Landið


Landið - 17.08.1917, Blaðsíða 2

Landið - 17.08.1917, Blaðsíða 2
130 LANDIÐ 0. &. Eyjölísson & Co hafa fengið á lager meðal annars: Rjól (ii »4 Rullu Sundmaga kaupir hæsta verði af kaup- mönnum og- kaupfélög-um. Þórður Bjarnason, Vonarstræti 12. Við 5. gr. — Um eignarnám undir járnbraut getur þá ekki verið að ræða fyrir félagið. Við 6. gr. er ekkert að athuga. Við 7. gr. — Hag þann, sem fé- lagið vill njóta, áður en landssjóð- ur fær nokkrar tekjur af fyrirtæk- inu, mundi sennilega mega áætla á þessa leið: 1. Arður til hluthafa . . 5% 2. Afborgun á stofnfé, sem ætla má, að greiðist á 30 árum...............3 '/2% Þannig hreinn arður . 8^/2°/o 3. Þess utan vextir af stofnfénu, sem gera má 5°/o, og 4. Fyrningarkostnaður, sem ætti að vera fast ákveðinn, t d. 2%. Þar er þá kominn iý'A0/© hag- ur, áður en landssjóði er ætlað að njóta nokkurs af honum. Og auðvitað má reikna árshag- inn á margan hátt, enda er hann og háður því, hvernig fyrirtækinu er stjórnað. Þótt félagið ætli sér samkvæmt þessu ríflegan hag, áður en lands- sjóður fær nokkuð, þá gerir það ekki svo mikið til, eý fyrirtækið að öðru leyti er þjóðþrifa- og nyt- semdar-fyrirtæki. Það mætti jafn- vel tryggja hluthöfunum enn meiri hag, t. d. 2% í viðbót, þannig að þeir fengi um 10% í hreinan hag, ef full trygging vœri ýyrir pví sett, að allur aýgangur ardsins félli í landssjóð. En vel mætti vera um það ákvæði búið, ef að haldi á að koma. Þetta fyrirkomulag ætti að veita trygginguna fyrir því, að fyrirtæk- ið gæti aldrei orðið nein okur- slofnun. Þannig hefði t. d. einkaleyfi íslandsbanka átt að vera takmark- að frá byrjun, eins og allra ann- arra samskonar banka. Við 8. gr. — Ekkert virðist vera á móti henni. Við 9. gr. — Mál þetta ætti að vera mál alls ráðuneytisins, en ekki einstaks ráðherra, og heimilt ætti að vera að skipa minst 2 menn til þess að rannsaka árlega hag fyrir- tækisins, sem valdir væri á tryggi- legan hátt og auðvitað ætti þeir að hafa heimild til, að skýra ráðu- neytinu og þinginu frá öllum árangrinum af þeirri rannsókn. Annað kemur alls ekki til mála. Laun sín ætti þeir að taka úr landssjóði. Við 10. gr. — Grein þessi virð ist ófullnægjandi og jafnvel óþörf, ef stjórnin gerir skyldu sína sam- kvæmt heimildinni f 13. gr. Við 11. gr. — Eigi ætti að veita þetta leyfi, ef það er annars veitt, til lengri tíma, en 60 ára, og að öll eignin yrði að þeim tíma liðn- um eign landsins endurgjaldslaust og veðbandalaust. Félaginu er og trygður svo mikill hagur, samkv. uppástungunum hér að framan, að það ætti að geta afhent eign- ina á þann hátt. Og til þess að tryggja hluthafa enn betur, mætti leyfa þeim alt að um io°/o árlegan jaýnaðarhag, þannig, að þótt þeir hefði minni hag fyrstu árin, þá mætti þeir bæta hallann upp með síðari ára arði, svo að jafnaðarhagurinn yrði um 10% Við 12. gr. — Vísast til aths. við 11. gr. Við 13. gr. — Það ákvæði virð ist mega standa. Við 14. gr. — Frestina ætti ráðuneytið ekki að geta veitt ótak- markað. Frá alþingl. Pingmannafrumvörp. 