Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 17.07.1907, Side 4

Lögrétta - 17.07.1907, Side 4
124 L0GRJETTA. og snjórinn og alt, sem lauslegt var, þyrlaðist upp í Ioftið. Annan fótinn tók af keisaranum með öllu, en hinn mölbrotnaði upp að mjöðm, hægri höndin brotnaði bein fyrir bein, og jafnvel hringirnir á hendinni lóru í smámola; hann misti sjón á báðum augum og annað augnalokið tók af með öllu, fötin rifnuðu utan af honum og tignarmerkin, sem hann bar, þyrl- uðust víðsvegar; hann hafði og stórt holsár á kviðnum. Hann fjell upp að járngrindum við strætið og tók þar um vinstri hendinni; ekki heyrðist hljóð til hans, en varirnar bærðust, eins og hann bæði fyrir sjer. Hálfri annari stundu síðar biæddi honum til ólífis. Þetta víg þótti hið versta, með svo hroðalegum atburðum, og er þar nú musteri mikið, sem hann fjell, reist með allsherjar samskotum, því að hann var ástsæll af almenningi þegna sinna. — Einn af sonum þessa keisara, Sergius stórfursti, var myrtur í Moskva í fyrra vetur, nákvæmlega með sama hætti og faðir hans. Alexander hinn III. varð keisari á Rússlandi eftir föðursinn, Alexander II., allra manna mestur vexti og sterk- astur sem þeir frændur margir, maður fastlyndur og tortryggur og varð ni- hilistum ilt við hann að fást. Þeir sátu jafnan um líf hans, en hann hafði varðhöid traust og ljet taka þá svo hundruðum skifti, eða jafnvel þús- undum, suma tók hann af lífi, eða setti í dýflissu, eða rak til Síberíu eða annara landa, og komust þeir aldrei í færi við hann nema einu sinni. Þá var keisarinn á ferð með drotn- ingu sinni og lá lqið hans yfir brú eina; brúin var sprengd í loft upp meðan járnbrautarlestin var að renna yfir hana; keisaravagninn var þá kom- inn af brúnni, en þó brotnaði hann; þegar veggir vagnklefana voru að síga saman, þá er sagt, að keisarinn hafi tekið drotninguna í fang sjer og sett bakið við öðrum veggnum, en spyrnt báðum fótum í hinn og sakaði þau hvorugt. Þó segja sumir, að hann hafi þá orðiðfyrir meiðslum, er drógu hann til bana nokkrum árum síðar, en aðrir segja, að hann hafi orðið hjartveikur eða; taugaveiklaður af að búast við dauða sínum á hverri stundu í mörg ár, og hafi það dregið hann til dauða. (Frh.) Símskeyti til „Lögrjettu“ frá R. B. Khötn 12. júlí: Sæsímaslitið fyrir norðan Hjaltland lagað í kvöld. Keisarinn lagði á stað hjeðan til Noregs 5. júlí. Járnsteypa hrundi í Philadelphíu og varð 40 mönnum að bana. Loftfarsskáli Wellmans á Spits- bergen hetur skemst í ofviðri. Bandaríkjastjórn (N.-Am.) hefuraf- ráðið að senda 16 herskip vestur í Kyrrahaf; látið í veðri vaka, að það sje gert í hertamningarerindum. Stórþingið hefur hafnað með 63 : 60 atkv. nefndartillögu í móti stjórn- inni um lögun á bökkum vatnsins Mjörs. Herman Trier lagt niður formensku í bæjarstjórn Khainar. Tilefnið er klofningur framfaraflokksins í spor- brautamálinu. Misklíð í því máli milli bæjarfulltrúa og borgmeistara skotið til ráðaneytisins. Frá fjallatindum