Landið


Landið - 20.07.1917, Blaðsíða 3

Landið - 20.07.1917, Blaðsíða 3
LANDIÐ 115 Píanó þan er ég útvega eru þan lang-beztu og ódýr- uetu sem hingað flytjast. JSoftur iSuémunésson. Smiðjustig 11. Reykjavik. St. St, Hák. Kr„ Þór. J„ Þorl. J„ P. Ottesen, P. Þórðars. 15. Frv. til laga um heimild fyrir bæjarstjórn Rvíkur til einka- sölu á mjólk. Fim. Jör. Br. 16. Frv. til laga um einkasolu landsstjórnarinnar á kolum Flm. Jör. Br. 17. Frv. til Iaga um stofnun stýri mannaskóla á ísafirði. Flm Matth. Ól„ Sk. Thor. 18 Frv. til laga um stefnufrest til ísl. dómstóla. P'lm. Ein. Arn. o fl. 19. Frv. til laga um erfðaábúð á landssjóðs- og kirkjujörðum. P'lm. Bj. R. Stef. 20. Frv. til laga um forðagæzlu. Flm. G. Sv. og M. Guðm. 21. Frv. til laga um friðun lunda. P'lm. Pétur Þórðarson. — Leng- ing friðunartímans til io. ágúst 22. Frv. til laga um breyt. á lög- um nr. 57, 22 nóv. 1907, um vegi. Flm. Þorst. J„ Jón Jónss., Sv. ÓI. og Bj. og R. Stef. — A eftir 9. lið 2. gr. komi: 10 Frá Fagradalsbraut í Egils- staðaskógi að Eyvindarárbrú um Eiðaþinghá að Krosshöfða í Hjaltastaðaþinghá. 23. Brttill. við frv. til laga um breyt. á verðhækkunartollslög- unum. Flm. B. J. frá Vogi. — Um að afnema verðhækk- unartollinn. 24 Þ'rv. til laga um breyt. á lög- um nr. 28, 22. okt. 1912, um breyt. á lögum 18. sept. 1885, um stofnun landsbanka. Flm. Sv. Ó1 , Bj. Stef., B. J. f. V. — Um að setja útbú Lands- bankans í Suður-Múlasýslu, en ekki á Seyðisfirði. 25 Frv. til laga um afnátn Iaga nr. 44, 10 nóv. 1913, um forða- gæz^u. Flm. Einar Jónss. 26 Frv. til laga um skifting Hró- arstungulæknishéraðs í tvö læknishéruð. Flm. Jón Jónss. og Þorst Jónsson. 27. Frv. til laga urn stimpilgjald. Flm. St. St. og Ein. Árnas. 28. Frv. til laga um stofnun hús- stjórnarskóla á Norðurlandi. Flm. M. Krist. 29. Frv. til laga um einkasölu land- stjórnarinnar á sementi. Flm. P'inar Jónsson. Nefndarálit. 1. Fjárhagsnefnd nd. mælir með afnámi verðh.tolls á ull. 2. Allsherjarn nd. mælir með frv. um breyt. á ellistyrkslögunum, óbreyttu, og er fjárveitingan. nd því samþykk. 3. Allsherjarn. ed. mælir með frv um þóknun til vitna, með smá- vægilegum breytingum. Fjár- veit.n. ed. samþykk. 4. Landbúnaðarn. ed. mælir með frv. um viðauka við lögin um kornforðabúr. 5. Fjárhagsn. nd. mælir með frv. um einkasöluheimild landsstj. á steinolíu, með nokkrum breyt. 6. Allsh n. mælir með þgm. frv. 4. 7. Allh.n. nd. mælir með frv. um laun hreppstjóra m. m, með nokkrum breytingum. 8 Allsh.n. nd. mælir með frv. um framkvæmd eignarnáms. 9. Allsh.n. nd. mælir með frv. um stefnufrest. 10 Landbúnaðarn. ed. mælir með frv. um sölu á 7 hndr. f jörð inni Tungu. 11. Landbúnaðarn. nd. mælir með frv. um breyt á lögum um vátryggingu sveitabæja. 12. Landbúnaðarn. nd. um frv. til laga um frestun á sölu þjóð- og kirkjujarða. Meiri hluti nefndarinnar (St St„ Ein. Árnas., Jón Jónsson, P. Þórðars.) leggur til að fella frv„ en minni hlutinn (Sig. Sigurðsson) telur hollast að hætta nú þegar að selja þjóð- og kirkjujarðir. iMngsályktuniu'tillögur. 