Landið - 15.03.1918, Qupperneq 2
42
LANDIÐ
G-unnar Sigurössonlipj]'
(íi-ít Selalœk) I U 11
yfirdömslögmaður
flytur mál íyrir undir- og yfirrétti.
Kauplr og' selur fasteignir, ibip og aörar eignir.
Aliir, sem vilja kaupa og selja slikar eignir, ættu að snúa sér til hans.
Skrifstoja í húsi jfathans 2 Olsens (2. hsð)
81-«: { ÍLt:!í“r*°' Pó.tkélf 2B.
fisippingar við lærða menn.
Ég þarf ekki að kvarta undan
Smára frá Kvennabrekku síðan
hann tókst á hendur ritstjórn
>Landsinst. Hann hefur svo að
segja setið um tækifæri, til þess að
mæla mér lofsyrði, þegar eitthvað
hefur eftir mig sést í tímaritunum.
Þetta þykir mér gott, áf því að
sá maður er sanngjarn ritdómari
við aðra menn, en hins vegar
prýðisgott skáld, svo að naumast
mun vera blettur né hrukka á
neinu kvæði, sem prentað er eftir
hann. Það væri þess vegna ekki
kveinstafaefni, þó að lítilsháttar
aðfinsla kæmi frá honum í minn
garð. Þegar sanngirnin yfirgnæfir
óvægnina, er Iétt að taka við
ákúru, og undir að búa.
Síðastl. haust kom út kvæði
f »Skírni« eftir undirritaðan, og
fékk það lofsyrði í »Landinu«.
Ritstjórinn gat þess þó, að »leitt
væri að sjá í svo góðu kvæði
ómögulegar orðmyndir*. Hann átti
við orðin »hné« og >svaf< í ann-
arri persónu þátíðar (þú hné, þú
svaf).
»Og þú, sem ert meistari í ísrael,
veizt ekki þettac.
Hafi þér ekki, Smári, lesið mál-
fræði við háskóla? Hafi þér ekki
drukkið hana, þ. e. íslenzkuna, með
móðurmjólkinni, þar sem þér eruð
sonur hans séra Jóhannesar, sem
bezt hefur risið móti ættarnafna-
hégiljunni?
Ætli þér nú kannske að krassa
í handritið mitt og dæma »ómögu-
legar< orðmyndirnar: hafi þér og
œtli þér. Þannig ritaði Þorstéinn
Erlingsson, ef ég man rétt, og
kunni hann að fara með íslenzku.
Ritninguna munu þér hafa lesið og
fest í minni orðatiltækin: »Statt
uppl tak sæng þína og gakk<.
Þetta er ekki bibliumál aðeins. Það
sést og í reikningsbókum vorum og
Kvennafræðara — matreiðslubókum.
Það er léttvæg vörn að segja: Boð-
háttur hefur og á þessi einkarétt-
indi. Framsöguháttur þátíðar, ann-
arrar persónu fylgir ekki sömu lög-
um í algengu tali. Það er satt.
Þannig er er ekki bórið fram. En
það er þó jafn-rétt að segja: þú
hné í valinn og þú svaf í valnum,
sem rétt er að segja með Halli að
Þvottá: »Þat ræð ek, að þú sér
heima við bú þitt og Sigfússynir*.
í Hrafnkelssögu stendur: . . »ok
tak í tána þá, er um er bundit, ok
hnykk at þér ok vit, hversu hann
verðr við«. Þvílíkt orðalag er um
allar fornsögur, og eru þessi dæmi
hliðstæð þeim orðum í kvæði mínu,
sem fella aftan af st. Úrfellingin í
öllum þessum orðum er réttmæt,
af þvf að þú fer á undan; st og
tu, sem felt er úr; það er í raun-
inni endurtekning á 2. persónu, og
er sú endurtekning óþörf. — Þetta
skiftist reyndar á í fornu máli, og
í nútíðarmáli er framburðurinn bú
inn að gera margt langt og ljótt,
sem stutt var og fagurt f fornu
máli. En þær orðmyndir eru þó
ekki »ómögulegar< í skáldskap
sem forntungan hefur helgað.
