Lögrétta - 14.11.1906, Qupperneq 2
210
L0GRJETTA.
Lögrjetta kemur út á hverjum mið-
vikudegi og auk þess aukablöð við og við,
minst 60 blöð als á ári. Verð: 3 kr. árg.
á íslandi, erlendis 4 kr. Gjalddagi 1. júlí.
Skrifstofa opin kl. 10*/a—11 árd. og kl.
3—4 síðd. á hverjum virkum degi.
Innheimtu og afgreiðslu annast Arinbjörn
Sveinbjarnarson, Laugaveg 41.
511 helstu blöð landsins muni fram-
vegis vinna að því í bróðerni, að
halda fram þeim hinum sömu meg-
inkröfum um sambandslög, sem al-
þingi bar fram í Danmörku. Og þá
má ætla, að því takmarki sje náð,
sem margir hafa þráð, að öll sundr-
ung hætti um það, sem mestu varð-
ar, samband Islands við Danmörku.
Nóg önnur deiluefni til. -—
Flest þau atriði, sem hjer eru nefnd,
verða frekar rædd síðar hjer í blað-
inu, og er í rauninni óþarft að geta
þess, að „Lögrjetta"—sem er þing-
mannablað — mun eindregið fylgja
þeim kröfum og skoðunum, sem al-
þingi ljet í Ijósi við ríkisþingið.
Undirtektir „Norðra“
undir blaða-ávarpið.
Yfirlýsingin íremst í blaðinu var
símrituð Norðra og svaraði ritnefnd
blaðsins: Guðlaugur Guðmundsson,
Jón Jónsson frá Múla og Magnús J.
Kristjánsson með þessu símskeyti:
Akureyri 13. nóv. 1906.
Vjer erum samþykkir svari rit-
nefndar „Lögrjettu".
Ritnefnd „Norðra".
Berklaveikin.
(Niöurl.).----
Hobert Koch og- berklo-
lyl' hiins.
Robert Koch hefur varið mörgum
árum af lífi sínu, feiknamiklu fje og
fyrirhöfn til þess að leita að læknis-
lyfi við berkiaveiki og bólusetning-
arefni. Hann hefur reynt margskon-
ar efni, sem hann hefur leyst út úr
berklagerlum eða næringarvökvum,
sem þeir hafa lifað í. Frægast er
Tuberkulínid (gamla). Það er efna-
útdráttur úr berklagerlum. Það lækn-
ar ekki berklaveiki og það gerir
menn heldur ekki ótæka fyrir veik-
inni eins og vonir voru um, en það
hefur þó komið að miklum notum.
Ef því er spýtt inn í hold á skepn-
um, þá kemur í ljós, hvort berklaveiki
býr í þeim; sje svo, fær skepnan
sótthita skömmu eftir innspýtinguna.
Þessa ráðs hefur verið neytt víða
um heim, einnig hjer á landi, til þess
að finna berklaveiki í nautpeningi.
A sama hátt má komast að því, hvort
berklaveiki býr í manneskjum, en til
þess hefur þó tuberkulínið af ýmsum
ástæðum h'tið verið notað.
Koch hefur reynt aðrar aðferðir,
önnur efni; eitt kallaði hann „T. O.",
annað „T. R." og þriðja „nýtt tu-
berkulín". Það er blanda af „T. O."
og „T. R.“. I þessum lyfjum eru
dauðir berklagerlar, sundurmarðir.
Þau eru ekki eins eitruð eins og
gamla tuberkulínið, en hafa ekki kom-
ið að meiri notum.
Koch og lærisveinar hans komust
loks að þeirri niðurstöðu, að „hing-
að til hefði mistekist að gera skepn-
ur eða menn ótæka fyrir kerklaveiki
með efnum úr dauðum berklagerl-
um“ og væri eina ráðið, að nota til
þess lifandi berklagerla (sbr. það sem
áður er sagt, að í bóluefninu við
bólusótt er lifandi bólusóttkveykja).
En Koch fann engin ráð til að breyta
lífseðli berklagerlanna svo, að óhætt '
væri að setja þá í manneskjur í þessu
skyni, á líkan hátt eins og bólusótt-
kveykjan er sett í menn í bóluefninu.
