Lögrétta - 01.05.1907, Side 2
70
L0GRJETTA.
Lögrjetta kemur út á hverjum miö-
vikudegi og auk þess aukablöð við og við,
minst 60 blöð als á ári. Verð: 3 kr. árg.
á íslandi, erlendis 4 kr. Gjalddagi 1. júlí.
Skrifstofa opin kl. 10'/»—11 árd. og kl.
3—4 síðd. á hverjum virkum degi.
Innheimtu og afgreiðslu annast Arinbj.
Sveinbjarnarson, Laugaveg «.
hærri borgun en nú gerist fyrir verk
sín. Ef læknisverk verða arðsöm
vinna, þá verður læknisstarfið fýsi-
legt starf.
íslenski læknataxtinn er of lágur.
Hann er svo lágur, að jeg þykist
vita með sannindum, að 3 af hverj-
um 4 hjeraðslæknum hafa ekki í
aukatekjur á ári meira en 2—9 hundr-
uð krónur. Það verður með 1500
krónum í föst laun alls 17—24hundr-
uð krónur. Læknastjettin verður ekki
framvegis vel skipuð, ef ekki er meira
í boði; undirbúningurinn er erfiðari
en svo.
I öðrum löndum eru læknisveik
miklu betur borguð. Og það er ekki
rjett, sem oft er orð á haft, að al-
þýða manna sje þar betur efnum bú-
in. Hjer er að tiltölu færra um rík-
ismenn en annarstaðar, en fjöldi fólks-
ins er ekki fátækari. Jeg hygg, að
alþýða manna í Noregi og Svíþjóð
sje öllu ver stödd í efnalegu tilliti en
íslensk alþýða, og þar eru þó lækn-
isverk í miklu hærra verði og finnur
enginn að.
Lækniskostnaðurinn verður ekki
þung byrði á alþýðu manna, þó að
taxtinn sje hækkaður að mun frá
því sem nú er. Skortur á ódýrum
sjúkrahúsvistum — það er byrðin,
sem nú hvílir þyngst á alþýðu manna,
þá er sjúkdóm ber að höndum.
Að svo mæltu mun jeg gera grein
fyrir því, hverskonar breytingar jeg
tel nauðsynlegar á læknatöxtunum.
A. Borgun fyrir læknisstörf.
Allar siðaðar þjóðir gera þá mann-
úðarkröfu til lækna, að þeir gegni
sjúkum mönnum án manngreinaráiits
og gefi upp mesta eða alla borgun
fyrir læknishjálpina öllum þeim, sem
efnalausir eru eða erfiðast eiga upp-
dráttar. En hins vegar er líka al-
staðar litið svo á, sem mönnum beri
yfirleitt að borga lækni eftir efnahag,
þeim mest, sem mest hafa efnin. Að
þessu leyti er læknisstarfið ólíkt öll-
um öðrum atvinnuvegum.
Jeg tel ekki rjett að rýra þessa
mannúðarkrötu.
Hún er rýrð, ef læknum er bann-
að að heimta meira af fjáðum mönn-
um en fjelausuir.
Víðast í öðrum löndum er lækn-
um yfirleitt í sjálfsvald sett, hvað þeir
heimta fyrir læknishjálp.
Þar sem ákvæði eru sett um borg-
unina, eru þau að jafnaði höfð mjög
rúm, tiltekin minsta og mesta borg-
un og langt bil haft í milli.
I Prússlandi er læknataxtinn lög-
boðinn; hann er mjög nákvæmur og
mjög sanngjarn; hann nær til allra
lækna; þar er ákveðin lægsta og
hæsta borgun, og skuli jafnan greiða
lægstu borgun, ef þurfamenn eiga í
hlut, eða sjúkrasjóðir eða ríkissjóður.
Hjer á landi tel jeg hyggilegt að
halda uppteknum hætti, ætla læknum
akveðnaborgun fyriröll læknisverk,eins
og tíðkast hefur. En taxtanum verð-
ur að breyta; hann er bæði of lágur
og of einskorðaður; legg jeg til, að
prússneski taxtinn sje tekinn til fyrir-
myndar, ákveðin lægsta og hæsta
borgun, sem læknir geti krafist fyrir
hvert læknisverk, og fyrirskipað að
lægstu borgun skuli jafnan greiða, ef
þurfamenn eiga í hlut, eða borgun-
arskyldan hvílir á sýslusjóðum eða
landsjóði.