1. Um sölu á ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Flm. Sig. Sig 2. Um einkasölu landssjóðs á kolum. Frá fjárhagsn. nd. — Að skora á landsstj., að undir- búa og leggja fyrir næsta reglu legt alþingi frv. til laga um einkasölu landssjóðs á kolum. 3. Þór. Jónsson og Magn. Péturss. flytja tillögu um að fela sveita- stjórnum úti um land öll af- skifti og afhendingu á landssjóðs- vöru, sem sýslumenn nú hafa • 4 Till. um að ákvæðið um tíma- takmarkið í skilyrðum alþingis fyrir styrkveit. úr landssjóði til búnaðarfélaga frá 29. apríl 1911, að eftir árið 1919 megi skoðunarm. eigi taka upp f jarðabótaskýrslu „túnasléttun, túnaútgræðslu eða sáðreiti, þar sem cigi er áburðarhús og sal erni", komi eigi til framkvæmda fyr eneftir árið 1925. Flm. Sig. Sig., St. St„ Ein. Arn. ogP Þórð. 5. Frá bjargráðan. nd. — um að skora á stjórnina, að vinda bráðan bug að innlendu kola- námi, til þess að fullnægja eldiviðarþörf landsmanna, og heimila stjórninni fé úr lands- sjóði til nauðsynlegra fram kvæmda í þvf máli. Einkasölumálin. Miklar líkur eru til, að frv. um einkasölu landssjóðs á steinolíu verði að lögum. Þingsál till. um einkasölu lands- sjóðs á kolum var til einnar um ræðu á miðvikudaginn. Féll hún burt, með því að samþykt var rökstudd dagskrá (frá B. J. frá Vogi) um að fela stjórninni að at- huga málið fyrir næsta þing. Fjárhagsnefnd nd. leggur til, að frv. um einkasölu landssjóðs á sementi verði ekki samþykt. „Með- al annars er sú ástæða, að lands- sjóðseinkasala hlýtur að hafa mik- inn byrjunarkostnað í för með sér, X: TAKIÐ EPTIR. Þýðingarmikið nýmæli. Lífsábyrg-ðarfélagfið H CARENTIA" 0 hefur nú ákveðið, að aðalumboðsmaður þess hér á landi geti eftirleiðis gefið út bráðabyrgða lífsábyrgðarskírteini, sem að öllu sé jafngild hinum reglulegu lífsábyrgðar- skírteinum félagsins, sem út eru gefin á aðalskrilstofu þess í Kaupmannahöfn. Þetta er afar-þýðingarmikið nýmæli, því að í stað þess, að þurfa að bíða eftir því, að úrskurðað verði í Kaupmannahöfn, hvort umsækjendur fái sig líftrygða eða ekki, geta menn nú fengið gott og gilt lífsábyrgðarskír- teini strax sem læknisskoðun hefur farið fram, og land- læknir G. Björnsson — sem er yfirlæknir félagsins hér á landi — hefur úrskurðað, hvort umsækjandi er tækur til lífsábyrgðar. Hingað til hefur ekkert lífsábyrgðarfélag trúað íslenzkum lækni fyrir því starfi, ogf engnm ísl. umboðsmanni h.efu.r verið veitt slflt réttindi. Og ekkert annað lífsábyrgðarfélag býður þessi mikilsverðu hlunnindi. Aðalumboðsmaður á íslandi: Ó. G. Eyjólfsson, Reykjavík. 