Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 19.12.1906, Blaðsíða 2

Lögrétta - 19.12.1906, Blaðsíða 2
230 L0 GRJETTA. Lögrjetta kemur út á hverjum mið- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð als á ári. Verð: 3 kr. árg. á íslandi, erlendis 4 kr. Gjalddagi 1. júlí. Skrifstofa opin kl. 10*/a—11 árd. og kl. 3—4 síðd. á hverjum virkum degi. Innheimtu og afgreiðslu annast Arinbjörn Sveinbjarnarson, Laugaveg 41. Mjer varð að spyrja, hvort hann ætlaðist til, að farið væri að hreinsa salerni Reykvíkinga á landsjóðskostn- að, flytja sorpið burtu frá húsunum þeirra, gefa þeim sorpkistur og sal- erni, sem ekki eiga þessi tæki við hús sín — alt á landsjóðskostnað; gera við brunna bæjarins fyrir fje úr land- sjóði og halda hreinum ræsnnum, þeim, sem til eru, fyrir fje úr landsjóði. Því að þetta er það, sem gera þarf, — og þetta er það, sem hægt er að gera í svipinn, án mikils, eða langs undirbúnings. Og þetta alt tekur til bæjarstjórnar, en ekki til landstjórnar. Og bæjarstjórn og heilbrigðisnefnd vita þetta ósköp vel, enda er mjer kunnugt um, að von mun vera á ýmsum framkvæmdum. Það þarf fyrst og fremst að hafa nánar, daglegar gætur á öllum brunnum bæjarins, gætur á því, að hlemmarnir sjeu ekki brotnir og fötum sökt í vatnið; ef fata kemur niður í vatnið af taugaveikis heimili og sóttkveykjan er utan á fötunni, þá er voðinn vís, þá getur sóttkveykjan lifað vikum, eða mánuðum saman í vatninu og þau heimili sýkst, sem sækja vatn í brunninn. í fyrra sóttmengaðist Selsbrunnur, hlemmur brotinn, fötum sökt í brunn- inn, og þá kom upp taugaveiki í húsunum kring um hann. Fyrjr fám vikum hefur Móakots- brunnurinn sóttmengast, ef til vill á á sama hátt, — hlemmur brotinn, föt- um sökt í vatnið, — því að á örstuttum tíma gaus veikin upp í fjölda mörgum húsum í Skuggahverfinu og það því nær eingöngu í húsum, sem sóttu vatn í þennan brunn. I kringum hann heíur verið mikii! óþrifnaður og er því hvorttveggja jafnlíklegt, að sóttkveykjan hafi komist niður í hann á vatnsfötum og inn í hann úr jarð- veginum; af rúmum 60 sjúklingum eru yfir 5° í Skuggahverfinu; í öðr- um hlutum bæjarins er veikin ekki algengari nú en að undanförnu. Það er erfitt, að byggja fyrir, að regnvatn geti skolað sóttkveykj- unni úr jarðvegi inn í brunna, — og sú hætta vex því meir, sem óhrein- indi vaxa í jarðveginum undir bænum ár frá ári. Hinu ætti að vera unt að varna, að fötum sje sökt í brunn- ana. Þá þarf bæjarstjórnin sem allra fyrst að taka að sjer salerna- og sorp- hreinsun í bænum,—það œtti hún að geta þegar í stað og helst láta sótthreinsa hvert salerni í taugaveik- is-hverfunum um leið og það er tæmt. Ennfremur verður heilbrigðisnefndin nú — þegar taugaveikin er í upp- gangi — að hafa gætur á mjólkursölu í bænum, því að sóttkveykjan getur borist í mjólk; hún barst þann veg í nokkur hús í Hafnarfirði í fyrra. Loks ættu bæjarmenn að sjóða alt vatn, sem haft er til matar og drykkj- ar og þvotta. Allir bæjarmenn vita nú, hversu mikils það er vert, að vatnið sje soðið — vatn úr grunsömum vatnsbólum. Og