Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 09.10.1907, Blaðsíða 2

Lögrétta - 09.10.1907, Blaðsíða 2
186 L0GRJETTA. Lögrjetta kemur út á hverjum mið- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð als á ári. Verð: 3 kr. árg. á íslandi, erlendis 4 kr. Gjalddagi 1. júli. Skrifstofa opin kl. 10‘/»—11 árd. og kl. 3—4 síðd. á hverjum virkum degi. Innheimtu og afgreiðslu annast Arinbj. Sveinbjarnarson, Laugaveg «. „Neðri deild alþingis ályktar að skora á stjórnina, að gera ráð- stafanir til þess, að skilað verði aftur landinu öllum þeim skjölum og hand- ritum, sem fyrrum hafa verið ljeð Arna Magnússyni og eru lír skjala- söfnum biskupa, kirkna, klaustra eða annara embætta eða stofnana hjer á landi, en hefur ekki verið skilað til þessa". Það þarf misskilningsgáfu á háu stigi til þess að skilja það ekki, að hjer er einungis um þau skjöl að ræða, sem landið á, og enn eru geymd í handritasafni Árna Magnússonar. Hefði útleggingin aftan við þessa frásögn „ísafoldar" ekki fyigt, þá hefði maður haldið þessa greiu blaðs- ins prentsiys. Jón Þorkelsson. Mislingarnir. eru nú á hæsta stigi hjer í bænum, þau heimilin færri, sem eftir eru, en hin, sem veikin er komin á. Þeir hafa verið alt annað en vægir, fjöldi fólks mjög illa haldinn. Fáir dáið enn, þrír svo kunnugt sje, alt börn. Eins og við rnátti búast, kom veik- in upp í haust á nokkrum stöðum í nærsveitunum um sama leyti og af sömu rótum eins og hjer í bænum. Og vitanlega hefur veikin borist hjeð- an í nokkur önnur hjeruð. En þó er alt útlit fyrir, að hún verði víð- ast stöðvuð, sem sje alstaðar þar, sem alþýða vill hlýta ráðum lækn- anna, enda styttist nú óðum biðin eftir því, að veikinni verði lokið hjer og haustferðir á enda. Ur því er alt auðveldara að ráða við sóttina. Hjer í bænum hefur oft verið haft orð á því, að „mislingar væru svo vægir — þetta væri ekkert", og eng- in ástœða til að varna þeim inn- göngu. En nú kveður margur við annan tón, og þykist fullhart leikinn. Verðfall peninga. Það eru dýrir peningar á þessum tímum. Vextirnir eru háir og þó vex gullsafn bankanna í stóru lönd- unum óðum. Gullnámurnar í Suð- urafríku hafa gefið mjög mikið gull af sjer síðan Búastríðið hætti — tvö íalt til þrefalt meira en áður. En þó er meiri eftirspurn eftir gulli en svo, að námurnar geti haft við að fullnægja kröfunum. Það stafar mest af því, að nær því allur heimurinn notar nú eingöngu gull sem mynt- fót og er því ekki hægt að nota ann- að en gull til allra viðskifta milli ríkja, og hver sem tekur fje út úr banka, á heimting á, að geta fengið það í gulli, ef hann vill. Gullforði bankanna í Norðurálfunni er talinn hafa verið 1 árslok 1905 37372 miljón pund sterling, það er rúmlega 6700 miljónir króna. En þrátt fyrir þennan mikla gull- auð, sem til er í heiminum, og sem fer sívaxandi — eða rjettara sagt: vegna þessa mikla gullauðs í heim inum, hafa peningar falliö mjög í verði á síðustu árum. Enska versl- unarblaðið „Economist“, eitthvert merkasta blað heimsins í þeirri grein, telur peninga hafa fallið 30% í verði síðan um árslok 1902. Það er með öðrum orðum, að nú þarf að borga 130 kr. fyrir sama vörumagn, sem fjekst fyrir 100 kr. fyrir 5 árum síðan. Að hin sama breyting, nær því jafnsterk, sje einnig hjer á landi, sjest á því, að meðalálin var í Rvík 1900 50 aurar, en árið 1906 64 aurar. Eftir því hafa peningar fallið í verði hjer hjá oss um 28%. H. J. Frá fjallatindum til fiskimiða. Úr Húnavatnsþingi. Norðan- veðrið í byrjun október var mjög hart og mikil fannkoma, fje fenti heima undir bæjum frammi í Langa- dal og víðar. Heyskapur víðast lítill, jörð snögg og óþurkar á engjaslætti, svo að enn eru víða hey úti. Versl- unarhorfur fremur góðar. Talsverð ráðagerð um slátrunarhús. Er Sig- urður bóndi á Lækjamóti pottur og panna í því fyrirtæki. Sigurður er mesti myndarbóndi, framtakssamur og stórhuga, og er hann þó við aldur. Maður hefur verið sendur suður, Guðm. Guðmundsson frá Klömbrum, og verður