0 EME =►^=►4= ><E en útlit er fyrir, að fjárhagsástæður landssjóðs verði ekki góðar á næst- komandi fjárhagstímabili, og því athugavert að lögleiða nú þegar einkasölu á fleiri en einni vöru- tegund". Allsherjarn. nd. leggur til að samþykkja ekki frv. um einkasölu heimild fyrir bæjarstjórn Rvíkur á mjólk, með þvi að frv. muni ekki koma að tilætluðum notum. Aftur á móti flytur .hún frumvarp um mjólkursölu í Rvik, þar sem bæjar- stjórn er heimilað að setja ákvæði um meðferð og gæði rjóma og mjólkur, og ennfremur setja reglur um úthlutun mjólkur, t. d. með mjólkurseðlum, á meðan mjólkur- skortur er í Rvík. Þingmálafundargerð. Dagana 6. og 7. febr. 1917 var á Þingeyri haldinn hinn árlegi þing- og héraðsmálafundur Vestur- ísafjarðarsýslu. Mæílir voru 16 fulltrúar. Fundar- stjóri séra Böðvar Bjarnason en ritari Friðrik kennari Hjartarson. Þessi mál voru tekin fyrir: 1. Lœknamál. Fundurinn telur mjög óheppilegt að héraðslæknum sé leylt að vera utan umdæmis síns lengur en mest 14 daga í senn, án þess að settur sé læknir í þeirra stað er dvelji á læknis- setrinu Sé sjúkraskýli í læknishér- aðinu þá sé læknum ekki veitt lengra burtfararleyfi en 2—3 daga, nema þeir fullnægi framangreindu skilyrði. Tillagan samþykt. 2. Aðskilnadur ríkis og kirkju. Fundurinn skorar á næsta alþingi að undirbúa þjóðaratkvæði um að- skilnað ríkls og kirkju og undirbúa málið að öðru leyti. Tillagan feld með 10 atkv. gegn 2. 3. Launarnál. Samþ. svohljóðandi tillaga: Fundurinn er meðmæltur afnámi eítirlauna, en hinsvegar tel ur hann að milliþinganefndin er fjallaði um launamálin hafi farið helzt til skamt í hækkun embættis- launa, einkum hinna lægri. 4. Sala þjódjarða. Fundurinn er mótfallinn sölu þjóðjarða. Samþ. í einu hljóði. 5. Heiðurslaun. Fundurinn er því eindregið meðmæltur að næsta al- þingi veiti myndhöggvara Einari Jónssyni árleg heiðurslaun,. fyrst um sinn, er eigi nemi minna en 4000 krónuin. Samþ. í einu hljóði. 6. Aðjlutningsbannslógin. Fund- urinn samþykkir að kjósa þriggja manna nefnd, sem hafi það verk með höndum að beita sér fyrir þvf að fram komi áskoranir til næsta alþingis frá sem flestum málsmet- andi mönnum landsins, um að reist- ar verði öflugar skorður við bann Iagabrotum, svo sem með fjárfram- Sögum til sérstaks eftirlits. Nefndin skal í þessu efni leita liðsinnis Stór-stúku íslands, Ung- mennasambands íslands o. fl. Till. samþ. með 14 gegn 1. 7. Tollmál. Fundurinn er með- mæltur afnámi sykurtolls og að komið sé sem fyrst á landseinka- sölu á: Kolum, salti, olíu og lyfjum. Tillagan samþykt. 8. Landbúnaðarmál. 1. Að banki sé stofnaður sérstaklega til eflingar landbúnaðinum. Samþ. í einu hljóði. 2). að lög um ábúð og úttekt jarða sé tekin til athugunar, og vill fund- inn sérstaklega taka fram: a) að ábúðarréttur leiguliða sé aldrei styttri en 10 ár, þá sé heimilt að breyta leigumála jarðarinnar, og eigi leiguliðinn þá jafnan forgangs- rétt til ábúðar. b) Að leiguliðar eigi, er þeir fara frá jörðinni, heimt- ing á sæmilegu endurgjaldi fyrir unnar jarðabætur. c) Að leiguliðum sé betur en nú er trygt verð fyrir hús, er þeir kunna að eiga á jörð- inni, einkum steinsteypuhús. Ann ars álftur fundurinn réttast að nauð- synleg hús fylgi hverri jörð. 3. Að landsmenn séu jneð styrk af opin- beru fé studdir til grasræktar, eink um áburðarhirðingar. 