heilbrigðisnefndin veit hlutverk sitt, eins vel og jeg; en þó að henni og bæjarstjórn sje kent um alla bresti bæjarins, þá er hitt þó sannara, að dráttur á framkvæmdum hefur oitast stafað af öðru en viljaleysi bæjarstjórn- ar. — Bæjarbúar hafa fremur gert að halda aftur af henni, en ýta undir hana. Og það megum við ekki gera. Við eigum að ýta undir bæjarstjórn, að hún komi sem fyrst í verk öllum þeim þrifnaðarbótum, sem ávalt hafa verið nauðsynlegar, en nú eru að verða brýnasta lífsskilyrði fyrir bæinn, Jeg segi „við", af því að jeg er ekki lengur, eins og margir halda, hvorki í bæjarstjórn nje heilbrigðisnefnd. Hinu skal jeg ekki bera á móti, þó að það kunni að verða sagt um mig, að jeg sje enn bæjarins vonda sam- viska — verst fyrir bæinn, ef hann gefur ekki gaum að rödd samvisk- unnar.1) i6/i2 1906. G. Björnsson. Pingrof ? Ávarpsblöðin, Ingólfur fyrst, síð- an Fjallkonan og ísafold heimta þingrof. Búast má við, að fleiri komi á eftir. Aðalástæðurnar, sem fram eru færðar fyrir því, að heimta þing- rof nú, eru þær; aö kjósendum hafi verið fjölgað svo mjög með stjórnarbótinni 1903, og síðan liafi engar almennar kosn- ingar farið fram; að meiri hlutinn á þingi, eða sá hluti þingsins, er stjórnin styðst við, hafi ekki lengur meiri hluta þjóðarinnar bak við sig, og loks að sambandsmálið við Dani, hið mesta velferðarmál þjóðarinnar, vonin um frekara sjálfstæði í sam- bandinu, sje i húfi, ef í væntan- legri millilandanefnd á um það að fjalla af hálfu íslands nefnd skip- uð, að meiri hluta, þingmönn- um úr stjórnarflokknum, mönn- um, sem hafa samþykt á þingi 1903 stjórnarskrárbreytinguna, og á þinginu 1905 simafagnínguna o. s. frv., o. s. frv. Segja þessi blöð, að þjóðin sje full kvíða af tilhugsuninni um það, að sam- bandsmálið lendi í höndum slíkra manna, sem meiri hlutans á þingi nú. Þaðer satt,að af stjórnarskipunar- lögunum frá 1903 stafar allmikil fjölgun kjósenda, þótt það sje ekki nærri nokkru lagi, að segja eins og Isafold, að kjósendum landsins hafi við það fjölgað um þriðjung; ekki einu sinni að þeim hafl fjölgað um fjórðung, eins og Björn Kristjáns- son segir í Fjallkonunni. En sem sagt, kjósendunum fjölgaði allmikið 1904, enda komu þá fram í ýmsum blöðum raddir um það, að þess vegna ætti þá að rjúfa þingið, og stofna til nýrra kosninga. Annars liði of langur tími, þangað til þessir nýju kjósendur fengju að nota þenn- an nýfengna kosningarjett sinn. Þessum kröfum var samt ekki sint, og það eflaust með rjettu. Fyrst og fremst var kjósendafjölgunin sennilega ekki svo mikil, að þess vegna væri rjett að leysa upp þingið, en það þykir rjett þingræðisregla, að stjórnir fari mjög varlega í það, að leysa upp þing, geri það ekki nema auðsætt sje, að brýna nauð- syn beri lil. Við þetta bætist, að einmitt þar, sem kjósendafjölg- unin hefur verið verulegust, nefni- lega í kaupstöðunum, fengu hinir nýju kjósendur að nota atkvæðis- rjett sinn þegar haustið 1904. Loks skal það tekið fram, að oss er kunn- ugt um, að stjórnin hefur í hyggju, að leggja fyrir næsta þing frum- varp um, að afnema aukaútsvars- greiðsluna sem skilyrði fyrir kosn- ingarjetti, en ef það l'rumvarp nær ') í næsta blaði verður aftur minst á taugaveikina — önnur atriði. 