift verði um valdhafa í framtíðinni. En hitt veit ég, að karlmenn þurfa ekki að óttast svo mjög að þeir minki að mun, þótt vér vöxuvi lítið eitt. En það er einmitt það, sem þeir virðast ótt- ast, — sumir hverjir. Og þess- vegna hættir þeim til, að vilja banda við oss þegar vér sýnum fyrir alvöru, að við höfum í hyggju að klifa upp brekkuna. Það er raunalegt, að íslenzkir karlmenn skuli telja slíkt athæfi sæmandi. En svona er þið. Þrosk inn og bróðurþelið, er ekki öflugra en þetta. Því segi ég það: Guð hjálpi þessari þjóðl Hún er ekki svo vel mönnuð, að hún sé þess megnug, að bjarga sér sjálf — ekki ennþá. Vífilsstöðum 1. júlí 1917. María Jóhannsdóttir. Aths. ritstj. Rétt hefur oss þótt, að leyfa ofanskráðri grein rúm í blaðinu, þótt oss finnist hún óþarf- lega margorð og harðorð. Því að áreiðanlega var sú ekki tilætlunin, að kasta rýrð á kvenþjóðina og há- tíðisdag hennar sem slíkan, né að banda hendinni við þroska hennar, heldur voru umgetin orð í „Land- inu" eingöngu rituð vegna þess, að oss virtist óheppilegt, að hafa tvo hátíðisdagana hvorn svo nærri öðr- um. Og það auðvitað aðalattiðið, að kvenfólkið fékk kosningarrétt- inn, en ekki hitt, hvaða dag sá atburður varð. Oss virðist hinn heiðraði höf. gera úlfalda úr mýflugunni, þótt hins vegar sé skiljanlegt, að málið sé viðkvæmt. Frá alþing'i. Þingmannafrnmvörp. 1. Frv. til laga um sölu á 7 hndr. að fornu mati í kirkjujörðinni Tungu ásamt skógarítaki. 2. Frv. til laga um sameining ísa- fjarðar og Eyrarhrepps. 3. Frv. til laga um breyting á lögum um eignarnámsheimiid fyrir bæjarstjórn ísafjarðar á lóð og mannvirkjum undir hafnarbryggju. 4. Frv. til laga utn stækkun verzlunarlóðar ísafjarðar. 5. Frv. til laga um bæjarstjórn Isafjarðar. Flutningsm. þessara fimm frv. er Magnús Torfason, 6. Frv. til laga um áveitu á Fló- ann. Flm. S. S. og E. A. 7. Frv. til heimildarlaga fyrir landsstjórnina til þess að selja ýmsar nauðsynjar undir verði, og að gjalda verðhækkunina eftir því sem lögin greina. Flm. Jör. Brynj 8. Frv. til laga um breyt. á lög- um nr. 26, 20. okt. 1905, um vátryggingu sveitabæja og ann- arra húsa í sveitum, utan kaup- túna. Fim. Sveinn Ólafsson. 9. Frv. til laga um breyt. á lög- um nr. 60, 30. júlí 1909. Flm. Skúli S. Thoroddsen. Um skift- ingu ísafjarðarlæknishéraðs í tvö læknishéruð. 10. P'rv. um afnám verðhækkunar- tolls á ull. Flm G. Sv. og M. Guðm. 11. Frv. um breyt á lögum um fasteignamat, nr 22, 3/u. 1915. Flm. G. Guðl. 12. Frv. um breyt. á aðfl banns- lögunum — að helmingur allra sekta fyrir brot gegn þeim renni í sveitar- eða bæjarsjóð, þar sem brotið er framið. Fltm. G. Sv. 13. Frv. til laga um skiftingu bæjarfógetaembættisins í Rvík og um stofnun sérstakrar toll- gæzlu í Rvíkurkaupstað. Flm. G. Sv„ Jör. Br„ B J. f. Vogi. 14 Frv. um afnám laga nr. 21, 20/10 1905 um skýrslur um ali- dýrasjúkdóma. Flm. M G.,

x

Landið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landið
https://timarit.is/publication/194

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.