Lögrétta - 12.12.1906, Blaðsíða 1
LOGRJETTA
Ritstjóri: PORSTEINN GÍSLASON, Ringholtsstræti 17. —
M
Reykavík 12. desember 1906.
I. ár«-.
EDINBORG fleykjavik.
’MT' Peningar gefnir I TpH
Við sögðum í gær, að 15—20 menn mundu á hverjum degi fá skilað aftur í vasann andvirði þeirra hluta,
sem þeir keyptu á Basar vorum. En þá töluðum við án reynslu.
í dag getum við sagt ykkur, að eftir gærdags reynslu er okkur óhætt að segja, að 25 menn fái á hverj-
um degi einn eða fleiri hluti fyrir alls ekki neitt. — Nú skulum við setja upp í þríliðu:
Þegar 25 menn fá á hverjum degi einn eða fleiri hluti fyrir ekki neitt, hvað rnargir menn verða þá þeirra
hlunninda aðnjótandi til jólanna, þegar víð erum að eins 12 daga frá þeim hátíðisdegi?
Svar: 300.
í íjafnarstræti 17.
Nú er að mestu leyti búið að
])akka upp öllum þeim ósltöpum,
sem komu með síðustu skipunum.
Hinn stóri og skrautlegi
Jólabasar
er opnaður.
Hvergi annarstaðar í bænum
eins margar og fjölbreyttar jóia-
g;jafir og þar.
Þar getur hver fengið jólagjafir
við sitt liæfi og' smekk, hvort
heldur handa ungum, stúlkum
eða piltum, telpum eða drengjum,
eða gömlum, konum sem körlum,
og það er sama, hvort pyngjan er
þung eða ljett, því þar fást jóla-
gjaíir, sein ekki kosta nema
nokkra aura, — en þar fást líka
jólagjaíir fyrir margar krónur.
Allar j ólagfafi rnar eru
scldar íneð sárlitlum
ágóða.
frjálst sambandslanð.
Vjer höfum orðið þess varir, að
orðin »frjálst sambandsland« í blaða-
ávarpinu og yfirlýsingu »Lögrjettu«-
manna hafa, ekki einungis annarstaðar,
heldur og af ekki allfáum mönnum
hjer á landi, verið skilin á þann hátt,
að þar væri farið fram á, að Island
skyldi viðurkent óháð rfki, aðeins í
persónusambandi viðDanmörku. Þessi
misskilningur er því ástæðulausari,
sem eitt af blöðum ávarpsmanna,
»ísafold«, tók það beint fram, um
leið og hún birti ávarpið, að umrædd
orð bæri að skilja svo, að ekki væri
hugsað til að ísland yrði ríki sjer,
eða, með öðrum orðum, að ekki væri
farið fram á skerðingu á ríkisheildinni.
Að hinu leytinu er orðalagið: að ís-
land sje frjálst sambandsland Dan-
merkur, í fullu samræmi við þá grund-
vallarskoðun, sem sjálfstæðiskröfur
vorar frá byrjun hafa verið bygðar á.
Vjer íslendingar höfum aldrei viður-
kent aðra rjettarstöðu landsins gagn-
vart Danmörku. Vjer höfum stöðugt
mótmælt því, að ísland sje hjálenda,
nýlenda eða landshluti Danmerkur,
eða danskt land, dönsk ey o. s. frv.
Eins og ávarpið er orðað alt, virð-
ist heldur eigi unt að misskilja orðin:
»frjálst sambandsland«. Þau þýða
auðvitað það, að landið skuli hlýða
þeim einum lögum, sem það sjálft
tsetur sjer, með þeim takmörkunum,
sem leiða af fijálsu samkomulagi land-
anna (í sambandslögum). Þetta er
svo nánara útskýrt í ávarpinu: að
öðru leytinu, þar sem sagt er, að á-
kveðið skuli í sambandslögunum hver
sje sameiginleg mál, og að hinu leyt-
inu, er talað er um, að öðrum málum
sínum ráði íslendingar einir með kon-
ungi sínum.
Heimsóknin að sumri.
Heimboðsnefnd alþingis hefur all-
mikið að starfa og hefur hún skift
verkum n.eð sjer og skipað smærri
nefndir úr sínum hóp til undirbúnings
og framkvæmda.
