Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 14.03.1906, Blaðsíða 3

Lögrétta - 14.03.1906, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA. 47 ísland erlendis. Það er sagt hjer, að dr. Valtýr Guðmundsson sje í þann veginn að selja »Eimreiðina« sr. Hafsteini Pjeturssyni. »Heimskringla« frá 8. f. m. skýrir frá því, að Sigurður Sigvaldason frá Búastöðum í Vopnafirði hafi sent sjer peningagjöf, 100 dollara (o: 375 kr.), sem fara eigi til holds- veikraspítalans í Laugarnesi. Frá Khöfn er skrifað 2. þ. m.: »»Extrablaðið« liefur, eins og jeg lief áður getið um, verið að spyrja hina og þessa um hina svo köll- uðu »Þjóðveldishreifingu« á íslandi. »Pólitiken« hefur spurt bæði Hannes ráðherra Hafstein og Finn prófessor Jónsson um þétta, en þeir gert lítið úr, eins og við mátti búast. Skrítið er það, að það virðist eins og dr. Valtýr, sem þó er andstæður öllu slíku, styðji menn í þeirri trú hjer í Danmörku, að þess háttar hreyf- ing sje til á íslandi, og að hún sje risin af óánægju yfir aðgerðum okk- ar núverandi stjórnar. Prófessor Finnur talaði nýlega um Island og Danmörku í Stúd- entasamkundunni og hefur verið skýrt frá því sem þar fór fram i »Akademisk Foreningsblad«. Annars mun all þetta uppþot stafa frá fáeinum stúdentum hjer og nokkrum Dönum og Norðmönn- um, sem lítt þekkja til, en nóg til þess að misskilja«. íslendingar í Khöfn sendu silfur- sveig á kistu Kristjáns konungs IX., en ekki blómsveig, eins og áðurer sagt hjer í blaðinu að ráðgert hafi verið. r Utlendar frjettir. Nýja stjórnin enska hefur lýst yfir, að hún ætli að veita Transwaal og ó raníuríki fullkomna sjálfstjórn innan enska ríkisins. Mótstöðu- flokkur stjórnarinnar ámælir henni harðlega fyrir þetta og segir, að það verði til þess, að Suður-Afríka rífi sig lausa undan yfirráðum Eng- lands. Milner lávarður, sem fyrir skömmu var landstjóri í Suður- Afríku, mælir í efri málstofunni fastlega gegn sjálfstjórn Búa. Frönsk blöð hafa eftir hinum fræga lækni, prófessor Behring, að hann liafi fundið efni til þess að bólusetja börn með gegn berkla- veiki. Sem betur fer, varð mannskað- inn í Noregi ekki eins gífurlegur og út leit fyrir, eftir fregninni í síðasta blaði, Allmargir bátar brotnuðu, en menn fórust ekki nema 25. Það segja síðustu blöð frá út- löndum, að engar sættir muni tak- ast á fundinum í Álgeciras. Ráð- gert að honum yrði slitið í gær. frá fjallatindum til fiskimiða. Frá Húsavik er skrifað 17. febr.: „Tíð umhleypingasöm og óstilt mjög. Gengur erfitt með staura-akstur; einir 6 staurar eru komnir fram i Geita- fell af því, sem Jón í Reykjahlíð átti að sjá um; svo ekki eru allir von- lausir um, að þeir komist eigi á rjetta staði á þessu ári“—. Úr Mývatnssveit er skrifað 17. febr.: „Verstu veður oftast allan Þorr- ann, með frosti og fannkomu. Frost- ið alt að 20 stig, mest 22 stig — 12. febr. Eins og stendur, kemst enginn neitt íyrir ótíð og ófærð“. „— Kaupfjelagsfundurinn var, eins og til stóð, dagana 29,-31. jan. í Þinghúsi Reykdæla. Nærri heill dag- ur gekk í sjerstakar umræður um stjórn, starf og ástand fjelagsins og var þar á margt minnst, þar á meðal grein Guðm. á Sandi í „Norðurl." um sniddugarðinn frosna. Hinn 1. febrúar var svo haldið stjórn- arbótar-afmæfi. Fundarmenn K. P. alfir 1 ar við, og svo Reykdælir og Lax- dælir. Fundurinn þótti skemtilegur; hann stóð frá kl. 12 á hád. til kl. 11 um kvöldið. Skemtanir: Ræður, söng- ur, glimur, — og svo kaffidrykkjan. Hin pólitiska „Stemniug" fundar- ins var einlæg og góð. Ræður hjeldu: Hólmgeir í Vallna- koti, Steingrímur sýslum., Pjetur á Gautlöndum, Sigurður