94. Frv. til laga um stofnun dósentsembættis í líffærameinfræði og sóttkveikjufræði við háskólann flytur mentamálan. nd. Eru í fjár- lögunum veittar 2800 kr. til kenn- ara í þessum fræðum, svo að frv. hefur engan aukinn kostnað í íör með sér, þar eð »þessi kennarastaða vitanlega verður ekki lögð niður aftur“. 95. Frv. til laga um heimild fyrir landsstjórnina til að veita leyfisbréf til mannvirkja til notkun- ar vatnsaflsins í Soginu. Flm. Egg- ert Pálsson, Hannes Hafstein og Magnús Kristjánsson. Stjórnarráðinu heimilast, að veita fossafélaginu .íslandi* leyfi til að leiða aflið úr Soginu milli Þing- vallavatns og Hvítár til Rvíkur eða annarrar hafnar, í rafmagnsleiðslum, hvort heldur ofanjarðar eða neðan, leggja járnbraut og vegi og gera höfn og önnur þau mannvirki, sem nauðsynleg eða æskileg eru, til þess að geta notað vatnsaflið — og eru nánara greind skilyrði fyrir leyfinu. Hér skal það aðeins sagt um frv. þetta, að ef innihald þess er jafnt að gæðum málinu á því, þá er það ekki alt f sómanum. Er furða, að flutningsmenn skuli ekki fyrirverða sig fyrir, að láta nöfn sín standa í ábyrgð fyrir öðru eins hrognamáli. T. t. stendur í 1. gr., að „veita ýossaýélaginu tísland*" leyfi (sbr. „skrifstofa fiskfveiðahluta- félagsins Njörður"—fyrir „Njarðar"). „Amortisation", eða afborgun, end- urgreiðsla, heitir í frv. tilgun{II) = Tilgung á þýzku (7 gr) í grein argerð fyrir 14 gr. er talað um „útbyggingu Sogsins", eins og nú eigi að fara að byggja Soginu út af jörðl En auðvitað hefur þýzka orðið Ausbau vakað fyrir höf, en það þýðir mannvirkjagjörð eða lokning mannvirkja. Og alt er eftir þessu. Annarstaðar í blaðinu er frv. prentað og gerðar nokkrar athuga- semdir við efni þess, en hér vilj- um vér aðeins láta í ljósi undrun yfir hroðvirkni frumvarpshöfundar og athugaleysi flutningsmanna. 96 Frv. til laga um breyt. á lögum nr. 54, 30. júlí 1909, og viðauka við þau. Frá sjávarútvegs nefnd nd. — Um breytingar á tryggingarkjörum Samábyrgðar- innar. 97. Frv. til laga um almenna hjálp vegna dýrtíðarinnar. Frá meiri hl. bjargráðanefndar nd. — Að landsstj. sé heimilt að veita sýslu-, bæjar- og hreppsfélögum lán til þess að afstýra almennri neyð af dýrtíð og matvælaskorti, og verja fé úr landssjóði til atvinnu- bóta. 98. Frv. til laga um almennan dýrtíðarstyrk. Flm. Gísli Sveinsson. Landsstj. heimilast að veita ein stökum mönnum styrk, er í neyð komast vegna þrenginga styrjald- arinnar. Skal styrkþurfi senda bæjar- eða sveitarstjórn umsókn sína, en hún sendi hana til landsstjórnar, ásamt vottorði um það, að maður- inn sé styrkþurfi og tillögum um hæð styrksins. Styrkurinn er eigi afturkræfur, en má endurgreiðast. Eigi veldur hann missi neinna al- mennra réttinda. Landsstj. taki lán til útgjalda þessarra og gilda lögin út eitt missiri eftir að styrjöldinni Iýkur. 