Landið


Landið - 17.08.1917, Blaðsíða 1

Landið - 17.08.1917, Blaðsíða 1
RlfcHJiri: Jakeb Jéh. Smárl ata(Ut«r artium Stýrlmauoasti( S B. LANÐIÐ Afgreiöslu og innheimtum. 01 a f n r Ó1 a f s s o n« Lindargötu 25. Pósthólf. 353. 33. tölublað. Reykjavík, föstudaginn 17. ágiist 1917. II. árgangur. Arni Biríksson. | Hcildsala* J Tals. 265 og 554. Pósth. 277. I smásaia. | — Vefnadarvörur, Prjónavörnr mjög fjölbreyttar. — Saumavélar með fríhjóli og 5 ára verksmiðjuábyrgð. Smávörnr er snerta saumavjnnu og hannyrðir. Pvotta- og lireinlætisvörur, beztar og ódýrastar. TÆKIFÆRISGJAFIR. V. B. K. Yandaðar vörur. Ódýrar vörur. Léreft, bl. og óbl. Tvisttau. Lakaléreft. Rekkjuvoðir. Kjólatau. Cheviot. Alklæði. Cashimire. Flauel, silki, ull og bómull. Gardinutau. Fatatau. Prjónavörur allsk. Regnkápur. Gólfteppi. Pappír og ritföng. Sólaleður og Skósmíðavörur. Ileildsala. Smásala. Verzlunin jjSrn Xristjánsson. Rogi Bi*y n j ólfsson yflrréttarmálaflutningsniaðnr. Skrifstofa í Aðalstræti 6 (uppi). Venjulega heima ki. 12—i og 4—6 e. m. Talsími 250. Fossamálið. Á alþingi er fyrir nokkru fram komið svo hljóðandi frumvarp til laga um heimild fyrir Iandsstjórn ina til að veita leyfisbréf til mann- virkja til notkunar vatnsaflsins í Soginu. — Flutningsm. Eggert Pálsson, Hannes Hafstein og Magn- ús Kristjánsson: „Stjórnarráði íslands heimilast að veita fossafélaginu „Island“ eða þeim er öðlast réttindi þess, enda sé heimilisíang og varnarþing þess á íslandi og meiri hluti félagsstjórn- arinnar skip.aður mönnum, sem þar eru heimiiisfastir, — leyfi til að leiða aflið úr Soginu rnilli Þing- vallavatns og Hvítár til Reykja- víkur, eða annarar hafnar, í raf- magnsleiðslum, hvort heldur ofan jarðar eða neðan, leggja járnbraut og vegi og gera höfn og önnur þau mannvirki, sem nauðsynleg eða æskileg eru, til þess að geta notað vatnsaflið. Nánari skilyrði fyrir leyfi þessu eru sem hér segir: 1. gr. íslendingar, hvort sem eru ein- stakir menn, sjóðir eða stofnanir, sýslu- eða bæjarfélög, skulu láínir sitja fyrir í 6 mánuði að stríðinu loknu að skrifa sig fyrir hlutum í fyrirtækinu. 2. gr. Leyfishafi skal skyldur að láta af hendi í aflstöðinni, ef óskað er, rafmagn handa einstökum sveita- heimilum eða hreppsfélögum, svo mikið, sem þau þurfa til ljósa, suðu, hitunar og smáiðnaðar, við verði, er miðað sé við framleiðslu- kostnað að viðbættum 10% ágóða. Með sömu kjörum sé leyfishafi skyldur til að láta af hendi til landsstjórnarinnar, ef þess yrði ósk- að, rafmagn til reksturs járnbraut ar frá Reykjavfk austur um suður- lands-undirlendið og iðnaðarafurðir sfnar til eigin afnota landsmanna með svo vægum kjörum sem unt er. 3 gr- Leggi leyfishafi járnbraut, eða vegi, eða geri höfn, skal hann skyldur að leyfa landsmönnum af- not af mannvirkjum þessum, að svo miklu Ieyti, sem það hindrar ekki eigin afnot leyfishafa, gegn sanngjörnu hæfilegu gjaldi, er stjórnarráðið samþykkir. 4- gr- Leggi leyfishafi járnbraut skal lega hennar og gerð ákveðin í samráði við landsstjórnina. Nú hefur leyfishafi lagt járnbraut og á þá landsstjórnin — eftir að 10 ár eru liðin frá því að byrjað var að reka hana og hvenær sem er upp frá því, með 5 ára fyrirvara, — rétt á að fá sér afhenta járnbraut- ina með öllum áhöldum og tækjum, er henni fylgja, fyrir það verð, er tilkvödd nefnd ákveður, ef sam- komulag næst ekki. Matsupphæð- ina skal miða við þá fjárupphæð, er ætla má að slík járnbraut mundi kosta af nýju, þegar afhendingin fer fram, með hæfilegu tilliti til slits þess, sem á þeim er orðið. í matsnefnd skulu vera 5 menn og tilnefnir landsstjórnin 2, leyfishafi 2, en landsyfirdómurinn 1, og sé sá formaður nefndarinnar. Málskostn að allan greiðir landssjóður. Leyfis- hafi haldi framvegis rétti til flutn inga þeirra með járnbrautinni er hann þarfnast, gegn hæfilegu flutn- ingsgjaldi, er matsnefnd einnig ákveður fyrir 5 ár í senn, enda skal félagið ekki verða verr sett í þessu efni, en það hefði orðið, hefði það sjálft rekið brautina áfram. 