Alþýðublaðið - 07.06.1963, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 07.06.1963, Blaðsíða 12
; REYKJAVÍK: Kosning'askrifstofan er í AlJjýðu húsinu við Hverfisgötu, símar 15020 og 16724. — Opin kl. 10— 22. (Kl. 10—10. VESTURLAND Aðalskrifstofan er í Félags- heimili Alþýðuflokksins, Vestur- götu 53, Akranesi, sími 716. — Skrifstofan er opin kl, 10—7. VESTFIRÐIR Aðalskrifstofan er í Alþýðuhús- Inu ísafirði. — Opin kl. 5—10. SínU 501. NORÐVESTURLAND Áðalskrifstofan er I Borgarkaffi, Siglufirð'i, sími 302. Skrifstofan er opin kl. 5—7. — Skrifstofan á Sauðárkróki er að Knarrarbraut 4 (niðri), sími 61. NORÐAUSTURLAND Aðalskrifstofan er að Strand- götu 9, Akureyri, sími 1399. Skrif stofan er opin kl. 10—22 (kl. 10 — 10. — Skrifstofan á Ilúsavík er hjá Guðmundi Ilákonarsyni, Sólvöllum 2., sími 136. Opin kl. 8 — 10. SUÐURLAND Aðalskrifstofan fyrir Suður- landsundirlendið er að Grænuvöll um 2. Sclfossi, sími 273. Skrif- stofan er opin kl. 8—10. — Skrif- stofa flokksins í Vestmannaeyjum tr- er að Drekastíg 24, sími 490 og er opin kl. 8—10. REYKJANES Aðalskrifstofa kjördæmisíns er í Alþýðuhúsinu, Hafnarfirði, símar 50499, 50307, 50211. Skrifstofan er opin kl. 14—19 og 20—22. (kl. 2—7 og 8—10. Svæöisskrifstofan fyrir Keflavík og Suðurnes er að Hringbraut 99, Keflavík, simi 1940 (92-1940). Opin kl. 1—10. í Kópavogi er flokksskrifstofan í AI þýðuhúsinu, Auðbrekku 50, sími 38130. — Opin kl. 2—7 og 8_10. Sunnudögum frá kl. 2_7. AÐALSKRíFSTOFUR flokksins eru í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu símar 15020 og 16724, opnar kl. 10—22. Listi Alþýðuflokksins um allt land er A-LISTI. Fjöldi útlendinga til náttúrurannsókna Hér Hópar og einstaklingar eru væntanlegir til íslands í sumar til rannsókna á sviði náttúruvís. inda. Flestir koma frá Englandi og frá Skotlandi. Þá eru væntan- legir vísinda- og námsmenn frá Kó^in, Þýzkalaiidi, Póllandi og Bandaríkjunum. Hér á eftir fer skrá yfir þessar heimsóknir, sem blaðinu barst frá Rannsóknarráði ríkisins: Frá Englandi: Frá Dudíey Tra'ning College koma 14 nemendur í júlí-ágúst til grasa- og jarðfræðirannsókna Munu þeir aðallega dveljast í ná- grenni Akureyrar. Leioangurs- stjóri verður John W. Gittins. ’ náttúru- og jarðfræðirannsókna a5 allega í nágrenni Mývatns. 10 skólapiltar ásamt 2 kennurum frá Denstone College munu koma seinnipart í ágúst í rannsóknar- og fræðsluskyni. Eru þetta jarð- fræðinemendur og munu gera at- huganir á jökla- og eldfjallamynd unum. Leiðangursstjóri er D. J. Hudson. Til grasa og jarðfræðirann- sókna í Glerárdal kemur i ágúst Paul W. Sowan. Frá Skotlandi: 24 skólapiltar undir leiðsög i 9 fullorðinna frá Duke af Edm- burgh’s Award Scheme koma 28. júlí til 16. ágúst til jökla-, grasa- og "^fá'Mfræðirannsókna. Athug- anirnar verða gerðar suð-vestur af Ifofsjökli. Leiðangursstjóri verður J. Radley. jj skozkir stúdentar koma þann Á2.ýjúní til 9 vikna dvalar til dýra-, grasa-, jarðfræði- og fuglafræði- rannsókna. Munu þeir hafa stöðvar áiaat- á f jöllum norð-vestur af Ak- úi'eýri. Leiðangursstjóri verður N. 