99. Frv. til laga um heimild fyrir stjórnina til þess að taka að láni 20 miljónir króna, til þess að kaupa og hagnýta fossa. Flm. Bj. Jóns- son frá Vogi. 100. Frv. til laga um forkaups- rétt á jörðum flytur landbúnaðarn. nd. Er það f þremur köflum: I. Um forkaupsrétt á leigujörðum, II. Um forkaupsrétt á sjálfsábúðar- jörðum, og III Um forkaupsrétt landssjóðs. í frv. eru tekin upp lög um forkaupsrétt leiguliða o. fl., f II. kaflanum. Stjórnarfrumvörp tvö hafa bæzt við. Er annað um breyt. á 1. gr. laga um vitagjald frá 11. júlí 1911. Er þar farið fram á, að hækka vitagjald af hverju skipi, sem hefur fullkomið þilfar eða gangvél, og tekur höfn á íslandi, eða lætur frá landinu, úr 25 aur. af smálest hverri upp í 35 aura, og lágmark vitagjalds af skipum til innanlandssiglinga og innl. fiskiskipum er hækkað upp f 6 kr. árl., úr 4 kr. Hitt frv. er um framlenging og breyt. á verðhækkunartollslógunum frá 16. sept. 1915. Er þar farið fram á nokkra hækkun á tollfrjálsu verði afurðanna. Tollur þessi greið- ist aðeins af þeim fsl. afurðum, sem framleiddar eru fyrir I. jan. 1918. Nefndftrálit. 65. Landbúnaðarn. nd. mælir með frv. um forkaupsrétt lands- sjóðs á jörðum, en vill orða grein- ar frumvarpsins um og fella burt síðustu greinina, þar sem stjórn- inni er heimilað að verja 100 þús. kr. árl. til jarðarkaupa. Telur nefndin óþarft að takmarka heim- ildina. Nýja grein vill hún setja inn í frv., um eftirlit með því, að lögunum sé hlýtt. 66. Fjárhagsn. ed. mælir með frv. um einkasöluheimild lands- stjórnarinnar á steinolfu. 67. Fjárhagsn. ed. mælir með frv. um framlenging vörutollslag- anna. 68. Allsherjarn. ed. segir svo í áliti um frv. til laga um stofnun útbúa frá Landsbankanum f Suður- Múlasýslu og Árnessýslu, að heim- ild sé til þess f núgildandi Iögum og frumvörpin því óþörf, en leggur til að vísa þessum málum til stjórn- arinnar. 69. Fjárhagsn. nd. ræður til að fella frv. um Iækkun sykurtollsins, þar eð landssjóður myndi tapa á því um 400 þús. kr. á fjárhags- tímabilinu — „án þess að tekin sé afstaða til réttmætis þessa tolls í raun og veru". 70. Bjargráðan. nd hefur ekki orðið á eitt sátt um frv. til heim ildarlaga fyrir landsstjórnina til að selja ýmsar nauðsynjavörur undir verði. Vill minni hlutinn (Einar Arnórss., Bj. Jónsson, Jör. Br.) styðja grundvallarhugsun frumvarps- ins, en meiri hlutinn (Þorst. M. Jónsson, P. Jónsson, P. Ottesen, Sig. Sig) telur aðra leið heppilegri og kemur fram með frumvarp um dýrtíðarhjálp (sjá þingm.frv. 97. hér að framan). 71. Sjávarútvegsn. ed. hefur fengið til álits tillögu til þingsál. um hafnargerð f Þorlákshöfn, sem samþykt var í nd., og þykir tillag- an of óákveðin. Vill nefndin orða hana þannig: Alþ. ályktar að skora á lands- stjórnina að láta, svo fljótt sem unt er, rannsaka hvort hafnarvirki þau, sem Jón H, Islcifsson verk- fræðingur hefur mælt og áætlað í Þorlákshöfn, muni vcra fulltraust, og gera vandlega áætlun um, hvað slík fulltraust hafnargerð (o: fyrir 100 vélbáta og þannig gerð, að smærri vöruflutningaskip geti fengið þar afgreiðslu) muni kosta. 72. Allsherjarn. ed. er ekki sam- mála um frv. um breyt. á Lands- bankalögunum (3 bankastj.), og vill minni hlutinn „ógjarna sinna þvf að þessu sinni", en meiri hlutinn „leggur til. að frumvarpið nái fram að ganga með nokkrum breyting- um" (t. d. afnema ekki gæzlustjór- ana, en hækka laun þeirra upp f 2000 kr., og fella úr það ákvæði, að einn bankastj. sé lögfræðingur). 