í Felli, sr. Helgi, Ingólfur læknir, Jón i Múla, Jón Ólafs- son, Einarsst., Sigurður Sigfússon sölu- stjóri, Hallgrímur Þorbergsson, Sig. Jónsson o. 11. “ Úr Miðfirði er skrifað 28. febr.: „Tíðin er fremur góð, yfir höfuð mjög vægt vetrarfar og hagi nægur hjer um slóðir. Og heppnir eru stauraflutn- ingamennirnir með það, að dráttar- færi er ágætt, enda held jeg þeim gangi öllum vel hjer nærlendis. Jeg sá í vikunni sem leið til Jóhanns í Sveinatungu fram Hrútafjarðará og gekk allvel að sjá. A Hrútafjarðarhálsinum hefurstaura- flutnineurinn gengið ágætlega, enda fylgist þar alt að, dugnaður þeirra fje- laga, valdir hestar og góð meðferð á þeim. Sjerstaklega voru tveir hestar Guðmundar bónda Theódórssonar á Reykjum gljáandi eiits og ígróauda, og dást allir að þeim, sem sjá þá. Svo langt er nú komið flutningnum á svæðinu frá Hrútafjarðará að Mið- fjarðará, að þeir, sem verkið vinna, sjá sig hafa góðan hag af því, sem betur fer“. Úr Steingrímsfiiði erskrifað 21.f. m.: „Tiðarfar hefur verið mjög gott í vetur og með þvi að heyatli var góð- ur frá sumrinu, þá er útiit fyrir, að ekki skorti fóður, ef vorið verður ekki því harðara. Einhver hafíshroði hafði komið upp undir Trjekyllisvik í norð- anhreti, sem var hjer 5.—10. þ. m.; hafði hann svo færst frá aftur og norður með i suðaustanvindi, sem þá gerði og haldist hefir öðruhvoru síð- an. — Heilsufar manna alment mjög gótt, og engir nafnkendir dánir. Hagur almennings allgóður vegna hins háa verðs á flestum íslenkum verslunarvörum. Skuldir því með minsta móti á nýjári. Nægar vöru- birgðir í söludeild verslunarfjelags Steingrimsfjarðar á Hólmavík. Alls- laust í verslun R. P. Riis, en von kvað vera á miklum vörum til þeirr- ar verslunar með Vestu 19. mars, en þangað til verða menn að neyðast til að skifta við sína eigin verslun, sölu- deildina, enda voru teknar út vörur fyrir um 3000 kr. i henni á einum degi um miðjan janúar. Pófitikin liggur í dái, og minka held jeg sje farin óánægjan með rit- simann og tollhækkunina, enda er ekki mikil ástæða til að gera veður úr henni enn, þar sem flestar hinar tollskyldu vörur hafa verið seldar með sama verði og áður. Annars munu margir þykjast illa blektir af Þjóð- ræðisfjelaginu, þegar verið var að ginna þá til að skrifa undir vitleys- urnar í sumar, enda mundi reynast torveldara. að fá þá til að undirskrifa slikt nú“. „Norðri“ flytur (i 5. tbl.) skýrslu um þilskipaafla við Eyjafjörð siðastl. ár. Þaðan hafa vorið gerð út 36 þil- skip til þorskveiða, sildveiða og há- kárlaveiða. Flest þessara skipa eru litil, hið stærsta rúmar 70 smálestir, en hið minsta tæpar 10. Tala skip- verja samtals var 393, en áætlað verð als aflans er nál. 220 þús. kr. Er þá skipp. af fiski til jafnaðar 50 kr., sildartunnan 7 kr. og lifrartunnan 13 kr. 9 af skipunum hafa eingöngu stundað hákarlaveiðar, 3 hákarlaveið- ar og síldveiðar, hin þorskveiðar og sildveiðar. Þorskaflinn nemur sam- tals nál. 96 þús. kr-, síldveiðin rúml. 63 þús. og hákarlaveiðin rúml. 60 þús. kr. — Veiðistöðvar þessara skipa eru aðallega fyrir norðan land. Þó hafa nokkur þeirra einnig rekið veiðar við Vesturland. Hákarlaskipin hafa afl- að mest á Strandagrunni, en sildin er langmest veidd i reknet út af Siglufirði. I. þ. m. 'njeldu Akureyrarbúar fjöl- menna gleðisamkomu til minningar um stjórnarbótina. Voru þar ræðu- höld og mælti Hjaltalin skólast.j. fyrir minni konungs, Guðl. bæjarfógeti fyrir minni íslands, M. Kr. alþm. fyrir minni stjórnarinnar og Frb. Steinss. bóksali fyrir minni Akureyrar. Milli þessa skemti söugfjelagið „Hekla“. 