Landið - 15.03.1918, Blaðsíða 1
LANDIÐ
Afgreiðslu og innheimtum.
Ólafnr Ólafsson.
Lindargötu 25.
Pósthólf. 353.
11. tölnblað.
Reykjayík, föstndaginn 15. raarz 1918.
III. árgangnr.
V. B. K.
Yandaðar vömr. Ódýrar vörur.
VEFNAÐ ARVARA.
Pappír og ritföng1.
LEÐUR og- SKINN.
Heildsala. ------ Smfísa la.
Verzlunin Jjörn Kristjánsson.
íj. yinðersen S Sön,
Reykjavik.
Landsins e 1 z t a klæðaverzlun og
saumastofa. Stofnsett 1887.
Aðalstræti 16. Sími 32.
Stærsta úrval af allskonar fata-
efnum og öllu til fata.
Tennur.
eru tilbúnar og settar inn, bæði
heilir tanngarðar og einstakar tennur
á Hverfisgötu 46.
Tennur dregnar út af lækni dag-
lega kl. n —12 með eða án deyf-
ingar. — Viðtalstími kl. io—5.
§ophy Ujarnarson.
Bazarinn
á Laugaveg- 5
hefur ávalt allskonar tæki-
færisgjafir fyrir börn og
fullorðna. .■ "-=ez--.-j
Ennfremur bróderaðir og áteikn-
aðir dúkar, kragar og fleira.
Áhyggjuefni.
Að styrjöldinni lokinni, er at-
vinnuvegirnir fara að hlómgvast
aftur, verður aðal-áhyggjuefni lands-
manna skortur á vinnuafli. Þess
vegna þarf að hugsa fyrir því í
tíma og reyna að bæta úr því. •
Það er með skort á vinnuafli
eins og með skort á einhverri
vöru, að verðið verður bæði óeðli-
lega hátt, og svo vantar vöruna.
Þessi skortur á vinnuafli hefur
skapað meðal annars óeðlilegan
og órökstuddan kala milli sjávar
og sveita, því báðir atvinnuveg-
irnir þurfa að draga vinnuaflið til
sín, og að fá það við aðgengilegu
verði.
Árleg stundaratvinna við sjávar-
síðuna, við síldveiðina, hefur vald-
ið allmikilli truflun, og eru sveita-
menn, sem eðlilegt er', gramir yfir
því, að mikið af vinnandi fólki
flykkist þangað um hásláttinn, og
vinnur þar íyrir hærra kaup, en
sveitamenn geta boðið, af því sfld-
veiði er arðsöm, ef vel gengur.
Það hefur því komið til orða
innan þings og utan, að skatt-
leggja síldarveiðina svo, einkum
veiði útlendinga, að hún lamaðist
og yrði að hætta.
En slíkt úrræði er afar-ísjárvert,
hvort sem litið er til innlendra
manna eða útlendinga. Friðarins
vegna við nágrannaríkin virðist
vera hættulegt að Ieggja hærri toll
á sild þá, sem útlendingar veiða
hér, en innlendir menn. Og þess
vegna er óráðlegt að grípa til
þeirra úrræða, þó handhæg séu.
Og að hefta þessa útgerð svo,
að hún eigi gæti lengur borgað
sig, með því að leggja almennan,
háan toll á allan sildaraflann, væri
sama og ef bóndinn ryki til að
drepa beztu kúna sína fyrir þá
sök, að hún mjólkaði betur en
aðrar kýr í fjósinu.
Náttúrugæði landsins verður að
nota til þess ýtrasta; það eru skil-
yrðin fyrir því, að fólkinu geti
fjölgað, og að hagur manna geti
batnað yfirleitt.
Þess vegna verður að finna skyn-
samlegri úrræði, en að takmarka
framleiðsluna, sem lika mundi koma
landssjóði óþægilega í koll, sem
nýtur tekna sinna að langmestu
leyti af sjávarafla. eins og kunn-
ugt er.
Oft hefur verið um það rætt,
að flytja hingað útlent verkafólk,
en aldrei hefur orðið úr því. Við
skr'ófum og skrifum svo mikið, en
framkvæmum minna. Þegar ein-
hverja vöru vantar í landinu, eða
vara verður óhæfilega dýr sök-
um skorts á henni, flytjum við
hana inn tafarlaust, án þess að
hafa nein orð um það.
Hvers vegna förum við þá ekki
eins að, er okkur vantar vinnu-
krafta?
Smátilraunir hafa einstakir menn
gert í þessu efni.
Bóndi á Seltjarnarnesi réð eitt
sinn til sín enskan vinnumann, sem
var hjá honum í mörg ár, og gift-
ist síðan frá honum. Sagðist bónd-
inn aldrei hafa haft annan eins
vinnumann, sem aldrei féll verk
úr hendi.