4. Að ríflegt íé sé lagt fram til aukinnar garð- ræktar. Tillögurnar samþ. í einu hljóði. 9. Samgóngumál. Fundurinn skorar á félög og einstaka menn að styrkja Eimskipafélag íslands, svo mikið sem auðið er til skipa- kaupa. Samþ. í einu hljóði. 10. Dýrtíðarmál. Svohljóðandi tillögur samþyktar: a) Fundurinn skorar á stjórnina að gera ráðstaf anir til að útvega markað fyrir ís- lenzkar afurðir í Ameríku. b) Fund- urinn leggur til að á næsta fjár- hagstímabili verði varið fé aðeins til þeirra framkvæmda, sem eru alveg óhjákvæmilegar. c) Fundurinn skorar á Búnaðarfélag íslands að heita verðlaunum fyrir kartöfluupp- skeru og fjallagrasasöfnun á kom andi hausti. d) Fundurinn beinir þeirri ósk til þjóðarinnar, að hún, vegna yfirvofandi dýrtíðar, gæti allrar sparsemi, og takmarki sem mest nautn allrar munaðarvöru. 11. Heilbrigðismál. Fundurinn skorar á landlækni og aðra lækna landsins, að hlutast til um að sótt- varnarlaganna frá 16 nóv. 1907 verði betur gætt eftirleiðis en nú á sér stað. Tillagan samþ. 12. Hajnarmál Súgjirðinga. Verði verkfræðingur fenginn til að rannsaka hafnir hér á landi, óskar fundurinn að þingmað- ur kjördæmisins reyni að fá því framgengt að Súgandafjörður verði með þeim allra fyrstu stöðum er rannsakaðir verða. 13. Samgóngumál. Fundurinn felur nefnd þeirri er sfðasti fundur kaus til að fhuga og undirbúa hlutafélag til kaupa og útgerðar á flutnings og fiskveiðabát fyrir Vest- ur-ísafjarðarsýslu, að undirbúa mál þetta sem bezt á þessu ári og leggja upplýsingar sínar fyrir næsta fund. Fleiri mál eigi tekin fyrir. Fundi slitið. Böðvav Bjarnason. Friðrik Iijartarson. Fréttir. Slys. Ásvaldur Magnússon verkamaður við hafnargerðina varð undir hjólunum á eimreið hafnarlestarinnar i vikunni sem leið, Varð að taka af honum báða fæt- ur við hné. Slysið vildi til, er hann ætlaði að stlga upp í eimreiðina. Blsknp er í vlsitaziuferð um Barðastrandar- sýslu. Héraðslfeknirinn á ísafirði, Davíð Scheving Thorsteinsson, hefur sótt um lausn frá embætti. Hann er elztur þjónandi lækna á landinu. »Lagarfoss« kom hingað sfðastl. laugardag, með 1200 smálestir af vörum, sykur, kaffi, smjörlíki, hafragrjón o. fl. Á þilfari voru 500 tunnur af steinolíu og bensíni. — Farþegar voru þrlr: Guðm. Jensson bókh., Ól. Johnson heildsali og Þórar- inn Guðmundsson nðluleikari. 4 menn hlupust á brott af Lagarfossi 1 New York. Sogsfossarnir. Bæjarstjórnin hefur keypt vatnsaflið í Soginu eystra fyrir Bfldsfells- og Tungu- landi fyrir 30 þús. kr., og þar með einkarétt til að reisa rafmagnsstöð á þessum jörðum. Ættarnafn. Elías Hólm verzlunarm. hefur fengið staðfestingu á ættarnafninu Hólm. Yegna útbreiðslu sinnar er LANDIÐ sérlega hentugt auglýsingablað fyrir öll viðskifti. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Landið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landið
https://timarit.is/publication/194

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.