Lögrétta

Issue

Lögrétta - 04.07.1906, Page 2

Lögrétta - 04.07.1906, Page 2
130 L0GRJETTA. Lögrjetta kemur út á hverjum Mið- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð alls á ári. Verð: 3 kr. árg. á íslandi, erlendis 4 kr. Gjalddagi 1. júlí. Skrifstofa opin kl. 10*/>—11 árd. og kl. 3—4 síðd. á hverjum virkum degi. Innheimtu og afgreiðslu annast Arin- björn Sveinbjarnarson, Laugaveg 41. vísaði hann til reikningsins og gat helstu atriða hans. — Gat formaður þess jafnframt, að bankinn hefði áunn- ið sjer traust innanlands og utan, hlutabrjef bankans stæðu tiltölulega hátt erlendis og færu stöðugt hækk- andi; reynslan hefði einnig sýnt, að þörf hefði verið á að fá meiri peninga og starfsfje inn í landið, enda hefði bankinn þegar flutt mikla peninga til landsins. Kvað hann ástæðu til að þakka framkvæmdarstjóra bankans fyrir frammistöðu sína það sem kom- ið væri. Formaður gat þess ennfremur, að samkvæmt reikningságripum bankans og skýrslu bankastjómar, hefði um- setning bankans þá 6 mánuði, sem liðnir eru af yflrstandandi ári, verið miklu meiri en fyrstu 6 mánuði síð- astl. árs. 2. Framlögð,og útbýtt meðal fund- armanna, endurskoðuð reikningsupp- gerð með tillögum um, hvernig verja skuli arðinum. Samþykt var með öllum samhljóða atkvæðum, að verja arðinum á þann hátt, sem lagt er til á bls. 4 í reikn- ingnum. — Fá hluthafar þá 5a/2°/o af hlutafjenu fyrir reikningstímabilið. 3. Framkvæmdarstjórninni var í einu hljóði gefln kvittun fyrir reikn- ingsskilum. 4. Kosinn fulltrúi í fulltrúaráðið af hálfu hluthafa samkvæmt 16. gr. reglugerðar bankans. — Statsgælds- direktör P. 0. Andersen, er frá átti að fara samkvæmt hlutkesti, var end- urkosinn í einu hljóði. 5. Endurskoðunarmaður var end- urkosinn, amtm. J. Havsteen, sömu- leiðis í einu hljóði. 6. Þessar breytingar á reglugerð bankans, voru samþyktar, samkvæmt lögum nr. 65 og 66, 10. nóvbr. 1905 : a. við 8. gr. í stað orðanna í 4. línu greinarinnar: „er ekki nemi minna verði en helmingi" komi: „er ekki nemi minna en 3/8“. b. — 9. gr. töluliður C orðist þannig: „Innstæða, sem greidd verður þegar heimtað er, hjáÞjóðbankanum í Kaup- mannahöfn, Noregsbanka, Englandsbanka eða Scot- lands, svo og hjá öðrum bankastofnunum, sem að minsta kosti 5/7 fulltrúa- ráðs bankans álíta full- tryggar og taldar eru til fyrsta flokks". c. —10. gr. 2 fyrstu liðir (málsgr.) greinarinnar faila burt og fyrri hluti greinarinnar orðast þannig: „Af málm- forða bankans skal ávalt vera fyrir hendi í bank- anum og útbúum hans svo mikið, að það svari að minsta kosti til 3/10 hlutum seðlafúlgu þeirrar, sem úti er í hvert skifti, enda sje það gjaldgeng mynt og 5/# hlutar þess gullmynt. d. —33. gr. í staðinn fyrir „l.apríl" í annari línu, komi: „1. maí“. 