Jeg vil vekja athygii á því, að það
er mjög mikið vandaverk að semja
rjettlátan taxta. Mörgum læknisað-
gerðum er svo háttað, að til þeirra
þurfa dýr verkfæri, og fyrir þau verð-
ur að ætla læknum hærri borgun; þá
er og eðlilegt, að lækni sje ætluð
hæst borgun fyrir þau læknisverk,
sem vandasömust eru talin. Sama
læknisverk getur og verið mjög mis-
munandi erfitt, og þar sem sá mun-
ur er mestur, verður mestan mun að
gera á lægstu og hæstu borgun.
Prússneski taxtinn er prýðisvandaður
að þessu leyti og því ágæt fyrirmynd.
Engu að síður tel jeg þetta mál mið-
ur vel fallið til meðferðar á alþingi,
og jeS ÞVI til, að í stað 4. og
5. gr. laganna kouii ákvæði þess efn-
is, að ráðherra skuli, eftir tillögum
landlæknis, setja taxta, er gildi um
læknisverk. Mjer virðist jafneðlilegt,
að stjórnin hafi þetta vald, eins og
hún hefur vald ti) að leggja verð á
öll Iyf, sem seld eru hjer á Jandi.
Prússneski taxtinn er settur af stjórn-
inniþar í landi samkvæmt lagaheimíld.
B. Borgun fyrir ferðir.
Ákvæði núgildandi laga hefur einn
stóran kost: Það er einfalt, borg-
unin reiknuð eftir tímalengd, en ekki
eftir vegalengd. Því verður að halda.
Engu að síður eru margir gallar á
þessu borgunarákvæði.
Borgunin er óhæfilega lítil, 25 au.
um tímann, hvernig sem á stendur.
Læknir, sem væri á ferð til uppjafn-
aðar 8 tíma á hverjum virkum degi
ársins, mundi bera úr býtum um 600
krónur — einar 600 kr. fyrir alt það
mikla erfiði, vosbúð og lífshættur.
Þá er ekki rjettlátt að ætla sömu
börgun fyrir ferð á nótt og degi.
Læknar ættu að fá hærri borgun fyrir
næturferðir. 011 næturvinna er yfir-
leitt talin meira virði en vinna að
degi til. Auk þess kvarta læknar
sárt undan því, að þeirra sje mjög
oft vitjað á næturþeli, öldungis að
óþörfu. Oþarft ónæði á nóttum mundi
þverra, ef þá bæri að greiða hærra
gjald. Hins vegar sje jeg enga á-
stæðu til að greiða læknum borgun
fyrir næturtíma, ef þeir gista á ferð,
og jeg tel nauðsynlegt, að sjúkling-
ar geti neitað að borga stundargjald
fyrir þann tíma, sem læknir eyðir í
óþarfar tafir á ferð sinni.
Þá skortir og ákvæði um það, hvern-
ig skifta skal stundagjaldi, ef tveir
eða fleiri sjúklingar úr sömu átt vitja
læknis í senn og gerir hann eina
ferðina til þeirra.
Loks vil jeg vekja athygli á því,
að þeir, sem þúa í grend við læknis-
setur, njóta nú afarmikilla hlunninda
til móts viðþá, er langt eiga til læknis.
Það er ekki rjettlátt.
Ur því má bæta með því, að ætla
lækni hærri borgun að tiltölu við
tímalengd, ef ferðin er stutt; á þann
hátt getur læknir haft jafnmikið upp
úr ferðum sínum, en útgjöldin koma
miklu jafnar og rjettlátar niður á al-
þýðu manna. Þesskonar ákvæði eru
í lögum flestra annara þjóða".
Jeg leflg ÞV1 til, að læknar fái
2 krónur fyrir fyrstu stund, 1 kr. fyr-
ir aðra stund, 50 aura fyrir þnðju
stund og 25 aura fyrir hverja stund
úr því, sem þeir eru á ferð eða að
læknisstörfum að degi til, frá miðj-
um morgni til náttmála, en hálfu
hærra gjald að nóttu dags, milli nátt-
mála og miðs morguns.
Þeim sem lengst eiga til læknis, er
alls ekki íþyngt með þessum ákvæð-
um. Nú fá læknar 25 au. fyrirhverja
stund, frá því er þeir fara og þar til
er þeir koma heim aftur. Þetta er
eitt dæmi: Læknir fer heiman á há-
degi og kemur til sjúklings kl. 10 að
kvöldi dags, gistir um nóttina, fer af
stað kl. 10 að morgni og kemur aft-
ur heim eftir 10 tíma fsrð (kl. 8 að
kvöldi). Hann hefur þá verið 32
tíma að heiman og fær 8 krónur fyrir
ferðina. Eftir tillögum mínum fær
hann fyrir 20 tíma ferð, og segjum
einn tíma, er fer til læknisstarfs (skoð-
un á sjúklingi) líka 8 krónur. Fyrir
læknisstarfið sjálft ber honum auð-
vitað sjerstök borgun eftir sem áður.