hann þar í haust, til að læra slátrunarstörf í nýja slálrunar- húsinu í Reykjavík. Einn af elstu og merkustu bænd- um sýslunnar, Eggert Helgason i Helguhvammi, hjelt gullbrúðkaup sitt 20. f. m.; þar var viðstatt fult 100 manns og fór alt vel fram. Eggert er enn við nokkurn veginn heilsu; hann er fæddur 1830, en kona hans er 4 árum eldri. Hann hefur jafnan haft mikinn hug á barnauppfræðslu og gaf nú nokkurt fje til að koma á fót sunnudagaskóla í sveit sinni (á Vatnsnesi). Reykjaness-vitinn. Núna uin mánaðamótin var undirstaðan komin, 6 fet frá jörðu. Steinstöpullinn á að vera 70 fet og timburgrind upp af, 8 feta há. Sú hæð talin nauðsynleg, svo að Ijósið beri yfir Skálafell. Um 70 manns hafa verið þar við vinnu undanfariðjflestir úrHöfnumog Grinda- vík, en einir 10—20 urðu nýskeð frá að hverfa vegna mislinganna. Vinn- an í sumar gekk mesttil vegargerðar. Full hálf míla er frá uppskipunar- staðnum upp á fellið, þar sem vitinn á að standa. Grjót og sand verður að sækja úr fjörunni á öðrum stað. Vegurinn upp fjallið mjög örðugur, af einum 20 hestum sagðir 6 frá, og mælt að hreppstjóri hafi við orð, að leita lagaverndar fyrir skepnurnar. Talið af sumum misráðið, að eigi var settur mótor uppi á tindinum og látinn draga upp þetta keilumyndaða fell. Hestfóðrið verður alt að flytja að, getið til að kosti alt að 2 kr. fyr- ir hestinn um daginn. Vistarvera fólks þar mjög slæm. Talið er lítt hugsandi, að vitinn komist upp á þessu ári, eins og ráðgert var. Gamli vitinn hangir á snösinni og getur farið í næsta landskjálftakipp, og líka staðið heilan mannsaldur. Þar sefur vitavörður. Stjórnin ætlaði50 þús. kr. til vita úr járni, en fjekk hækkað fram- lagið í 78 þús. kr., er járnturn varð eigi reistur á þessu ári, en óumflýjanlegt þótti að koma upp vitanum nú þegar, þótt mun yiði dýrari úr steinsteypu. Því miður horfur á, að kostnaður fari verulega fram úr áætlun. Yfir- maður verksins er W. Kjödl, sá hinn sami, er stóð fyrir smíði bryggjúnn- ar í Oddeyrarbót í sumar, en næstur honum gengur Stefán Egilsson. Nú með „Ceres" er Þorv. Krabbe verkfr. væntanlegur, og fer hann væntanlega suður á Reykjanes jafnskjótt og hann kemur. Slys. Barn datt í pott nýlega á Sámstöðum í Hvítársíðu og brendi sig til bana. ÍJorðanveðrið. Menn lögðu upp úr Borgarfirði með fjárrekstur fyrir Ok í byrjun norðanveðursins og eru enn ókomnir til bygða. Hafði ver- ið ofsaveður í Borgarfjarðarhjeraði. Þessi fregn var sögð frá Grund í Skorradal í gærdag. Eiðaskólinn. Skólastjórastaðan þar er veitt Bergi Helgasyni. Lausn frá prestsskap hafa þeir fengið síra Guðmundur Helgason í Reykholti og síra Einar Þórðarson alþm. á Desjarmýri. aYaiurinn*, blað, sem út hefur komið á Isafirði síðan í fyrra haust, á vegum stjórnarandstæðinga, kvað nú hætta að koma út. Reykjavík. Gullið. Bornum miðar smátt og smátt áfram, þó seint gangi. Nú er komið 80 fet niður, en gullið á að finnast á 120 feta dýpi. Sveinbj. Sveinbjarnarson tón- skáld hefur selt Guðmundi Gamalí- elssyni bókbindara útgáfurjett að lög- unum við kvæðaflokkinn eftir Þor- stein Gíslason, sem sunginn var hjer við konungsmóttökuna í sumar og ætlar Guðmundur að láta prenta þau í Khöfn í vetur. Sömuleiðis hefur Guðmundur keypt af Sveinbirni út- gáfurjett að nokkrum öðrum lögum eftir hann og koma þau út jafnframt í sjerstöku hefti. Prestsvígsla. Á sunnudaginn var vígðist Björn Stefánsson kand. theol. til Tjarnar á Yatnsnesi. Bráðkvaddur varð hjer síðastl. föstudag Böðvar Oddsson trjesmiður, liðlega fimtugur maður. Hann datt niður dauður á götu. Veðrið. Síðan á mánudag hefur verið kyrt veður, hreint og bjart á mánud. og þriðjud., en þykt loft í dag. Á laugardaginn gerði skarpt norðanhret og eru fjöll síðan hvít. Almeniiingsbálkur. Fyrirspurn. Á maður, sem hefur vátrygt skip sitt gegn sjóskaða, rjett á, að fá greiddar bætur fyrir skipið þegar það ferst af eldi, þó ekkert sje sjerstak- lega tekið fram um það í ábyrgðar- skírteininu eða lögum hlui.aðeigandi