Það er ekki ný bóla, að skáld
in, eða þeir sem yrkja, seilist Iangt
eftir orðum. Það er bersýnllegt á
fornsögunum, að skáldin sem þá
voru uppi, komust ekki af með
það mál, sem talað var, og sagna-
ritararnir komust af með í sundur-
lausri frásögn. Fjöldi orða kemur
fyrir í vísum og drápum, sem ekki
sjást í sögunura. Og þessvegna er
orðabók samin yfir skáldamálið, að
það er frábreytt tungunni, sem
notuð er f lausri ræðu. Hafi forn-
skáldunum verið sæmilegt að seil-
ast svona langt eftir orðum og
nota fornar orðmyndir, þá er það
skammlaust nútfðar ljóðasmiðum að
grfpa til samskonar úrræða f sfnam
skáldskap.
Einum manni a. m. k„ sem fæst
við skáldskap, er sffeldlega brugðið
um það, að hann noti orðatiltæki,
sem séu langt sótt stundum, en
stundum sétvizkuleg eða jafnvel
fáránleg. Ég sé ekki, að þetta sé
ámælisvert. Ný viðfangsefni heimta
ný orð. Ef einhver maður er frum
legur, þá sér hann í nýju Ijósi og
frá nýju sjónarmiði, það sem vekur
athygli hans. Og þá e‘r þörf nýyrða.
Svo fer og þeim mönnum, sem
rita um ný efni, þó f sundurlausu
máli sé. Sálarfræði og heimspeki
eru nýkomnar til okkar. Ög þær
(þykjast) þurfa að smíða sér nýyrði,
til þess að útlista nýju viðfangs
efnin. —
Einhverjir lesendur blaða vorra
kunna að minnast þess, að ég lenti
f hnippingum við dr. Valtý Guð
mundsson í fyrra — út af orðinu
heið, sem ég hafði notað í þeirri
mynd, og Valtýr átalið. Ég bar
fyrir mig, til sönnunar því, að
orðið væri rétt þannig, orðmynd-
irnar heiðmörk, heiðmyrkur og
heiðló. Þess gat ég einnig, að í
Grettissögu skiftist á mýr og mýri.
Ég gat þess, að heið væri í ýms-
um myndum og ekki reglubundið
orð. Þannig kæmi orðið fyrir í
fieirtölu, kynlaust — »ok váru
heið at sjá upp í himininn«. Svo
segir f Bjarnarsögu Hftdælakappa.
— Við dr. Valtýr áttum og í
hnippingum út af orðinu þ'ógl Ég
sagði að það væri jafnréttur sam*
dráttur orðs, sem úðg — Unnur
djúpúðga fyrir djúpúðuga. Það sá
ég seinast til dr. Valtýs í þessu
máli, að hann segir í Eimreiðinni
s.I. sumar, að ég »hafi komið því
upp um mig, að ég þekti ekki ein-
földustu beygingarreglur tungunnar;
það væri þá rétt að segja g'óml
fyrir gömul«. Þessarri rúsínu, sem
víst var nokkuð pressuð, fylgdi
önnur, sem áfengi var í (lof um mig)
svo að ég sagði þó við sjálfan mig,
að ekki skyldi þetta verða okkur
þessa blaðs, sem ekki
haja greitt anðvirði
jiess, eru vinsamlega
beðnir að greiða jiað
við jyrstn hentugleika.
til skilnaðar. En dr. Valtýr ríður
ekki feitum hesti heim til sín frá
þessari viðureign, því að lýsingar-
orðið gamall hneigist öðruvísi en
lýsingarorðið þögull. Það sést á því,
að til er í fornu máli orðmyndin
gamlaður (ok gerumst ek nú gaml-
aðr). En enginn hefur nokkurntíma
sagt þ'óglaður, svo að ég viti. Og
ef einhver kvæði svo að orði,
mundi öllum sem það heyrðu, falla
sú orðmynd verr en illa.
Ég ætla nú ekki að deila við dr
Valtý um það, hvort ég kunni að
beygja tungu vora. En ég vil gera
honum tilboð: Vil ég bjóða honum
að vera hjá mér vinnumaður eitt
ár, eða þó ekki væri nema eitt
sumar kaupamaður. Ég ætla honum
að vinna meðalmannsverk, eftir þvf
sem það er talið í Búalögum og
hafa það kaup, sem forn venja
hefur löggilt. Hann getur þá setið
um mig og njósnað, hvort ég kann
að beygja málið. í annrfki sumars-
ins mun svo fiestum fara að þeir
hafa ekki tíma til að velkja fyrir
sér málfræðireglum, og munu þá
orðskrípi vella út úr þeim, sem
lítið kann f móðurmáli sínu. Reynd-
ar er það ekki þjóðmál í sjálfu sér
hvort einn bóndi kann að hneigja
móðurmál sitt. En hitt er heldur
allsherjarmál, að ritstjóra tímarits
sé ekki slept Iausum frá þvf, að
fara með lögvillur og hégóma á
hendur þeim, sem hann telur fá-
fróðari sjálfum sér.
