Landið


Landið - 21.12.1917, Síða 3

Landið - 21.12.1917, Síða 3
LANDIÐ 203 Talsími 40. fást hjá Jöni Jjjattarsyni S Co. fylstu nauðsyn á þvf, að vér fáum viðnrkendan siglingafána án undan dráttar og skorar á þjóðina, að standa sem einn maður með alþingi um kröfu þá, er fram er komin*. Umræður stóðu í tvær klukku- stundir. A íundi var flest um 500 manns. Útlönd. Þaðan berast nú fáar einar fregn- ir. Þjóðverjar kvað draga lið sam an á vesturvígstöðvunum og gegn ítölum, og er það sjálfsagt af því, að lið Iosnar að austan við vopna- hléð við Rússa, sem nú er alveg nýlega framlengt f 4 vikur. Innan- lands í Rússlandi berjast flokkarnir, Maximalistar annarsvegar, en Korni- loff og Kaledin hinsvegar. Er sagt, að Korniloff hafi beðið ósigur í orustu, en Kaledin unnið einhvern sigur. Kadettar hafa hafa reynt að setja þingið, en mistekizt. Virðast Maximalistar þrátt fyrir alt sitja fastir í sessi — lfklega mest fyrir friðarlöngun þjóðarinnar. Nú sein- ast fréttizt, að bandamenn muni líklega viðurkenna stjórn Maximal- ista, og gæti hugsast að það bendi, til friðar, þar sem brezki sendiherr- ann f Petrograd hefur lýst yfir því, að bandamenn væri fúsir til að láta uppi sameiginlega friðarskil- mála með viðurkendri rússneskri stjórn. Þó lætur Lloyd George, forsætisráðh. Breta, mjög ófriðlega, og í Frakklandi situr Clemenceau gamli að völdum, þrunginn hernað- arákafa. Allur Svartahafffloti Rússa kvað hafa dregið upp landfána Ukrainu. í Fmnlandi kvað vera miklar óeirðir og jafnvel hungursneyð. ítalskir tundurbátar hafa sökt tveimur austurfskum tundurbátum hjá Triest. Lausafregn frá Sviss kveður Tyrki fúsa til þess, að seroja sér- frið við Breta. Kúba hefur sagt Austurrfki strfð á hendur. fá orð til „Vals". í „Tfmanum" hefur komið út alllöng ritsmíð út af ræðu Björns Kristjánssonar í bankamálinu á sfð- asta þingi. — Ritsmíð sú hefur gert þeim flokk eða flokksbroti, sem greinarhöfundurinn „Valur" heyrir til, óþægilegan grikk, því svo greinilega flettir þessi „Vals“- mokstur af flokksbrotinu gærunni, — hefur sýnt, hversu afar áríðandi það er fyrir þá, að losna við Björn Kristjánsson frá Landsbankanum. Ekki er meiningin að svara orði til orðs öllu því, er „Valur" segir f greinum sínum, því þar er svo mörgu að svara, enda gerist þess ekki þörf, því flestum lesendum „Tímans" mun það lióst vera, að þar er verið að vinna fyrir þann flokkinn f landinu, sem öllum betri mönnum er mein-illa við — brask arana. — Þ>ð er mjög skiljanl. gt, hversu afar árfðandi það er fytir þá, að gera Björn K istjánsson tor- tryggilegan í augum almennmgs, því sv® mikið hefur þessi flokkur á tveimur síðustu þingum gert til þess, að na tökum á bankarum, og notað til þess óhlutvanda þing- menn annars vegar og fávfsa og ókunnuga þmgmenn hins vegar. Enda hefur þeim orðið furðanlega vel til liðs á þingbekkjunum. Annars eru skrif „Vals" skiljan- leg frá hans hendi, þvf ónýtir menn, sem hvergi fá neinu áorkað og af öllum heiðarlegum mönnum eru fyrirlitnir, þeir eru þektir að persónulegum níðskrifum f garð þeirra manna, sem eru vel virtir meðal þjóðar sinnar. Enda mun ónýtum óreiðu-mönnum greiðara um viðskifti við aðra, en B. Kr. bankastj. — Getur ekki þar leynst orsökin til heiptarinnar, sem kem- ur fram f skrifum „Vals"? En að „Tíminn" tekur svona lagaðar persónu árásir á heiðarlega og vel virta starfandi menn er vottur um mjög mikla bernsku eða vantandi sómatilfinningu. Syðstu-Mörk, 25. nóv. 1917. Þorv. Jónsson. Préttir. Bisp strandaðnr. Stjórnarráðinu barst fyrra föstud. símskeyti frá Englandi þess efnis, að leiguskip landssjóðs, Bisp, hafi siglt á grunn skamt frá Fleetwood og skemst eitthvað. M. a. hafi skipið mist skrúf- una, öxullinn skemst o. fl. Vörurnar er verið að taka úr skipinu og það verður sett í þurkví til viðgerðar. Það verður þá sennilega ekki fyr en einhverntíma á næsta ári, sem Bisp kemur hingað. Jóliann Signrjónsson skáld hefur hlotið mikið lof fyrir síðasta leikrit