7. Samþykt í einu hljóði að auka hlutafjeð upp í 3 milljónir króna frá 1. jan. 1907 að reikna. Fleira var eigi gert og var svo fundi slitið. H. Hafstein. Kl. Jönsson, fundarstjóri. Amtsráðsfundur Suðuramtsins. Hann var haldinn hjer 25. f. m. Fund- inum stýrði fyrv. amtmaður Júl. Havsteen, en þessir eru amtsráðsmennirnir sem á fundinum sátu: Jón bóndi Einarsson í Hemru í Skaftaf.s., sr. Skúli Skúlason 1 Odda á Rangárv., sr. Vald. Briem á Stóranúpi í Árness., Ág. bóndi Jónsson í Höskuldarkoti í Gullbr.s., Þórður hrepp- stj. Guðmundsson á Hálsi í Kjósars. og Hjörtur skólastj. Snorrason á Hvanneyri í Borgarfj.s., sem er vara-amtsráðsmaður og kom 1 stað sr. Guðm. Helgasonar í Reykholti. Auk venjulegra reikningaskila og reikn- ingaskoðana er þetta hið helsta, sem gert var á fundinum: Vegagerd í Vestmannaeyjum. Forseti skýrði frá, að hann hefði fyrir hönd amts- ráðsins samþ., að sýslunefnd Vestmanna- eyja tæki 1000 kr. lán upp á sýslusjóð, sem varið yrði til varnar sjávarágangi á vegi í eyjunum og endurbóta á honum. Hœkkun sýsluvegagjalds. Samþ. álykt- un sýslun. Vestmannaeyja um að hækka sýsluvegagjaldið á yfirstandandi ári um 1 kr. á hverjum verkfærum karlmanni.— Sömul. ályktun sýslunefndar Kjósarsýslu um hækkun sýsluvegagjalds þar upp í 2 kr. og samkyns ályktun úr Árnessýlus um hækkun sama gjalds upp í 2 kr. 25 a. Mosfellsveitar-v ’gurinn. Forseti skýrði frá, að hann hefði fyrir hönd amtsráðs- ins leyft, að sýslunefndin í Kjósarsýslu veitti 3000 kr. til þjóðvegarins upp Mos- felssveit, til móts við fjárveitingu þá, að upphæð 4000 kr., sem ræðir um í 12.gr. fjárlaganna 1606—7, þannig, að Mosfels- hreppur legði til 1000 kr. að minstakosti. — Sömul. hefði hann leyft 2,500 kr. lán- töku f þessu skyni upp á sýslusjóð. Mótorbátur. Forseti lagði fram brjef sýslumannsins í Gullbr.- og Kjósars., er skýrir frá, að sýslun. Kjósars. hafi, út af beiðni frá Jóni búfr. Jónatanssyni i Braut- arholti um, að sýslunefndin legði tje úr sýslusjóði til kaupa á mótorbáti handa Kjósar- og Kjalarness-hreppum, falið hverjum sýslunefndarmanni að leíta fjár- framlaga í sínum hreppi til kaupa á hluta- brjefum 1 hlutafjel., sem tæki að sjer flutninga á mótorbáti um sýsluna nokk- urn hluta ársins, eftir fastri áætlun. Enn fremur falið oddvita sínum að kaupa hlutabrjef fyrir sýsluna fyrir alt að 1000 kr., ef nægilegt fje fengist og auk þess bátur af þeirri stærð og með þeim út. búnaði sem fullnægði kröfum manna. Sýslumaður skyldi samþykkja lög fjelags- ins.— Hafði sýslumaður óskað samþykkis forseta fyrir amtsráðsins hönd á ioookr. lántöku sýslunnar til hlutabrjefakaupanna, en forseti sá sjer ekki fært, að veita það samþykki. Fór þá sýslumaður fram á, í öðru brjefi, að þessar 1000 kr. mættu skoðast innifaldar 1 2,500 kr. láninu til Mosfelsheiðarvegarins. Þetta samþ. amts- ráðið. Halldór á Á/afossi. Forseti hafði samþ. fyrir hönd amtsráðsins, að Kjósarsýsla gengi 1 ábyrgð fyrir alt að 1500 kr. láni handa Halldóri Jónssyni á Álafossi. Vogastapa-vegurinn. Forseti hafði sam- þykt þá ályktun sýslun. Gullbr.s., að verja 2,250 kr. úr sýslusjóði til vegagerð- arinnar frá Hafnarfirði að Vogastapa, mðti þeim 2,500 kr., sem veittar eru til þessa á fjárlögunum. Nýr sýsluvegur. Samþ. ályktun sýslu- nefndar Vestur-Skaftafelssýslu um, að vegkaflinn frá svonefndu Klifi, fyrir of- an Kerlingardal (um Höfðabrekku