til fiskimiða. Nýtt hlað kemur upp á Eskifirði í haust í stað Dagfara og verður rit- stjóri þess Björn Jónsson frá Akur- eyri, áður ritstj. Stefnis. Efri hrautin þeirra Árnesinga verður fjölfarnasta skemtibrautin á landi hjer upp úr konungsreið. Með austurfarar-„höfðingjunum“ síðast var Guðmundur Hávarðsson, væntanleg- ur konungs-ekill í sumar. Hann ók einum mannflutningavagninum alla leið í kring, upp að Geysi og niður að Þjórsárbrú. Brú á Tungufljóti verður beint undan Haukadal. Hvít- árbrúin á Brúarhlöðum er undan Gýgj- árhóli í eystri Tungunni. Brúarstæði þar eitthvert hið fegursta. Frá Skip- holti í Hreppum er kominn vel ak- lær vegur niður að Laxá, þaðan all- góður akvegur að Húsatóftaholti á Skeiðum, en þá tekur Skeiðabrautin við. Unnið er að vegabót fyrir of- an Skipholt að brúnni, svo tært verði með vagna. Svo er og verið að ryðja Lyngdalsheiði. Hreppamenn leggja fram einar 500 kr. til vega- bótarinnar hjá sjer. Grasleysi um land alt. Þurkar og kuldar ómunalegir, og þó eink- um vestanlands. Torfi í Ölafsdal, sem hjer er staddur, kveður sprettu vestur þar engu betri en mislinga- sumarið 1882. Heyhlöður, 12, eru Ölvesingar að reisa sem stendur. Skálarnir miklu á Þingvöllum og við Geysi eru 54 og 5 5 álnir, milli stafna, en Þingvallaskálinn er 24 álna breiður, en hinn 13. Svefnklefar eru fyrir 50—60 manns í hvorum. Kon- ungshúsin eru 18 og 16 álna löng, þau reist til frambúðar, en skálar til rifs, og er þó eftirsjá að Þingvalla- skála. Hann verður skurðskreyttur, með fornum búningi. Stefán Eiríks- son hefur gert öndvegi af miklum hagleik og er konungi ætlað að sitja í því í Þingvallaskálanum. Reykjavík. Oceana, þýska skemtiferðaskipið, sem hingað kom í fyrra, kom hjer nú aftur á laugardagsnóttina var og stóð hjer við fram á næstu nótt. Með því voru nær hálft fjórða hundrað ferða- manna og voru þeir hjer í landi mestan hluta dags. Skipið hjelt hjeðan til Spitsbergen og Noregs. Jón hlindi sagði hjer sögur, eins og til stóð, á fimtudagskvöldið, fjekk fult hús og sagðist vel. Mun hann segja hjer sögur einhverntíma enn áður hann fer. Einar Hjörleifsson fór til Ameríku í síðastl. viku. Að anstan eru hjer komin með Hólum 12. þ. m.: Þorvaldur Pálsson Hornafjarðarlæknir, prestarnir Sig. Sivertsen á Hofi, Jón Jónsson á Stafa- felli og Pjetur Jónsson á Kálfáfells- stað, frúrnar R. Thorlacius frá Bú- landsnesi og Jósefína, kona jóh. Jó- hannessonar sýslumanns á Seyðisfirði Sláttuvjelar tvær voru reyndar í lok búnaðarþingsins inni á túni Pjet- urs kaupmanns Hjaltesteðs. Sturla kaupmaður Jónsson fer með sölu á þeirri, er „Herkúles" heitir, en Brynj- ólfur kaupm. Bjarnason selur „Vík- ing“. Báðum vanst vel. Dómnefnd ljet uppi það álit, að vjelarnar slægju svo jafnt, að munur yrði eigi á því gerður; væru ljettar tveim hestum, en einum of þungar til lengdar. Báðar slá 1—ll/a þml. frá rót á sljettu, hörðu túni. En gerðin á „Víking" þótti dómnefndinni haganlegri, þótt báðar vinni jafn vel. Veðurathuganir í Reykjavík eftir K. Zimsen. Júlí 1907. | Klukkan 1 Loftvog millim. Hiti (Celsius) >- r-T- O O • g toCT PS 0 Veðrátta 10. 