Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 19.12.1906, Blaðsíða 1

Lögrétta - 19.12.1906, Blaðsíða 1
^OGRJETTA Ritstjóri: PORSTEINN GÍSLASON, Ringholtsstræti 17.= M 58. Reykavík 19. desember 1906. I. árg. HaFNARSTR- 1718 19 20 2122 - KOLAS 12-LÆKJART-1-2 Vefnaöarvörudeildin mælir sjálf með sjer. Búðin er einhver hin skrautlegasta hjer á landi. Hún er 50 álna löng; j)ó áttar hver og einn sig strax þeg- ar hann kemur inn í dyrnar og þarf ekki að villast úr einu horn- inu í annað. Yörurnar eru bæði miklar og margbreyttar og' sjerstaklega vand- aðar og ódýrar. Þetta getur hver sannfært sig um sjálfur, með þvi að koma þangað og skoða sig um. líæjarbiíar, seni liafa í hyggju að gerast meðliiuir fjelagsins, en eigi hafa skrifað nöfn sín á lista þá, seni sendir liafa verið út nni bæinn, geta getið sig frani við oss undirritaða stjórnarmenn í Reykjavíkurdeild fjelagsins. Steingrímur Matthíasson, Miðstræti 8. Hannes Hafliöason, Einar Árnason, Smiðjustíg 6. Vesturgötu 45 eða Aðalstræti 14. yjirlýsing. „í tilefni af ávarpi til þjóðarinnar frá þjóðræðismönnum, landvarnar- mönnum og einum heimastjórnar- manni, lýsum vjer yfir því, að heima- stjórnarflokkurinn heldur sjer við þann samkomulagsgrundvöll, sem þing- menn af öllum flokkum komu sjer saman um í Danmerkurförinni. Að því leyti sem 1. þingmaður Árnes- inga með undirsluift sinni undir ávarpið hefur tekið upp nýja kröfu, er hann einn síns liðs í þingflokki heimastjórnarmanna". Þessa yfirlýsing hafa 12 þingtnenn stjórnarflokksins samþykt á fundi í Reykjavfk og síðan hafa 8 þingmenn, er náðst hefur til með talsímanum, tjáð sig yfirlýsingunni samþykka. Miðnefnd heimastjórnarflokksins hefur verið falið að birta þetta. Reykjavík, 17. desember 1906. Fyrir hönd miðnefndarinnar. Tryggvi Gunnarsson. Kngin lifandi svín oru fil í EDINBORG, en nóg af hinuni ljúffengu svínslœruni, sem allir vilja ná í til jólanna. Einnig ótal teg. af Sultutaui ofan á jólakexið frá 0,45 til 1,10 pr. Kr. Niðursoðin mjólk á 25 og 45 aura pr. Kr. Klippered Herrings. Ostar frá 50—85 aur. pr. pd. Hirsprungs nafnfrægu vindlar, margar teg. Otal teg'. af hrauði frá 35 au. til 1,25. Ilið ágæta jóla-Maccaroni, ný tegund í kössum á 0,35. 3 teg af Cocoa á 1,00 til 3,20 pr. pd. og ótal m. fl. Þá má ekki gleyma sápunum í EDINBORCI, því altaf þarf að þvo fyrir jólin. Þær eru heint frá Port Sunlight á Englandi, sem er hin fullkomnasta og frægasta sápugerðarstofnun 1 ,*elnl1- Nýlendubúðin er samkölluð jólabuð! íaugaveikin i Reykjavik. Loksins er mönnum þó farin að blöskra taugaveikin hjer í bænutn. Nú loksins! Þess vegna ætla jeg enn einu sinni að rifja upp fyrir almenningi hvernig pessi ýarsótt þróast og hver ráð eru til þess að útrýma henni. Sóttkveykja veikinnar, taugaveikis- gerillinn, er afarlítil vexti og ósýni- leg berum augum, eins og aðrir gerlar. Hann gengur niður af sjúk- lingunum í hægðunum; {hverjum hægð- um eru margar milljónir af gerlum; þeir geta lifað matga mnnuði fyrir utan mannslíkamann í alskonar óhrein- indum innanhúss og utan; þeir ber- ast út úr húsunum, írá sjúklingun- um í hægðum þeirra, í sorpi og skolpi; þar sem engin salerni eru, eða illa gerð, engin skolpræsi, en skolpinu helt kring um húsin og sorpið bor- ið í hauga, — þar fer sóttkveykjan, taugaveikisgerlarnir, í jarðveginn og getur lifað í honum tímum saman. Á sumrin þornar jat ðvegurinn og sól- argeislarnir drepa þá gerlana, sem ofan á eru í jarðveginum; þá ber tninna á veikinni. A haustin koma sólarlitlir dagar; þá blotnar jarðveg- urinn og veðst upp; og þá berst sótt- kveykjan aftur inn í húsin; þá er og viðbúið, að haustrigningarnar skoli henni úr jarðveginum inn í brunna. Af þessu geta menn sjeð, hvers vegna taugaveikin er minst á sumrin, mest á haustin. Og þetta gengur ár eft- ir ár. Bærinn okkar vex; óþrifnaðurinn vex; jarðvegurinn saurgast æ meir ár frá ári. Og taugaveikin vex; hún vex fljót- ar en bærinn. Árið 1897 fengu 24 taugaveiki — 1898 — IO--------- — 1899 — II--------- — 1900 — 14 - — 1901 — 16 —-— — 1902 — 21 - — 1903 — 36 - — 1904 — 54--------- — 1905 — 70--------- A þessu ári er viðbúið, að sjúk- lingatalan komist á annað hundrað, því að hún er þegar orðin milli 70 og 80 og eykst dag ftá degi. Síð- an um veturnætur hafa rúmlega 60 manns fengið veikina. Er þetta mikiðf I vel þrifuðum bæjum er taugaveiki sjaldgæfur sjúkdómur. Til dæmis