Lögrétta - 26.09.1906, Blaðsíða 1
LOGRJETTA
. Ritstjóri: PORSTEINN GÍSLASON, Pingholtsstræti 17.
J46.
Reykjavík 36. september 1906.
I. árg.
sCr H ThA Thomsen-
HAFNARSTR' 1718 1920 2U2-KOLAS 1-2' LÆKJAKT-1-2
'ffinólasöluÓQÍlóin
er í Hafnarstræti 18 (Nýhöfn).
Þar fást bestir íslenskir vindlar,
bæði í stórkaupum og smá-
kaupum.
Þar fást bestir útlendir vindlar,
jafnvel ekta Havanna.
Þar fæst alt reyktóbak, bæði i
langar og stuttar pípur, danskt,
enskl, hollenskt o. s. frv.
Þar fást cigarettur, ótal tegundir.
Þar fæst rjól í bitum og skorið.
Þar fæst munntóbak í smápökk-
um og stærri sölu.
Þar fást pípur, munnstykki, tó-
baksdósir o. s. frv.
f sambandi við þessa deild er
Vindlaverksm i ðjan,
sem er í Kolasundi 1.
Vindlarnir eru búnir til úr besta
efni, sem hægt er að fá í Hav-
anna, Brasilíu, Java og Sumatra.
Verk og allur útbúnaður mjög
vandaður.
Vindlarnir eru vel þurkaðir,
bragðgóðir, fallegir og ódýrir.
Verksmiðjan bætir stöðugt við
sig n^'jum formum og einkennis-
miðum eftir nýjustu tísku. Einn-
ið gerir hún ávall nýjar tilraunir
með að bæta gæði og blöndun
tóbaksins.
Bókasafnshúsið nýja.
Hornsteinninn var lagður, eins
og til stóð, sunnudaginn 23. þ. m.
Athöfnin hófst kl. 4 síðd. og var
þá tjöldi manna saman kominn við
húsgrunninn. Veður var ekki sem
best, í'egnþrungið loft og allhvass
vindur á sunnan. Stór pallur var
reistur þar sem fordyr hússins eiga
að vera. Þar var ráðherrann og
frú hans, landritari, forsetar þings-
ins, byggingarnefnd hússins og
byggingameistarinn. Fólkið skip-
aði sjer flest á götuna framan við
húsið. Þar var útbýtt nýju kvæði
eftir Þorstein Erlingsson og það
sungið af söngflokki, sem Brynjólf-
ur Þorláksson stýrði. Síðasta er-
indið hljóðar svo:
Nú finnur vor mentadís hækka sinn hag
úr húminu’ og kreppunni í bænum,
því hjer leggur úland nú hornstein í dag
að höllinni’ á vellinum grænum,
og hjer geta landið og hafið mætst
og hamingjudraumarnir allir rætst.
Síðan tók ráðherrann til máls og
tlutti ræðu þá sem hjer fer á eftir.
leirvöru- og járnvöruíeilö verslunarinnar €öinborgar, Ijajnarstræti 12,
hefur mestar og bestar birgðir af alskonar húsgögnum úr járni og leir, hverju nafni sem
nefnast, og margt fleira, alt mjög ódýrt. Hvar fást t. d. góð bollapör á 10 a. annarstaðar.
Lampar: hanglampar, bordlampar, vegglampar, náttlampar
aí öllum stærðum og tegundum.
Spyrjiö eftii* verðinu og |>;i er enginn efl ;í, að .yönr líst
best á að kaupa þar.
Ræða ráðherrans.
„Háttvirta sanikoma!
„Hálfnað er verk þá hafið er“,
segir gamalt máltæki. Það er svo
jafnan um öll nauðsynjamál og góð
fyrirtæki, að aðalerfiðleikarnir eru í
byrjuninni, enda „varðar mest til allra
orða, að undirstaðan rjett sje fundin".