5 gr- Landeigendur og leiguliðar á þeim svæðum, sem fyrirtækið nær til, skulu skyldir að þola öil þau mann- virki á landi þeirra og lóðum, sem nauðsynleg eru fyrir fyrirtækið, svo og að efni það, sem á þarf að halda, svo sem grjót, möl o s. frv. sé tekið þar, sem hægast er, alt gegn fullu endurgjaldi, er ákveð ið sé af 3 dómkvöddum mönnum, ef samningar takast ekki. 6. gr. Ilver, sem af ásettu ráði vcldur skemdum á rafmagnstaugum eða öðrum mannvirkjum fyrirtækisins, skal greiða fullar skaðabætur og sæta auk þess fangelsi eða sektum, sé verkið ekki þannig vaxið, að þyngri refsing liggi við samkvæmt almennum hegningarlögum. Séu skemdirnar gáleysisverk, skal sak- borningur sæta sektum og bæta auk þess skaðann að fullu. 7- gr- Leyfishafi er undanþeginn vöru- tolli á efni til mannvirkja sinna og iðnaðarframleiðslu, útflutningsgjaldi af iðnaðarafurðum sínum, svo og öllum öðrum sköttum og tollum til landssjóðs, gegn því að greiða landssjóði 10% af ágóða fyrirtæk- isins, sem fram kemur, þegar hæfilegur frádráttur hefur verið gerður fyrir tilgun (amortisation) höfuðstólsins og fyrningarkostnaði og eftir að hluthöfum hefur verið úthlutað 5% af hlutafé þeirra. 8. gr, Þyki fyrirtækinu sér um of íþyngt með sveita- eða bæjarsköttum, hefur það rétt á að skjóta því máli til úrskurðar stjórnarráðsins, og skulu báðir málsaðilar skyldir að hlíta úrskurði þess, 9- gr. Landsstjórninni er heimilt að skipa mann til þess að rannsaka árlega alla reikninga, er snerta starfrækslu félagsins, og skal hann hafa greiðan aðgang að öllum bókum félagsins, er starfræksluna snerta. Eftirlitsmaður þessi skal, áður en hann byrjar rannsókn sína, undirskrifa eiðstaf um, að hann skuli halda leyndum fyrir öðrum öllum réttmætum leyndardómum og öðrum einkamálum félagsins. Má hann eigi á neinn hátt vera við riðinn þau fyrirtæki, er talist geta keppinautar félagsins. 10. gr. 'Pyrirtækinu skal skylt að sjá verkamönnum sínum fyrir viðunan- legum hlbýlum og börnum þeirra fyrir góðri skólafræðslu, að svo miklu leyti, sem rekstur fyrirtækis- ins liggur utan Reykjavíkur. it. gr. Leyfi þetta veitist til 99 ára. 12. gr. Landsstjórnin á rétt á að fá sér afhent öll mannvirki félagsins með landi því og réttindum, er þeim fylgja, eftir 55 ár frá því er leyfið er veitt, og eftir hver 10 ár upp frá því, þó svo, að sagt sé til kaupanna með 5 ára fyrirvara Kaupverðið skal miðað við, hvað ieyfishafi hefur borgað fyrir rétt- indin, og hvers virði mannvirkin eru. Náist ekki samningar um kaupverðið, skal það ákveðið af matsnefnd, sem skipuð sé sam- kvæmt 4. gr. 13' gr- Stjórnarráðið setur í leyfisbréfið frekari ákvæði, eftir því sem þurfa þykir, um fyrirkomulag mannvirkj- anna, rekstur þeirra og öryggis- ráðstafanir vegna verkamanna og almennings, svo og um önnur atriði þessu viðvíkjandi, er því þykir ástæða til. 14. gr. Félagið skal hafa æskt leyfis- bréfs samkvæmt lögurn þessum innan 1 árs eftir að núverandi styrjöld er lokið og hafa byrjað á mannvirkjum innan 1 árs frá því ieyfisbréfið er gefið út, og aðal- afistöðin hafa tekið til starfs innan 5 ára þar eftir, nema óviðráðanleg atvik (vis major) tefji. Fresti þessa er