sitt, Lyga-Mörð. Konung- lega leikhúsið 1 Khöfn tekur það til ieiks þegar upp úr nýjárinu. Fjalla-Eyvmdur hefur verið kvik- myndaður. Leikurinn fór fram og kvikmyndirnar voru teknar norður í Lapplandi. En fyrsta sinni á að sýna Fjalla Eyvind f kvikmyndum, þegar hið mikla Palads-kvikmyndahús í Talsími 40. Qeitng Jðlagjð þrjár stærðir, fást hji jjóni Qjartarsyni S Co. Kaupmannahöfn, stærsta kvikmynda- húsið á Norðurlöndum, verður opnað af nýju. Dáin er fyrir skömmu hér í bæ frú Anna Magnúsdóttir, kona Sigurðar Jónssonar barnakennara. Banameinið var berkla- veiki og hafði sjúklingurinn lengi verið þungt haldinn. Anna sál. var mesta gæðakona, gáfuð og dugleg, og mun hennar verða sárt saknað af mörgum. Eudalokin. Hr. Ágúst J. Johnson bankaritara hefur nú verið sagt upp stöðu sinni í Landsbankanum, með venjulegum upp- sagnarfresti. Talið er víst, að orsökin sé sú, að hann hafi ekki treyst sér til að reyna að hreinsa sig af þvf. að vera höfundur níðgreinanna í 28—31. tbl. „Tímans", um bankastjórnina, sem „Landið" hafði skýrt frá, að hann væri höíundur að. Reykjavíkordeild Norrœna Stúdentasambandsins hélt samkomu í Goodtemplarahúsinu á þrd. var. Dós. Holger Wiehe flutti fyrirlest- ur um norræn þjóðfélög, en „fóstbræð- ur“ (P. Halldórsson, Einar Indriðason, Viggo Björnsson og Jón Halldórsson) og frúrnar Laura Finsen og Valborg Einarsson sungu þjóðvísur á öllum norðurlandamálunum fimm. Var það hin bezta skemtun og fróðlegt mjög. Jardorför Árna Eirlkssonar fór fram á þrd. að viðstöddu niiklu fjölmenni. Leikfélags- menn báru kistuna inn í kirkjuna, en kaupmenn út. í kirkjunni söng hr. Ragnar E. Kvaran nokkur erindi, kveðju frá st. Einingunni, eftir G. M. LANDIÐ er ódýpasta viknblaðið á Islandi. Stxkknn Cnglanðs. Eflir Sir John Robert Seely. (Frli.). ---- Þaö er í Suður-Afríku, vorum fjórða landbvlki, að þjóðerniserfið- Ieikarnir eru alvarlegastir. Landið hefur verið unnið tvívegis. Fyrst settust Hollendingar að meðal hinna innlendu kynkvísla, og síðan var hin hollenska nýlenda unnin af Englandi. Þessir atburðir virð- ast Ifkjast því, sem gerðist f Kan- ada, þar sem Frakkar settust fyrst að meðal Indíána og England lagði þá svo undir sig. En það er tvens konar munur. Fyrst er það, að í stað þess, að fæðingjarnir í Suður-Afríku hverfi, og gangi til þurðar fyrir hvítu mönnunuro, eru þeir miklu fjölmennari en þeir og virðast hata möguleika til sam- vinnu og framfara, sem aldrei komu í Ijós meðal Índíána. En síðari erfiðleikinn stafar af þvf, að land- námsmennirnir voru ekki enskir frá upphafi vega, heldur hollenzkir, og þessum íbúum fækkar ekki eða hafa neina tilhneigingu til að hverfa líkt og í Kanada. Þetta eru þær undantekningar, sem verður að gera frá þeirri stað- hæfing, að meira Brstland hafi sama þjóðerni og heimalandið. Þeirra vegna þurfum vér ekki að kasta frá oss staðhæfingunni sem ósannti. Ef vér skoðum oss að öllu leyti sem eina þjóð á þessum eyjum, þótt í Wales, á Skotlandi og á Irlandi sé keltneskt blóð og keltneskar tungur, oss algerlega óskiljanlegar, séu talaðar enn, þá getum vér vel leyft mörgum góð- um og gildum Frökkum, Hollend- ingum, Köffum og Maóríum að búa í heimsveldinu, án þess að spilla hinni þjóðlegu einingu heild- arinnar. Hin þjóðlega eiuing er mjög mikilsverð, þegar vér sköpum oss skoðun á festu og varanleik heims- veldisins. Mörg heimsveldi, þar sem fjandsamlegum þjóðernum og trúarbrögðum hefur verið haldið saman á óeðlilegan hátt, hafa samt sem áður staðið öldum saman. En meira Bretland er ekki rétt og slétt heimsveldi, þótt vér köllum það oft svo. Sameining þess er meira lifandi eðlis. Það er tengt saman með blóði og trú, og þótt vér getum hugsað oss kringum- Talsími 40, fianiikjot fæst hjá Jóni Ijjartarsyni 2 Co. stæður, þar sem þessi bönd geta brostið, þá eru það samt sterk bönd og bila ekki nema fyrir feikn- legum sundrungaröflum. (Frh.). Skammsýni. Þeir lesa, lesa: lærdómsmenn, sem þekking unnu, en svo „bregst þeim bogalistin", að bæta við það hinir kunnu. Þeir strita, strita: stundarkorn, með lyndi glöðu; náungum svo nám sitt bjóða, þó næðu hvergi undirstöðu. Þeir segja, segja: Svona er nú þessi myndin. Síðar þruma, er þjóð það blekti: þetta gerði erfðasyndinl Þeir Ieita, leita ljósvana f myrkum hreysum, þess er aðeins fá menn fundið, i fjallgöngum á vegaleysum. Og gullið, gullið glepur þá f kenningunni, afl þess láta andann fjötra, afneita svo menningunni. Þá bagar, bagar: brestur þróttar, hygni, vilja, seinförulli þekking þjóna, þjóðarvöntun sjá og skilja. Þeir falla, falla f festulausri tindaskriðu, hugsjón tapa, hinum kenna, að hringsnúast f tfmans iðu. M. G. 04 út, skríddu með varkárni inn f kof* höfð- ingjans og slaðu á magann á honum. svona, bilmingshögg Og láttu kjötið og góða matinn, sem þú átt eftir óetinn framvegis, hleypa krafti f köggla þína. Það mun verða mikil háreysti og ys og allir þorp^búar hlaupa upp til handa og fóta, En þú skalt ekki verða hræddur. Þú skalt vera mjög var um þig og hverfa í náttmyrkrinu og óróa og þys fólksins. Og þegar konan Ipsukuk kemur f námunda við þig — hún, sem smyr andlit sitt með sfrópi — þá skalt þú einnig slá hana og alla, sem eiga mjöl, og þú getur til náð. Og svo skalt þú kalla hárri raustu, slá saman höndum og engjast sem af kvölum, eins og þú hafir líka orðið fyrir þrengingum næturinnar. Og á þenna hátt munum við afla okkur fjár og frægðar, og fá dósina með stjörnutóbakinu og alt hitt góða tóbakið og hana Tukeliketu þfna, sem er mjög snotur stúlka«. Þegar hann fór út til að framkvæma erindið, settist ég niður í kofanum og beið rólegur, og mér fanst tóbakið vera mjög nærri. Svo heyrðist angistaróp f náttmyrkr- 95 inu og svo ákafur hávaði og gnýr. Ég greip flóskuna með »l(fsvatninu* og hijóp út í þoFpið. Þar voru óp og læti, konurnar kveinuðu og angist hafði gripið alla. Tum- masook og konan Ipsukuk lagu á jörðinni og engdust sundur og sam«n, og hjá þeim lagu ýmsir aðrir, þar á meðal Moosu. Ég varpaði öllum frá, sem fyrir voru og töfðu ferð mfna, og rétti Moosu flöskuna. Og hann hrestist þegar og hætti að væla. Köll- uðu þá hinir, sem fyrir aðsókninni höfðu orðið, hástöfum og báðu um flöskuna. En ég hélt yfir þeim langa ræðu, og áður en þeir fengu að smakka á flöskunni, svo að þeir gæti orðið frískir aftur, var ég búinn að hafa eirketilinn og olíubrúsann út úr Tumma- sook og sfrópið og sykurinn hafði ég kló- fest frá konunni Ipsukuk og mjölið frá hin- um sjúklingunum. Sjamaninn gaut illu horn- auga á fólkið, sem lá við fætur mér, en átti hins vegar bágt með að dylja undrun sína. En ég bar höfuðið hátt og Moosu stundi af þreytu, er hann dragnaðist með herfangið á eftir mér, heim að kofaskriflinu okkar. 96 Þar hóf ég svo starfið. í stóra eirkatlin* um hans Tummasooks blandaði ég saman þremur pottum af hveiti, fimm pottum af sírópi og tuttugu pottum af vatni. Svo lét ég ketilinn nálægt lampanum, til þess að blandan gæti orðið súr og sterk við hitann. Moosu skildi, hvað um var að vera og sagði, að speki mín væri meiri, en speki Salómons, sem hann hafði heyrt, að hefði verið vitringur mikill einhverntíma f fyrnd- inni. Olíubrúsann lét ég yfir Iampann og f túðuna lét ég pípu og í pípuna stakk ég beininu, sem var eins og gæsarháls f laginu. Svo sendi ég Moosu út til að mylja fs, á meðan ég batt hlaupið á byssunni hans við gæsarhálsinn, og ísnum, sem hann kom með, hrúgaði ég upp um miðju hlaupsins, og við hinn endann á því, alveg hjá ísnum, setti ég lítinn járnpott. Og svo, þegar drykkur- inn var orðinn nægilega sterkur — og það tók tvo daga, að koma því til leiðar —, fylti ég olíubrúsann með honum og kveikti á fifukveikjunum, sem ég hafði snúið. Þegar alt var tilbúið, sagði ég við Moosu: >Farðu nú til helztu manna þorpsins, berðu

x

Landið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landið
https://timarit.is/publication/194

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.