En sje undirstaðan fundin og hyrn-
ingarsteinninn lagður í fullri meðvit-
und um tilgang og takmark, í ein-
lægum vilja og einbeittri trú á mál-
efnið, þá lánast að jafnaði að Ijúka
því sem eftir er. —
I dag eigum vjer að leggja hyrn-
ingarstein að mikilsvarðandi og merki-
legu húsi, stórhýsi, er á að geyma
fjársjóðu, sem vjer vonum, að eigi
fyrir sjer að vaxa með vaxandi
viðgangi og menning þessarar þjóð-
ar, eins og safn það, sem þetta
liús sjerstaklega er ætlað til að varð-
veita, hefur eflst og aukist með
vaxandi mannrænu, sjálfsdáð og
sjálfstæði þjóðar vorrar á öldinni sem
leið.
Saga landsbókasafnsins er ekki löng.
— Byrjun þess var sú, fyrir 88
árum síðan, árið 1818, að danskur
maður, 23 ára gamall lögfræðiskandí-
dat, Carl Christian Rafn, er síðar
varð svo kunnur fræðimaður og ís-
landsvinur, sneri sjer til Bókmentafje-
lagsins með tillögu um, að stofna bóka-
safn í Reykjavík, til þess að íslend-
ingar ættu kost á að kynnast bók-
um og mentum, sem þeim annars
væri svo erfitt að ná til vegna fjar-
lægðar landsins frá öðrum mentalönd-
um. Hann hafði þegar safnað nokkr-
um bókum í þessu skyni, og gaf þær
um leið og hann bauðst til þess að
vinna að efling safnsins eftir megni.
Reykjavíkurdeild Bókmentafjelagsins
átti nú brjefaskriftir um þetta mál
við stiftsyfirvöldin, þau aftur við
stjórnarvöld ríkisins, og árið 1821,
11. apríl, gaf konungur 840 rikisdali
reiðu silfurs til þess að útbúa herbergi
með hyllum og öðru, er til þurfti, á
loftinu yfir dómkirkjunni hjer í Rvík.
Þetta safn var nefnt Stiftsbókasafn.
Arið 1826 var safnið orðið um 2000
bindi, og var þá gefin út reglugerð
fyrir það, og útlánsreglur. Eftir það
jókst safnið smátt og smátt, mest af
gjöfum góðra manna, en að starfsemi
þess hafi ekki aukist afarfljótt, sjest
á því, að 30 árum síðar, 1856, eru
árslaun bókavarðarins nýhækkuð úr
30 rdl. upp í 40 rdl. Árið 1868
bættust safninu 2,800 bindi frá kgl.
bókasafninu í Kaupmh., auk gjafa
frá F. A. Krieger ráðherra o. fl.,
sem of langt yrði upp að telja
hjer. En af aimannafje hafði bóka-
safnið engan styrk, alt þangað til
Island fjekk sjálft fjárráð sín. En þeg-
ar 1875, á hinu fyrsta löggjafarþingi, í
fyrstu fjárlögum, sem alþingi samdi,
var veitt fje til stiftsbókasafns-
ins, að vísu ekki nema 400 kr. á ári,
en það var þó byrjun, er markaði
nýja stefnu. Safnið var þá enn geymt
á kirkjuloftinu. En þegar alþingis-
húsið var byggt, 1880, var stiftsbóka-
safninu ætlað rúm þar, og á alþingi
1881 var tillagið til bókasafnsins fært
upp í 2050 kr. á ári, og jafnframt
afnumið notendatillagið, sem til þess
tíma var 2 kr. á ári. Um það leyti
var komið inn í safnið bókasafn Jóns
Sigurðssonar, sem keypt var fyrir
25,000 kr. samkvæmt fjárveiting frá
1877, og er safnið upp frá þessu
nefnt Landsbókasafn.
Síðan hefur safnið aukist tiltölu-
lega fljótt, og á nú um 50,000
bindi, eða fleiri þó, ef alt smælki
ermeðtalið. Framlag landsjóðs hef-
ur og aukist smám saman, og er
eftir núgildandi fjárlögum 11,760 kr.
