Lögrétta

Issue

Lögrétta - 17.01.1906, Page 1

Lögrétta - 17.01.1906, Page 1
LOGRJETTA Ritstjóri: PORSTEINN GÍSLASON, Suðurgötu 13. M 3, Ábyrgð sveitabœja. Reylijavík 17. janúar 1006. I. ái‘<>-. Avalt eitthvað aýtt í EDINBORG. Nú hefur verslunin fengið nýja korntegund, sem kallast Puffed Rice og er nú orðið mjðg mikið notað víða um lönd. Puffed Rice hcfur, að dómi allra efnafræðinga, mest næringargildi allra korntegunda peirra, sem nú eru notaðar í heiminum. Puffed Rice hefur þann aðalkost, að vera hiu hollasta sjúklingafæða, jafnframt því, að vera hin ágætasta kraftfæða fyrir þá, er eriiða vinnu hafa. — Puffed Rice er matbúið með ýmsu móti, en vanalegast er það notað á sama hátt og haframjel. — Puffed Rice er hin ágætasta ungbarnafæða, og ómissandi handa gamalmennum. Og eitt er enn sem benda má á: Allur heimurinn stendur undrandi og hissa og dáist að hreysti og barðfylgi Jaþ- ana, — en hverju er það að þakka? — Engin þjóð í heiminum hefureins lengi eður mikið notað Puffed Rice og þeir. Af því kemur það! PUÍfCtl RÍCC fæst að eins í versluiliimi EDUVBORG. Staðfesting laga vorra verður nú með þeim hætti, að þau berast þjóðinni öll í einu upp úr utan- för ráðherrans á konungsfund að loknu þingi, og þegar ein 60 laga- nýmæli, eins og nú átti sjer stað, koma í einni bendu, er hætt við að þau verði sum hver nokkuð lauslega lesin. Nú er það að vísu svo, að al- menningur á allgreiðan gang að því að kynna sjer ástæður fyrir lagafrumvörpunum og alla með- ferð þeirra á þinginu, en þá kem- ur aftur það, hvað alþingistíðindin eru lítið lesin allvíða, og menn láta sjer nægja þingfrjettirnar í blöðunum, sem þó auðvitað eru næsta stuttar og' ófullnægjandi, að því er snertir hina umfangsmeiri lagabálka. Það er því óefað heppilegt að blöðin rifji upp aðalinntak nokk- urra hinna stærri laganýmæla, sem mest varða allan almenning og jafnframt eru líkleg til þess að koma þjóðinni að góðum notum. Eitt af slíkum nýmælum er lagabálkurinn frá síðasta þingi um vátryggingu sveitabæja og annara húsa í sveitum utan kauptúna; skal það gert hjer að umtalsefni, og hver aðdragandi hefur verið til þeirra laga. A þinginu 1891 ílutti þáverandi þingmaður Vestmanneyinga, Ind- riði revísor Einarsson, frumvarp til laga um stofnun brunabóta- fjelags fyrir kauptún landsins, og var það felt. Samskonar frum- varp var síðan oftar fyrir þinginu, en átti örðugt uppdráttar hjá þingi og stjórn. Frá aukaþinginu 1902 fóru lög um stofnun brunabóta- fjelags, þar sem skylduábyrgð var lög'ðá kaupstaðina þrjá, að Reykja- vik sleptri, og 48 verslunarstaði, en eigi náðu þau lög staðfestingu. í þeim lögum var eigendum sveitabæja og húsa utan kauptún- anna heimilað að fá brunabóta- ál>yrgð með þeim kjörum sem reglugerð setti. Þar var og einnig búist við því að ljelagið tæki í ábyrgð búsgögn og annað lausafje. A þinginu 1903 var eigi fitjað upp á nýju frumvarpi, en þing- maður Skagíirðinga, Ólafur Briem, sem jafnan hefur verið helsti flutningsmaður þessa máls á þingi, bar frarn þá tillögu, er var sam- þykt, að landsstjórnin legði fyrir allar