Hagnaðurinn felst í því fyrir lækni,
að hann fær stuttar ferðir betur borg-
aðar; jöfnuður verður meiri: Þeir
sem búa í þeirri fjarlægð, að lækn-
isvitjan tekur 5 stundir, verða nú að
borga fimmfalt á við þá, er búa svo
nærri, að læknisvitjan tekur eina
stund; eftir tillögum mínum verður
ekki nema helmings munur á gjald-
inu fyrir þessar vegalengdir (2 krón-
ur fyrir eina stund, 4 krónur fyrir 5
stundir).
4. Umsamdar læknisferðir.
I Noregi, og einkum í Svíþjóð, er
það alsiða, einkum í stórum hjeruð-
um, að afskektar sveitir semja við
hjeraðslækni um það, að koma í sveit-
ina á tilteknum tímum .nokkrum sinn-
um á ári og dvelja þar einn dag eða
tvo, til þess að sjúklingar í sveitinni
geti vitjað hans. Þetta sparar mjög
mörgum sjúklingum langa ferð, eða
þann kostnað að sækja lækni, efþeir
eru ekki langferðafærir.
Þessum ferðum lækna er svo hátt-
að, að sveitin—hreppurinn—borg-
ar lækni ferðakostnað og lætur hon-
um í tje ókeypis húsnæði, þar sem
hann geti tekið á móti sjúklingum,
en læknir tekur þá eina borgun af
sjúklingum, sem honum mundi bera,
ef þeir vitjuðu hans heima.
Nú fer læknir af þessum bæ á aðra
bæi í sveitinni, og ber honum þá
borgun sem færi hann af heimili sínu.
Jeg tel mjög æskilegt, að þetta
kæmist á hjer á landi, og ef til vill
væri ástæða til að setja í lög ákvæði
um það, að læknar sjeu skyldir að
gegna slíkri kvöð. Efhreppsbúa og
lækni greindi á um ferðirnar, mætti
landlækni hafa úrskurðarvald.
Borgarajnnður
var haldinn í Reykjavík laugardags-
kvöldið 27. apríl 1907, eftir fundar-
boði frá Blaðamannafjelaginu. Porm.
fjelagsins, Björn ritstjóri Jónsson, setti
fundinn og stakk upp á, að Ólafur
alþm. Ólafsson, fríkirkjuprestur, væri
kosinn fundarstjóri, og var það sam-
þykt í einu hljóði. Síðan fjekk fundarstj.
Þorstein ritstjóra Gíslason fyrir fund-
arskrifara.
Björn ritstjóri Jónsson gat þess, að
fyrst og fremst yrði rætt á fundinum
um rýmkun á kosningarjetti og væri
2. alþm. Reykvíkinga, Guðmundur
Björnsson landlæknir, frummælandi
málsins. Talaði frummælandi síðan
langt og snjalt mál og hjelt fram al-
mennum kosningarjetti, vildi ekki
binda kosningarjett við neitt annað
en víst aldurstakmark, óskerta vits-
muni, óflekkað mannorð, og svo það,
að maðurinn þægi ekki af sveit. —
Yar honum þakkað fyrir meðlófaklappi.
Þá tók Kristján Ó. Þorgrímsson
bæjarfulltrúi til máls og talaði í sömu
átt og frummælandi.
Frú Bríet Bjarnhjeðinsdóttir þakk-
aði frummælanda tillögur hans og
mælti fram með almennum kosninga-
rjetti kvenna.
Jón Ólafsson ritstjóri lýsti einnig
yfir, að hann væri samþykkur frum-
mælanda og skoraði á þá bæjarfull-
trúa, sem mælt hefðu móti þessu máli
í bæjarstjórninni, að skýra frá ástæðum
sínum.
Tryggvi Gunnarsson bæjarfulltrúi
tók í strenginn móti þeim, sem áður
höfðu talað, sagði að þekkingin ætti
að vera mælisnúran, og ef breytingin
kæmist á, fjölgaði mjög þekkingar-
snauðum kjósendum.
Þorleifur Bjarnason kennari mót-
mælti ræðu bankastjórans, mælti kröft-
uglega fram með kosningarjetti kvenna
og vildi einnig fá almennan kosninga-
rjett til alþingis.