ofan Kaplagarða, þar til á póstveginn kemur), sem nú er hreppavegur, verði tekinn upp í tölu sýsluvega. Fjallskilareglugeri. Samþ. viðauki við reglugerð um fjallskil í Vestur-Skaftaf.s. og öðlist gildi 15. sept. þ. á. Logferjur. Samþ. ályktun sýslun. Ár- nessýslu um niðurlagning lögferjanna á Brúará hjá Böðmóðsstöðum í Grímsnesi, á Hvítá hjá Arnarbæli í Grímsnesi, og Þjórsá hjá Þjórsárholti. Útsvarskœrumál. Ámtsráðið vísaði frá sjer kæru hrepsnefndar Hvammshreps 1 V.-Sk.f.s. yfir lækkun sýslunefndar á út- svari Halldórs umbm. Jónssonar í Vík um 25 kr., með þeim ummælum, að gerð- um sýslunefnda íslfkum málum yrði ekki riftað. Gudna Þorbergssyni, sem verið hefur sæluhússvörður á Kolviðarhóli, en flutti þaðan í vor, veittar 200 kr. fyrir umliðið fardagaár. Skógrœktarfjel. Rvíkur veittar 150 kr. styrkur úr jafnaðarsjóði yfirstandandi ár. Kvennaskóla Rvikur veittur 100 kr. styrkur. Hvanneyrarskólinn. Forseti lagði fram brjef viðvíkjandi nauðsynlegum ráðstöf- unum til afhendingar á skólastofnuninni með öllu tilheyrandi, skyldum og rjett- indum, sem skyldi fara fram í næstu far- dögum. Hann skýrði og frá, að kaupin á Kvígstöðum, fyrir hið ákveðna verð, hefðu átt sjer stað. Áætlun var samin um tekjur og gjöld skólans skólaárið 1906—7, og voru tekj- ur gerðar 6,822 kr, 95 au., en gjaldlið- irnir eru þessir: Kr. au. 1. Afborganir og vaxtagreiðsla 3,566, 50 2. Laun skólastj., kennara og bústýru, samt...................1,650, „ 3. Hjúalaun, verkalaun o. fl. 1,000, „ 4. Bókakaup handa lærisvein- um................................100, „ 5. Önnur útgjöld...................506, 45 Yfirlit yfir efnahag skólans lítur þann- ig út: Eignir: 1. Hvanneyri með Kvígsstöð- um........................20,600, „ 2. Hús og húsaefni .... 41,540, „ 3. Kirkjan...................5,000, „ 4. Lifandi peningur .... 12,347, „ 5. Jarðyrkjuverkfæri, heyskap- aráhöld o. fl..............1,767, „ 6. Bækur og kensluáhöld . . 365, „ 7. Smíðatól o. fl............. 225, 75 8. Skip og veiðarfæri . . . 416, “ 9. Heyfirningar og búsafleifar 4,080, „ 10. Annað lausafé..............4,276 15 xi. Útistandandi skuldir. . . 1,236, „ 12, I sjóði hjá skólastjóra . . 2, 84 Samtals kr.: 91,874, 70 Skuldir: 1. Óborguð lán: a. til landsjóðs...........11,800, „ b. til Ræktunarsjóðs . . . 10,690, 40 c. til Landsbankans . . . 1,500, „ d. til Islandsbanka . . . 9,250, „ e. til hins alm. Kirkjusjóðs 400, « 2. Innist. skuldir búsins . . 414 „ Mismunur: 57,820, 30 Skipaðir í stjórnarnefnd skólans yfirst. skólaár sr. Guðm. Helgason 1 Reykholti og Þórður Guðmundsson á Hálsi, en til vara Björn búfr. Jónsson á Akranesi. Hjörtur skólastjóri lýsti yfir, að hann mundi ef til vildi sækja um forstöðu hins fyrirhugaða bændaskóla á Hvanneyri og gaf amtsráðið honum meðmæli sín. Fjárkláðinn. í „Lögrjettu", 12. og 15. tbl. þ. á., hefur herra alþm. Guðj. Guðlaugsson skrifað um fjárkláða, sem komið hef- ur upp í Strandasýslu í vetur. Lýsir hann þar {afarilla ástandinu í Kald- rananeshreppi og getur þess jafnframt, að kláði muni vera kominn upp