Lögrétta - 04.07.1906, Blaðsíða 3
L0GRJETTA.
133
OLYER TWIST,
In heimsírœga skáldsaga eftir Charles
I3icliens, kemur nú út í vandaðri íslenskri
þýðingu. Saga þessi hefur verið gefin út á flest-
Um öðrum tungumálum og hvervetna verið vel
tekið. Oliver Twist er jafn vel fallin til lest-
Urs fyrir fullorðna sem börn. Pað mun óhætt
að fullyrða, að þen, er íesið hafa sögu þessa, telja
hana agæta. Hún er þannig skrifuð, að hún
hlýtur að glæða alt gott og göfugt hja hverjum
manni — ungum og gömlum — en vekja við-
bjóð a öllum smasalarskap og varmensku i hverri
mynd sem er. Höfunaurinn, Charles Dickens,
er heimsfrægur og mesta uppahald allra ment-
aðra manna, sem hann þekkja.
Hver sem vill eignast góða og spennandi skáld-
sögu til að lesa, ætti að kaupa OLIVER
TWIST.
ana, sem hann auðheyrt hafur haldið
sig og marga aðra þingmenn hafa
lagt svo mikið fje til höfuðs og á
annan hátt gengið svo frá, að þeir
nú hlytu að vera afmáðir af jörð-
unni, hvað þetta land snertir.
Þær eru að vísu stórar, yiirleitt,
fjárhæðirnar, sem gengið hafa í fjár-
kláðann nú í seinni tíð, eins og svo
oft áður, og fyrirsjáanlegt var það
strax, að fyrir aðgerðir þingsins 1903
yrðu margir peningar teknir úr hönd-
um hirðumannanna og lagðir tröss-
unum í lófa, en það má líka segja,
að mikið sje að gert og ekki sje eftir
nema herslumunurinn til aigerðrar
útrýmingar fjárkláðans. En hollara
teldi, jeg það, að ekki yrði farið að
gera þær breytingar, frá því sem verið
hefur í seinni tíð, til ráðstöfunar til
eyðingar kláðanum, að láta þær ganga
neitt meira út á fjárhúsin. Verði ein-
ungis alment baðað rækilega nokkur
ár samfleytt, þá er víst ekki mikill
efi á því, að það mundi reynast lang-
samlega einhlýtt.
Það er annars broslegt en ekki jafn-
ánægjulegt að heyra nú á tímum og
sjá í blaðagreinum kvartanir og kvíða
út af því, að ekki muni mögulegt að
yfirstíga fjárkláðann, að menn sjeu að
missa trúna á baðanirnar, sbr. grein
í „Norðurlandi" 37. tölubl. þ.á.o.s.frv.,
eftir að Árnesingar fyrir 40 — 50 árum
síðan útrýmdu kláðanum hjá sjer, að
vísu að nokkru leyti með niðurskurði,
en einnig með böðun, eftir að honum,
eingöngu með böðun, var útrýmt í
Borgarfirði á árunum fyrir 1880, eftir
útrýmingarbaðanirnar 1903 og 1904
og eftir að margir einstaklingar hafa,
hvað eftir annað, útrýmt honum hjá
sjer og allur þorri fjáreigenda á land-
inu hefur haft nóg tækifærin til að
sjá, að jafnvel íburðarkákið hefur þó oft
talsvert hjálpað. Altaf hefur árang-
urinn af böðununum verið hinn sami,
eyðing kláðans eða algerð úlrýming,
eftir því sem ástæður hafa verið til.
Og skyldi það svo vera það lang-
eðiilegasta að vjer nú værum alger-
lega búnir að missa trúna á baðan-
imar, værum komnir að þeirri niður-
stöðu að böðin væru þýðingarlaus,
fjárkláðinn óyfirstíganlegur og hjer við
væri ekkert framar að gera?
Sem betur fer munu bændur al-
hient ekki hafa þá skoðun, að kláð-
inn sje ódrepandi, og kunnugt er mjer
það, að sumar sýslur landsins hafa
ákvarðað sig til að baða alt fje hjá
sjer á næsta hausti, og vonandi verða
þær sýslurnar ekki margar, sem sker-
ast úr leik með baðanir þá.