1 fram að ganga, fjölgar kjósendum eílaust enn meira en 1904. Þessi ástæða til þingrofs er því ekki á rökum bygð. Svo er önnur ástæðan, að meiri liluti þingsins sje í mi.nni hluta hjá þjóðinni. Hvaðan kemur hinum sameinuðu Landvarnar- og Þjóð- ræðisblöðum sú viska? Má vera, að þessi blöð lialdi, að það sje nóg að þau segi þetta, segi það nógu oft, þá verði því trúað. En það er ekki nóg. Það, sem helst er haft til marks um, hvort fylgi stjórnar, eða einhrers sjerstaks þíngflokks, fari þverrandi eða vaxandi milli almennra kosninga, það eru auka- kosningarnar. Nú hafa verið kosnir 6 menn á þing, síðan almennar kosningar fóru fram vorið 1903. Af þessum 6 voru tveir andstæð- ingar stjórnarinnar. Hinir eru all- ir fylgismenn hennar. Þetta bendir á alt annað, en Þjóðræðis- og Land- varnarmenn prjedika. Og ef þeir eru í raun og veru þeirrar trúar, að þeir sjeu í meiri hluta Iijá þjóð- inni, þá er liætt við vonbrigðum fyrir þá, þegar lil kosninga kemur. Þá er hin þriðja ástæðan til þing- rofs, að meiri hlutinn hafi komið svo fram á þingunum 1903 og 1905, að þjóðin gcri sig ekki ánægða með að fá þetta mesta mál sitt.sam- bandsmálið, í liendur honum. Þessi ástæða er náskyld þeirri, er talin er hjer næst á undan. Það er ann- ars Jjroslegt, að heyra hlöð minni hlutans vera sí og æ að talaí nafni þjóðarinnar gegn meiri hluta þings- ins, er þó óneitanlega er kosinn af meiri hluta þjóðarinnar. Og sakirnar, sem bornar eru á meiri hlutann: Að hann liafi á þinginu 1903 gert sig ánægðan með þá breytingu á stjórnarskipuninni, er þá var samþykt; ísafold læt- ur sjer sæma að bera þessa sök á meiri lilutann. Eins og allir Þjóðræðisþingmennirnir samþyktu ekki stjórnarbótina 1903; eins og það væri ekki fastmælum bundið við kosningarnar þá um vorið, að hún skyldi samþykt. Að Land- varnarmenn flnni þetta meiri hlut- anum til foráttu, það er skiljanlcgt, en að Þjóðræðismenn ekki fyrir- verða sig fyrir það, að bera þessa sök á meiri hlutann, það sætirliinni mestu furðu. Og svo símamálið. Það er talin sök hjá stjórnarfloknum, að hann fjekst ekki til að ónýta símasamninginn, sem ráðherrann hafði gert með fullri heimild þings- ins, og þar að auki var mjög hag- kvæmur fyrir landið. Loks er meiri hlutinn talinn óalandi og óíerjandi fyrir það, að hann ekki áleit tímabært að endurtaka á þinginu 1905 óskina um, að ís- landsráðherra sjálfur skrifaði undir skipunarbrjef sitt. Nú er það kunn- ugt, að það var með ráði meiri hlutans, og af lians hvötum, að beint þessi krafa var tekin upp á fundinum á »Botníu« í sumar, vit- anlega af því, að hann þóttist þá sjá gott færi. Nei, það er ekki ástæða til þing- rofs nú, og það því síður, sem sam- komulagið milli þingmanna af öll- um flolckum einmitt um sambands- málið var hið hesta í sumar. Hitt er annað mál, að þegar væntanleg millilandanefnd er komin að ein- hverri niðurstöðu, þá er hæði rjett og skylt að bera málið undir þjóð- ina, þannig, að