Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 01.05.1907, Side 3

Lögrétta - 01.05.1907, Side 3
L0GRJETTA. 71 Lóðin er 30X30 álnir, húsið verður l&lzXl^/z alin og stendur norðan og vestan á lóðinni, með 5 álna bili frá þeim hliðum, en sunnan við eru 12 álnir og austan við 10 álnir út að lóðartakmörkunum. Inn í húsið verður gengið frá austri og þar falleg verönd, en önnur mót suðri 4x572 alin, opin, og verður gengið út í hana úr daglegu stofunni, en uppi yflr ver- öndinni verða svalir, er gang má út á úr svefnherbergi á loftinu. Á suður- gaflinum verða 2 stórir gluggar, en á vesturhlið, sem snýr niður að Lauf- ásvegi, 6 gluggar, 2 á kjallara, 2 á 1. lofti og 2 á kvisti, sem er 7 X 6^/2 alin; einnig sjer þar í gaflinn á veröndinni sunnan á húsinu. Norðurgaflinn er eins og suðurgaflinn að öðru en því, að þar er skúr í staðinn fyrir ver- öndina, og þar gengið út úr eldhús- inu. Kjallari skiftist í 4 herbergi og verður hann allur með steingólfi og fægðum steinveggjum. A 1. lofti verða 2 stofur: daglega stofan 7X7 áinir og borðstofa 7 X ð1/^ alin, eld- hús 4X6 álnir og svo forstofa, skúr og búr. Uppi er svefnherbergi 7X7 álnir, 2 barnaherbergi, hvort um sig 4X5x/2 alin, vinnukonuherbergi og forstofa. Húsið verður mjög failegt útlits og eins vandað að gerð og best gerist hjer. Allur húsbúnaður á að fylgja húsinu. Þetta er nú komið inn í samskota- sjóðinn til 'Ingólfsmyndarinnar: Frá Iðnaðarmannafjelaginu . 2000 kr. — D. Thomsen konsúl . . 500 — — Ungmennafjel. Rvíkur . 200 — — Kvenfjelaginu.......... 100 — — Fjelagi á Akureyri . . . 300 — Fyrir hlutaveltu........... 1300 — Smágjafir.................. 200 — Samt. 4600 — Af þessu hafa Einari Jónssyni mynd- höggvara verið sendar 2200 kr., hitt ætla forstöðumennirnir að nægi til þess að koma húsinu upp. Ætti þá málinu með því að vera vel borgið. Bankamál. Kvartað hefur verið um að und- anförnu, að fremur mundi þröngt • búi hjá bönkunum, að því er peningabirgðir snertir, enda bera reikningar ogreikningságrip beggja bankanna það með sjer, að alt starfsfje þeirra er að mestu í út- lánum, og þess utan eru þeir báð- ir i skuldum við erlenda banka. íslands banki hefur að visu eigi nærri alla seðlafúlgu sína í veltu, en það stafar af þvi, að innan- landsviðskiftin eru eigi meiri en svo, að hvergi nærri er þörf fyrir alla seðlafúlguna, að viðhættum seðlum landsbankans, og sje meira gefið út af seðlum en viðskifta- þörf þessi heimtar, streyma seðl- arnir jafnharðan inn í bankana aftur i skiftum fyrir gull, eða fyr- ir ávísanir á útlönd, eða loks, að seðlarnir eru sendir til útlanda til innlausnar þar fyrir reikning bank- ans, er gefið hefur þá út. Nú eru menn sem óðast að ráð- ast i ýms atvinnufyrirtæki, er út- lieimta mikið lánsfje; erþví ]>ráð- nauðsynlegt að bankarnir stöðvi ekki um of útlán sín og hafi nægi- legt starfsfj e, en óheppilegt að ýmsu leyti, að hafa eigi slíkt starfs- lje öðruvísi en að láni frá erlend- um hönkum. Hvort landsbankinn