í júnímán. 1906.
Benóní Jónasson.
Ijenrik 3bsen.
II.
Áður Ibsen fór út, hafði hann eink-
hm valið sjer til meðferðar fornnor-
ræn efni, og með þau íór hann svo
vel í leikjum sínum, að enginn hefir
oins gert. Helst af þeim ritum eru
» víkingarnir á Hálogalandi" og „Kongs-
efnin *.
En nú sneri hann sjer að samtíð-
inni og eru öll síðari rit hans ádeilu-
rit, sem gripu skarpt og með föstu
taki inn í líf og hugsunarhátt sam-
tíðarinnar.
En reyndar stóð hann samt altaf
sjálfur fjarri dægurstríðinu. Hann var
enginn þjóðmálagarpur, eins og Björn-
stjerne Björnson, og ekki, eins og hann,
borinn fram af sigrandi stjórnmálaflokki.
Ibsen gekk aldrei undir neinu flokks-
merki. í brjefi til G. Brandesar, frá
1882, segir hann: „Björnson segir,
að meiri hlutinn hafi altaf á rjettu að
standa. En hann er starfandi stjórn-
málamaður og hlýtur því að segja svo.
En jeg segi aftur á móti: minni hlut-
inn hefur altaf á rjettu að standa. En
auðvitað á jeg þá ekki við þann minni
hluta sem orðinn er aftur úr, ekki
minni hlutann, sem allur hinn stóri
miðflokkur, hinn svo nefndi „frjálslyndi
flokkur“ hjá okkur, hefur siglt fram-
hjá. En jeg á við þann minni hluta
sem á undan gengur, og kominn er
þangað, sem fjölmennið hefur enn
ekki náð“.
Ibsen var einrænn maður, dulur og
óaðgengilegur. Hann ritaði varla annað
en skáldrit sín. En í hvert sinn sem
bók kom út eftir hann á síðari árum
var skrifað um hana aftur á bak og
áfram, og menn skýrðu efnið á ýmsan
veg, eins og um óráðnar gátur væri
að ræða. Sjálfur tók hann aldrei fram
í það og gaf engar skýringar, nema
ef hann svaraði þá óbeinlínis í næsta
skáldriti.
í einu af kvæðum sínum, sem sr.
Matthías hefur þýttáíslensku, líkirhann
sjer við námamanninn, sem með hamr-
inum og meitlinum brýtur sjer göng
lengia og lengra inn í myrkrið. í
öðru, sem einnig er þýtt af sr. Matthíasi
og heitir „Ljóshræddur", er líka sjálfs-
lýsing, og þar lýsir hann hræðslu við
daginn og Ijósið, en kveður svo til
næturinnar:
„En sjái jeg fölleita faldinn
og felist við brjóstin þín, nótt,
þá yngist upp hugurinn aldinn
með arnsúg og magnaðan þrótt.
Þá storka jeg stáli sem báli,
þá stikla jeg hátt yfir ský
og sinni ekki sorg eða táli
uns sólin er risin á ný.
Ef skuggann og fylgsnin ei finn jeg
þá flýr mig öll hjálp og náð.
Ef afrek í veröld vinn jeg,
þá verður það myrkra-dáð“.
(Þýðing M. J.).
En þótt rit Ibsens væru fædd í
drunga næturinnar, þá urðu þau dags-
ins uppáhaldsbörn. Að þau, þrátt fyrir
myrkrið, sem yfir þeim lá, vöktu svo
mikla hreifingu og urðu svo víðfleyg,
kom af því, að þau fluttu hugsjónir
„þess minni hluta sem á undan gekk“,
en dró fjöldann á eftir sjer. Jafnframt
því sem þær hugsjónir hafa rutt sjer
til rúms og orðið fjöldanum Ijósar,
hefur dularblæjan horfið af ritum Ib-
sens. Gáturnar verða þá að ráðn-
ingum. Skoðunin verður sú: Hann
var ekki að bera upp gátur, heldur
að ráða gátur.