Á Austurlandi kváðu bændur
hafa ráðið til sín nokkra norska
vinnumenn, og gefizt vel.
En úr þessu verður hvorki heilt
né hálft, nema þing og stjórn taki
málið í sína hönd, sem mætti
verða með þessum hætti.
1. Þingið veitir fé handa ábyggi-
legum sendimanni, sem dvelur er-
lendis um nokkurra ára skeið, á
meðan árangurinn er að sýna sig,
til þess að útvega duglegt verka-
fólk erlendis, þar sem tiltækilegast
og heppilegast þykir, og til þess
að Ieiðbeina því heim.
Ennfremur veitir það fé til þess
að koma verkafólkinu hingað, sem
ætti að vera að kostnaðarlausu
fyrir bændur.
2. Stjórnin semur við betri
bændur í landinu um, að taka út-
lenda verkafólkið í ársvist fyrir
ákveðið kaup, svo að það eigi
vistina vísa, er það kemur.
Ennfremur velur stjórnin ábyggi-
legan sendimann og semur við
gufuskipafélögin um ódýrt far heim
fyrir verkafólkið. Frá Norðurlönd-
um ætti fargjaldið ekki að yfir-
stíga 20—25 kr. á mann fyrir
utan ódýrt fæði.
Bezt mundi vera að hugsa sér
einhverja ákveðna tölu á ári fyrst
í stað, og að hafa hana ekki of
háa á meðan reynslu væri verið
að fá fyrir því, hvernig mennirnir
dygðu.
Óg eflaust væri bezt, að ráða
þá í ársvist á sveitaheimili, og að
láta þá vinna þar alt árið, alls
ekki við sjó neinn tíma árs. Með
því móti mundu þeir fljótast læra
íslenzku, og venjast íslenzkum
lifnaðarháttum.
Aríðandi væri, að betri heimil-
in tækju slíka menn, svo að trygg-
ing væri fyrir, að þeim liði sæmi-
lega vel, því það mundi draga fé-
laga þeirra að landinu smámsam-
an, svo að aldrei þyrfti að verða
hörgull á vinnufólki.
Landbúnaðurinn hefur hingað til
unnið sér mikið mein með því, að
láta vinnumenn sína starfa bæði
til sjós og sveita, því það hefur
dregið þá til sjávarins. En það
Ieiðir eðlilega af því, að sveita-
búskapurinn hefur fram að þessu
borgað sig svo illa, að bændur
hafa orðið að tryggja sér sjávar-
afla samhliða, til þess að geta
lifað.
En eigi er sveitabúskapurinn
kominn í rétt horf fyr en hann
getur lifað á starfseminni heima
fyrir að 'óllu leyti, eins og gerist
hjá menningarþjóðunum. Og að
þvf verður að keppa.
Og eitt af fyrstu skilyrðunum
er, að landbúnaðurinn fái vinnu-
fólk, sem starfar alt árið að sveita-
vinnu, en sé ekki á eilffu hringli
á milli atvinnuveganna, eins og
verið hefur.
Afl mannsins verður og ætíð
notadrýgst, er því er beitt í eina
ákveðna átt. Og svo er Iika um
hverja stétt. Sveitabóndinn gerir
bezt í að vera bóndi, og ekki
annað, útgerðarmaðurinn að- hugsa
aðeins um útgerð sína út í æsar
o. s. frv.
Verkahringur hvers fyrir sig er
nógu stór, þó menn veiki ekki
krafta sína með því, að gegna
störfum fleiri óskyldra atvinnu-
vega.
Bóndinn á úr þessu að vera
bóndi, sjómaðurinn sjómaður, kaup-
maðurinn kaupmaður o. s. frv.
Atvinnuvegirnir eiga að fara að
greinast eðlilega, svo að hver
grein geti farið að vinna sem
mest gagn — ekki einungis fyrir
sig — heldur fyrir ,þjóðfélagið setn
heild.
G.
Hrossasala.
Fyrstu árin eftir að stríðið byrj
aði var af sumum geipað mjög
um „stórgróða bænda", „þeim að
þakkarlausu«, eins og »tsafold<
komst að orði. Það er og satt,
að 1914 og ’is græddu flestir
bændur að mun, enda þótt sá
gróði muni hjá mörgum hverjum
ekki hafa gert betur en vipna upp
á móti tjóninu, sem harðindavorið
1914 hafði í för með sér. Árið
1916 mun hafa látið nærri, að
(járhagur bænda stæði í stað yfír-
leitt. Þeir, sem höfðu stór bú, en
fátt fólk, munu heldur hafa grætt.
Hinir, sem höfðu þungt hús, sluppu
ekki skaðlausir, sem er eðlileg af-
leiðing af því, hve útlenda varan
var stigin, orðin tiltölulega hærri
en jjinnlenda varan, og nú síðastl.
