Lögrétta - 22.01.1908, Blaðsíða 1
LÖGRJETTA
= Ritstjóri: PORSTEINN GÍSLASON, Þingholtsstræti 17. ==-
M 3.
líeyliiavíli janúar 1908.
III. árg.
Undirritaðan vantar duglegan, reglu-
saman og góðan járnsmið, sem ársmann frá
maíbyrjun við góða smiðju og nægileg og góð
verkfæri. Gott kaup í boði. — Lysthafendur
geri svo vel að senda umsóknir með meðmæl-
um og kaupgjaldskröfu með póstskipsferð frá
Reykjavík í janúarlokin. Svar um hæl. —
Frekari upplýsingar, ef óskast, gefur hr. járn-
smiður Kristófer Sigurðsson í Reykjavík.
Patreksíirði, 6. janúar 1908.
Pjetur A. Ólafsson.
■HAFNARSTR- 1718 1920 2122 • KOLAS 12- LÆKJART12
* REYKJAV'K •
íslenskt smjör, frá 65 au.
Rjúpur,
Saltkjöt
fæst í Pakkhúsdeildinni í
BOKA- w PAPPÍRSVERSLUN
hefur til sölu:
Quo vadis?, Leysing, Þyrna o. fl. bæk-
ur í skrautbandi.
Póstpappír, stóran og smáan, mjög
ódýran.
Umslög, stór og smá.
io au. brjefsefni í skrautumslagi.
Blek, penna o. m. fl.
Góðar vörur! Gott verð!
íjolger Drachmann
dáinn.
I símskeyti hjer í blaðinu frá 15.
þ- m. er sagt lát Holgers Drach-
manns, mesta ljóðskálds, sem Danir
hafa átt, og líklega eins hins mesta
snillings í þeirri grein allra samtíðar-
manna sinna.
Drachmann var fæddur 9. okt.
1846 í Khöfn og var faðir hans
tæknir og prófessor og ólst Drach-
mann upp við mentun og velmegun.
Hann varð stúdent 1865, en lagði
svo fyrir sig málaralist og fór í ferða-
lög, til Skotlands, Spánar og Sikil-
eyjar. Eftir þá för dvaldi hann um
hríð í Englandi. Á þessum árum var
málaralistin aðalstarf hans, en þó rit-
aði hann jafnframt fjörlegar frásagnir
um ferðir sínar í blöðin.
En svo tók hann að yrkja, og
hætti þá bráðlega við málverkin.
Eyrsta kvæðasafn hans kom út 1872,
síðan hefur hvert skáldritið frá
honum rekið annað, ljóðmæli, sögur,
leikrit og ævintýri, oft tvær bækur,
eða fleiri, á sama árinu. AIls eru þau
nú orðin yfir 40. Þau eru fjölbreytt
að efni og misjöfn að gæðum, og
!engi var þeim einnig misjafnlega
tekið. En á síðari árum hafa Danir
alment talið Drachmann langfremsta
skáld sitt.
J ljóðmælum sínum leikur hann á
alla strengi. Hann gat verið háfleygur
og andríkur, en líka kveðið götu-
drengja- og slarkara-bragi; gat verið
viðkvæmur og þýður, en líka stór-
skorinn og grófur. Danska braglist
hefur hann umskapað, gert rímfar-
veginn víðari. Kveðskapur hans er
einsogá, sem flóir yfir bakkana. í ís-
lenskum kveðskap er skyldast Drach-
mann ýmislegt í kveðskap Hannesar
Hafsteins og svo Strengleikar Guð-
mundar Guðmundssonar, að ríminu til.
Helstu ljóðabækur Drachmanns eru:
„Dæmpede Melodier" (1875), „Sange
ved Havet" (1877), „Kanker og Ro-
ser" (1879), „Gamle Guder og nye"
(1881), „Sangcnes Bog“ (1884) og
„Unge Viser" (1892).
Skáldsögur margar hefur hann og
skrifað og eru stærstar af þeim „En
Overkomplet" og „Forskrevet".
Tvö heistu leikrit hans eru um
norræn efni: „Völundur smiður" og
„Hallfreður vandræðaskáld". Inn-
gangskvæðið að því hefur síra Matt-
hías þýtt á íslensku:
I öllum löndum og álfum
er etið við sama borð.
Við lifum á bókum og blaðri,
og brauðið er merglaus orð.
En kringum oss gnæfa kirkjur
og krær og bankar og þing
og auður og ógnar kynstur
af örbyrgð og svívirðing........
Svo greiðið þá seglið, sveinar,
nú set jeg út miðjan fjörð,
því flatari’ og flatari gerist
nú foldin, vor gamla jörð.
Upp voðir, og vindið á húna,
jeg völinn tek sjálfur í hönd,
og látum svo Gamminn geisa.
Jeg gista vil Islands strönd.
Yms af kvæðum Drachmanns hafa
verið þýdd á íslensku og eitthvað af
smærri sögum hans, en ekkert stórt
rit eftir hann í heild. — Um för Krist-
jáns konungs IX. hingað 1874 og
þjóðhátíðina hjer á Þingvöllum orti
hann langt kvæði, og er það gaman-
brjef til dansks blaðs, en ekki var
Drachmann í förinni. Þegar þingmenn
okkar voru í Danmerkuförinni 1906
orti hann kvæði tii þeirra og annað
til íslands, og var það þá prentuð
hjer í blaðinu.