má geta þess, að frá veturnóttum 1905 til veturnátta 1906 fengu rúmlega 3 menn taugaveiki af hverjum 10 þús- undum bæjarbúa í Kaupmannahöfn. Hjer í bænum veiktust árið 1901 16 menn af rúmum sex þúsundum, eða sem svarar 24 af 10 þúsundum; nú munu bæjarbúar vera orðnir um 10 þúsund og nú á þessu ári er út- lit fyrir að 100 muni veikjast, eða fleiri. Um eitt hundrað manns fá tauga- veiki á ári af 10 þúsundum hjer í bœnum, en 3 menn rúmlega af jafn- mórgu fólki í Kaupmannahófn og 'óðrurn vel þrifuðum bœjum. Taugayeikin er brennimark á bænum. Utbreiðsla veikinnar hjer er orð- in gífurleg — af því að óþrifnaður- inn er gífurlegur. Það er ekki nú í fyrsta sinni, að jeg minnist á þetta mál. Jeg byrj- aði á því fyrir heilutn áratug og hef haldið áfram síðan að brýna lyrir bæjarstjórn og bæjarbúum, að tauga- veikin muni magnast í bænum, ef hann er ekki betur þrifaður og hon- um veitt gott neysluvatn. Það var skylda mín að hreyfa þessu, skylda mín sem hjeraðslæknis. Undirtekt- irnar voru fyrstdaufar; margir sögðu að þessar þrifnaðarráðstafanir ættu ekki við hjer, aðrir, að jeg væri að reyna að setja bæinn á lcúpuna — fjárhags- lega, og enn aðrir — þeir velviljuðustu — að jeg væri bæjarins vonda sam- viska. En spádómar mínir hafa — því miður — ræst. Taugnveikin hefur á gerst. Og jafnvíst er það, að veikin held- ur áfratn að ágerast ár frá ári, ef ekki er tekið duglega í taumana. Enda mun flestum bæjarbúum nú vera orðið ljóst, að það er lífsskil- yrði fyrir bæinn, að fá gott neyslu- vatn og betri fráræslu. Margir þeir, er áður skutu við skolleyrunum, eru nú orðnir óþolin- móðir og saka bæjarstjórnina um seinleik í frantkvæmdunutn. En það er ekki rjett að ásaka bæj- arstjórnina þó að flest fari enn af- laga og lítið sje komið í verk. Þetta á dýpt i rætur. Það kemur til af því, að bærinn hefur þotið upp á fáum árum; hann er að mestu leyti nýr bær og flestir bæjarbúar eru nýir; við erum flestir sveitamenn, höfum alist upp í sveit, höfum gott vit á sveitalífi og sveitastjórn, en litla eða enga þekkingu á bæjalífi og bæjar þörfum. Þar við bætist, að ungir bæir þurfa stórtje til opitiberra mannvirkja með an þeir eru á framfaraskeiðinu, miklu meira á ári hverju, en gamlir bæir. Það er að þakka vexti bæjarins, að lóðir í bænum hafa 10—20 faldast í verði á síðustu árum, en allar þær miljónir renna í vasa einstakra manna. þó að þær að rjettu lagi ættu a!ð renna — að miklu leyti — í bæjár- sjóð. Þess vegna vantar peninga. Það tjáir ekki að sakast um orð- inn hlut. Hitt er nær að íhuga, hvað unter að gera. Hvað þarf að gera til þess að út- rýma taugaveikinni ? Það þarf að veita nógu og góðu neysluvatni um járnæðar inn í hvert hús; það þarf að veita öllu skolpi um vatnsheld holræsi úr hverju húsi til sjávar; það þarf að koma upp betri salernum og þrífa þau betur; margir eru á ferli með taugaveiki og sóttkveykjan getur enda lifað í þörm- um heilbrigðra manna, án þess að sýkja þá; þess vegna eru illa þrifuð salerni mjög háskaleg, og því verra, ef menn ganga örna sinn að húsabaki — að gömlum sveitasið. I heilbrigð- issamþyktinni er bæjarstjórn heitnil- að að taka að sjer salernahreinsun; það þarf hún að gera. Loks þarf að ganga ríkt eftir því, að sorpi sje safnað í ílát, en ekki í hauga, og bæj- arstjórn þarf að taka að sjer að flytja það út úr bænum—samkvæmt heilbrigðissamþyktinni. Gott neysluvatn, góð frárœsla, góð salerna- og sorprœsting, það — eru ráðin. Eý þessu er komið í verk, þá hverý- ur taugaveikin, þá tnunu ekki fleiri fá hana á hverju ári en 3 eða 4 manneskjur af 10 þúsundum. Þetta er jafnvíst og áreiðanlegt eins og hitt, að veikin mun óðum magnast, ár frá ári, ef alt er dregið á langinn. En vatnsæðar og holræsi um all- an bæinn — það er ekki gert á ein- um degi; það eru mikil mannvirki og kostnaðarsöm og seinunnin, ekki síst þar, sem alt fer letigang. En taugaveikiu — hún fer á hraða- gangi, og það er því eðlilegt, að menn spyrji, hvort ekkert sje hægt að gera í svipinn til að halda aftur af henni, stöðva hana á sprettinum, svo að hún geri ekki bæinn að ægi- legasta veikinda- og dauðabæli. Núna fyrir nokkrum dögum kom einn bæjarbúi til mín — mjög merk- ur maður — og spurði mig, hvort landlæknir ætlaði að láta þetta mal afskiftalaust, hvort landsstjórninni þætti ekki ástæða til að „gera eitt- hvað".

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.