stjórnarráðinu lieimilt að lengja". Ekki dylst oss það, að framsýnir og gætnir menn myndi hugsa til þess fyrst og fremst, að landið sjálft legði út f þetta fyrirtæki, annaðhvort nú þegar, eða eftir nokkurra ára skeið, en ekki útlent auðmannafélag. Óneitanlega væri það landinu hollast, og eng- inn efi er á því, að fyrirtæki þetta geti borgað sig, enda er lega Sogs- fossanna sú, að þeir hljóta að vera hjartað úr öllu fossaafli hér á landi. Ekkert útlent félag myndi leggja fé sitt í það, nema það hefði fulla tryggingu fyrir, að fá góða vexti af fé sínu. Og það lakasta er, að þegar landið, eða Reykjavík, hefur slépt Sogsfossunum, þá hefur það útilokað sig frá öllu fossaafli, sem hægt er að ná til, að minsta kosti á meðan félagið hefur réttindin. Verði það ofan á, að félagið fái rétt- indin, sem vitanlega ætti ekki að verða á þessu þingi, þar sem málið er með öllu lagt óundirbúið í þingsins hendur, þá viljum vér gera eftir- farandi bráðabirgða athugasemdir við frumvarpið. Athugasemdir. Við 1. gr. — Vér teljum það mikinn ókost, en ekki kost, að ís lendingum er heimilað, að kaupa hluti í fyrirtækinu. Hollara, að landsmenn eigi ekkert í því, nema þeim eða landinu sé frá upphafi trygður meira en helmingur af hlutafénu. íslendingar eru félausir og yrði því að fá að láni hluti sína hjá félaginu, eins og sumir hluthafar fengu í íslandsbanka, og yrði þeir því fyrirtækinu algerlega háðir. Þannig mætti tína úr helztu menn þjóðarinnar og setja þá í þrældóm fyrirtækisins. Við 2. gr. — Þar er sagt, að sveitaheimili, hreppsfélög og lands- sjóður geti fengið rafmagn í afl- st'óðinni með 10% hagnaði fyrir félagið. Enginn veit, hvað raf- magnið muni kosta fyrir því. Slík ákvæði eru gerð alveg út í loftið, jafnvel þótt þau styðjist við fossa- lög vor, sem eru harla ófullkomin. Og eftir er að segja frá í frum- varpinu, hvað leiðslan kosti frá aflstöðinni, til dæmis til Reykja- víkur, Eyrarbakka, Þjórsárbrúar o. s. frv. Ekki getur því verið um annað að ræða, en að félagið bjóði aflið fyrir ákveðið verð á hverjum stað, sem ætlar sér að nota það. Takmörkuiýn í þessarri grein: „til eigin afnota landsmanna", er hál og þarf því nánari athug- unar við. Við 3 gr. — Takmörkuð eru afnot „landsmanna“ af járnbraut og vegum fyrirtækisins, en það má alls ekki vera, og hvað er hér átt við með orðinu „landsmenn* ? Hér ætti að vera leyfð afnot fyrir alla flutningsþörf, hvort sem landsmenn eða aðrir þyrfti að nota brautina, ef landsstjórnin áliti, að þá flutn- ingsþörf þyrfti að uppfylla, auð- vitað gegn hæfilegu gjaldi. Við 4 gr. — Járnbrautin ætti að vera landsins eign að öllu leyti, og undir þess stjórn. Það getur vel borgað sig fyrir Fossafélagið, að borga það fyrir leyfið, að leggja fram helming kostnaðar til járn- brautar, og helming af rekstri hennar og viðhaldi, á meðan það hefur réttindin. Tryggja ælti féiagið með framleiðslu sinni brautinni eigi minna en hálft vöruflutningsmagn á móti því, sem landsmenn geta lagt fram, enda njóti það þá hálfra tekn- anna. En ýmssr aðferðir mætti finna til þess að gera slík afnot brautar- innar vel aðgengileg fyrir báða aðila. Brautin ætti fyrst um sinn að ná austur að Ölfusárbrú Þetta ætti vitan- lega að geta borið sig jafnvel fyrir félagið, sem hitt, að leggja braut- ina að öllu leyti á eigin kostnað og halda henni við. En sá er mikli munurinn, að landið sjálft ætti flutningatækið og hefði umráð yfir því.

x

Landið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landið
https://timarit.is/publication/194

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.