BerlílalyC Beliriiijrs.
Behring tók til þar sem Koch hætti.
Og lengi vel fór eins fyrir honum;
hann fann ekki ráð til að gera skepn-
ur ótækar fyrir berklaveiki annað en
það eina, að láta í þær veiklaða
berklagerla. Með efni, er hann kall-
aði bovovaccin, tókst honum að gera
kýr ótækar fyrir berklaveiki, en þetta
bovovaccin var mjög örðugt viðfangs,
og ekki þorði hann að reyna það á
mönnum, einmitt vegna þess, aðíþví
voru lifandi berklagerlar.
En fyrir rúmu ári var háður alls-
herjar læknafundur í París til að ræða
um berklaveiki og þá lýsti Behring
yfir því, — 7. okt. 1905 — að nú
hefði hann fundið aðferð til að ná
út úr berklagerlunum því efni, sem
gerði skepnur ótækar fyrir veikinni
og gæti enda læknað veikina í þeim,
ef hún væri í fyrstu byrjun. Þetta
efni kallaði hann T. C., en vildi ekki
segja neitt nánar um aðferðina.
Nokkru síðar — 8. febr. 1906 —
gerði hann kunnugt annað lyf, sem
hann kallar tuberkulase. Um þetta
lyf segir hann : Það er að útliti Hkt
hunangi; það er fengið á þann hátt,
að Chloralhydrat*) er látið vinna á
berklagerlum. Berklarnir í tuberku-
lase valda ekki berklabólgu í hold-
inu, en þeir valda því, að skepna,
sem fengið hefur tuberkulase, lætur
eins við Kochs tuberkulíni eins og
skepna, sem hefur berklaveiki (o: fær
sótthita). Með tuberkulase tókst að
gera kýr ótœkar ýyrir berklaveiki.
Það var líka reynt á kúm, semberkla-
veiki leyndist í, veikin ekki sýnileg,
en berklagerlar í mjólkinni, og eftir
nokkurra vikna meðferð hlirfu berkla-
gerlarnir úr nýmjólkinni.
Tuberkulase er spýtt inn í holdið
á kúm; ef kýrin fær engan sótthita
á eftir, þá er fimmföldum skamti
spýtt í hana fimm dögum síðar; ef
hún fær engan sótthita þá heldur, má
telja víst, að hún hafi ekki berkla-
veiki og um leið er það unnið, að
nú er kýrin ótœk fyrir veikinni.
Af þessu má marka, að tuberku-
lase er að því leyti líkt tuberkulíni,
að skepnur fá sótthita af því, ef
berklaveiki býr í þeim.
TulaHe, nýjasta lierklalyC
Behrings.
Fyrir þrem mánuðum — 14. ágúst
— Ijet Behring vita af því, að nú
hefði hann komið því lagi á berkla-
lyf sitt, að hann teldi ástæðu t'l að
reyna það á manneskjum. Þetta nýj-
asta lyf sitt kallar hann Tulase.
Það má ráða af orðum Behrings,
að Tulase er að útliti líkt þunnu
hunangi, og munu vera í því dauðir
berklagerlar. Hann segir Tulase
miklu auðveldara og kostnaðarminna
í gerðinni, en lyf það, sem henn
hafði í fyrra og kallaði T. C.
Nú hefur hann fengið læknum Tul-
ase til þess að reyna það á mann-
eskjum, en þó ekki hverjum Iækni
sem hafa vill, heldur þeim einum,
sem vinna fyrst hjá houum á ran-
sóknastofnun hans í Marburg í þrjá
mánuði og ganga því næst að ákveðn-
um skilyrðum um tilhögun á tilraun-
unum.
Tulase er spýtt inn í holdið eða
tekid inn í mat. Behring ætlast til
að b'órnum sje þad gefið i mjólk,
einu sinni eða tvisvar, á viku fresti,
°g hyggur, að b'órnin verði þá að
nokknim mánuðum liðnum ótœk fyr-
ir berklaveiki; verði því að gæta
þess vel, að þau smittist ekki með-
an á biðinni stendur. Þetta dregur
'*') alkunnugt svefnmeðal.
hann af reynslu sinni á skepnum.
