Lögrétta - 14.11.1906, Blaðsíða 3
L0GRJETTA.
211
fundinn, skýrði frá tilefni hans og
stakk upp á, að Jón Magnússon skrif-
stofustjóri væri kosinn fundarstjóri,
og var svo gert; Asg. kaupm. Sig-
urðss. var kosinn skrifari. Guðm. lækn-
ir Björnsson talaði því næst alment
um málið, gerði grein fyrir undir-
búningi Oddfellovv-rjelagsins og gat
þess að lokum, að fjelagsmenn hefðu
þegar innanfjelags safnað fullum 1500
kr. til þessa fyrirtækis. Ræða hans
kemur í næsta blaði „Lögr.".
Guðm. læknir Magnússon, Einar rit-
stjóri Hjörleifsson, Steingrímurlæknir
Matthíasson, Jón ritstj. Ólafsson, Tr.
Gunnarsson bankastj.og Þórhallur lekt-
or Bjarnarson færðu Oddfellow-fjelag-
inu þakkir fyrir dugnað þess og mæltu
með fjelagsstofnun. Hannes Hafstein
ráðherra ætlaði að koma á fundinn
og mæla með fjelagsstofnun, en var
þá veikur, og gat því ekki komið.
Var svo, eftir tillögu, er síðasti ræðu-
maður bar fram í nafni forgöngu-
manna fyrirtækisins, kosin 12 manna
skipulagsnefnd til að semja lög handa
fjelaginu, og eru þessir menn í
nefndinni:
Ur Oddfellow ijelaginu : Asg. Sig-
urðsson kaupm., B. Jónsson ritstj ,
Guðm. Björnsson læknir, Hjörtur
Hjartarson trjesmiður, Kl. Jónsson
landritari, Sighv. Bjarnarson bankastj.
Utan Oddfellow-fjelagsins: Eir.
Briem dócent, Guðm. Guðmundsson
fátækrafulltr., Guðm. Magnússon lækn-
ir, Matth. Þórðarson skipstjóri, M.
Lund lyfsali og Ol. Olafsson fríkirkju-
prestur.
Skipulagsnefndin kom saman að
fundinum loknum og kaus sjer for-
mann, Kl. Jónsson landritara, skrif-
ara, Björn Jónsson ritstj., og fjehirði,
Sighv. Bjarnason bankastjóra.
XaupjjelagshreyJingin
austan fjalls.
Eins og aður hefur verið skýrt frá
í „Lögrjettu", var kosin nefnd manna
á Þjórsárfundinum 8. jan. s. 1. til þess
að íhuga og gera tillögur um kaup-
fjelagsmál Sunnlendinga. Alit nefnd-
atinnar hefur verið prentað og því út-
býtt til athugunar. I áliti sínu gerir
nefndin grein fyrir muninum á sam-
eignarkaupfjelögum og þeim pönt-
unarljelögum, sem tíðust hafa verið
og eru hjer á landi. Munurinn er
aðallega fólginn í þessum meginat-
riðum, eftir því sem nefndinni farast
orð :
1. Pöntunarfjelögin verða að kaupa
allar vörur tyrir lánsfje, lána þær
aftur út og eiga því alt af a hættu
að bíða halla af vanskilum. —
Kaupfjelögin aftur a móti leggja
áhersluna á það, að hönd selji
hendi í öllum viðskiftum.
2. Pöntunarfjelögin setja útsöluverð-
ið á vörurnar svo lagt, sem ýtr-
ast er mögulegt. Kaupfjelögin
vilja hafa vaðið fyrir neðan sig
og selja vöruna með líku verði
og kaupmenn, en úthýta síðan
ágóðanum af versluninni í árs-
lokin.
3. I pöntunarfjelögunum njóta nrenn
þegar i stað als agóðans af vöru-
kaupunum og verður hann jafn-
óðum að eyðslueyri. Kaupfje-
lögin leggja áherslu á, að hver
tjelagsmaður leggi upp nokkuð
af ágóðanum og safni sjerþann-
ig nokkurskonar fasteign.
Nefndin samdi einnig frumvarp til
laga fyrir sameignar eða samvitinu-
kaupfjelag og hafði til hliðsjónar lög
útlendra kaupfjelaga. Nefndin ósk-
aði eftir, að frumvarpið yrði rætt í
hverjum hreppi í Árnessýslu. Rang-
árvalla- og Vesturskaftaíellssýslu, og
síðan kosnir fulltrúar til að mæta á
fundi við Þjórsárbrú 26. okt. s. I.
