Landið


Landið - 17.08.1917, Blaðsíða 4

Landið - 17.08.1917, Blaðsíða 4
132 L ANDIÐ Hfil rnfÍllTll <2‘éJ‘ð fíauPmQnn y&ar dvalí um ÍUUÍlli ^‘na a^unnu scefsqft Jrá aléin* orðinn ruglaður „á efri árum“ (líkl. af elli, ekki fimtugur maðuril), er aðeins staðhæfing þeirra, sem ekki gátu hugsað sér neina aðra skýr- ingu á því, að hann sannfærðist um veruleik ýmissa miðilsfyrirbrigða, en þessa. Það er sami sónninn, sem hér kvað við fyrst, er menn tóku að gera slíkar tilraunir. í annan stað má gegn fullyrðingum prófess- orsins um „sjónhverfingai “ miðl- anna nefna vitnisburði margra vís indamanna um það, að mörg miðla- fyrirbrigði sé ekki sjónhverfingar Má þar til nefna sum lioldgunar- fyrirbrigðin (sbr. Andvararitg. próf. Ág. Bjarnasonar um „rannsókn dularfullra fyrirbrigða“). Svörfu rákirnar á korti þessu ná yfir svæði það í Norður-íshafinu, sem Þjóðverjar gerðu að bannsvæði í veíur. Var ætlun þeirra að hindra siglingar til hafna Rússa við Hvítahafið. Hvergi hef ég rekizt á það, að Slade miðiil hafi meðgengið, að fyrirbrigði sín „hefðu alt verið eðli- legar og fimiegar loddarabrellur" (b!s. 35). Frank Podmore, enskur sálarrannsóknamaður, sem skrifað hefur stórt rit um hin líkamlegu fyrirbrigði spiritismans („Modern Spirituaiism", London 1902, í 2 bind- um), og snúa vill þeim öllum í villu, getur þess hvergi í þeirri bók, að Slade hafi „meðgengið" neitt. Hitt er annað mál, að hann skýrir frá ýmsu harla grunsamlegu um Slade. En hefði hann meðgengið, er vfst, að Podmore hefði ekki látið það liggja í láginni. Og óþarfi var fyrir prófessorinn, að skýra rangt frá þessu. Ef hann vildi gera Slade grunsamlegan, var hægt að grípa til margs annars, sem sannara varv Annars er vert að geta þess, að prófessorinn veit auðsjáanlega ekki annað, en allur spiritismi (eðasann- færing um framhald lífsins eftir dauðann og möguleik sambands við framliðna) byggist á líkamlegu fyrir- brigðunum, Um þau ein talar hann. En sannleikurinn er sá, að flestir merkari vísindamenn nú á tímum, sem hailast að spiritismanum, byggja alls ekki neitt á líkamlegu fyrir- brigðunum, en eingöngu á „and- legum" sönnunum (að „andarnir" sanni samleik, „identity", sinn við þá, er þeir þykjast vera, með end- urminningum 0. þvíum!.). Svo er háttað um Fred. heitinn Myers, Sir Oliver Lodgc, próf. Hyslop og marga fleiri. Þessu algerða þekkingarleysi pró- fessorsins samsvarar áframhaldið mæta-vel. Það er alt á eina bók- ina lært: „Fyrir hinu dularýulla1) sam- bandi andatrúarmanna við annan heim hefur enn eigi fengist hinn minsli snefillaf vísindalegri sönn- un“ (b!s. 35) — og neðar á sömu bls: „Andatrúarmenn vitnífstöðugt í nokkra fræga vísindamenn (W. Crookes, Oliver Lodge, R. Wallace o. fl,), sem hafa hneigzt til anda- trúar, en enginn þessarra manna hefur fundið neina vísindalega sönn- un fyrir sambandi við andaheiminn, þeir trúdu því blátt áfram, að slíkt samband væri til". Þessar staðhæfingar prófessorsins eru alveg rakalausar og bera vott ’) Leturbreyt. gerð hér. um dæmalausa fáfræði á því efni, sem hann ræðir um. Fiestir eða allir, sem