ábyrgðarfjelags? Svni-. Sjóskaði telst, nema öðruvisi sje ákveðið með berum orðum, hvert það tjón, er skip verður fyrir á sjó, hvort sem orsökin er eldur eða annað. Þetta á þó ekki við um tjón vegna ófriðar. S j ómannalíf. Eftir Rndjard Kipling. (Frh.). ---- „Mjer hefur, mjer hefur skjátlast — hraparlega", sagði Diskó eftir litla um- hugsun og var eins og hvert orð væri dregið út úr honum með töngum. »Jeg skal segja yður eins og er, herra Keyne: jeg hjelt, að drengurinn væri ekki með öllum mjalla; hann talaði svo undarlega um peningac. »Það hefur hann [sagt mjerc, svaraði Keyne. »Og hann hefur þá llklega sagt yður enn meira, —'þvf jeg gaf honum einu sinni á hann«, sagði Diskó og leit til frú Keyne. »Já, það hefur hann líka sagt mjerc, svaraði Keyne, »og jeg held, að kjafts- högg yðar sje það besta verk, sem honum hefur verið gert frá því hann fæddistc. »Mjer fanst það óhjákvæmilegt, og því gerði jeg þaðc, sagði Diskó. »En þjer megið ekki hugsa, að við förum illa með drengi okkar hjer á þessari skútu«. »Það veit jeg líka, að þjer gerið ekki, Tioop minn«, svaraði Keyne. Allir skipsmennirnir voru nú komnir niður í káetuna, og frú Keyne horfði á þá á víxl meðan þeir Diskó óg maður hennar töluðu saman. Eftir hennar mæli- kvarða voru þetta engir snyrtimenn. En- augu hennar voru full af þakklæti. »En segið þið mjer nú, hver það var, sem bjargaði honum«, sagði hún hálf- kjökrandi, reis á fætur og rjetti fratn hendurnar. »Annars þakka jeg ykkur kær- lega öllum saman«. Diskó nefndi nú hvern einstakan fyrir henni og frú Keyne stamaði fram þakk- læti í samhengislausum orðum. En það' vantaði lítið á, að hún kastaði sjer um hálsinn á Manúel, þegar hún heyrði, að það væri hann, sern fyrst hefði tundið' Harvey. »En hvað átti jeg svo sem annað að gera, en að bjarga honum, þegar jeg sá hann á floti?« sagði Manúel og færðist undan. »Það var ekki nema sjálfsagt. Hann er góður drengur, og mjer þykir' vænt um að vita, að hann er sonur yðar«. »Og hann sagði mjer að þeir Dan hefðn altaf verið saman«, sagði frú Keyne. Dan var fyrir löngu orðinn rjóður í andliti, eii varð nú blóðrauður út undir eyru, því' frú Keyne kysti hann í allra augsýn á báða vangana. Svo fylgdu þeir henni fram- 1 skipið til þess að sýna henni, hvar há- setarúmið væri, en hún vildi fyrir hvern mun fá að koma þangað ofan og sja rúm Harveys. Þar niðri hitti hún matsveininn og var hann að fága ofninn. Hann tók á móti henni eins og hann hefði lengi vænt hennar. Svo fóru þeir að reyna að skýra fyrir henni daglega lífið þar á skip- inu, en hún settist niður, lagði hanska- klædda höndina fram á skitið borðið,. hlustaði eftir og hló og grjet í einu. »Hjer er alt orðið svo hátíðlegt, að jeg held hún breyti skútunni okkar í dóm- kirkju«, hvíslaði Langi-Jakk að Tom Platt. »Dómkirkju!« át Tom Piatt eftir og sneri upp á nefið. »En það er ekki við- kunnanlegt að fá svona heimsóknir út á eins skitið skip og þetta er. Hjer er lfka alt í óreglu. Við höfum ekki einu sinni almennilegan stiga handa henni. Hún verður að klifra upp eftir hænsnatröppu úr skútunnic. »Hefur þá Harvey ekki verið neitt geggjaður?« spurði Penn með hægð og sneri sjer til Keynes. »Nei, guði sje lof!« svaraði Keyne og brosti vingjarnlega. »HallóI« kallaði Harvey og leit yfir skútuna ofan frá bryggjunni. »Mjer hefur skjátlast, mjer hefur skjátl- ast!« kallaði Diskó strax og veifaði til hans hendinni. »Jeg játa það strax, sv» þú þarft ekkert að hæða mig fyrir það- framar«. »Nei. En jeg skal taka það að mjerc,. sagði Dan lágt við þann sem næstur stóð. »Nú ferðu líklega frá okkur, eða er ekki svo?« spurði Diskó. „Ekki fyr en jeg hef fengið það, sem eftir stendur af laununum mínum", svar- aði Harvey. „Nema þjer viljið, að jeg geri fjárnám 1 Stundvís". „Það er rjett; jeg hafði alveg gleymt laununum", svaraði Diskó og taldi fram peningana. „Þú hefur gert alt, Harvey, sem þú varst skyldugur til að gera, og

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.