Annars lagði nefndin það til, að
»Stokkseyrarfjelagið«, sem er elsta
pöntunarfjelagið hjer sunnanlands,
breytti lögum sínum í þá átt, er hún
bendir á, og að það útvegaði sjer
fleiri fjelaga. Hún gerði og ráðstaf-
anir til þess, að á fundinum 26. okt.
fengist vissa um undirtektir „Stokks-
eyrarfjelagsins". Ætlaðist nefndin svo
til, að á þeim fundi yrði tekin fulln-
aðarákvörðun um málið. — Tillögur
nefndarinnar munu hafa líkað vel yf-
irleitt, og flestir töldu sjálfsagt, að
Stokkseyrarfjelagið mundi fallast á
málið og breyta lögum sínum í þá
átt, er nefndin lagði til.
Fundurinn var haldinn hinn ákveðna
dag, en varð miklu fámennari en bú-
ist var við. Mættu þar þó um 30
menn; en flestir þeirra, er sóttu fund-
inn, mættu án þess að hafa verið
kjörnir til þess Kjörnir fulltrúar voru
fáir. Hefur það farist fyrir í flest-
um hreppum að kjósa menn til þess
að mæta fundinum, hverjum eða
hverju sem það hefur verið að kenna.
— Formaður nefndar'nnar, Eggert
Benediktsson í Laugardælum, gat ekki
mætt, og kom það sjer illa; hann
var lasinn um það leyti. Sama var
að segja um skrifara nefndarinnar,
sjera Kjartan Helgason í Hruna, er
einnig var forfallaður. Hinir nefnd-
armennirnir mættu og ekki, hvað
sem því hefur valdið. — Þá væntu
menn, að formenn Stokkseyrarfjelags-
ins mundu koma á fundinn; en það
varð eigi, enda var annar þeirra (vara-
maðurinn) Eggert Benediktsson for-
tallaður eins og þegar er getið.— En
fyrir hönd íormanns nefndarinnar
mætti síra Ólafur|Sæmundsson í Hraun-
gerði, er setti fundinn og gekst fyr-
ir kosningu fundarstjóra og skrifara.
Lýsti hann því yfir, eftir beiðni for-
manns nefndarinnur, að Stokkseyrar-
fjelagið gæti eigi eða vildi eigi breyta
fyrirkomulagi sínu i þá átt, er nefnd-
in hafði lagt til. — Vakti þetta tölu-
verða óánægju á fundinum sem von
var, því flestir höfðu gert sjer vonir
um hið gagnstæða. Sumir hjeldu
jafnvel, að þessar undirtektir Stokks-
eyrarfjelagsins stöfuðu frá viðskiftum
þess fjelags við umboðsmann sinn
Zöllner; en það er næsta ósennilegt,
einkum þegar þess er gætt, að nefnt
fjelag er að öllu leyti óháð þessum
umboðsmanni, eftir því sem vara-
formaður fjelagsins, Eggert Bene-
diktsson, lýsti yfir á nefndarfundinum
í vor.
Á fundinum kom það í Ijós, að í
þessum sýslum (Árnessýslu og Rang-
árvallasýslu) væri í undirbúningi stofn-
un verslunarfjelags, eða kauptjelags,
sem ætlaði sjer aðallega að hafa
bækistöðu sína á Stokkseyri, og
kaupa verslunarhús Olafs Árnasonar
kaupmanns. Frá þessu fjelagi voru
mættir 3 menn a fundinum, sem
kosnir höfðu verið í því skyni. — í
umræðunum, er urðu um kaupfjelags-
málið, kom það ljóslega fram, að
mönnum þótti fara best á því, að
hjer væri komið á fót einn öflugn
Jcaupfjelagi, og að þau fjelög sem
nú eru sameini sig því. — En fund-
urinu lagði áherslu á það, að þessi
kaupfjelagsskapur væri í meginatriö■
unum sniðinn eftir frumvarpi nefnd-
arinnar. Um þetta voru langflestir
fundarmennir sammála og þar á með-
al Ólafur Árnason, er lýsti því yfir,
fyrir hönd sína og sinna fjelaga, að
hann hefði ekkert verulegt við það
að athuga. Á fundinum voru enn-
fremur mættir allmargir fjelagar úr
hlutafjelaginu „Heklu", setn er versl-
unarfjelag, og hefur aðsetur á Eyrar-
bakka. —- Virtust þeir einnig hlyntir
sameiningit 1 verslunarefnum.