Koma konungs og danskra þing-
manna er nú ráðin einhvern hinna
síðustu daga júlímánaðar. Lagt verður
í landferðina 1. ágúst og þjóðhátíðar- 1
samkoma á Þingvöllum hinn 2., og
haldið þar um kyrt þann dag. Hinn j
3. verður riðið að Geysi, og hefur í j
haust verið unnið að vegabótum austur
hraunið að Hrafnagjá. Frá Geysi
verður riðið að Gullfossi hinn 4. og
aftur þangað til gistingar um kvöldið.
Brú verður þá komin á Tungufljót.
Hinn 5. verður haldið niður að Þjórs-
árbrú og farin leiðin um Ytri-Hrepp,
og fá þá Árnesingar óskir sínar upp- j
fyltar um brú á Hvítá hjá Brúar- j
hlöðum,. eru þar sjálígerðir stöplar,
og brúin mjög ódýr, en stórmikill
greiði fyrir bygðirnar og þá eigi síður
fyrir skemtiferðamenn, er lengra ríða
austur trá Geysi. Hinn 5. ágúst verður
væntanlega og fjölmenn samkoma í
Rangárvallasýslu við Þjórsárbrú, er
þar uppi á hæðinni hið fegursta út-
sýni í góðu veðri. Lauslega hefur
því verið hreift, að þar kynni að verða
hjeraða-sýning um daginn, en alveg
er það óráðið enn, enda að öllu leyti
á valdi manna þar eystra. Að kvöldi
þess dags verður farið út í Olves og
komið til Reykjavíkur hinn 7. Vænst
er þess, að Skeiðavegur verði akfær
allur, er um hann verður farið. í
notum Hvítárbrúar bæta Hreppa-
menn að vori veginn hjá sjer ofan
eftir. Allmargir vagnar verða keypt-
ir til hvíldar á ferðinni, enda er ak-
vegur á meira en helmingi leiðar-
innar.
Konungi er ætlaður bústaður í lat-
ínuskólanum, en þingmönunum dönsku
á íslands-hóteli. Búist er við, að
þurfi að reisa matarskála í Reykjavík.
Allmikill skáli verður reistur á Þing-
völlum bæði t'l matarl og gisting-
ar, og annar minni við Geysi til gist- j
ingar. Landsjóður á mjög mikið af j
tjöldum, sem nota má, en stórum
matartjöldum verður að koma upp
og flytja á milli, og eins tjöldum til
eldamensku.
Farið hefur verið fram á það við
sýslunefndir, að þær tækju beinan þátt
í því, hver um sig, sem því getur
við komið, að fagna gestunum með
því að leggja til ókeypis góða reið-
hesta, enda mun vart vera kostur á
að fá nógu marga góða hesta, nema
með slíkri almennri hluttöku. Þá kæmi
af hendi sýslunnar einhver myndar-
bóndi, sem fyrir hana sýnir þessi
gestrisnishót, og tekur sá hinn sami
þátt í öllum móttökufögnuðinum, bæði
í Reykjavík og áj ferðinni, sjer að
kostnaðarlausu, og er gestur heimboðs-
nefndar meðan hann dvelur í Reykja-
vík. Allur reiðskapur verður lagður
til á reiðhestana og svo greiðist og
af almannafje kaup og hestaleiga með-
reiðarsveina úr hjeruðum. I hverri
sýslu sjeu þá, ef til kemur, 18 reið-
hestar framboðnir. Ekki þótti fært
að leita lengra austur en í Vestur-
Skaftafelssýslu og eigi lengra norður
en í Eyjafjarðar. Slept Vestfjörðum
og Strandasýslu. Mýra- og Borgar-
fjarðarsýslur verða saman um einn
hóp. Svo var og tilætlast um Dala-
og Snæfellsnessýslur, cn komið er er-
indi frá sýslumanni í hinni síðarnefndu,
að sýslubúar óski þess að vera einir
um að gera út hóp sjer, og talið lík-
legt að svo muni Dalasýsla og kjósa.