sveitarstjórnir þá spurningu, hvort sveitarfjelagið eitt sjer, eða í sambandi við eitt eða íleiri nálæg sveitarfjelög, mundi vilja stofna hjá sjer innbyrðis bruna- bótafjelög undir sinni eigin stjórn, en með væntanlegri endurábyrgð að einhverju leyti í sameiginlegu brunabótafjelagi, er væri lands- stofnun. Með þessari nýju stefnu átti að ryðja úr vegi helstu annmörkun- um, sem haldið hafði verið fram gegn stofnun innlends brunabóta- bótafjelags. Fyrst var það sá ann- marki, að skylda húseigendur í helstu verslunarstöðum landsins til að vátryggja hús sin í tjelaginu, þar sem það nú átti að vera komið undir sveitarfjelögunum sjálfum, hvort þau vildu ganga í innlent brunabótafjelag. í annan stað skyldi peningaábyrgðinni verulega ljett af landssjóði, þar sem ábyrgðin átti nú að nokkru leyti að livila á brunabótafjelög- um bæja- og sveitafjelaganna, og var þá jafnframt búist við, að ekki þvrfti að leita til endurtryggingar hjá erlendum vátryggingarfjelög- um. Loks var vænst þess, að með slíku fyrirkomulagi yrði bændum miklu greiðari aðgangur að koma bæjum sínum í bruna- bótaábyrgð, en eftir hinum fyrri frumvörpum. Sem kunnugt er bar málaleit- un þessi eigi þann árangur að stjórnin sæi sjer fært að leg'gja fyrir síðasta þing frumvarp um stofnun sliks almenns brunabóta- fjelags, er næði jafnt til verslun- arstaða og sveitabæja. Nýmælið hjá milliþinganefnd- inni í landbúnaðarmálum, sem vann að frumvörpum sínum milli tveggja síðustu þinga, var svo það, að sveitabæir væru einir sjer um ábyrgðina; að öðru leyti heldur milliþinganefndin sjer að mestu leyti við ibendingarnar í þingsá- lyktunartillögunni 1903. Milliþinganefndin tekur málið upp sem beint landbúnaðarmál- efni. Hún leitaði undirtekta allra oddvila um málið, og lýsti yflr við þá þvi trausti, að eldsvoðaábyrgð sveitabýla gæti orðið afaródýr, vœri hún ein út af fyrir sig, og ætti varla að fara fram úr 1 af þúsundi, er fram liðu stundir. Frumvörp og athugasemdir milliþinganefndarinnar birtust í Búnaðarritinu árið sem leið, og auk þess voru að tilhlutun stjórn- arráðsins send sjerprent til allra oddvita, og' geta menn þar sjeð undirtektir hreppsnefndanna við fyrirspurnir landbúnaðarnefndar- innar. Það virtist almenn ósk bænda, að geta með góðum kjör- um vátrygt hús sín í innlendum brunabótasjóði, en mjög voru skift- ar skoðanir um það, hvort sveit- arfjelögin sjálf gætu tekið að sjer forgöngu þess máls og myndað vátryggingarsjóði, sem bæru á- byrgðina að nokkru leyti. Verulegustu jbreytingarnar, er stjórnarráðið gerði á frumvarpi milliþinganefndarinnar, sem þing- ið síðan aðhyltist, voru þær, að ábyrgðin næði ekki einungis til sveitabæja, eða húsa sem notuð eru við ábúð á jörð, heldur og til tómthúsa ogannarabýla í sveitum og telst stjórnarráðinu svo til, að við það kæmu til viðbötar undir lögin 2340 heimili, en sveitabæjar- heimilin eru talin 6664, — og í annan stað var það sú breyting, að dreifa mætti ábvrgðinni með því að tveir eða fleiri nágranna- hreppar mættu slá sjer saman í fjelag og taka sameiginlega ábyrgð á sig, ef íneiri hluti húsráðenda