Það hefur tekið 4 mánuði að gera j
þær ótækar fyrir berklaveiki með
Tulase.
Tulase er þannig einskonar bólu-
eetningarefni við berklaveiki.
Auk þess er ætlast til, að það
verði reynt ásjúklingum, sem berkla-
veiki hafa í fyrstu byrjun, og á þá
að gefa þeim lyfið daglega í 10 daga,
því næst hætta 10 daga, þá aftur lyf-
ið í 10 daga og svo koll af kolli og
auka skamtinn smátt og smátt.
Behring er mjög gætinn í orðum
og vill auðsjáanlega koma í veg fyr-
ir, að menn geri sjer of ríkar vonir
um árangurinn. Hann segir sjálfur:
„Jeg vil láta þess getið og legg
„áherslu á, að jeg hef ekki gert til-
„raunir á kúm, sem hafa auðsæa
„berklaveiki, því líka, sem lungna-
„tæring er í manneskjum, og er þess
„vegna engin vísinda-sönnun fengin
„fyrir því, að tuberkulase*) muni geta
„læknað lungnatæringu í mönnum.
„Það var ekki tæringarlyf, ekki lækn-
„islyf til að lækna berklasár í lung-
„um, sem jeg talaði um í París, held-
„ur talaði jeg þar um berklalyf, sem
„komið gæti í veg fyrir tæringu í
„ungum manneskjum, ef þess væri
„neytt í tíma, og hjálpað tæringar-
„sjúklingum, hjálpað lífsþrótt líkam-
„ans til þess að sigra sjúkdóminn,
„að því leyti, sem það kæmi í veg
„fyrir, að sjúklingurinn smittist á ný“.
Ef þetta lánast, ef það lánast að
geta gert ungar manneskjur ótækar
fyrir berklaveiki, ef það lánast að
koma í veg fyrir, að veikin breiðist
út í öllum þeim urmul af fólki, sem
berklasóttkveykjan leynist í, þá er unn-
ið ómetanlegt gagn.
Þess vegna er eðlilegt að menn
bíði með óþreyju eftir árangrinuin af
tilraunum Behrings.
Oþreyjan er þeim mun minni sem
vjer vitum betur að hingað til hafa
engar slíkar vonir ræst.
G. B.
r
Utlendar frjettir.
Holdsveiki í Sviss.
Það hefur nýlega komið í Ijós, að
í Róndalnum efri er mögnuð holds-
veiki og hafa merki hennar fundist
þar víða. Sumstaðar hafa sjúkling-
arnir viljað varna læknunum að skoða
sig. Það er ráðgert að reisa þar strax
holdsveikrahæli.
Tatjana Leontiev,
rússneska stúlkan í Sviss, sem ætl-
aði að drepa Durnovó ráðherra og
frá er sagt í síðasta blaði, hefur ver-
ið sett á geðveikraspítala.
Hallæri í Rrtsslandi.
Á stórum svæðum í Rússlandi var
uppskerubrestur í sumar og er af-
leiðingin af því hungursneyð í haust.
Milljónir manna hafa þar ekkeit við-
urværi.
Keisarinn í Annani
í Austur-Asíu hefur nýlega vakið eft-
irtekt á sjer á þann hátt, að hann
hefur drepið margar af konum sínum
og sumar hryllilega. — Frakkar ráða
nú Annam, en áður var það keis-
aradæmi. Þeir hafa látið keisarann
halda titli sínum og keisarabústað og
þar hefur hann eytt æfinni í algerðu
aðgerðarleysi, en er valdalaus maður.
Loftsigling.
Zeppelín greifi, sem lengi hefur
verið kunnur fyrir loftsiglingatilraun-
ir sínar, hefur í síðastl. mánuði verið
að reyna loftfar af nýrri gerð, er
*) sama segir hann um Tulase.
hann hefur látið smíða, og þykja þær
tilraunir hafa hepnast mjög vel. Hann
hefur farið fram og aftur um loftið,
ýmist undan vindi, eða mót vindi,
og náð 42 kílóm. hraða á klukkust.
Zeppelín er nú hálfáttræður.
Fnndurinn í Helsingfors.
Þess var getið í simskeyti í 49. tbl.
