Lögrétta - 09.10.1907, Blaðsíða 1
LOGRJETTA
Ritstjóri: PORSTEINN GÍSLASON, Pingholtsstræti 17.
M 47.
Reykjavík 9. október 1907.
• mAc.
Qy- HThAThomsen-
HAFNARSTR-17-18 1920 21-22-KOU.S1-2-LÆKJAKTIZ
• REYKJAVIK*
JlíísRonar vörur í
aííar ÓQÍlcIir, Jyrir
rumloga
41 þúsund kr.
R(Ja Romió maó síÓ~
usíu sRipurn í
1 Tliomns llajæíiL
Tilræði „ísafoldar"
við stjórnina.
„ísaf.“ er óefað langtryggasti fylg-
fiskur stjórnarinnar; hún hangir í
hælum ráðherrans, viku eftir viku, ár
út og ár inn; en þó eru flestir þess
fullvissir, að hún muni aldrei komast
fram fyrir hann.
Hjer er eitt dæmi þess, hvernig í
blaðinu lætur:1)
„Hann (ráðherra), sem ætlaði af
„göflum að ganga út af því voða-
„tilræði við ríkisheildina, er stjórn-
„ar-andstæðingar vildu láta semja við
„utanríkisfjelag (Markonífjelagið) um
„hraðskeytasamband...........
„Hann gerir sjer nú lítið fyrir og
„lögleiðir svo lagað nýmæli:
„Rádkerra. Islands hefur leyfi til
_„að semja við stjórnir annara rík]a
„um vitagjald fyrir fiskiskip þau, er
„er þaðan eru gerð út til fishiveiða
„hjer við land".
„Þetta stendur í lögum frá í sum-
„ar um vitagjald af skipum.
„Er þá ísland orðið alt í einu að
„ríki í hans augum og hans lánar-
„drotna ?" segir blaðið. „Hvað seg-
„ir kongur um það — — — og hvað
„segja „ „bræðurnir" “ dönsku um
„það““, segir það enn fremur.
Hjer er þá fyrst gefið í skyn, að
stjórnin hafi ekki viljað heyra nefnda
samninga við utanríkisfjelög um hrað-
skeytasambandið, það hafi stjórnar-
andstæðingum einum þótt takandi í
mál.
i) ísafold 28. sept.: „Tilræði ráðgjaf-
ans við ríkisheildina".
En ekki þarf annað en blaða í
nefndarálitinu alkunna um ritsíma-
málið; þar geta menn sjeð, að stjórn-
in átti lengi í samningum við utan-
ríkisfjelag (einmitt Markonítjel.), þó
að ekkert yrði úr þeim samningum,
af því að annað betra bauðst. Þetta
er því beint tilræði við — sannleik-
ann.
Þessu næst skín út úr blaðinu milli
línanna hlökkun yfir því, að stjórn-
in hafi Iagt fyrir þingið og fengið sam-
þykt frumvarp, sem konungur muni
ekki staðfesta, af því að þar sjegert
ráð fyrir, að ráðherra skuli semja við
stjórnir annara ríkja. Það er og á
margra manna vitorði, að eini vin-
ur ísafoldar, dr. Valtýr, maðurinn,
sem sagðist ekki geta barist fyrir
málstað Islands í millilandanetndinni,
afþvíaðhann væri danskur embætt-
ismaður — hann var ósköp kampa-
kátur yfir þessu, að ráðherra hefði
hlaupið á sig og mundi ekki tá vita-
lögin staðfest. Hins vegar hefur þess
orðið vart, að sumir telja stjórninni
til gildis, að hún setti þetta ákvæði,
um samninga við önnur ríki inn í
lögin; þykir það miða í sjálfstæðis-
áttina.
En sannleikurinn er sá, að stjórnin
á svo sem hvorki lof nje last skilið
fyrir þessi meinlausu lög, því að á-
kvœðið í frumvarpinu, um heiniild
fyrir ráðherra til að semja við stjórn-
ir annara ríkja, er tekið bbreytt úr
gildandi lögum, lögum io. okt. 1879
um vitagjóld af skipum, lógutu, sem
Nellemann gamli! fjekk Kristján
konung IX. til að undirskrifa.