lienni gefist kostur á að segja um það álit sit, annað- hvort með almennum kosningum til þings, eða á annan hátt jafn- glöggan, áður en það hefur fengið úrslit sín á alþingi. Ailraísafoldarsamlegast er í laugardagsblaðinu alið á ónotun- um í garð Lögrjettu. Ekki lengur bar- ið fram ranghermið skýlausa, en sleg- ið út í með því að væna Pólitiken gáleysi, eða öðru verra. Og aðferð- in síðan sú, að koma ranghermis- nafninu yfir á Lögr., og það tekst með því að bera hana fyrir alt öðru en stóð í grein hennar síðast. Orð- in þau eru laukrjett, að frásagnirn- ar, sem um er að ræða, eru merktar sömu yfirskrift (privat for Politiken) og frásögnin 7. nóv., sem Pói. á öðr- um stað kallar símskeyti. Fyrra ranghermi ísaf. var mein- lausara, enda kallaði Lögr. það „fljót- færnisyfirsjón". Síðara ranghermið er af lakara tægi. Skýrleiksmenn, sem eigi geta haft skilningsbrest sjer til afsökunar, mega hvorki sjálfs sín nje almennings vegna temja sjer að gera andstæðingum upp alt önnur orð en þeir hafa sagt, til þess á eft- ir að lýsa þau ósannindi. Svo orðar ísafold það, að Lögr. taki aftur „aðdróttanir" sínar. Lögr. vítti aðferðina, en beindi eigi aðdrótt- unum eða brigslum að neinum sjer- stökum. En þar sem sökinni hafði annarstaðar verið stefnt að ákveðnum manni, þá taldi Lögr. sjer skylt, og henni var það ánægja, að taka upp athugasemdalaust neitunar-yfirlýsing hans, fullum og rjettum orðum. Og þá blaðamensku hefur Lögr. ekki lært af eldri systur í Austur- stræti. Símskeyti til „Lögrjettu“. Khöfn 13. des.: Oscar Svíakon- ungur hættulega veikur af hjalrtasjúk- dómi. Lauritzen konsúll í Esbjerg hefur pantað 7 vjelaskútur til fiskiveiða við Island. Druknað hafa 30 fiskimenn í síð- ustu stórviðrunum við Noregsstrendur. Kliöfil 18, des.: Sagt er, að kon- ungur œtli að koma til Reykjavíkur í lok júlímánaðar að sumri og gert ráð fyrir 10 daga dvöl. Á heimleið- inni kemur hann við í hinum stærstu bæjum (kring um landið). Norræna flaggsölustofan hefur fengið pantanir á hinu fyrirhugaða íslands- flagg' °g þegar afgreitt sendingar (heim til Islands). Þýska þingið er rofið; orsökin sú, að . það neitaði fjárveiting þeirri, er stjórnin æskti til nýlendumála. Oscar Svíakonungur er í afturbata. (Sbr. síðasta skeyti). Af dánarbúi Kristjáns konungs IX. eru 150 þús. kr. gefnar tii líknarstarfa. Vaxtaliækkun í Þýskalamli. Islandsbanki fjekk símskeyti í gær, sem segir, að Berlínarbankarnir hafi hækkað forvöxtu upp í 70/0, en út- lansrenta af almennum lánum sje komin þar upp í 8%. Frá fjallatindum til fískimiða, Kaupfjelag Skaftfellinga var stofnað á fundi í Norðurhjáleigu í Álftaveri 14. júlf s. 1. Seinna var svo haldinn fulltrúafundur, eða deilda- fundur, í barnaskólahúsinu í Reynis- hverfinu 24. nóvbr. s. I. — Fjelagið tekur yfir Vestur-Skaftafellssýslu og voru fjelagsmenn orðnir 58 á fund- inum 24. nóv. og stofnijeð að upp- hæð 1400 kr. Stofnbrjefin hljóða upp á 20 kr. — í stjórn kaupfjelags- ins eru Guðm. Þorbjörnsson, Hvoli, (formaður), Loftur Jónsson, Eyjarhól-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.