Landið


Landið - 21.12.1917, Page 4

Landið - 21.12.1917, Page 4
204 LANDIÐ cZiójié Raupmann yéar ávaíí um fíina aífíunnu sœfsqfí Jrá aíóin<■> sqfayeróinni „Sanifasu í cfíayfíiavífí. ✓ verður skipaður frá 1. febrúar 1918 að telja. Umsóknir með tilteknum launakröfum sendist borgarstjóra fyrir 10. janúar 1918. Erindisbréf fyrir hafnarstjórann fæst á skrifstofu borgarstjóra. Borgarstjórinn í Reykjavík, 14. desember 1917. SEims&n. f---------------------------- I Nýir kaupendur að LANDINU ættu að gefa sig fram sem allra fyrst. . LANDIÐ er aUra blaöa ódýrast hérlendis. I b----------------JS íeir buiilu þessa blaís, sem ekki hafa greitt anðvirði þess, ern vinsamlega beðnir að greiða það við fyrstn hentngleika. Ritfregnir. Island. Strejfiys over Land og Folk. Udg. af Dansk-islandsk Sam- fund. Kbhvn. 1917. Bók þessi, sem er með 27 góð- um myndum frá íslandi, er gefin út af Hinu dansk-íslenska jélagi, sem getið var um hér í blaðinu í fyrra, að stofnað væri. Markmið félagsins er samkv. 1. gr. Iaga þess, að „auka þekkingu á íslandi meðal Dana og á Danmörku með- al íslendinga". Störf félagsins eru samkv. 2. gr. laganna: „a) að efia þekking á íslandi í Danmörk og á Danmörk í íslandi; skal það gert í dagblöðum og tímaritum, í skólakenslu, með því að láta prenta smárit og bækur fræðandi efnis og loks með því að koma á fót hópferðum til ísiands frá Danmörku, og frá íslandi til Danmerkur ef hægt yrði; ennfrem- ur vill félagið senda danska ræðu- menn til íslands og ísienzka til Danmerkur. Líka skal unnið að þvi að íslenzk tunga verði kunnari og lesin meira í Danmörku, en verið hefur. b) að reyna að gera íslendinga 97 í Danmörku kunnari dönsku lífi og lífernisháttum, einkum landbúnaði, með því að útvega þeim skemri eða lengri sveitavist, ef hægt yrði með því að stofna til námskeiðs fyrir ísiendinga við lýðháskóla og þess konar, með því að veita ís- lendingum, er kynnu að óska sér mentunar eða sýslunar í Danmörku, fræðslu um slík efni, og sömuleiðis Dönum, er kynnu til íslands að fara". Félagið tekur engan þátt í stjórn- málum, og er það mjög hyggilega ráðið. Ekki verður annað sagt, en að mjög vel sé af stað farið, frá fé- lagsins hálfu, með bók þessarri. Hún er í alla staði vel úr garði gerð og 1 henni mikill fróðleikur um hagi íslendinga, andlega og líkamlega. Fyrst er snjöll Kveðja til íslands, í ljóðum, frá Gunnari Gunnarssyni. Þá ritar Áge Meyer Benedictsen inngang að ritinu almenns eðlis, um ísland í fortíð og nútíð og enntremur um landshagi á íslandi. Er það fróðleg ritgerð, og víða við komið, skýrt frá háttum Og fram- förum í samgöngum, bændum og bændalífi, framförum í framleiðslu, fiskveiðum og verzlun og bæjalífi. Ber öll frásögnin vott um fróðleik höf, sannleiksást hans og velvild til íslands, enda er hann af ísienzku bergi brotinn. Þá eru tvær greinar eftir sr. Arne Möller, lýðskólastjóra. Fjallar sú fyrri um „þjóðsálina" íslenzku, eins og hún kemur fram í ljóða- kveðskap vorum, á 19. öld, einkum hjá Jónasi og Bjarna. Heitir hún Sál og s'öngvar og er þar margt snildarlega athugað, og Bjarni Thorarensen t. d. fyllilega viður- kendur sem stórskáld og sýnt fram á einkenni og kosti