Hvað er nú hjer á seiði ? Er það
fáfræði ? Vissu þau ekki þetta, Val-
týr og ísafold ? Eða mundi þetta
hjal þeirra um vitana vita á það, að
þau ætli — ef völdin koma til þeirra —
að láta sjer annara um ríkisheildina
en Nellemann sálugi á sinni tíð?
Víst er um það, að einhver ósjálf-
ráður undirgefnisandi húkir á bak
við alt stagl Isafoldar um „dönsku
mömmu“.
Óg víst er einnig, að þessu lík
eru öll tilræði ísafoldar við stjórnina,
og vísast af öllu er það, að stjornin
fellur aldrei á þessum og þvílíkum
brögðum blaðsins; það er að segja,
ef hún reynist framvegis jafndugleg
og framtakssöm eins og að undan-
förnu. Blaðið sjáljt hefur auðsjáan-
lega enga lifandi hugmynd um, að
það er stöðugt að falla — í almenn-
ingsálitinu — á sjálfs síns brögðum.—
Heimastjórnarmaður.
Hugvekja.
Motló: „Síra Arnaur suga mokkurkálfa".
„Þar er nú hann Eyjúlfur Bölverk-
son, ef þú vilt launa honum hring-
inn“. Svo segir kunningi minn í
brjefi til mín, og bendir mjer á hinn
nýja ritstj. Fjallkonunnar, sem nú
þykir einna skæðastur í flokki þeirra
nýju Flosanna, og sýnist sjerstaklega
vilja ná í bakið á mjer — manni, sem
hann hefur aldrei heyrt nje sjeð, svo
jeg viti til. Já, víst liggur þessi snati
vel við högginu, eins og Hundadals-
smalinn forðum, og ekki er hann
mjer óárennilegri en Bölverkson var
Kára— „lagajúristinn", sem eyddi
brennumálunum með „lögvillum rang-
indum". Ekki er það og síður víst,
að það fer að verða torsótt að lifa í
landinu, megi enginn „gefa kunningja
sínum á kjaftinn, þó líf liggi við“—
eins og jeg á yngri árum Ijet „Jón
sterka" í Utilegum. segja. En af því
jeg er enginn styrjaldamaður, vil jeg
lítið við „lagajúrista" Arnaursen eiga,
en móral hans og meiningu vil jeg
lítið eitt athuga og ekki fást um,
þótt stöku spark eða sparð kunni við
hann að koma.
Þegar jeg las grein hans: »Skáld-
in og konungskoman« (Fjk. 33. bls.),
þótti mjer *kastað tólfunum með ill-
girnina. Guð náði alþýðu vora, ef
slíkir blaðamenn eiga lengi að ráða
lífsskoðunum hennar og hugsunar-
hætti um rjett og rangt, satt og log-
ið, fagurt og ljótt, en hinir, að út-
rekast í hin ystu myrkur spotts og
óvirðingar, sem hingað til, síðan ís-
land var bygt, hafa verið leiðtogar
í þeim efnum. Hjer — og í öðrum
greinum þessa blaðamanns — sje jeg
engri sanngirni fylgt, heldur flestalt
bygt á röklausri og rótlausri frekju,
meinsemi og meinlokuml Einhver
hin mesta bölvun, sem bitna má á
varnarlausri alþýðu er sú, þegar ill-
gjarnir snápar og flysjungar komast
að sýslunum á landinu, þar sem ber-
sýnilegast er, að alt er komið undir
ráðvendni og rjettri kunnáttu, hvort
heldur staðan er kölluð andleg eða
veraldleg. Ætti jeg að kjósa, hvort
jeg heldur kysi snáp (o: mann, sem
lýgur sig inn í einhverja stöðu) fyrir
prest, kennara eða blaðamann, mundi
jeg svara: „Skrattinn hafi snápinn,
en et óhjákvæmilegt er, þá kýs jeg
hann fyrir prest, jafnvel biskup (Jón
Gereksson varð einu sinni meira, hann
varð erkibiskup að Uppsölum!), eða
kennara, ekki blaðamann -—jeg kysi
heldur skrattann".
En svo. jeg komi nær þeirri grein
sem jeg nefndi, vil jeg spyrja: „Hvað
vill þessi „lagajúristi" þar kenna þjóð
sinni? Er það ný rjettvísi 'og
rjettdæmi frá háskólanum? Eða er
það ekki líkara níði og rógi um oss,
sem við komu konungsins ortum kvæði
og um leið níð (undir rós) um kon-
ung °g konungsvald? Höf. lætur
sjer sæma að kenna okkur Stgr.
