Landið


Landið - 20.07.1917, Blaðsíða 4

Landið - 20.07.1917, Blaðsíða 4
116 LANDIÐ cföiéjié Raupmann yéar ávaíí um fíina alfíunnu sœísqfí Jrá aíéin> sqfayaróinni „Sanihs“ í tffiayfíiavífí. Sjúkir og særðir austurrískir foringjar í Kristjaníu, á leið til ^ifcld- hælis á Þelamörk. Þeir komu úr fangavist á Rússlandi. I I I Sfiófainaður alísfíonar nyfíominn 18 í Æaupang. i Afgreiösla Landsins er á Hverfisgötu 18. Opin alla virka dagra kl. 1--4. Þingmálafundur var haldinn að Lágafelli 15. júlí. — Þessar tillögur komu fram: 1. Fundurinn skorar á þingmenn kjördæmisins að beitast fyrir því, að læknishéraði Hafnarfjarðar verði skipt í tvö læknishéruð, þannig að Kjósarsýsla verði gerð að sérstöku læknishéraði eða á annan hátt séð tryggilega fyrir læknisþörf í sýsl- unni. 2. Fundurinn er samþykkur því, að landið taki að sér einkasölu á steinolíu, er seljist með sem væg- ustu verði. Að öðru leyti er fund- urinn mótfallinn einkasölu á fleiri vöutegundum að svo stöddu. 3. Fundurinn skorar á alþingi, að skerpa betur eftirlit með bann- lögunum í landinu. 4. Fundurinn telur núgildandi forðagæzlulög óheppileg og illa framkvæmanleg, svo að nauðsyn sé á að afnema þau með öllu. 5. Fundurinn lýsir því yfir, að hann er samþykkur frumvarpi því um almennan ellistyrk, sem stjórnin hefur lagt fyrir yfirstandandi alþingi og þykir stór bót að, ef fram nær að ganga. 6. Fundurinn skorar á alþingi að hlutast til um, að landið fái fullkominn siglingafána nú þegar. 7. Fundurinn er mótfallinn því, að þingið heimili Reykjavikurbæ einkasölu á mjólk og mjólkuraf- urðum. Allar þessar tillögur voru sam- þyktar. 8. Þá var borin fram tillaga í járnbrautarmálinu um að veita fé til fullkominnar rannsóknar á kostn- aði við járnbraut frá Reykjavík austur um Suðurlandsundirlendið, og var hún feld. Tillögur á |)iu£iiiáluíuii(li eiiiiim. 12. Búnaðarmál. Fundurinnskor- ar á alþingi að setja lög um rétt manna til túnagjörðar og nýbýla- byggingar í löndum allra þeirra jarða, er hafa óþarflega stór beiti- lönd. Og í sambandi við þetta, að banna einstökum mönnum að steypa fleiri ábýlum saman og leggja með því jarðir í eyði og niðurníðslu. Peningalán með væg- um kjörum til nýbýlaræktunar ætl- ast fundurinn til að þingið geri mönnum mjög auðvelt að fá. 13. Verðlagsskrármál. Fundur- inn vill að alþingi feli Hagstofunni, að semja árlega verðlagsskrá fyrir alt Iandið, þar sem helztu innlend- ar vörur eru verðlagðar eftir inn- kaupsverði og svo algengustu út- lendar matvörur, sem inn í landið eru keyptar, eftir útsöluverði. Skatt- ar almennings og laun starfsmanna sé svo bygt á þessari verðlagsskrá. Gömlu verðlagsskrárnar falla þá burt. 14. Kj'órdœmaskifting. Fundur- inn telur réttarbót í því, að öllum tvímenniskjördæmum landsins sé skift í einmenniskjördæmi, og þá farið sem mest eftir atvinnuvegum 15. Skattamál. Fundurinn er yfir- leitt mótfallinn tollum á útfluttum vörum og sömuleiðis aðflutningstolli á helztu nauðsynjavörum, en skor- ar fastlega á alþingi, að setja sann- gjörn og samræmisrík skattalög bæði til Iandssjóðs og sveitarsjóða í þá stefnu, sem tillögur skatta- málanefndarinnar frá 1907 fara. Verðhækkunarskatt á fasteignum við sölu, hyggur fundurinn rétt að lögleiða, og niðurjöfnun útsvara eigi sem mest að hverfa. 