Niðurstaðan á fundinum var sú,
að eftirfylgjandi tillaga var borin upp
og samþykt'
„Fundurinn ályktar, að styðja hvern
þann fjelagsskap í verslunarefnum, er
fer sem næst því að fullnægja aðal-
hugmyndinni í frumvarpi kaupfjelags-
nefndarinnar frá 8. jan. 1906“.
Kaupfjelagsmaður.
Símskeyti
til „Lögrjettu“.
Khöfn S. nóv.
Ráðaneytisbreyting í Noregi.
Hægrimennirnir Hagerup Bull og
Vinje hafa fengið lausn úr norska
ráðaneytinu. 1 stað þeirra eru orðn-
ir ráðherrar vinstrimennirnir Berpe,
tjármálaráðherra, og Aarrestað, land-
búnaðarráðherra.
J'ingkosningar í Bandaríkjunum.
Við kosningar til sambandsþings-
ins í Bandaríkjunum hefur meiri hluti
repúblikana þokast niður úrii2Í70.
Kosningarjettur kvenna.
Fyrir enska þingið hefur verið lagt
frumvarp um kosningarjett kvenna.
Rússneska þingið.
Kosningar til þess hafa verið tak-
markaðar.
Kh'ófn IJ. nóv.
Hákon konungur kom til Lundúna
í gærkvöld.
Búa-uppþot í Suður-Afríku.
Reykjavik.
Kirkjusöngvaætlar Brynjólfur Þor-
láksson að byrja hjer í þessum mánuði.
Nöngfjelag hefur Sigfús Ein-
arsson stofnað hjer í haust. „Við
höfum stofnað fjelagið", sagði hann,
er „Lögr." spurði hann út í þetta
mál, „í þeim tilgangi, að það full-
nægi sem frekast er unt þeim kröf-
um, er gerðar verða til góðrar söng-
listar, en vitaskuld þarf bæði tima
og æfingu þar til raddirnar eru sam-
sungnar. Fyrsta samsönginn höld-
um við þegar ofuriítið sljákkar tom-
bólum og myndasýningum í Báru-
húsinu. Þar verða sungin 3 lög eft-
ir I. P. E. Hartmann og er eitt þeirra
allstórt og fyrir sólórödd, biandaðar
raddir undirspil, og heitir: Fyrir
handan fjöllin. Stgr. Thorsteinsson
hefur þýtt kvæðið". Annars nefndi
hann ýms tónskald, er fjelagið ætlaði
að syngja lög eítir, svo sem Goun-
od, Lange-Múller. Grieg, Tschaikow-
sky, (rússnenkt tónskald), Brahms og
Wagner". Fyrsti samsöngurinn verð-
ur nú á laugard. kemur, eftir því
sem auglýst er annarsstaðar hjer í
blaðinu.
Iðunn. Farið er nú að reisa aft-
ur úr rústum klæðaverksmiðjuna „Ið-
unni" og á nú húsið að verða úr
steini.
Trúlofuð er Ásgeir Torfason efna-
fræðingur og frk. Anna Ásmunds-
dóttir.
Páll Melsteð varð 94 ára í gær,
ern og hress.
Gullið. Byrjað er nú á verki í
Vatnsmýrinni, að veita vatni frá þar
sem bora á, og verður þar jafnframt
gerð allmikil skál til vatnsbirgða,
því við borunina eyðist c. 3/4 tn. af
vatni a mínútu, til þess að skola hol-
una og kæla borinn. Borinn verður
knúður af gufuvjel.
Rostgaard vjelastjóri fer væntan-
lega utan með »Vestu« næsttil þess
að taka á móti ahöldunum og búa
sig undir að stjórna verkinu. Vænt-
Safnað af Eyj. Guðmundss. Hvammi 50 kr.,
safn. af Guðm. Þórðars. fact., Gerðum 19 kr.,
Hallst. Bjarnas. Sólmundarhöfði 2 kr., S. Sig-
urðss. Melkoti I kr., Gisli Einarss. Hliði 3 kr.,
Guðj. Tómass. Vinam. 5 kr., Benóný Jósefss.
Háteig I kr., Bjartey Halldörsd. Hraunl I kr.,
Guðr. Jónsd. Hrauni I kr., Jóh. Jónsd. Hrauni
I kr., safn. i Hvalfj.str.hr, af Bj. oddv. Bjarnas.