28 námsmeyja.r ern i vetur í kvenna- skólanum á Akureyri. Málfundafjelag stofnuðu Húnvetn- ingar í fyrra vetur og eru nú fjelags- menn þar um 50. „Otto Wathne" heitir hið nýja skip. er fjel. O. W. Erf. heíur latið byggja til ferðanna milli Austurlands og útlanda. Seint í janúar í vetur kviknaði í töðuhlöðu á Bakka í Svarfaðardal og brann taðan öll. Hafði vinnumaður farið þar óvarlega með Ijós. J. V. Hafsteen konsúll á Oddeyri hefur leigt gufuskip til síldveiða næsta sumar og er von á því þangaðíjúlí- byrjun. Stóra bryggju ætlar hann að láta gera við Oddeýrartangann i við- bót við þá sem þar er nú. Nemendur á Hólaskóla eru í vetur um 50. „Skjaldborg“ heitir fjelag, sem ný- st.ofnað er á Akureyri, eitthvað í ætt við þjóðræðisfjelagið hjer. Thor E. Tuliníus stórkaupro. hefur nýlega geflð timbur, 7—800 kr. virði, til sjúkraskýlisins á Brekku i Fnjóska- dal. 16. jan. síðastl. fórust tveir hestar í snjóflóði í Súgnndafirði, eign Guðm. Ásgrímssonar bónda á Gelti. „Aftanskinið“ heitir smáblað, sem nýfarið er að koma út á ísafirði, líkt að efni „Nýja íslandi“ hjer. Hjeraðshátíð ráðgera Eyfirðingar að halda á Akureyri næsta sumar. Þar á þá meðal annars að fara fram iðnaðarsýning. Með styrk frá Búnaðarfjelagi ís- lands eru nú 3 menn hjeðan af landi að læra slátrun o. fl. i Danmörku: " 1. Tómas Tómasson úr ísafjarðarsýslu. 2. Ingiinar Sigurðsson frá Draflastöð- um í Fnjóskadal. 3. Vigfús Guttormsson frá Geitagerði í Norður-Múlasýslu. Um Bjarnarnessprestakall sækja sr. Ben. Eyjólfsson í Berufirði og sr. Jón Jóhannessen á Sandfelli. Eyfirðingar ætla að auka hjá sjer vjelabátaútgerð að stórum munísum- ar komandi. Hafa þeir pantað að minsta kosti 60 nýja vjelabáta. Afli var sagður ágætur í Eyrar- bakkaflóanum nú fyrir síðustu helgi. Botnvörpuskipið Southcoats frá Hull, skipst. Thomas Wilson, strandaði 13. febr. á Fellsfjöru, austarlega á Breiða- merkursandi. Öll skipshöfnin, 13 manns, komst heil á húfi að Tví- skerjum. Sýslumaður gerir í brjefi frá 19. febr. ráð fyrir, að láta flytja skipshöfnina til Djúpavogs i vegfyrir Vestu. Annað botnvörpuskip, Wurtemburg frá Bremerhafen, strandaði á Svína- fellsfjöru á Skeiðarársandi, vestan- megin við Ingólfshöfða. Skipverjar, 13 manns, komust allir til lands eft- ir mikla hrakninga, en hefðu, að því er þeir sjálfir segja, án efa orðið úti þar á sandinum, ef strandmannaskýli Thomsens konsúls hefði eigi orðið þeim til hjargar. Fyrstu nóttina lágu þeir úti, en náðu skýlinu næsta dag, kl. 5 síðd., og voru þá orðnir mjög illa til reika, tveir af þeim svo mátt- lausir, að þeir gátu ekki gengið. En mjög vel láta þeir yfir útbúnaði skýl- lsins. Þar biðu þeirra uppbúin rúm, ljósáhöld, vistir, þur sokkaplögg o. s. frv. Þar voru og sleðar, bátur og efni til að kynda af vita. Enn frem- ur leiðbeiningar á ýmsum tungumál- um, og eftir fyrirsögn þeirra hjeldu skipsbrotsmenn kyriu fyrir í húsinu. Kvöldið sem þeir komu þangað var hríðarbylur og því ónýtt að kynda vita. en næsta kvöld gerðu þeir það. Öræfamenn höfðu þá þegar orðið varir við strandið og komu þaðan menn til skýlisins kl. 11 um kvöldið. Dag- inn eftir voru skipverjar fluttir upp í Fljótshverfi og voru þeir þá allir hraustir og óskemdir. Hingað suður komu þeir kvöldið 8. þ. m. og voru fyrir flutningnum hingað Stefán póst- ur Þorvaldsson frá Kálfafellskoti og Jón Sfeingrímsson frá Rauðabergi. Það gefur að skilja, að skipbrots- mennirnir eruThomsen konsúl þakklát- ir fyrir strandmannaskýlið og allan hinn góða útbúnað þar, sem orðið hefur til þess að írelsa líf og heilsu þeirra allra.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.