getur auk- ið starfsfje sitt, vitum vjer eigi. Aftur á móti kvað íslandsbanki eiga kost á, að iæra út hlutafje sitl, ef alþingi nú í sumar veitir til þess samþykki sitt — en um það mun varla þurfa að efast — og hefur heyrst, að bankastjóra við tjeðan banka, E. Schou, sem er nýkominn frá útlöndum, hafi tekist að fá tilboð um framlag á 2 miljónum króna í nýju hluta- fje frá næsta nýjári og auk þess allaðgengilegt tilboð um sölu á nokkru af bankavaxtabrjefum bankans. Bæj arbryg-g-j an. í Ingólfi 22. þ. m. hefur grein- arhöfundur, sem kallar sig »bæj- arvin» getið þess, að hjer sje að myndast fjelag, sem ætli að taka bæjarbryggjuna á leigu, til þess að einoka hana, svo að hvorki bæjarbúar nje aðkomumenn hati aðgang að henni. Frá þessu er eigi rjett skýrt. Allir ferðamenn og bæjarbúar eiga að hafa óhindraðan rjett til að nota bryggjuna borgunarlaust til alls nema til að flytja um hana vörur, sem koma með skipum frá útlöndum eða eiga að llytjast hjeð- an þangað. Gjaldið til hafnarsjóðsins, sem boðið hefur verið, er aðallega ekki fyrir bryggjuna, heldur fyrir járn- braut, sporvagna og skýli yfir vör- ur, sem ráðgert er að reisa, svo þær þurfi ekki að liggja úti í rign- ingu, eins og hingað til hefur við- gengist. Tilgangur þessa fyrirhugaða fje- lags er sá, að koma lögun á þá óheppilegu vöru-uppskipun, sem verið hefur bænum til minkunar, en ekki sá, að fjelagið vei’ði neitt gi’óðafyi-ix-tæki. Ef »bæjarvinur- inn« trúir því ekki, þágetur hann átt kost á að eignasl hlut í þeim ágóða, þvi að honum og öllum öðrurn bæjax’búum er velkomið að eignast »aktíu« í fyrirtækinu, ef það verður stofnað. Það hef- ur aldrei komið til oi’ða að stofna fjelagið til gróða í'yrir ákveðna menn, heldur með öllum, sem vildu hjálpa tif að hi’inda vöruupp- skipun lijer í beti’a horf.—Stofnun þessa fjelags var til umræðu í vet- ur á þrem fundum »Framfai’afje- lagsins«, en fjell þar af þvi, að fjelagsmenn voru hi’æddir um fjártjón, og þox’ðu ekki að leggja peninga sina i það. Enginn þarf heldur að óttast það, að »okrað« veiði með upp- skipunargjaldið, þvi að það verð- ur ákveðið með verðlagi, sem bæiarstjórnin samþykkir, og lík- lega vei’ður það líkt þvi sem verið hefur. Tr. Gunnarsson. Fiskiskipið,, Georg“, sem áður hefur verið minst á hjer í blaðinu, er nú talið frá, og hefur þar þá farist 21 maður. Skipið áttu þeir í fjelagi Tr. Gunnarsson bankastj., Þorst. Þorsteinsson kaupm. og skip- stjórinn. Það var 84 smál. að stærð, virt á 18,000 kr., en vátrygt í Faxa- flóatjelaginu fyrir 10,000 kr. Þessir menn fórust á skipinu: Stefán Daníelsson skipstjóri, 36 ára; Signi. Sigmundsson stýrim., 25 ára; Bjarni Ásmundsson frá Brekkulæk í Húnavs., 22; Bjarni Sigurgeirsson frá Fögrubrekku, 18; Einar Guðmunds- son frá Brú í Stokkseyrarhr., 26; Gestur Sv. Sveinsson, 27; Guðjón Jóa- kimsson frá Selfossi, 20; Guðm. Daní- elsson (bróðir skipstj.), 38; Guðm. Steinsson, 29; Guðm. Guðmundsson, frá Jaðri í Þykkvabæ, 24; Höskuldur Jóakimsson frá