skáldskapar hans. Hin greinin er um Kristindóm og þjóðlíf og er hinni engu síðri. Einkum finst mér til um grann- 98 Hin ágæta saga Hvíti hanzkinn er nú til sölu hjá flestum bóksöium. skoðun höf. á þeim Jóni Vídalín og Hallgr. Péturssyni, og saman- burðinn á fslenzkum og dönskum sálmakveðskap (Hallgrímur Péturs- son og Kingo). Annars nær greinin alt fram á vora daga og fjallar um mál þau, sem nú eru efst á baugi í kirkjulffi voru, t. d. Kristilegu ungmennahreyfinguna, nýju og gömlu guðfræðina, spiritismann 0. fl. Ög þótt maður sé ekki höf ætíð samdóma, fer ekki hjá því, að aðdáunin á víðsýni og skilningi höf. verður aðfinslunum yfirsterkari. Ekki held ég, að það sé rétt, „Landið“ kemur út einu sinni í viku og kostar 4,00 kr. árgang- urinn, ef fyrirfram er greitt, en 5,00 kr. ef greitt er eftirá. í kaupstöðum má borga á hverjum ársfjórðungi. Útgef- andi: Félag í Reykjavík. Afgreiðslan er á Hverfisg. 18. Opin alla virka daga kl. 1—4. Pósthólf 353. Sími 596. Um alt sem að henni iýtur, eru menn beðn- ir að snúa sér til afgreiðslu- mannsins. Ritstjóri og ábyrgðar- maður: Jakob Jóh. Smári, mag. art., Stýrimannastfg 8 B. Venjulega heima kl. 4—5 e. h. Talsfmi 574. sem sagt er á bls. 141 um Þor- stein heit. Erlingsson, að hann hafi „þroskast frá afneitun, og árás- um á kirkju og kristindóm, til persónulegrar trúrækni, í meira eða minna sambandi við kristindóminn*. Að minsta kosti man ég, að hann sagði við mig 1912, að hann hefði aldrei verið „afneitari", tilveru guðs heldur efamaður (agnostiker) og vildi enn hvorki trúa af eða á um það. Hitt væri annað mál, þótt hann hefði ráðizt á kirkjuna og sumar kenningar hennar (t. d. út- skúfuninaV Þá er ritgerð um samband Ís- lands við útl'ónd, í andlegum efn- um, eftir próf Finn Jónsson. Fjallar hún mest um 18, og 19. öldina og er hin fróðlegasta, sem vænta mátti Loks er smáljóð í sundurlausum 99 orðum, eftir Jóhann Sigurjónsson, Tvœr systur (ísland og Danmörk), einkar skáldlegt og viðfeldið. Árstillag félaga er 2 kr,, og fá þeir öll smárit, sem félagið gefur út. Þeir, sem kynnu að vilja ger- ast meðlimir, geta snúið sér til Jóns biskups Helgasonar. Tíðarandinn. Tfðarandinn mótar mann, menning, þjóðarkjörin; þessra takmark þráir hann — þangað stefnir förin. Illræti, sem ennþá grær, öld ei fyrirlítur; það, sem ekki frjógun fær, falla og deyja hlýtur. þeim kveðju mína og bjóddu þeim að koma i kofa minn og sofa þar í nótt — svefni goðannac. Það kraumaði glaðlega í drykknum í stóra katlinum, þegar þeir fóru að ýta skinntjald- inu frá og skreiðast inn. Ég var að leggja ísmola á byssuhlaupið. Og út um gatið á hinum endanum, sem lengra var frá, draup Vökvinn, einn — tveir — þrír, ofan í járn- pottinn — það var áfengi, sjáið þér til. En þeir höfðu aldrei séð neitt þvílfkt og hlógu vandræðalega, er ég fór að halda langa ræðu um ágæti drykksins. Á meðan ég var að tala, tók ég eftir afbrýðisglampa f aug- um sjamansins, svo að ég setti hann, að lokinni ræðu minni, á milli Tummasooks og konunnar Ipsukuk. Svo gaf ég þeim að drekka og tárin komu fram í augun á þeim og þeim hlýnaði svo dæmalaust vel f mag- anum, svo að þau sleptu öllum ugg og ótta, og réttu