í hverjum hreppi er því samþykkur. Að öðru leyti nægir að minna á aðalefni laganna. Þau eru fyrst og fremst heimildarlög, og' eru sveitirnar sjálfar um það, hvort þær vilja leggja þessa fjelagskvöð á sig. Um ábyrgðina fer svo, þeg- ar fjelagið er stofnað, að húseig- andi sjálfur ábyrgist 1/s, bruna- bótasjóður sveitarinnar annan þriðjunginn og loks hinn sameig- inlegi brunabótasjóður þriðja hlut- ann. Landssjoður er svo bak- jarl hins sameiginlega sjóðs með 10,000 kr. framlagi í eitt skifli fyrir öll, og með vaxtalausu láni, ef liinn sameiginlegi brunabóta- sjóður hrekkur eigi í bili til end- urtryggingar. Að @ínu leyti standa og' sveitarsjóðir bak við bruna- bótasjóðina, með lánveitingu í bili, ef til þess þarf að koma. Helmingur allra fastra iðgjalda frá vátryggjendum gengur i sam- eiginlega sjóðinn til endurtrygg- ingar. Sameiginlegi sjóðurinn skal stofnaður jafnskjótt sem 10 hreppar hafa tilkynt stjórnarráð- inu að þeir hafi stofnað bruna- bótasjóð samkvæmt lögunum. Stjórnarráðið annast stofnun, stjórn og framkvæmd liins sameiginlega brunabótasjóðs, en sveitarstjórnir hafa með höndum alla stjórn og umsjón sinna sjóða. Um góðan tilgang og nytsemd þessa máls, komist það til fram- kvæmdar, hafa allir verið mjög svo sammála. Skvlduvátrygging- in mundi stórkostlega auka veð- gildi húsa og jarða i sveitum til ómetanlegra atvinnubóta fyrir menn og í annan stað mundi vá- tryggingin hrinda áfram húsa- bótum til hollustu og prýði. Þetta liggur svo í augum uppi, að ekld þarf um það að ræða, og sveita- menn hafa revnt það, við hvaða ókjör þeir eiga að búa með vá- tryggingu hjá erlendum tjelögum, og tekur það reyndar til allra landsmanna að undanteknum Reykvíkingum með hús sín. En þá er eigi síður að líta á það, hvað margt gott slíkur fje- lagsskapur leiðir af sjer óbeinlínis. Hjer býðst mönnum ágætur sam- vinnufjelagsskóli, og þar er fram- tíðarbrautin fyrir oss til þjóðar- þrifa, svo tvístraðir, fátækir og fáir sem vjer erum. Stærsti örðugleikinn við stofnun brunabótasjóðanna er eflaust sá, að þar legst svo mikil aukin vinnukvöð á sveitarstjórnir. Það er ekki nema skiljanlegt að menn, sem eru fullhlaðnir undir ólaun- uðum störfum, kveinki sjer við að bæta á sig. En því verður að treysta að nýtir menn vilji taka upp jafngott fjelagsmál, þó að töluverð fyrirhöfn sje þvi samfara. Og sjerstaklega ætti þessi heimild laganna að vera brýning fyrir ungu mennina að leggja sig fram að bæta og' prýða sveitina sína; þeir eiga lengst að þvi að búa. Það er viðurkent að meta má menningarstig landa og hjeraða eftir því, livað langt menn eru komnir í hverskonar innbyrðis vátrygging. Sveitafjelögum lands- ins er nú boðið til samkepni í þeirri grein menningarinnar. Hvaða 10 hreppar verða það í landinu, sem rita nafn sitt á stofn- skrá hins sameiginlega brunabóta- sjóðs? ______________ Samþykt var uýlega á bæjarstjórn- arfundi að taka 10,000 kr. lán til viðgerðar á þessum veguin: Þing- holtsstræti f5,000 kr.), Laufásvegi (4000 kr.) og Bókhlöðustíg (1000 kr.).

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.