Selfossi, 25; Jakob Þorsteinsson úrHúnavs., 24; Jón Daní- elsson (bróðir skipstj.), 30; Jón Guð- mundsson, 28; Magnús Magnússon frá Núpdalstungu, 22; Magnús Ingvars- son, 34; Ölafur Jónsson, 43; Vilhj. Guðmundsson frá Knútsborg, 39; Þor- steinn Pjetursson, 33; Þorv. Daníels- son, 46ogÞórarinn Guðmundsson, 58. Skipstjóri lætur eftir sig ekkju og 4 börn, Jón Daníelsson 1 barn, J. Guðmundsson konu og barn, G. Steins- svo konu og barn, Þ. Guðmundsson konuogbarn, V. Guðmundsson konu og 5 börn, Þorv. Daníelsson konu og 4 börn. Símskeyti til „Lögrjettu“ frá R. B. Khöfn 25. apríl: Englandsbanki hefur lækkað vexti niður í 4°/o- Guðm. Hannessyni veitt Reykja- víkurlæknishjerað 19. þ. m: Thorefjelagið hjelt aðalfund í dag. Yaxandi ágóði. Fjelagsstjórninni veitt umboð til að auka stofnfjeð upp í milljón kr. og bæta manni í stjórn- ina við tækifæri, ef til vill íslendingi. Bókm.fjel. endurkaus formann sinn, Þorvald Thoroddsen, og stjórn. Frumvarp um irskt ráð verður lagt fyrir þingið í Lundúnum 7. maí. Khöfn 30. apríl: Rjettarpróf í gær um Tryggvaslysið. Framburður Jen- sens og Evensens mjög gagnstæður. Raun að heyra það. Prófunum verður haldið áfram. Hlutaljelag nýstofnað með 1 millj. kr. höfuðstól, tekur við verslun P. .1. Thorsteinssons og Godthaab. A. T. Möller með. Rekur verslun og fiski- veiðar við Island, með undirdeildum í Reykjavík, Hafnarfirði, Gerðum, á Bíldudal, Vatneyri og Norðurfirði. Höfn gerist í Viðey. Konungshjónunum fagnað með hátíðaviðhöfn í Kristjaníu. Rússneska þingið samþykt stjórn- arfrumvarp um nýliðaútboð, eftir harða rimmu. Leiðrjettiiig’. Út af greinum, sem nýlega hafa staðið í „Fjallkonunni" og „Ingólfl" um yflrlýsinguna í 11. tölubl. „Lög- rjettu“, skal þess getið, að yflrlýsingin er ekki frá fjelaginu „Kára“. Það fjelag hefur ekkert skift sjer af þessu máli. Að jeg og nokkrir aðrir fje- lagsmenn höfum skrifað undir yfir- lýsinguna er alt annað mál. Á því berum við ábyrgðina en ekki fjelagið. Kaupmannahöfn 9. aprílmán. 1907, Siqfús Blöndal núverandi formaður „I<ára“. Maiiualát. 2. f. m. andaðist Kristján Tómas- son hreppstjóri á Þorbergsstöðum í Laxárdal í Dalasýslu. Aðfaranótt 27. f. m. andaðist hjer í bænum Eyjólfur Eyjólfsson, skip- stjóri á fiskiskipinu Haraldi. Hann var nýlega kominn inn á skipinu stór- meiddur af hreyfivjelinni, haíði verið að fást við hana og brugðið kaðli um handlegginn, en vjelin hljóp á stað, að honum óvörum, og snerist öfugt, kipti honum að sjer, muldi allan handlegginn framan við ol- boga og stórmeiddi hann víðar, þar á meðal á hálsi. Eyjólfur var um þrítugt, efnismaður og nýlega kvænt- ur. Skipið átti hann sjálfur í ijelagi við Kristinn kaupm. Magnússon og tengdafóður sinn, Þórð Pjetursson í Oddgeirsbæ. Oliver T-wist er hcimsfræg skáldsaga, eftir Charles Dickens. Hún fæst nú í vandaðri ísl. þýðingu hjá bóksölum víðsvegar um land alt. Góð, hentug og mátulega dýr tækifæris- gjöf fyrir unga og fullorðna. Menn hafa sagtumNjálu, að hvað oft sem