nokkuð hafa verulega við spiritistiskar rannsóknir fengizt, munu játa, að snefill af sönnunum fyrir sambandi við framliðna hafi feng- izt — að sú tilgáta (sú spiritistiska) hafi fyililega vísindalegan rétt á sér að svo stöddu, þótt þeir ef til vill telji aðrar tilgátur sennilegri. Og það þarf meira en lítil brjóst- heilindi til þess að segja, að þessir vísindamenn, er höf. nefnir, hafi í upphafi trúað á sambandið. Sann- leikurinn er alveg þveröfugur. Hvort sem niðurstaða þeirra er rétt eða ekki, þá er ómótmælanlegt, að þeir voru J öndverðu vantrúadir á veru- Ieik fyrirbrigðanna (og .Crookes t. d. ætlaði sér beinlínis að fletta ofan af „svikunum"), og að niðurstöðu sinni hafa þeir komizt fyrir rann- sóknir, fyllilega jafnstæðar rann- sóknum þeirra á öðrum sviðum. Hjá slíkum staðhæfingum hverfur alveg þessi litla rúsína, orðið dular- fiullur um sambandið, sem auðsæ- lega á að vekja hjá mönnum iítils- virðingu á málinu. Auðvitað er það „dularfult", en varla meiri ástæða til að auðkenna það svo, en t. d. kenningar þær um eðli Ijósvákans, sem próf. skýrir frá rétt á eftir. Próf. leggur með réttu mikla áherzlu á, að skilningi vorum og skynjan sé takmörk sett. En hann og aðrir mega vara sig á því, að skoða núverandi takmörk vísind- anna sem algerðar og eilífar tak- markanir mannsandans og þekking- ar hans á alheiminum. Heimspek ingurinn Comte hélt t. d., og sagði fullum fetum, að stjörnufræðin mundi aldrei geta veitt oss neinar upplýsingar um efni stjarnanna, heldur aðeins um hreyfingar þeirra og þvíl. En nokkrum árum síðar fanst litsjáin (spektroskopið) og gerði heimspekinginn fræga að fals- spámanni. Sálarrannsóknir og miðlafyrir- brigði eru ekki lengur hlutir, sem fleipra má um ábyrgðar- og þekkingaríaust. Sá tími er nú lið inn sem betur fer. En leiðinlegt er, að sjá jafn-mætan mann sem próf. Þorvald hlaupa þesskonar gönuskeið. Þá er fróðleg ritgerð eftir Hall- dór Hermannsson um Ole Worm, lækni og fornfræðing, hinn merk- asta mann sem oss íslendingum má vera minnisstæður fyrir afskifti JSanóið. Kanpenður blaðsins ern vinsamlega beðnir að greiða anðvirði þess sem allra jyrst. hans af rannsókn íslenzkra forn- bókmenta og samband hans við ýmsa merkustu fræðimenn íslenzka á þeirri tíð, t. d. Brynjólf biskup, Þorlák Skúlason, Jón lærða, Arn- grím lærða og Guðmund Andrés- son. Og fyrstur varð hann til þess að gera Snorra kunnan sem sagna- ritara, eins og höf. segir. Endar hann sfna snjöllu ritgerð á þessum orðum: „ÖIl starfsemi Worms býð ur af sér góðan þokka. Á þeim tímum átti ísland engan betri vin meðal útlendinga en hann. Hann mun vera hinn fyrsti á síðari öld- „Landið“ kemur út einu sinni í viku og kostar 3,00 kr. árgang- urinn, ef fyrirfram er greitt, en 4,00 kr. ef greitt er eftir á. í kaupstöðum má borga á hverjum árstjórðungi. Útgef- andi: Félag í Reykjavík. Afgreiðslan er á Hverfisg. 