ár er útkoman sú, að allir bændur
stórtapa. Þeir, sem bezt gera,
standa f stað. En það er líka tap,
þegar þeir, sem áður hafa lagt
upp, gera nú ekki betur en halda
við. —
Þetta hlýtur að vera öllum hugs-
andi mönnum áhyggjuefni.
Mætti skrifa um þetta mál frá
mörgum hliðum. í þetta sinn skal
aðeins drepið á eitt atriði og það
er hrossasalan, af því það hefur
þýðingu á fleiri en einn veg.
Samkv. verzlunarskýrslum 1911,
Hagskýrslunum 1912—13 og Hag-
tíðindunum 2. árg. 4. tbl., hafa á
árunum 1911, 1912, 1913 og 1916
verið flutt út alls 10,215 hross, eða
að meðaltali á ári rúml. 2550.
Síðustu árin, síðan hrossaverð
fór hækkandi, hefur hrossum
fjölgað að mun, og nú í ár er
fjölgunin víða geysimikil, sem
auðvitað stafar að nokkru af því,
að útflutningur er teptur.
Er því óhætt að gera ráð fyrir
því, ef út yrði flutt næsta sumar,
og verð væri sæmilegt, að þá
myndi útflutningur nema alt að
3500 hrossa.
Fyrir stríðið var meðalverð tæp-
ar 100 kr. á hrossi, en 1916 221
kr., sbr. Hagt. 2. árg, 4. tbl.
Eins og farmgjöld nú eru há
og vátryggingargjöld, má búast
við, að nettóverðið yrði eitthvað
lægra en 1916; en þar sem senni-
lega er orðin fremur hrossaekla
utanlands, virðist mega gera ráð
fyrir því, að verðið utanlands yrði
það hátt, að nokkuð kæmi upp í
farmgjalds-aukninguna. Þætti mér
ekki ósennilegt að gera ráð fyrir
þvf, að nettó meðalverðið yrði um
150 kr. á hrossi. Sé gert ráð
fyrir, að tala útfluttra hrossa yrði
3.SOO, yrði verðið samtals rúml.
hálf miljón, og væri það góður
styrkur nú í dýrtfðinni.
Það er og önnur hlið á þessu
máli, sem ekki er síður athuga-
verð, og hún er sú, að með síaukn-
um hrossafjölda fer vaxandi hætt-
an við fóðurskort fyrir búpening.
Verði enginn útflutningur, er
ekki vafi á því, að hrossaeign fer
vaxandi. — Allur þorri manna
mun tregur til að drepa niður stóð-
ið sitt, mun langa til að setja
sem flest af því á, í von um út-
sölu, áður en mörg ár líða. — En
sú útsala getur komið of seint, þvf
hætt þykir mér við, að hjá mörg-
um verði ekki hugsað fyrir nægu
fóðri í hörðum vetri, og er nokkuð
farið að bóla á þvf nú þegar. —
Hvað þá, ef veturinn 1918^—'19
yrði annar eins fimbulvetur og
þessi, sem nú er að líða.
Það er því á tvo vegu nauð-
synjamál, að hrossaútflutningur
verði á næsta sumri.
Stjórnin ætti að beita sér fyrir
þetta mál, og þykir mér lfklegt,
að ef hún héldi vel á því, þá gæti
hún komið þvf í framkvæmd, að
Englendingar annaðhvort veitti út-
flutningsleyfi til Danmerkur eða
keyptu hrossin hér sjálfir. Raunar
álít ég þann kostinn verri, því
kunnir eru þeir að því, Englend-
ingar, að vilja borga vörur sínar
fremur lágu verði.
Ég leyfi mér, að skora alvar-
lega á stjórn Iandsins, að setja
r'ógg i sig í þessu máli og hrinda
því í framkvæmd. Mun hún fá
fyrir það þakkir góðra drengja, ef
henni tekst það svo viðunandi sé,
og henni veitir sannarlega ekki af,
þó hún ávinni sér traust fyrir eitt-
hvað.
26/2 T8.
Eggert Levy.
Bátgtapar.
Tveggja vélbáta er saknað úr Vest-
mannaeyjum síðan á sunnudag síðast-
liðinn, og er talið vafalaust að þeir hafi
farist. Annar báturinn hét „Adolf", og
voru á honum þessir menn: Björn Er-
lendsson, formaður, Bergsteinn bróðir
hans, vélamaður, Páll Einarsson frá
Nýjabæ undir Eyjafjöllum, Árni Ólafs-
son frá Löndum í Vestmannaeyjum og
Johannes Olsen, Norðmaður, hásetar.
— Hinn báturinn hét „Frí", og voru
á honum þessir menn: Ólafur Eyjólfs-
son úr Reykjavík, formaður, Karl Vig-
fússon frá Seyðisfirði, vélamaður, Karel
Jónsson ættaður úr Rangárvallasýslu
og Sigurður Brynjólfsson ættaður úr
Árnessýslu.