græðgislegá út hendurnar eftir meiru. Þegar þau höfðu nóg í bráðina, sneri ég mér að hinum. Tummasook grobb- aði af drápi hvftabjarnar nokkurs og lék at- burðinn mcð slfku afii, að hann var þvf nær búinn að rota móðurbróður sinn. En enginn hirti um slíka smámuni. Konan Ipsukuk fór að gráta son sinn, sem farizt hafði á ísnum fyrir mörgum árum og sjam- aninn gól galdra og þuldi. Svo fóru leikar, að undir morguninn lágu þau öll á gólfinu og sváfu sætum blundi — svefni goðanna. Það er nú auðráðin gáta, hvernig síðar fór. Orðrómurinn um töfradrykkinn barst út. Hann var langt of dásamlegur til þess, að unt væri að lýsa honum. Enginn gat talið upp svo mikið sem tfunda hluta allra þeirra undra-áhrifa, sem hann hafði. Hann linaði þjáningar, sefaði sorgir, vakti til lffs fornar endurminningar, svip dáinna manna og löngu gleymda drauma. Hann fór um blóðið sem logi og brendi þó ekki. Hann hleypti nýju hugrekki í hjartað, stælti hrygg- inn og gerði mennina að æðri verum. Hann opinberaði ókomna hluti og veitti sýnir og spádómsgáfu. Hann hafði að geyma al- heimsins vizku og réð ailar gátur. Hann gat yfirleitt gert alla skapaða hluti, og brátt voru allir óðir og uppvægir, að fá að sofna svefni goðanna. Þeir komu með hlýjustu grávörufeidina sína, sterkustu hundana, og bezta kjötið, en ég seldi ekki áfengi hverj- um sem hafa viidi, heldur þeim einum, sem færðu mér mjöl, síróp og sykur. Og svo mikill forði hlóðst upp af vörum þessum, að ég lét Moosu fara að reisa skemmu til að geyma þær í, þar eð húsrúmið var langt of lítið f kofanum. Eftir þrjá daga varð Tummasook gjaldþrota. Sjamaninn hafði aldrei orðið meir en hálfdrukkinn eftir fyrstu nóttina og gætti nákvæmlega að öllu hátt- erni mfnu. Hann gat teygt tfmann í viku. En eftir tíu daga var jafnvel konan Ipsukuk orðin alveg rúin að þessum hlutum og reik- aði heim til sfn, þreytt og slæpt. En Moosu kvartaði. »»Húsbóndi góðurc«, sagði hann, »»við erum búnir að safna miklum forða af sírópi, sykri og mjöli, en bústaður okkar er ennþá jafn-lélegur, föt okkar eru gatsiitin og.húðfötin öll skálduð. Magar okkar ýla eftir kjöti, sem ýldulyktina leggur ekki af langar leiðir, og jafn-góðu tei, sem hann Tummasook drekkur, og okkur langar sárlega í tóbakið, sem hann Neewak á, töframaðurinn, sem sf og æ situr á svik- Elski lýður dáð og dygð, dagsins hetjur góðar, göfgi þroskist, blómgist bygð, blessun lands og þjóðar. M. G. Strand. Seglskipið Takma, eign T. Frede- riksens kaupm. rak á land hjá Sand- gerði fyrir helgina og brotnaði mjög. Menn allir komust af. Um íslenzk stjórnmál hefur verið rætt og ritað mikið f Danmörku nú undanfarið og andað köldu til ísleudinga, einkum út úr fánamálinu. Knud Berlín hefur hamast og jalnvel dr. Valtjr Gudmundsson slett sér þar fram í og ámælt Dönum fyrir það, hve linir þeir sé og eftirgefanlegir við oss(II). Er hörmulegt, að íslenzkur maður skuli verða til sllks, þótt dansk- ur embættismaður sé, og furða, að dönskunni skuli hafa „slegið svo inn" hjá honum. 7

x

Landið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Landið
https://timarit.is/publication/194

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.