18. Opin á hverjum degi kl. 1—4. Pósthólf 353. Sími 596. Um alt sem að henni lýtur, eru menn beðn- ir að snúa sér til afgreiðslu- mannsins. Ritstjóri og ábyrgðar- maður: Jakob Jóh. Smári, mag. art., Stýrimannastíg 8 B. Venjulega heima kl. 4—5 e. h. Talsími 574. Afgreiðsla Landsins er á Hverfisgötu 18. Opin alla virka daga kl. 1-4. um, sem verðskuldar nafnið íslands- vinur*. Þá er grein, sem heitir Nú á margur bágt og fjallar um hörm ungarástand það, er af heimsstyrj- öldinni leiðir. Er sérstaklega mir.zt á Suður-Jótland, Pólland, Belgíu og Armeníu. í inngangi greinarinnar ræðir um pólitík stórveldanna í byrjun 20. aldar, en í lok hennar gerð grein fyrir ýmsum afleiðing- um stríðsins, t. d. reisn Asíu gegn Evrópuveldi. En greinin öll bygð á beztu heimildum, fróðleg og vel skrifuð, og mun mörgum þykja út- sýni sitt aukast yið hana. Þjódjarðasalan, ágæt grein eftir mag. Boga Th. Melsteð. Er þetta ein hin bezta grein um það efni, sem ég hef séð nýlega. Segir höf. með léttu, að í stað þess að selja þjóðjarðir, Kefði heldur átt að ganga þá leiðina, að láta landið eignast fleiri jarðir. Færir hann rök fyrir þessu og minnist á hættu þá, er af því stafi, að selja utanríkismönnum land og jarðir á íslandi. Kemur hann með fimm tillögur í þessu efni og eru þær þessar: 1. A.ð hætta að selja jarðeignir þjóðfélagsins, en gera ábúðarréttinn á þeim arfgengan, o. fl. 2. Að rannsaka, hve margir af kaupendum þjóð- og kirkjujarða búi á þeim, og hve margar eru nú í sjálfsábúð; einnig um sölu þeirra og söluverð, er seldar hafa verið, síðan landssjóður seldi þær, og birta skýrslu um það sem fyrst. 3. Að taka upp þá stefnu, að landssjóður eignist sem flestar jarðir eftir því sem færi gefst. 4 Að leggja verðhœkkunarskatl á lóðir og jarðir þær, sem stíga i verði sökum aðgerða eða framfara þjóðfélagsins. 5. Að banna með lögum að selja utanríkismönnum jarðeignir og fasteignir, nema með sérstöku leyfi landsstjórnar, en alþingi leggi á samþykki sitt í hvert sinn. Þá eru smágreinar (með mynd um), um Harald Krabbe próf., Ernst Sars próf., Alf Torp próf. og Axel Olrik próf. alt nrestu merkis- og fræðimenn. Ennfremur um „góðar fræðibækur", „nýja kenslubók f mannkynssögu", dönsku bókmentasöguna eftir P. Hansen, og „De ulykkeligste" (hinir ógæfu- sömustu) eftir Ólafíu Jóhannsdóttur. Einnig ritar B. Th. Melsteð smá- grein um „verðlaunasjóð vinnuhjúa", og um „lestur og bækur". Loks er verðlaunaspurning handa kaup- endum Ársritsins: Á hverju ríður íslandi mest? Ársritið er, sem menn sjá, hið eigulegasta, og sjálfsagt ódýrasta bók á íslandi, kostar 1,50 kr. (126 bls.), en heimilisfastir áskrif- endur á íslandi geta til ársloka fengið það fyrir hálfvirði, 75 aura. Almenningur kann ekki sóma sinn að sjá, eða gott að meta, ef Ársritið fær ekki mikla útbreiðslu á íslandi. Vér viljutn vekja athygli lesendanna á öllum auglýsingum, sem í blaðinu standa. Veg’na hinnar miklu útbreiðslu, sem LANDIÐ hefur hlotið, bæði í Reykjavík og utan hennar, verður kaupsýslu- mönnum, á hvaða sviði viðskiftanna sem er, lang- hentugast, að auglýsa í LANDINU. Prentsrniðjan Gutenberg.

x

Landið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landið
https://timarit.is/publication/194

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.