Þá óskuðu ekki fleiri menn að taka
til máls og las þá fundarstjóri upp
tillögu til fundarsamþyktar, frá frum-
mælanda, í fjórum greinum svohljóð-
andi:
1. Fundurinn vill, að allir fullveðja
menn hafi kosningarjett í bæjarmálum,
jafnt karlar sem konur, þeir sem eru
fjár síns ráðandi, hafa óílekkað mann-
orð og þiggja ekki af sveit, ennfremur
giftar konur, þó þær sjeu ekki fjár
síns ráðandi, ef þær hafa önnur kosn-
ingarje ttarskilyrði.
2. Fundurinn vill, að tvískifting
kjósenda sje numin úr lögum og hafi
allir jafnan kosningarjett.
3. Fundurinn vill, að kjörtímabilið
sje 3 ár og sje þriðjungur bæjarfull-
trúa kosinn á hverju ári.
4. Fundurinn skorar á bæjarstjórn,
að vinna að því, að þessar breytingar
verði leiddar í lög.
Jón Ólafsson ritstjóri tók þátil máls
og benti á, að 3. liður tillögunnar
væri óræddur, og gætu menn verið
ósamdóma um hann, þótt þeir annars
væru samþykkir hinum liðunum.
Jón Þorláksson verkfræðingur mót-
mælti breytingu þeirri sem 3. liður
fer fram á, vegna þess, að bæjartull-
trúarnir væru lengi að kynnast bæjar-
málum og yrðu þeim yfirleitt ekki
eins kunnugir, ef kjörtímabilið yrði
stytt.
Sighvatur Bjarnason bankastjóri
mótmælti ræðu Jóns Þorlákssonar,.
en lýsti yfir, að hann væri með al-
mennum kosningarjetti, og vænti, að
hann gæti síðar meir náð til alþingis-
kosninganna, en taldi rjett, að byrjað-
væri í bæja- og sveitafjelögum.
Halldór Jónsson bæjarfulltrúi mót-
mælti breytingu þeirri sem 3. liður
fer fram á, og kvað hana ekki tíma-
bæra fyr en bærinn fengi sjerstakan
borgmeistara. Hann bar fram svohljóð-
andi breytingartillögu:
3. Fundurinn vill, að kjörtímabilið
sje 5 ár og sje fimtungur bæjarfull-
trúa kosinn á hverju ári.
Jón Ólafsson ritstjóri mælti fram
með breytingartillögu Halldórs Jóns-
sonar.
Guðmundur Finnbogason ritstjóri
mælti fram með 3. lið aðaltillögunnar,
en vildi jafnframt láta skylda menn
til að taka einu sinni við endurkosn-
ingu í bæjarstjórn.
Magnús Blöndahl bæjarfulltr. rnælti
með 3. lið aðaltillögunnar.
Þá óskuðu ekki fleiri að taka til
máls, og var þá gengið til atkvæða.
1. liður var samþyktur með öllum
atkv. gegn 2.
2. liður samþyktur í einu hljóði.
3. liður samþyktur með miklum
meirihluta. (Br.till. Halld. Jónssonar
feld með öllum þorra atkv. gegn 14).
4. liður samþyktur í einu hljóði.
Á fundi munu hafa verið um 500
manns.
DngóIJslikneskið.
Nýjar stórgjafir til þess.
Þeir ætla ekki að láta verða enda-
slepp afskifti sín af þessu máli, iðn-
aðarmennirnir, sem tóku það að sjer
í haust og byrjuðu samskotin með*
2000 kr. gjöf úr fjelagssjóði sínum..
Nú leggja þeir, og nokkrir menn fleiri,
til fyrirtækisins nýtt og vandað íbúð-
arhús, að mestu gefins, og á að halda
lotteri á húsinu, en hver seðill að
kosta aðeins 2 kr. Geta menn þá,.
hvervetna um land, styrkt fyrirtækið
með því að kaupa þessa 2 kr. seðla
og með þeim von í 12—14 þús. kr.
eign hjer í bænum.
Húsið á að reisast í sumar og
standa við Bergstaðastræti, suður og
upp af Laufási. Lóðina undir það gefa
þeir trjesmiðirnir Sveinn Jónsson, Guð-
mundur Jakobsson og Magnús Blön-
dahl og mun hún vera um 1500 kr.
virði. Sveinn Jónsson ætlar að sjá um
byggingu hússins og trjesmiðafjelagið
gefur alla vinnu að trjeverkinu. Fje-
lagið Steinar gefur alla steina, sem
frá því verða notaðir, ogfjelagið Mjölnir
eins. Fjelagið Völundur gefur efni fyrir
500 kr. Jes Zimsen gefur allar skrár,
lamir, gler og saum.