'Slébbing. . Frá Kóreu: H.ngað er kominn námsmaður frá ICóreu, Do-Jong Kim, til rann sókna á jarð- og lofthita. Mun hann ferðast um landið og gera athng anir. Frá Þýzkalandi: Dr. E. M. Todtmann kemur til áframhaldandi jökla- og jarð fræðilegra rannsókna við Vatna- jökul. Horst Noll frá háskólanum í Köln kemur til gíga- og eldfjalla rannsókna við Grænavatn, Kerið Víti o.fl. Um miðjan ágúst koma hinfað 10 stúdentar frá Kiel til plöntu söfnunar og gróðurrannsókna. Munu þeir dvelja í 2-3 vikur hér- lendis. Leiðangursstjóri verður Dr. Rolf Wiermann. Frá Póllandi: Prófessor dr. R. Galon, ásamt 4- 6 aðstoðarmönnum sínum, mun koma hingað til lands til jökla- rannsókna og rannsókna á sand- myndunum. Munu þeir dveljast í nágrenni Skaftafellsjökuls. < Frá Bandaríkjunum: Frá háskólanum í Michigan kem ur Fred Pessl til jarðfræðirann- sókna og athugana á myndum sjávarliryggja við strendur landsins Hópur skáta frá Norfolk Boy Scouts Association koma í byrjun ágúst til náttúrufræðirannsókna. Munu þeir halda sig í nánd við Snæfellsnesjökul. Leiðangurs- stjóri verður Hugh Whitaker. Seinnipart í júlí kemur hingað til lands þekktur brezkur vísinda maður, Mr. R. E. Hughes, til þess að kynnast beitilandarannsóknum og búfjárhaldi á íslandi. Mun hann ræða við íslenzka vísindamenu á þeim sviðum. Hópur nemenda og kennara Irá King Alfred’s School koma til náttúru- og jarðfræðilegra rarin- sókna í nágrenni MýrdalsjÖKuls, 5. til 26. ágúst. Leiðangursstjóri verður D. J. Wilson. 4-6 manna hópur frá.Epsom Ioe landic Expedition munu dvelja hér ágústmánuð til gróðurrann- sókna í Hveradölum, Nauthaga og á Hveravöllum. Leiðangursstjóri verður W. E. Radcliffe. Til gróðurrannsókna við hverina í Hveragerði kemur Kathleen Simp kins í júlí. Hópur nemenda og vísindamanna frá Háskólanum í Leeds kemur til jarðfræðilegra rannsókna í Hórg- árdal í júlí og ágúst. Leiðangurs- stjóri verðúr John S. Best, R.Sc. 12 skólapiltar ásarnt . þremur kennurum, frá Surrey County Council, koma þann 20. júlí í rann sóknar- og æfingaskyni. Munu þeir aðallega ferðast um Norður- Jand. Leiðangursstjóri verður H. Arnold yfirkennari. , 2 nemendur frá Dover Graramar School koma í byrjuu ágúst til Byrjað á stærsta húsi Bolunpr- víkur Bolungarvík í gær: í dag var byrjað að grafa fyrir síldarverksmiðju hér á staðnum. Eigandi hennar er Einar Guðfinnsson og hóf hann verkið með því að nioka fyrstu skófluna. Þetta verð- ur stærsta hús Bolungarvik •tir. Byggingarmeistari »r Jón Friðgeir Einarsson, “n Gisli Halldórsson, vélaverk- fræðingrur hefur teiknað vél.a- samstæður. RÆTT VIÐ EGGERT G. ÞORSTEINSSON Framhald af 1. síðu. sem gert hefur verið á liðnu kjör- tímabili. í þriðja lagi, að fella annan þrng mann Alþýðuflokksins í Reykja- vík og stuðla þar með að því að veita Framsóknarflokknum stöðv- únarvald með öllum þeim afleið- ingum, sem því mundi fylgja: al- geru stjórnmálaöngþveiti og síðan nýjum kosningum með vaxandi ó- vissu og óróa. Þetta sagði Eggert G. Þorsteins- son í viðtali við Alþýðubíaðið í gær. Og hann hélt áfram: „Ef Framsóknarflokkurinn fengi stöðvunarvald, yrði endi bundinn á framkvæmd þeirrar stefnuáætlun ar, sem tilkynnt hefur verið þjóð- inni og ætluð er að marki stefnu núverandi stjórnarflokka á næstu fjórum árum, ef þjóðin endurnýj- ar umboð