Annars er örðugt að rita um
þessi efni, svo að algengir lesendur
vilji lesa, eða hafi skilningsgagn af.
Þessvegna hefi ég ekki viljað fara
út í orðflokkafræði fslenzkunnar né
rekja röksemdir máls mfns á þann
hátt, sem málfræðingur mundi gera.
En ef dr. Valtýr vildi vera hjá
mér á engjum, mundi ég vilja
fræðast af honum um það, sem
hann kallár »einföldustu beygingar-
reglur málsins«, Hann mundi þá
segja mér, hversvegna Vindlend-
ingar voru kallaðir Vindur í fornu
máli og Þrándheimsbúar Þrœndur.
Ennfremur mundi hann gefa mér
upplýsingar um þessa setningu í
sögu Droplaugarsona: »Því bauð
ek yður kjörs á«. Ef dr. Finnur
Jónsson hefur áttað sig á þessarri
orðmynd: »kjörs«, mundi bæjar-
nafnið Kjörseyri ekki hafa vafizt
fyrir honum, eins og raun hefur á
orðið, í hnippingum milli hans og
Finns bónda á Kjörseyri.
Fleira mætti um þessi efni rita.
En ég læt nú hér staðar numið og
læt það um mælt að lokum, að
rétt sé og fullkomið skáldaleyfi að
segja: Þú hné i valinn og þú svaý
í valnum, þó að það sé ekki al-
gengur framburður nú. íslenzkan er
orða frjósöm móðir að fornu fari
og hún gefur vfðáttumikið svigrúm,
þeim sem ná tökum á henni.
Ljúflingar,
nokkur nýsamin lög eftir Loft Guðmundsson.
-— .— Fást hjá bóksölum. —— ■ ■ j. ■ .«
Sendið pantanir yðar í pósthólf 436. Reykjavík.
Beygingar sagnorða er all-flókið
mál og er erfitt að gefa reglur
fyrir þeim. En það er vítalaust, að
hafa forna málið til leiðarvísis og
draga dæmi af forntungunni, ýmist
þráðbein eða þá hliðstæð. En regl
urnar eru með undantekningum,
sem erfitt er að segja um, hvernig
stendur á. Hver getur t. d. skorið
úr því, hvers vegna tvær hjálpar-
sagnir koma fyrir í Brávallarsögu
(frásögunni um Brávallarbardaga).
Skjaldmærin segir það við Starkað
gamla. »Nú er kominn á þik hel-
fýkur, ok muntu nú deyja skulu
þursinn*.
Dr. Valtýr, Smári og ég fáum
ef til vill þetta ávarp frá einhverri
skjaldmey eða valkyrju, áður en
langir tímar líðar.
Guðmundur Friðjónsson.
*
*
Aths. Um leið og ég þakka
skáldinu Guðmundi Friðjónssyni
lofsamleg ummæli í minn garð,
vil ég geta þess, áð hann hefur
samt sem áður ekki rétt fyrir
sér í því, sem' okkur ber á
milli. Öll rökfærsla hans sýnir
ljóslega, að hann hyggur ending-
una -st í 2. pers. eint. f þát. frsh.
sterkra sagna (áður oftast -t, t. d.
gaft, nú gafst o. s. frv.) vera leifar
fornafnsins þú — að t. d. svaftu
(nú svafstu) sé = svaf þú) og
sagnorðið sjálft sé þarna endingar-
laust. En svo er ekki, heldur er
svaftu til orðið úr svaýt þú\ 2.
pers. et. í þát. frsh. sterkra sagna
hefur endinguna t, og á eftir henni
hverfur þ-id í fornafninu. Og rýrir
það ekki gildi þessa sannleika,
þótt satt sé, að t. d. í 2. pers. nút.
í viðtengingar- og frshætti sé end-
ingin t til orðin, við ranga skift-
ingu, úr fornafninu þú\ dæmi: þú
lest, þu sért — lestu, sértu, sem
til er orðið úr less þú, sér þú.