„Lögr.", að frjálslyndir stjórnmála-
menn rússneskir hefðu haldið fund í
Helsingfors og eigi getað orðið á eitt
sáttir um stefnuskrá sína. En það
voru aðeins fulltrúar eins stjórnmála-
flokksins frá dúmunni í sumar sem
þarna komu saman, hins svonefnda
»Kadetta-flokks«, en hann er í skoð-
unum nálægur vinstrimönnum ann-
arstaðar. Flokkurinn klofnaði í þrent,
en allar deildirnar samþyktu að lok-
um harðorða yfirlýsingu gegn fram-
ferði stjórnarinnar.
Norska ráðaneytið.
I símskeytafregnum hjer í blaðinu
er getið um breytingu á norska ráða-
neytinu.
Þingkosningar eru nýafstaðnar í
Noregi og eru vinstrimenn langfjöl-
mennastir í þinginu. En ráðaneytið,
sem við vöid hefur verið nú um hríð,
var blandað. I því voru bæði hægri-
menn og vinstrimenn. Stefnuskrár
stjórnarinnar og vinstriflokksins voru
mjög líkar, en þó kom það til tals í
þinginu, að steypa ráðaneytinu og fa
nýja stjórn. Nú skýrir símskeytis-
fregnin frá, að úr því hafi þó ekki
orðið, aðeins hafi tveir af ráðherrunum
farið frá. Michelsen er enn formaður
ráðaneytisins, enda viðurkenna Norð-
menn alment stórvirki það, sem hann
og ráðaneyti hans vann í fyrra.
Fjelag stofnað
til að koma upp berklaveikishæli.
Síðastl. vetur flutti „Lögr." ítar-
legar greinar eftir Sigurð lækni Magn-
ússon í Khöfn um nauðsyn þess, að
stofnað yrði berkiaveikishæli hjer á
landi, og að almenn samtök yrðu
hafin til þess að sporna við útbreiðslu
þessarar skæðu veiki. Nú er þetta
mal komið vel á veg og ætti að fá
hinar bestu undirtektir um alt land,
því nauðsynin er auðsæ.
í gærkvöld var haldinn fundur í
Bárubúð og þar stofnað fjelag til
varnar gegn berklaveiki. Oddfellow-
fjelagið hafði undirbúið málið mjög
rækilega og boðað um 300 manns á
fundinn með svohljóðandi fundarboði:
Ollum stendur ótti af því, hversu algeng
berklaveikin er orðin hjer á landi. Allir
skynja, hversu brýna nauðsyn ber til, að
ráða bót á þessu þjóðarmeini. Aðrar þjóðir
hafa sannað, að það er ekki óvinnandi
þraut; ráðin eru þau, að reisa heilsuhæli,
efla þekkingu á veikinni meðal almennings
og hefta för hennar mann frá manni. En
þetta er alt erfiðara en svo, að landsstjórn
geti ein annað því. Öll alþýða verður að
hefja handa. I öðrum löndum hafa verið
stofnuð alsherjarfjelög í þessu skyni; þau
hafa unnið stórgagn.
Nú hefur Oddfellow fjelagtð hjer á landi
haft þetta rnál til meðferðar, kynt sjer al-
þýðufjelagsskap annara þjóða til varna gegn
berklaveiki og útvegað kostnaðaráætlun ttm
heilsuhæli hjer á landi. Leyfir fjelagið sjer
að bjóða yður til fundar í Bárubúð þriðju-
dagskvöld 13. þ. m. kl. 8V2 til að ræða urn
stofnun fjelags til varna gegn berklaveiki.
Fyrir hönd Oddfellorv-fjelagsins á Islandi.
Reykjavík io- nóv. 1906.
Ásgeir Sigttrðsson. Björn Jónsson.
Einar Árnason. G. Björnsson.
Guðm. Olsen. Hannes Thorsteinsson.
Hjörtur Hjartarson. Jón Þórarinsson.
Klemens Jónsson. Sighv. Bjarnason.
Sæm. Bjarnhjeðinsson. Þórður Edílonsson.
Formaður Oddfellow-fjektgsins, Síg-
hvatur Bjarnason bankastjóri, setti