16. Mannréttindi. Fundurinn viil að alþingi nemi úr Iögum þau ákvæði, að sveitarstyrkur og gjald- þrot svifti tnenn réttindum í sveita- málum og landsmálum. Ritfregnir. Skírnir. 91. ár 1917. — 3. hefti. Efni þessa heftis er sem hér segir: Þrjú smáljóð eftir belgiska skáld- ið Maurice Maeterlii^ck, þýdd af Guðm. Guðmundssyni. Um drengskap, erindi eftir dr. Guðm. Finnbogason, fyrst flutt í Winnipeg í fyrravor. Er það hið snjallasta og bendir Ijóslega á, að drengskapurinn er aðal forníslenzkr- ar menningar og sú taug, er ramm- ast tengir oss við fornöld vora og hugsunarhátt hennar — yfir allar landskjálftasprungur breytinga þeirra, er síðan hafa orðið á hug og hátt- urn manna. Á fáu þarf menning nútímans svo mjög að halda, sem drengskap, og er því erindi þetta næsta tímabært. Einsamall á Kaldadal, ferðalýs- ing eftir Guðmund skáld Magnús- son. Er hún fróðleg og víða skáld legar náttúrulýsingar. Tvær pulur eftir Huldu, undur- þýðar og fallegar, einkum sú síðau („Kveðið við smásvein".). Páll postuli og s'ófnuðurinn í ..Korintuborg, eftir sr. Magnús Jóns- son á ísafirði. Er grein þessi skemti- leg aflestrar og fróðleg, en ekki ber ég skyn á að dæma um hana frekara. Sannleikur, kvæði eftir Maríu Jóhannsdóttur. Er það fagurt kvaiði og snjalt. Ein vísan endar svona: Þín blessaða stoð yfir brotsjóinn nauða er betri en alheimsins gull. Vér bergjum með gleði bikarinn dauða, bara þú signir vort full. Enn um œttarnójn á íslandi, eftir dós. Holger Wiehe, ágæt grein. „Landið" sér með ánægju, að höf. er alveg á sama máli, sem það hélt fram í fyrra í ættarnafnadeil- unni, sem þá stóð yfir. Vill hann taka upp þriggja nafna siðinn rúss neska, þ. e. hafa fyrst eiginnafnið, þá föðurnafnið og loks ættarnafnið. T. d. Ivan Sergejevitsj ^urgenjeff, Anna Ivanovna Kalugin — Einar Hjörleifsson Kvaran, Torfhildur Þorsteinssdóttir Hólm, o. s. frv. Þetta er eina rétta leiðin, og væn- legust til samkomulags. Þá minnist höf. á tillögur ættar- nafnanefndarinnar og mun dóm- ur hans um tillögur hennar sanni nærri: „yfirleitt þykir tnér megin- reglur þær réttar er hún fylgir, henni hefur aðeins stundum skjátl- ast f framkvæmdinni. En þetta er engin ástæða til þess að hafna ættarnöfcunum yfir höfuð að tala. — Nefndarálitið á inni að halda mörg góð og falleg ættarnöfn, og vilji menn engin þeirra, er það hægt að finua aðrar leiðir". Guðmundur Magnússon sagna- skáld, eftir Þorst. ritstj. Gíslason. Er þetta sá réttasti og sanngjarn- asti dómur um skáldið, og starf þess, sem ég hef séð, og skipar því þann sess í íslenzkum bók- mentum, sem það á með réttu Utan úr heimi, eftir Björgu Þ Blöndal. Er þar lýst ýmsum endur- bótatilraunum Englendinga (við bú skap, sjávarútveg, iðnfræðslu o fl.) Þingstaðurinn midir Valfelli, eftir sr. Einar Friðgeirsson. Sumar, ljóð í sundurlausum orð- um eftir Jakob Jóh. Srnára. Ritfregnir, eftir Þorl. H. Bjarna- son, B. J. irá Vogi, Páll E. Ólason, Sigurð Guðmundsson og Guðmund Finnbogason. Prcntarinn, 5. árg 1916. Ritstj. Hallbjörn Haldórsson. Rvík 19x7 „Prentarinn* er blað hins íslenzka prentarafél. og kemur þessi árg. út allur í cinu lagi. Fremst er grein j(eftir