Thorst. um. að við höfum boðið kon-
ungi 1 e i r b u r ð tóman. V i ð þol-
um það, enefþað er lýgi, þá er höf.
gagnvart alþýðu landsins eins sekur
og Eyjúlfur var Bölverkson. Alla
hina, sem orktu við þetta tækifæri,
níðir hann einnig, kallar hann allan
kveðskapinn „leirlíkneski", og ætlast
til, að þar í felist tvent: leirburður
og hjáguðadýrkun (við konginn).
Loks dembir hann yfir oss alla, unga
og gamla, níðvisu þeirri, sem Sturl-
unga segir, að Þóroddur nokkur í
II. árg.
Selvogi hafi keypt af manni, geldingi,
að kveða um Snorra Sturluson, sem
sje hina alkunnu vísu: „Oss líst illr
að kyssa". Skömm fái Þóroddur í
Selvogi og illa fór góður biti í þann
kjaft, sem vísuna kvað, því hún níddi
Snorra og Háttatal hans, það, er
uppi verður meðan Norðurlönd eru
bygð, eins og nafn Snorra sjálfs. En
ekki skorti þ a r konungslofið. Og
ekki kölluðu hinir fornu íslendingar
á tíma „frelsisins" það mærð eða
flærð eða smjaður, sem skáldin kváðu
um þjóðhöfðingjana þá. Guð náði
vora þjóð, ef margir slíkir lagajúr-
istar eiga að ráða lögum og lofum,
ráða hugsun og hegðun vors endur-
vaknanda fólks! Ef snillingar þjóð-
arinnar eiga að bera svívirðingu frá
borði fyrir það, að þeir »elska guð
og heiðra konunginn". Þá yrði af,
það sem áður var — einmitt þegar
Islendingar rjeðu sjálfir lögum og
landi; — ef vorir bestu menn, segi
jeg, eiga að lúta uppskafningum, en
engan hafa höfðingja, sem »he!dur
oss við lög og rjett« og vjer tignum
eins og sýnilega fyrirmynd og tákn
eiginnar tignar, lands og þjóðar. Þá
væri mál komið, að vjer aftur bæð-
um Jehóva að gefa oss konung.
Og þótt hann þá gæfi oss konung
í »bræði sinni«, eins og Gyðingum —
gæfi oss annan Sál, þá kysi jeg fyr-
ir mitt leyti heldur að falla á hæð-
um Gilbóa með hetjunni Sál, en að
ráða og ríkja til eilífs nóns með
lyga-merði eða lagajúrista, sem öfugt
lesa allar lagagreinir heimsmenning-
arinnar frá sköpun veraldar til vorra
daga.
Sú hefur ávalt raunin orðið, að
hver sú þjóð, sem engan einn vill
heiðra og yfir sjer hafa, hún týnir
óðara eigin heiðri, og á úr því um
að velja, hvort hún heldur skuli hafa
ótal harðstjóra, eða enga stjórn, þ.
e. siðleysi og allsherjarauðn!
Matth. jfochumsson.
Skjöl í vanskilum.
Undir þessari fyrirsögn hefur orðið
missögn í síðustu „ísafold" um efni
ályktunar frá alþingi í sumar til skila
á skjölum, er ísland á og ljeð hafa
verið Árna Magnússyni fyrrum, en
hefur aldrei verið skilað, og eru enn
geymd í safni hans við háskólann í
Kaupmannahöfn. Eftir því, sem ísa-
fold segist frá, þá hefur þingið verið
að heimta, að skilað yrði landinu(l)
skjölum, sem þegar er búið að standa
skil á, því að þar segir svo, að það
vilji að skilað verði skjölum og hand-
ritum, sem fyrrum hafa verið ljeð
Árna Magnússyni og eru nú í skjala-
söfnum biskups, kirkna, klaustra og
annara embætta eða stofnana hjer á
landi, en hefur ekki verið skilað til
þessa“(!). Sje skjöl þessi nú í nefnd-
um skjalasöfnum, þá er búið að skila
landinu þeim, og þá mundu þau nú
öll vera geymd hjer í skjalasafni
landsins. — Þingsályktan þessi sjálf
skýrir það best, hvað verið sje að
fara og hljóðar hún á þessa leið (Alþt.
A, nr. 575):