þeir litu í hana, lærðu þeir eitthvað af henni. Sama má segja um Oliver Tvist: hversu oft sem hann er lesinn, finst nóg til íhugunar og þó til skemtunar um leið. ísland erlendiísi. Khöfn 14. apríl: Um daginn var mikil hátíð í konungl. landfræðisfje- laginu hjer í bænum. Sendiherra Bandaríkjanda afhenti prófessor Þor- valdi Thoroddsen heiðurspening úr gulli frá Landfræðisfjelaginu í New- York. Hjelt sendiherrann ræðu á ensku til próf. Þ. Th. og mintist á hin miklu vísindalegu afreksverk hans og hvílíkan sóma hann gerði ættjörðu sinni íslandi. Þá talaði krónprinsinn og þakkaði fyrir virðingu þá, sem Þ. Th. hlotnaðist af hendi frægs erlends visindafjelags, og sagði, að það væri sómi fyrir landfræðisfjelagið í Höfn (þar sem Þ. Th. er heiðursfjelagi) og ríkið í heild sinni, að eiga slíkan vis- indamann. Próf. Þ. Th. þakkaði fyrst sendiherranum í ræðuáensku, ensíð- an krónprinsinum ádönsku. Heiðurs- peningurinn er úr fínasta gulli og er öðrumegin mynd Daly’s, sem gaf fje til að útbýta þessum verðlaunum, en hinumegin er graflð nafn Þorv. Thoroddsen og fagur sveigur umhverf- is. Peningurinn er nærri því 3A úr pundi að þyngd, og gullið í honum var metið um 770krónur. Þorv. Th. hef- ur nú fengið alls 5 heiðurspeninga úr gulli. Vestur-íslendingar hafa í kosninga- hviðu, sem nýafstaðin er þar vestra, kom- ið 2 ísl. þingmönnum inn í Manitóba- þingið. Áður áttu þeir þar 1 þingmann, Baldvin Baldvinsson ritstjóra, en nú fjell bann í Gimlikjördæmi fyrir Sigtryggi Jónassyni, fyrrum Lögbergs-ritstjóra. — Hinn nýi þingmaðurinn er Thomas H. Johnson, lögfræðingur, og náði hann kosningu í Winnipeg. Annars fóru kosningarnar svo, að „conservatívar“, sem „Heimskr." fylgir að málum og áður voru við völd, fengu mikinn meirihluta í þinginu, en ísl. þing- mennirnir eru þar báðir minnihlutamenn. Heilsnliælis-gjaflr. Kristján læknir Jónsson í Clinton í Bandaríkjunum hef- ur gefið fjelaginu 200 kr., ogÞórðurGuð- johnsen, fyrrum verslunarstjóri á Húsa- vík, en nú búsetturí Lohals í Danmörku 100 kr. Frá fjallatindum til fiskimiða. Krabbe verkfræðingur er nú á ferð austur í Mýrdal til þess að skoða þar hafnarstæði, aðallega við Dyrhólahey. Einnig á hann að skoða svæðið milli Þjórsár og Öl- vesár í sama skyni, og svo Þor- lákshöfn. Áður hefur hann skoð- að hafnarstæði í Vestmannaeyjum og gert áætlun um bryggjugerð þar handa vjelabátum og útbúnaði á höfninni til þess að láta vjelabáta liggja við. Miltisbruni. Ur honum dráp- ust á Reykjanesi 5 hestar og hund- ar 5.—9. mars. Nýlega hafði og drepist hestur úr honum í Kaldað- arnesi’ Fálkinn tók enskan botnvörpung, Myton frá Hull, 24. f. m. og fór með hann til Vestmannaeyja. Sekt 60 pnd. sterl. (1080 kr.). Leiðrjetting þessa hefur Lögr. verið beðin fyrir: „Jóhannes Jósefsson verslunarstjóri á Oddeyri hlaut fyrstu verðlaun fyrir verðlaunaglímuna á Ak- ureyri 2. f. m., en ekki J. J. öku- maður, eins og getið var í Lögr. í f. m. “.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.