Fjögur af hinum stærri ritum Ib-
sens eru þýdd á íslensku: Ljóðleik-
irnir „Brandur", af sr. Matth. Jochums-
syni, og „Pjetur Gautur", af Einari
Benediktssyni, en á leiksviðinu hafa
aðeins tvö verið sýnd: „Víkingarnir á
Hálogalandi" og „Afturgöngur". Ýms
af kvæðum hans eru til í isl. þýð-
ingum, þar á meðal höfuðkvæði hans,
„Þorgeir í Vík“, í snildarlegri þýðingu
eftir sr. Matthías.
Reykjavik.
Pórhallur Bjarnarson lektor hef-
ur verið á ferð upp um Borgarfjörð,
en kom aftur í gær.
Góðan hata hefur nú drengurinn
fengið, sem skotinn var, og er úr lífs-
hættu.
Hjónaband. Nýlega eru gift Einar
Helgason garðyrkjum. og Kristín Guð-
mundsdóttir. Þau giftust uppi á Þing-
völlum, ferðuðust síðan austur um
sýslur, en komu heim nú á sunnu-
daginn.
Garðar Gíslason kaupm. frá Leiih
er hjer nú staddur og fer til Akur-
eyrar. Verslunarhús hans við Hverfis-
götu er nú bráðum fullgert.
Trúlofuð eru Sigurður Eggerz sýslu-
maður og frk. Sólveig Kristjánsdóttir
yfirdómara.
Sr. Matthías Jochuinsson kom
hingað með „Vestu“ í fyrra kvöld og
verður hjer um tíma. Það var í orði,
að hann færi til Noregs og yrði þar
við krýninguna, en ekki varð af því.
— Nú í sumar kemur hjer út fimta
og síðasta bindið af Ijóðmælum hans.
Sr. Hjörleifur Einarsson kom
hingað einnig með „Vestu", og verð-
ur hjer til hausts.
óðinn. Júníblaðið flytur mynd af
mag. C. Kuchler og grein um hann eftir
Halldór Jónsson bankagjaldkera; grein
um ferðabók Kuchlers um ísland, ný-
útkomna, eftir Guðm. skáld Magnús-
son; mynd af sr. Þork. heitnum Bjarna-
syni á Reynivöllum; vísu eítir St. G.
Stefánsson; smásögu eftir Svafar; mynd
úr vinnustofu Einars Jónssonar mynd-
höggvara í Khöfn; niðurl. á grein
Guðm. Friðjónssonar: Mergur máls-
ins; yfirlit yfir bækur og greinar C.
Kúclhers um ísland og íslenskar bók-
mentir; „Vor í lofti“, kvæði eftir Sig.
Vilhjálmsson; vísur eftir Sigurð bók-
sala Kristjánsson um Þorlák í Fífu-
hvammi látinn.
Halberg veitinganiaður hefur
keypt hið nýja og fallega hús Sveins
Jónssonar snikkara við Laufásveg, og
flytur þangað um næstk. áramót.
Frá fjallatindum til fiskimiða.
Frá Noregi komu þrír menn á
vjelarbáti til Vestmannaeyja 22. f. m.,
voru 10 daga frá Noregi til Seyðis-
fjarðar, en 12 daga frá Seyðisfirði til
eyjanna. Bátinn á Magnús Þórðarson í
Sjólyst í eyjunum.
Strand. Þýskt botnvörpuskip strand-
aði nýlega. á Skeiðarársandi og eru
skipbrotsmenn komnir hingað 10, en
4 björguðust í annað botnvörpuskip.
Við þá björgun fórust 4 menn.
Voðaslys enn. Það gerðist í Borg-
arnesi á föstudaginn var. Hestur fældist
með dreng, 8 ára gamlan, sem var á
ferð með fullorðnu fólki, en bundinn
við söðulinn. Söðullinn snaraðist um
hrygg, og er hesturinn náðist, var
drengurinn dauður. Hann var sonur
Ásgeirs kaupm. Eyþórssonar hjer í
Rvík, hjet Haukur, og átti að dvelja
þarna upp frá nokkrar vikur í sumar.
íslaust var með öllu fyrir Norður-
landi er „Vesta“ fór þar um; hún kom
hingað í fyrra kvöld.
Amtsráðsfundur Norðuramtsins
var haldinn 11.-14. f. m. Þetta er
hið helsta, sem þar gerðist:
Kvennaskóla Húnvetninga veittar
400 kr. og kvennaskóla Eyfirðinga
600 kr.