„Fljótfærnis-aðdróttanir4,
Einar ritstjóri Hjörleifsson lýsir því
yfir í blaði sínu síðast, að það sje
tilhæfulaus saga, að hann hafi skrifað
í „Tolitiken" greinar þær um íslands-
mál, sem stúdentum í Höfn gefst svo
illa að, og vandað er um í brjefi til
„Lögr.“ 16. nóv., og greinin um „að-
ferðina“ spanst út af. E. H. kveðst
hafa sent nefndu blaði í Höfn 2 sím-
skeyti um alt önnur efni, sem hann
greinir til, „annað ekki — ekki nokk-
urn staf“.
Ekki hefði E. H. liaft ástæðu til
að koma með þessa yfirlýsingu, ef
ekki hefði verið annað um þetta talað
og ritað en það, sem í „Lögr.“
stendur. Að blað hans er nefnt í
brjefinu og í greininni, er sem eitt
dæmi af fleirum tilnefndum um það,
hvernig frjettirnar eru bornar, og um
upptök þau, sem E. H. hermir að
þessari sögu, að eigna sjer grein-
arnar, og „ísaf." sfðan árjettar, var
og er „Lögr.“ með öllu ókunnugt.
En þá er að snúa sjer að „ísafold".
Hún ræðst á „Lögr.“ fyrir vandlæt-
ingargrein hennar í síðasta tölubl.,
og talar um fljótfærnis-aðdróttanir og
þær viðsjálar.
Því er nú þegar svarað, að því er
manninn E. H. snertir, en] ósvarað
er þeirri „fljótfærnis“-ásökuninni, að
eigna frjettaburðinn einhverjum þjóð-
ræðismanni. Það er gert í upphafi
„Lögr.“-greinarinnar. Ritstjóri „ísaf.“
lítur alt öðruvísi á efni þessara smá-
greina í „Politiken": í þeim er aðal-
lega verið að ónotast við íslenska
þjóðræðismenn“, og ritstjóri skýrir
frá því, að sögumaður danska blaðs-
ins sje „íslenskur frjettasnati í Höfn“,
stjórnarfylgifiskur í allar ættir".
Úr hvorri „áttinni" sem þetta er
komið, þá er eitt víst, að einum
þjóðræðismanni í Höfn hefur verið
skemt við frjettirnar. Það skín út úr
ali dr. Valtýs í tali við „Politiken",
3 dögum eftir að flagg-greinin kom,
Hann er þar að hnikkja og herða á
þessu sem í greininni stóð, til þess
að fá þennan ákveðna skilning inn
hjá dönskum almenningi, sem um er
talað í Hafnarbrjefinu, og hefur það
eflaust meðal annars stutt þann „al-
menningsróm" þar, að einhver þjóð-
ræðismaður eigi sök á þessu.
Um eitt er góð samhljóðan, að
telja frjettaburðinn miðlungi góðan,
þar sem hvorir um sig eigna hann
andstæðingum, og kemur það vel
heim við þau ummæli „Lögrjettu“-
greinarinnar, að víta slíkan afflutning,
hvenœr og hvaðan sem hann kemur.
Þá telur „ísaf.“ það aðra „fljót-
færnisyfirsjón hjá „Lögr.“ „er hún
talar um að þessar frásagnir í „Pol.“
sjeu ritsímafrjettir hjeðan, þó að þær
beri greinilega með sjer að svo er
ekki. Blaðið kallar þær hvergi sím-
slceyti".
En nú vill svo illa til fyrir „Isaf.“,
að „Lögr”. hefur fyrir sjer beinhörð
orð „Pol.“, að hjer sje um símskeyti
að ræða. Dr. Finnur er krufinn frjetta
um frásögnina frá Stúdentafjelaginu,
og blaðið byrjar þá grein með þeim
orðum: „Politiken" kom um daginn
með símskeytafregn frá Reykjavík
þess efnis, að ísl. Stúdentatjelagið"
o. s. frv.
Samtal það var 9. nóv., frásögnin
kom 7., ekki á því vilst, að átt er
við hana eina í samtalinu, og hinar
„frásagnirnar", sem um er að ræða,
eru merktar sömu yfirskrift, og því
næst að skilja, að blaðið telji þær
og símskeyti.
Þetta er smámál, hvernig frásagn-
irnar hafa borist, „Pol.“ verður að
ábyrgjast það, en ekki „Lögr.“, en
„ísaf.“ fór að gera skraf úr þessu,