II. H) um frægasta manninn í ísl. prentarastétt, skáldið Guðmund Magnússon (Jón Trausta). Er þar drepið á helztu æfi- atriði hans og starfsemi. Er víst, að ýmsir ritdómarar myndu hafa gott af að lesa grein þessa með athygli og taka sér dæmi til viðvörunar af því, hvernig farið hefur verið með Jón Trausta — hann stundum oflof- aður fyrir sumt, en miklu oftar of- lastaður svo mjög, að engri átt nær. En þeir virðast ekki vera margir, sem vita, að fá af meistaraverkum heimsins í skáldskap (einkum sagna gerð) eru alveg lýtalaus. Benda má á galla jafnvel á „Faust" Goethes, sem oft er talinn eitt mesta skáldrit veraldar — og ætla ég ekki með þessu að jafna þeim neitt sam- an, Goethe og Guðmundi; slíka goð- gá þyrði ég ekki að fremja fyrir nokkra muni, á meðan þeir mega vopni valda, Sigurður og Árni. Þá er næst stórmerkileg grein eftir Hallbj. Halldórsson um iðnarmál prentara. Ræðir höf. um það, hver hneysa það sé, að prentaramálið sé fult af útlendum orðskrípum og tek- ur svo fyrir í stafrófsröð helztu útl. orðin, sem þar eru notuð, og gefur ráð og bendingar um íslenzkun þeirra. Er þetta verk hið þarfasta og væri vonandi, að til einhvers „Landið“ kemur út einu sinni í viku og kostar 3,00 kr. árgang- urinn, ef fyrirfram er greitt, en 4,00 kr. ef greitt er eftir á. í kaupstöðum má borga á hverjum ársljórðungi. Útgef- andi: Félag í Reykjavík. Afgreiðslan er á Hverfisg. 18. Opin á hverjum degi kl. 1—4. Pósthólf 353. Sími 596. IJm alt sem að henni lýtur, eru menn beðn- ir að snúa sér til afgreiðslu- mannsins. Ritstjóri og ábyrgðar- maður: Jakob Jóh. Smári, mag. art., Stýrimannastíg 8 B. Venjulega heima kl. 4—5 e. h. Talsími 574. Veg-na hinnar miklu útbreiðslu, sem LANDIÐ hefur hlolið, Itæði í Reykjavík og ntan hennar, verður kaupsýsln- mönnum, á ltvaða sviði viðskiftanna sem er, lang- hentugast, að auglýsa í LANDINU. kæmi. Höf. er auðsælega mætavel að sér í íslenzku og virðist mér hon- um hafa tekizt mjög vel að finna ísl. orð á hugtökin, ýmist algeng éða nýyrði. Vil ég t. d. benda á grein hans um „system". Óskandi væri, að málfróðir iðn- aðarmenn, sem aðrar iðnir stunda, tæki sig til og reyndi að losna við afskræmisorð þau, er nú óprýða svo að segja hverja iðn hér á landi, og setja önnur orð, íslenzk, í staðinn. Og ekki veitti heldur af, að róta ögn upp f sjómannamálinu og máli Iærðra manna. Hvórtteggja er til skammar, að mörgu leyti. Ekki er sízt eftirbreytnisverð rækt höf. til íslenzks máls og réttilega kveður hann niður þann draug, sem oft gengur aftur, er menn vilja verja hrognamál sitt, að það sé hent- ugt að hafa „evrópeisk" orð í mál- inu — þá verði auðveldara að læra útlend mál. Þá er smágrein um setningarvél- ar og rpinning 25 ára prentstarfs þeirra Aðalbjarnar Stefánssonar og Ágústs Jósefssonar. Loks er félagsanáll. „Prentarinn" er, svo sem sjá má af yfirliti þessu, mjög vel úr garði gerður, og er ekki ósennilegt að prentarar kaupi hann og lesi sér til gagns og gamans, og fleiri gætu haft gott af því en þeir. LANDIÐ ©r ódýrasta I vikublaðlð á Islandi.

x

Landið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landið
https://timarit.is/publication/194

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.