Til gistihússins í Bakkaseli í Öxna-
dal veittar 100 kr.
Sýslubókasöfnunum í Þingeyjarsýslu
og Skagafjarðarsýslu veittar, hvoru um
sig, 100 kr. og heitið sama styrk til
sýslubókasafns í Húnav.s., ef það
kæmist upp fyrir næsta amtsráðsfund.
Sigurði skólastj. Sigurðssyni á Hól-
um veittur 300 kr. styrkur til utan-
farar næsta vetur.
Laun 3. kennarans á Hólum hækk-
uð upp í 500 kr.
Pjetur alþm. á Gautlöndum endur-
kosinn Búnaðarþingsfulltrúi til 4 ára
og varamaður Ól. Briem og varamað-
ur til tveggja ára Björn Sigfússon á
Kornsá.
Læknirinn á Eyrarbakka, Ásgeir
Blöndal, hefur fengið lungnatæringu
(í byrjun enn). Hann hefur nú sótt
um utanfararleyfi til þess að leita sjer
lækningar á brjóstveikrahæli, ogfeng-
ið fyrir sig á meðan Guðmund Tóm-
asson, er tók fyrra hluta burtfarar-
prófs á læknaskólanum í vor.
Æfi GapoDS prests.
Eftir sjálfan hann.
(Frh.). ---
Einn dag heimsótti Mikhailoff mig
á háskólann. Hann bað mig að koma
til viðtals við mann, sem hann nefndi,
og ganga tilhans með sjer. Jeg fór
með honum, og komum við að gríð-
arstóru húsi, sem á var letrað með
stórum bókstöfum: „Lögreglumála-
deildin". Þar gengum við gegnum
mörg stór herbergi, og var í þau öll
raðað litlum, svörtum kössum, og fjekk
jeg síðar að vita, að í þessum köss-
um væru geymdar ljósmyndir oglýs-
ingar grunaðra manna til og frá um
alt ríkið.
„Þú ert á leiðinni til Zúbatoffs"
sagði Mikhailoff mjer. Þá þekti jeg
ekkert til hins volduga lögreglumála-
stjóra, en forvitni mín var vöknuð.
Við komum inn í skrautlegan mót-
tökusal og þaðan var mjer vísað inn
til Zúbatoffs. Hann er lágur maður
vexti, en sterkbygður, nálægt fertugu,
með brúnt hár og falleg augu, blátt
áfram í viðmóti.
„Mikhailoff fjelagi minn lætur vel
af yður“, sagði hann vingjarnlega.
„Hann hefur líka sagt mjer, að þjer
standið í sambandi við verkmennina
og að þeir hafi gott traust á yður.
Vegna þess hefur mig langað til að
kynnast yður. Eina áhugamál mitt
er verkmannamálið. Þjer vitið kann-
ske, að jeg hef dálítið fengist við það
mál. Jeg hef reynt að koma skipu-
lagi á verkmannaflokkinn í Moskva og
held að það hafi nú tekist. Þar er
komið á fót sterkt verkmannafjelag
með bókasafni, innbyrðis styrktarsjóði
o. s. frv, Hve sterkur sá fjelagsskapur
sje getið þjer sjeð á því, að um 50
þúsundir verkmanna í Moskva sam-
þyktu að leggja sveig frammi fyrir
líkneski Alexanders II. “ — Hann óskaði
að fá mig til samvinnu og bauð mjer
að koma heim til sín næsta dag til
þess að tala nánar um þetta mál.
Það hafði ekki góð áhrif á mig, að
hann mintist á sveiginn, því mjer var
það kunnug af frásögnum verkmann-
anna sjálfra, að sveiggjöfin var ekki
þeirra uppáfynding. Samt sem áður
langaði mig til að kynnast Zúbatoff
betur og jeg lofaði að heimsækja hann.
„Jeg ætla að senda einn af mönn-
um mínum til yðar fyrst", sagði hann;
„ það er verkmaður og heitir Sókóloff,
ágætis drengur".
Leiðsögumaður minn fylgdi mjer
nú aftur til skólans. „Hvernig leist