7 759-5 11.6 A I Alskýjað I 760.0 14.5 NV 3 Regn 4 760.0 14.4 V 5 Hálfskýjað IO 761.3 7.9 V 4 Alskýjað II. 7 761.3 9-3 V 5 Skýjað I 762.5 10.2 VNV 3 Hálfskýjað 4 762.8 11.4 VNV 4 Smáskýjað IO 764.2 7.0 Logn O Skýlaust 12. 7 764.9 9-5 Logn O Smáskýjað I 769.8 15.0 N 5 Hálfskýjað 4 769.5 14.8 N 5 Hálfskýjað IO 765.2 IO. I Logu O Skýjað 13- 7 765.2 II.O ANA 5 Skýjað I 764.6 17-5 ANA 4 Hálfskýjað 4 764.7 14.2 V 2 Alskýjað IO 763.8 10.4 ASA 4 Móða 14. 7 759-0 10.5 A 4 Alskýjað I 759-4 12.0 ASA 3 Regn 4 75«-i II.I A 3 Regn IO 75«-2 11-5 A I Alskýjað i5- 7 762.8 12.8 SSA 2 Alskýjað I 768.3 15.2 S 3 Hálfskýjað 4 768.8 14.6 s 5 Smáskýjað ÍO 771.2 10.0 A 2 Hálfskýjað l6. 7 772.3 12.5 A 3 Alskýjað I 772.1 19.0 A 5 Smáskýjað 4 771.9 19.4 ASA 5 Smáskýjað IO 771.9 13-5 A 3 Skýjað Meðalhiti í þessari viku -j- 12.53; kl. 7 4-11.03; kl. 1 4" 1477; kl. 4 14.27; kl. 10 4" 10.07. Standard White, dönsk (þrjár stjörnur), ensk (þrjár stjörnur), þýsk, hentugustu og bestu olíu- tegundir á mótora, olíu- maskínur og lampa; hvergi eins ódýrar í stórkaupum og smásölu og ‘Ritstofa og afgreiðsla móttökunefndar konungsfar- arinnar er í Lækjargötu 14, í Búnaðarfjelagshúsinu, og er opin frá kl. 11—2 og 4—6. Tapaður h.estur. Vekr- ingur, grár, mark: bitifr. h. ogfjöðura., sýlt v., hefur tapast frá Skildinga- nesi. Skilist til Magnúsar Vigfússonar. Rautt koffort, merkt: frk. Stefanía Jonsson, Sauðárkrók, tap- aðist af Sterling á leið frá Reykjavík til Sauðárkróks í síðustu terð skips- ins norður um Iand. Skilist til St. Jónssonar faktors á Sauðárkróki, eða til ritstj. þessa blaðs. Zil hjálpar berklaveikura heldur „Hringurinn" Tombólu í Iðn- aðarmannahúsinu sunnudaginn 21.júlí. Allir góðir menn og konur eru beð- in að styrkja þetta fyrirtæki með þvt að koma á tombóluna og draga þar. Marga góða muni verður þar að fá. Nánara á götu-auglýsingum. Stjórnin. Bestu OFNKOLIN, sem til Reykjavíkur flytjast, rr eru Fyrir nokkru kominn stór farmur af þessum alþektu góðu kolum, og ættu allir að birgja sig upp til sum- arsins á meðan verið er að skipa þeim upp. Ressi kol verða seld með sama verði og kol annarstaðar hjer í bænum. Thomsens Magasín. Heimboðsnefnd alþingis tekur á leigu duglega vagn- hesta frá 22. júní til 12. á- gúst. Menn gefi sig fram við Axel Tulinius sýslumann,. Lækjargötu 14, suðurenda. Kenslubðk I Islendiiigasögu með myndum, kemur út í sumar eftir Bog Th. Mel- steð. Hana má panta hjá skólastjóra Morten Hansen í Reykjavík. oooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo o o o Biöjið kaupmann yðar am Edelstein, Olsen <fe Oo- bestu <>t» ódýrustu 8 8 O O o o 8 | o ^OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO Cfylinclerolíu, Vjelaolíw, Cunstvj elsií'eiti, Þurkunartvist, Karbólineum, Tjöru o. fl., o. fl. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.