þeirra, en hún markast af eftirfarandi: Að tryggja áframhaldandi starf- rækslu atvinnuveganna. Sköpun nýrjr-a atvinnijvega. Áætlun um stórframkvæmdir. Aukningu bjóð- arframleiðslunnar og í framhaldi af henni stórbætt kjör fyrir laun- þega og neytendur. Að tryggja það, að kjarabæturn- ar gangi óskertar til fólksins og að auka tryggingar og þjóðfélags- legh hjálp á öllum sviðum. Að auka húsbyggingar og bæta heimili þjóðarinnar, og þá 'fyrst og fremst með það fyrir augum að styðja viö bakið á ungu fólki, sem er að mynda heimili handa sér og koma til hjálpar við aldrað fólk með bygg ingum fyrir það. Þetta á að takast með því að auka lánsféð og hafa lánskjörin hagkvæmari, það er, að lán séu veitt til lengri tíma en nú er og að vextirnir verði lækk- aðir. Þegar litið er yfir starf síðustu fjögurra ára, þá hljóta allir að sjá, að ríkisstjórninni hefur tek- ist allt sem hún ætlaði sér að gera nema eitt: stöðvun verðbólgunn- ar. Það þarf ekki að ræða það, hverjum þetta er að kenna. Þar gekk Framsókn fram fyrir skjöldu studd af kommúnistum. Það var pólitískt ekemmdarverk gagnvart þjóðarheildinni. Framsóknarmenn tala um Kjara- bætur í lýðskrumi sínu. En k.iara- bætur Framsóknar eru falskar og koma þvf ekki að gagni. Þær byggjast ekki á þeim grundvelli sem einn getur skapað raunvoru- légar kjarabætur: aukinni þjóðar- framleiðslu. Ef okkur tekst að halda því starfi áfram, sem þegar er hafið og einnig er markað í franikvæmdaáætluninni, þá öðlazt þjóðin raunhæfar kjarabætur, þá eykst þjóðarframleiðslan enn hrað- ar én hún hefur gert. Þannig á að byggja upp þjóðfélag, öðru vísi er :það ekki hægt. Á þessu byggist og Sjálfstæði þjóðarinnar, en sjálf stæði hennar er ávöxtur af efna- hngöegri viðreisn. Framsóknor- rnenn og kommúnistar hafa ekkert að færa. Einu sinni haiði gott tækifærl til að yfirgaf stjórnvölinn. Þá iéll það í hlut Alþýðuflokksins, að halda í horfinu — og honum tókst það. Vill þjóðin verðlauna Framsókn- arbrotthlaupið og uppgjöfina? Eða vill hún veita Alþýðuflokknum traust til áframhaldandi starfs? Baráttan stendur milli Alþýðu flokksins og Framsóknarflokksins hér í Reykjavík. Ef Framsókn fær stöðvunarvald, þá skellur yfir okk ur algert stjórnmálaöngþveiti. Ef stjórharflokkarnir fá aukið traust þá halda þeir samstarfinu áfram eins veifð hefur og fram- kvæma hina nýju áætlun sína. Kjóscndiu’ vita til fulls milH velja.“ ; Leikfélag Reykjavíkur ;,:heldur í dag (föstudag) af ,, ,^að í leikför kringum landið . mcð leikritið „Hart í bak,“ -• -ieftir Jökul Jakobsson. Leik- rit þetta hefur verið sýnt 85 • ■sinnum í Reykjavík, alitaf fyrir fullu húsi, og hcfjast sýningar að nýju í höfnðborg - inni i haust. Auk þess hefur __Leikfélagið sýnt leikritið - tvisvár á Selfossi og tvisvar •f Kefiavík. í kvöld verður sýning á Sauð- árkróki, en þaðan haldið til •Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Nolkkrar sýningar eru ráö gerðar á Akureyri og hefj- ast þær á þriðjudag. Síðan verður haldið austur um land alla Ieið til Hornafjarðar. Á heimleiðinni verður svo farið um Véstfirði og Vesturland. Áætlað er að ferðin taki 4-5 vikur. j|2 7. júní 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.