á ári. —
Síðan safnið fór að stækka hafa
menn fundið mjög til þess, að hús-
næði þess í alþingishúsinu er allsendis
ónógt og ófullnægjandi; auk þess
vantar landsskjalasafnið, sem stofnað
var 1882, hentugt og nægilegt hús,
og önnur söfn landsins eiga mjög
erfitt uppdráttar vegna húsnæðisleys-
is. Menn hafa því fundið, að bráð-
nauðsynlegt var, að koma upp safna-
byggingu, en útgjöldin hafa vaxið
mönnum í augum, því nóg er til að
vinna fyrir það fje, sem gjaldendur
geta látið af hendi rakna til opin-
berra þarfa. En á síðasta alþingi var
það til bragðs tekið, að reyna að
koma byggingunni upp án aukinna
álaga, eða án þess að taka fje af
árlegum skatttekjum landsjóðs f þessu
skyni, með því að eins, að breyta
einni eign í aðra, selja til bygginga
þetta tún, Arnarhólstúnið, sem vjer nú
stöndum á, og sem vegna framfara
landsins og þessa bæjar sjerstaklega
hefur aukist stórum að verðmæti, og
stófna sjóð af andvirðinu, til bygg-
ingar opinberra bygginga.
Hin fyrsta bygging þessa sjóðs er
þetta hús, sem hjer á að reisa. Er
ætlast til, að húsið sje nú þegar
bygt svo stórt, að nægi landsbóka-
safninu og landsskjalasafninu í 50—
60 ár og einnig hinum söfnunum um
hríð. Samkvæmt gamalli venju verð-
ur lögð niður í grundvöll hússins
stutt skýrsla um bygging þess. Hún
er rituð á bókfell, sem ásamt gild-
andi bankaseðlum og póstmerkjum
verður sett í loftþjett blýhylki, og
hljóðar skýrslan þannig :
Hús þetta er bygt handa lands-
bókasafni og landsskjalasafni Islands
samkvœmt lögum um stofnun bygg-
ingarsjóðs og bygging opinberra bygg-
inga, staðfestum 20. dag októberm.
1905 og er hyrningarsteinninn lagð-
ur á dánarafmœli Snorra Sturluson-
ar 23. septemberm. 1906, á fyrsta rík-
isstjórnarári
Frederiks konungs hins VIII.
Ráðherra: Hannes Hafstein.
Landritari: Klemens Jónsson.
Forsetar alþingis:
Eiríkur Briem,
Julius Havsteen,
Magnús Stephensen.
Byggingarnefnd, kosin af alþingi:
Guðmundur Björnsson,
Jón Jakobsson,
Tryggvi Gunnarsson.
Teikmngin gerð af:
Magdahl Nielsen byggingameistara.
Verkið framkvœmt af:
Ijelaginu „ Völundur“.
Umsjónarmaður við bygginguna:
I. Kiörboe byggingameistari.
Bókavörður landsbókasafnsins settur:
Jón Jakobsson.
Skjalavörður landsskjalasafnsins :
Dr. Jón Porkelsson.
Ætlast er til, að aukið sje við bygg-
inguna eftir þörfum síðar.
Ment er máttur.
Sfðustu einkunnarorðin: Ment er
máttur, verða höggvin inn í grunn-
steininn, sem verður þannig fyrir
komið, að hann sjest að innan úr
kjallaranum. Á steininn verður og
höggvið, að hann sje lagður á ár
tíðardag Snorra Sturlusonar, snillings-
ins snjalla, sem, eins og kunnugt er,
ljest aðfaranótt þessa dags fyrir 665
árum.
Nefndinni, sem aðstoðar stjórnina
við bygginguna, þótti vel til fallið,
að þessi athöfn færi fram einmitt
þennan dag, því að vissulega er lífs-
starf Snorra grundvöllur og hyrning-
arsteinn undir mentafrægð og orðs-
ti Islands, sem er þess fegursta
fjöður enn fram á þennan dag, og
vonin um, að sú stofnun, sem sjer-
staklega er helguð fortíðar-, nútíðar-,
og framtíðar-mentum þessa lands, megi
koma að tilætluðu gagni með til-
ætluðu magni, er óaðgreinanlega sam-
einuð minning hans. Því fatt sann-
ar öllu áþreifanlegar, hvílíkur máttur
fylgir mentinni en það, hverja þýð-
ingu þær mentir, sem Snorri Sturlu-
son er fulltrúi fyrir og frömuður að,
hafa haft fyrir hina íslensku þjóð, líf