Geitab. 58 kr., samsk. úr Miðn.hr. (safn. af
hr. M. J. Bergmann) 75 kr. 40 a. Áður augl.
30,010 kr. 27 a. Samt. 30,227 kr. 67 a.
Rvík ™/io — ’06.
G. Zoéga.
anlega verður svo byrjað á því jaín-
skjótt og Rostgaard kemur heim aft-
ur. nú um áramótin.
Byggingarfjelag Reykjavíkur.
Svo heitir hlutafjelag, setn stofnað
var hjer í fyrrakvöld, 12. þ. m. Hluta-
fje er 120 þús. og -að mestu leyti
fengið. Stjórn fjelagsins hefur leyfi
til að hækka hlutafjeð upp t 200 þús.
Verksvið fjelagsins er, að taka að sjer
að reisa hús úr steini og trje, reka
timburverksmiðju og grjótgerð og
versla með timbur og grjót. Fyrir
stofnun fjelagsins hafa aðallega geng-
ist: Thor Jensen kaupmaðnr, Eggert
Claessen málaflutningsmaðitr og Bjarni
Jónsson trjesmiður. I fjelaginu eru
nú um 30 trjesmiðir og álíka margir
steinsmiðir, og svo nokkrir aðrir.
Stjórn er kosin: Thor Jensen, Eggert
Claessen, Bjarni Jónsson, Stefán Egils-
son múrsmiður og Jón Hafliðason
steinsmiður.
Lög fjelagsins voru samþykt á stofn-
unar fundinum. Ábyrgðin er tak-
mörkuð. Hlutir eru 100 kr., en einnig
fjórðapartshlutir, aukahlutir kallaðir,
25 kr.
„Vesta“ kom í nótt norðan um
frá útlöndum, 7 dögum á eftir áætlun;
hafði tafist vegna óstiltra veðra. Eftir
henni er haft, að „Skálholt" sje ekki
væntanlegt fyr en um helgi.
Andar Sigurðar Triers.
Ungur blaðamaður í Khöfn fjekk Sig.
Trier, andatrúarpostula, nýlega til að ábyrgj-
ast fyrir sig 200 kr. lán, en borgaði ekki í
gjalddaga. svo að Trier varð að láta pen-
ingana. I blaði sínu skýrir hann frá þessu
og fer mörgum óvirðingarorðum um svik-
arann. En merkilegt fanst honum, að for-
sjónin skyldi leyfa annað eins og þetta.
Hann sneri sjer þá til anda sinna og spurði,
hvernig á því stæði. Þar fjekk hann lausn-
ina á gátunni og er hún þessi:
Fyr á tímurn var S. Trier rómverskur
höfðingi, Marcus Claudius, en blaðamað-
urinn svikuli var þá ríkur uppskafningur í
Rómaborg, sonur leysingja eins þar. Einu
sinni kernur þrælasölumaður til þeirra
tveggja og býður þeirn kaup á ambáttum.
Trier, þ. e. M. Claudíusi, lýst þar mjög vel
á Gyðingastúlku stóra, fagra og svarthærða,
en hefur ekki fje við hendina, af því að
hann hefur þá tapað miklu á skipaútgerð
og veðmálum á leikhúsinu. Uppskafning-
urinn lánar honum þá fje til kaupanna.
En M. Claudíus (Trier) svíkur hann um
renturnar. Næst lendir þeim svo saman í
Englandi mörgum öldum seinna og eru þeir
þá báðir ungir drengir, Trier aðalsmanns-
sonur, en hinn bóndason. Þá lenda þeir í
þrætu, sem endar með áflogum. Nú hitt-
ast þeir í þriðja sinni og hinn átti enn eftir
að hefna sín.
Trier endar þessa frásögn sína svo: „Eitt
virðist mjer mega læra af sögu minni, og
það er hinn mikli sannleikur í orðtakinu
gamla: „Hefndin er drottins".
Frá íjallatindum til fiskímiða.
Jarðsbjálftar. Frá Akureyri er
símritað IO. þ. m.: Aðfaranótt 9.
jarðskjalftar hjer. 9 kippir, tveir all-
snarpir. Tíðarfar agætt.
Nnjól’ var a Akureyri í gær, en
þó hláka.
Aíli. Fr»á Akranesi og úr Grinda-
vík aflaðist ágætlega siðastl. viku á
færi. alt að 150 í hlut af vænurr. fiski