á Þórustöðum í Bitru og Miðhúsum í Bæjarhreppi, sem og einnig var. Eftir því, sem Guðj. skýrir frá, hef- ur kláðinn á 2 bæjum í Kaldrana- neshreppi verið orðinn svo afar-vond- ur, að undarlegt má virðast, að hans skyldi ekki verða vart miklu fyr. Á Þórustöðum og Miðhúsum var hann lítið orðinn útbreiddur, en hefði vit- anlega útbreiðst hefði ekki verið að gert. Mikil bót í máli var það, hvað Bæjarhrepp snertir, að Miðhús eru einn afskektasti bær hreppsins, og að samgöngur höfðu engar orðið þaðan inn í hreppinn yfir veturinn og enda mjög litlar í fyrra sumar. Guðjón tekur það fram, að baðari Kaldrananeshrepps sje skynsamur, vandvirkur og í alla staði heiðarlegur maður og vona jeg, að hið sama megi segja um baðarana sem víðaftt, að þeir hafl verið þannig valdir; að minsta kosti hika jeg ekki við að gefa báðum þeim mönnum, er baðanirnar höfðu á hendi hjer í hreppi, þennan vitnisburð, að því viðbættu, að bænd- ur, allir sem einn, kostuðu kaps um, að baðanirnar gengju sem best og fylgdu nákvæmlega hinum settu regl- um um meðferð fjárins á eftir. Samt er það á daginn komið, að kláði hef- ur komið upp á þessum bæ, Miðhús- um, þó brögð yrðu ekki mikil að hon- um. En þrátt fyrir þetta er jeg enn ekki hlyntur þeirri skoðun, sem kemur fram í greinum Guðj., að kláðamaur- inn lifi í fjárhúsunum frá ári til érs og að húsin þannig sýki fjeð. Jeg hef ekki, frá því fyrsta að fjárkláð- inn kom hingað, þótst geta rakið spor hans á þennan hátt. Vorið 1893 læknaði jeg t. d. margar kláðakind- ur í sjerstæðu húsi eftir að þær voru rúnar. Var kláðinn í sumum þeirra orðinn megn, því lengi hafði ekki verið smalað. Þegar rúið var, voru allar kindur, sem kláði fanst í, látn- ar inn í húsið, þegar búið var að taka af þeim ullina. Eitthvað degi síðar voru þær svo baðaðar fyrir utan hús- dyrnar, og hleypt inn jafnóðum, því inni var ekki hægt að vera fyrir rúm- leysi. Má því nærri geta, að rúnar kindurnar hafa ekki mikið bleytt hús- inð eða sótthreinsað það. í þessu sama húsi voru svo hafðir lambhrút- ar veturinn eftir (1893—1894), og varð einskis kláða vart í þeim um veturinn, en í hinum lambhúsunum var hann altaf að koma upp þegar á veturinn leið. Jeg skal nú að vísu játa, að þetta er einstakt dæmi og að af einstökum dæmum sje ekki rjett að draga mikl- ar ályktanir, en jeg hef kynst nokkr- um fleiri tilfellum líkum þessu, sem öll hafa bent ísömuátt. Þættimjer ilt, ef farið yrði að koma þeirri skoð- un í gildi, að fjárhúsin geymi kláða- maurinn lifandi árum saman og þar af leiðandi berjast fyrir því, að gera þau óskaðleg með kostnaðarsömum sótthreinsunum, eða rífa þau. Vona jeg fastlega, að Guðjón hugsi sig vand- lega um áður en hann gengur langt í því að beita áhrifum sínum til þess, að farið yrði að grípa til þeirra ráða til þess að fá kláðanum útrýmt, þrátt fyrir það, að hann, eftir því sem ráða má af greinum hans í „Lögr.“, hefur orðið fyrir átakanlegum vonbrigðum þegar hann síðastliðinn vetur stóð augliti til auglitis við fjárkláðamaur-

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.