Myndin þú svaý, hné o. þvíl. er
því ekki forn né rétt. — En full-
vissað get ég skáldið um, að ekki
kemur mér til hugar, að >krassa<
f verulega réttar og fornar orð-
myndir, svo sem »hafi þér« o. þvíl.,
enda mun honum þar sjón sögu
rfkari, er honum kemur þetta blað
fyrir augu.
Hitt má vera, að óþarfa hót-
fyndni hafi það verið af mér, er
eg gat um> kvæðið, að elta ólar
við þenna í-missi skáldsins, en þeg-
ar um slfkan orðsnilling er að ræða,
sem G. Fr„ þá leiðist manni, hve
lítilli skyssu, sem hann gerir sig
sekan í.
Að öðrn leyti sé ég ekki ástæðu
til að gera athugasemdir við grein-
ina, en beini »hnippingum« og til-
boðum slcáldsins og bóndans á
Sandi áleiðis til rétts viðtakanda,
dr. Valtýs.
Ritstj.
Jarðarför
Hjartar sál. Hjartarsónar trésmiðs
fór fram á miðvikud. að viðstöddu fjöl-
menni.
ur bréfi að norðan.
Misjafnlega mælast fyrir hin
póiitisku afskifti þingflokkanna af
verzlun landsins, sem sjá má m. a.
af eftirfarandi kafla úr bréfi eins
mjög málsmetandi manns f kjör-
dæmi eins þingmanns Framsóknar-
flokksins:
„Framsóknarflokkshylli hans (o:
þingmannsins) stafar aðallega af
þeirri háskalegu kenningu, að flokk-
urinn þurfi endilega að vera á
verði gegn ímynduðum árásum á
kaupfélögin. Samvinnustefnan, sem
hefði getað verið all-nytsöm fyrir
oss, er að verða mesta þjóðarmein
fyrir áhrif óhlutvandra spekúlanta,
sem á bak við tjöldin standa og
eru að basla við að láta aðra hlaða
undir sig. Hingað til hafa, svo sem
öllum er vitanlegt, kaupfélögin get-
að starfað óhindruð af öllum póli-
tiskum áhrifum. Hefðu þau því
sízt átt sjálf að byrja á því, að
vekja pólitiska styrjöld milli sín og
annara stétta landsmanna. Og það
myndu þau heldur ekki hafa gert,
hefðu spekúlantarnir látið þau í
friði. Vel gæti ég hugsað, að blaðið
„Tíminn* yrði til þess að drepa
kaupfélögin, þar sem tilgangurinn
mun þó hafa verið að styðja þau".
ÍJtlÖIlíl.
Frá Rússlandi berast nú með
hverjum degi nýjar fregnir, og
þykja sumar þeirra furðu gegna.
Svo sem skýrt var frá í síðasta
blaði, höfðu Rússar og Miðveldin
gert með sér frið, en þó er símað,
að Þjóðverjar haldi áfram í áttina
til Petrögrad, hafi tekið Narva og
Jarnburg, sem eru borgir í grend
við finska flóann, og sé að undir-
búa herferð til Odessa við Svarta-
haf. Ennfremur er sagt, að Þjóð-
verjar hafi opinberlega látið færa
rök að því, að þeir sé tilneyddir
að halda áfram hernaðinum í Rúss-
landi. Og á hinn bóginn á Maxi-
malistastjórnin að hafa skorað á
»rauðu hersveitirnar« að hefjast
handa gegn Þjóðverjum. Hefur
hún yfirgefið Petrograd og er kom-
in til Moskva. Sendiherrar Rússa
í útlöndum hafa mótmælt friðar-
samningunum. Trotzki hefur sagt
af sér utanríkisráðherraembættinu.
En um sama leyti (síðustu helgi)
er símað, að viðskiftasamningur sá,
sem Rússar gerðu við Þjóðverja
árið 1904 hafi verið endurnýjaður.
Þýðingarmestu hlunnindin fyrir
Þjóðverja eru þau, að þeir fram-
vegis geta rekið verzlun við Perslu
og Afghanistan um Rússland, og
að Rússar mega ekki hækka inn-
flutningstoll á vörum frá Þýzka-
landi fyr en árið 1925. Tekið skal
tillit til allra forréttinda Þjóðverja,
þar á meðal lánbeiðna.
Maximalistar og Ukrainebúar
berjast enn, og halda hinir fyr-