73. Fjárhagsn. nd. leggur til, að frv. til laga, er mæla svo fyrir, að verkamönnum hins fsl. rfkis skuli reikna kaup í Iandaurum, sé að þessu sinni afgreitt með svo hljóð- andi r'óksfóddri dagskrá: í trausti þess, að landsstjórnin taki til rækilegrar athugunar við væntanlegan undirbúning Iaunamál- anna, hvort tiltækilegt muni, að greiða starfsmönnum landsins Iaun þeirra í landaurum, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá íingsályktnnartillögnr. 19. Um fóðurbætiskaup, frá bjarg- ráðan. nd. — Alþ. ályktar að skora á landsstjórnina að kaupa að minsta kosti 2000 tunnur (olfutunnustærð) af síld, eða jafnmikið af öðrum fóður- bæti, og selja þá vöru einkum til almennings, í þeim héruðum lands- ins, er harðast verða úti vegna óhagfelds tfðarfars ( sumar. 20. Um landsspftalamálið, frá fjárveitingan. nd. — Alþ. ályktar að skora á stjórnina að skipa sjö manna nefnd til að fhuga lands- spítalamálið og búa það undir framkvæmdir. Má verja alt að 500 kr. á ári úr landssjóði handa nefnd- inni til nauðsynlegra útgjalda, sem fyrir kunna að koma. í greinargerð íyrir tillögu þess- arri er gert ráð fyrir, að í nefnd- inni verði 3 læknar, húsameistari, verkfræðingur, fjármálamaður og einhver af þeim heiðurskonum, er bera mál þetta fyrir brjósti — og að undan-vinnunni að þessu merka þjóðvirki verði (að áliti landlæknis) ekki lokið á skemmri tíma en 4 árum. 21. Tillögur út af athugasemd- um yfiskoðunarmanna landsreikn- inganna fyrir árin 1914—1915. Frá fjárhagsn. nd. Alþingi ályktar að skora á ráðu- neytið: I. Að sjá um, að landsreikning- urinn fyrir ár hvert verði fram- vegis tilbúinn ekki síðar en f Iok nóvembermánaðar næst á eftir. 2 Að hraða hinni umboðslegu endurskoðun eftir föngum. 3. Að sjá urh að allir reiknings- haldarar landssjóðs geri f tæka tíð reikningsskil fyrir því fé, sem þeir innheimta eða hafa undir höndum. 4. Að frímerkjabirgðir stjórnar- ráðsins og póstmeistara verði taldar við hver áramót, og skýrsla um þær látin fylgja landsreikningunum til yfirskoð- unarmanna. í skýrslu þessari sé hver tegund frfmerkja til- greind sérstaklega. 5. Að sjá um, að reikningar landssjóðsverzlunarinnar verði gerðir upp nákvæmlega frá byrjun, og þeir síðan, að lok- inni umboðslegri endurskoðun, afhentir yfirskoðunarmönnum alþingis til athugunar, og láti þeir sfðan athugasemdir sfnar með svörum og tillögum fylgja landsreikningunum. Afdrif raála. Samþykf. Frv. til laga um heim- ild handa bæjar- og sveitar-stjórn- um til að taka eignarnámi eða á leigu brauðgerðarhús o. fl. Frv. til laga um breyting á lög- um um skipun prestakalla (Mikla- holtsprestakall leggist ekki niður, og Hellusókn sameinast Staðar- staðarprestakalli). Frv. um framlenging vörutolls- laganna. Þingsál.till. um ásetning búpen- ings afgreidd til stjórnarinnar sem ályktun alþingis. Fallin eða tekin aftur: Frv. um breyt. á toll-lögum fyrir ísland (iækkun sykurtollsins). Frv. um breyt. á bannlögunum, frá Jóni á Hvanná og Pétri Jóns- syni, var felt f nd., á þriðjud. var, með svohljóðandi rökstuddri dag-

x

Landið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landið
https://timarit.is/publication/194

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.