Líf Drachmanns var mjög órólegt
og staðfestumaður var hann í engu.
í bókmentunum var hann talinn undir
merki Georgs Brandesar, en fór þó
altaf sinna ferða. I landsmálum var
hann eigi heldur við einn flokkinn
teldur, og sló ýmist til hægri eða
vinstri. Hann var fjórkvæntur og
hafði skilið við þrjár fyrstu konur
sínar. Og fasta bústaði átti hann aldrei
til lengdar. í Khöfn var hann aldrei
síðari áratugina nema tíma og tíma, en
kunni best við sig í Skagabænum
nyrst á Jótlandi, en það er fiskimánna-
þorp allstórt. Hann elskaði hafið frá
æskuárum. í Hamborg var hann all-
lengi og víðar á Þýskalandi, og oft
var hann á ferðalagi. Hann var stór
maður vexti og fríður sínum.
Haustið 1906 var sextugsafmæli
hans haldið í Khöfn með mjög mik-
illi viðhöfn.
Bxjarstjórnar-kosningin.
Nú er í annað sinn hjer í bæ beitt
hlutfallskosningu, en fyrir 2 árum var
svo miklu minna um að vera en nú.
1 janúar 1906 kaus flokkur hærri
gjaldenda í slðasta sinni, 428 á kjör-
skrá, en 280 kusu. Þá komu fram 8
listar til að kjósa 6 fulltrúa, og á
öllum listunum voru samtals 12 nöfn.
Nú, þegar miklu meir reynir á
hlutfallskosningalögin, mun það vera
ofarlega í flestum, að þessi kosninga-
aðferð sje ekki góð. Það er svo mikið
umstang að raða á listana og vekur
svo mikla óánægju. Mörgum kjós-
andanum reynist svo, að hann getur
eigi komið fram vilja sínum um skipun
bæjarstjórnarinnar frekar en það, að
gefa einum einasta manni, fremstum
á lista, atkvæði sitt, þótt 15 eigi að
kjósa, og öðrum finst sjer ekki fært
að greiða þeim og þeim lista atkvæði,
þótt bestu menn, að hans dómi, sjeu
þar efstir, af því að ofarlega í röð-
inni er einhver, sem hann vill eigi
fyrir neinn mun styðja til kosningar.
Mjög litlar Hkur eru til þess, að
horfið verði frá hlutfallskosning, þar
sem hún einu sinni er á komin. Hitt
er auðgefið, að eyða þessu óánægju-
efni með svipaðri umbót og gerð var
á frumvarpinu um hlutfallskosningar
til alþingis, er stjórnin lagði það fram
í annað sinn.
Umbótin er fólgin í þvf, að kjós-
endur sjálfir ráða röðinni með því,
að setja tölur við nöfnin, fyrstur í
röðinni hjá kjósandanum fær hjá hon-
um heilt atkvæði, annar hálft, þriðji
V3 o. s frv.
Þá er horfið alt óánægjuefnið, sem
verður af röðuninni á listana, og kjós-
andinn nýtur sín ólíkt betur en nú
gerist.
Og þegar hinn almenni vilji bæjar-
búa gæti betur komið fram og rjettari
mælikvarði fengist á traustinu til
fulltrúaefnanna, þá yrðu málefni bæj-
arins tekin til umræðu á undan kosn-
ingu, bæði í blöðum og á almennum
fundum. Nú hefur það kafnað í
þessum listabræðingi fjelaganna.
Leiðbeining
fyrir bæjarstjórnarkjósendur.
„Kjósendur koma fram og kjósaí þeirri
röð, er þeim sjálfum líst, og eftir því,
sem þeir komast að. Þá er kjörstjórn-
in hefur kannast við manninn, og sann-
fært sig um, að hann hafi kosningarrjett,
afhendir hún kjósanda kjörseðill ásamt
umslagi, og gengur hann síðan inn í
kjörherbergið og má þar enginn annar
vera inni. Þar inni markar hann kross
X á kjörseðilinn við bókstafinn á þeim
lista, er hann vill kjósa eftir, leggur síð-
an kjörseðilinn inn í umslagið, gengur
að vörmu spori út úr herberginu og af-
hendir oddvita umslagið með kjörseðl-
inum í, og leggur oddviti það svo í aug-
sýn kjósanda niður í atkvæðakassann án
þess að opna umslagið. — Sjerhver kjós-
andi, er vill neita kosningarrjettar síns,
verður að mæta sjálfur (6. gr.).
Ef kjörseðill eða umslag ónýtist á ein-
hvern hátt, eftir að það er kjósanda af-
hent, en áður en það er lagt niður í at-
kvæðakassann, þá getur kjósandi farið
aftur til oddvita, og fengið nýjan kjör-
seðil og umslag, og skili hann þá því,
er ónýttist aftur um leið (6. gr.).
Nú skýrir kjósandi kjörstjórn frá, að
hann sje ekki fær um að kjósa á fyrir-
skipaðan hátt, og færir sjerstakar ástæð-
ur fyrir því, er kjörstjórn metur gildar,
þá skal sá úr kjörstjórninni, er kjósandi
nefnir til, veita honum aðstoð til þess í
kjörherberginu (6. gr.).
Kosningargerðin má eigi standa yfir
skemur en 3 tlma (7. gr.).
Enginn kjósandi, er kosið hefur, skal
skyldur til fyrir rjetti, í hvaða máli sem
er, að skýra frá, hvern hann hafi kosið,
eða hvort hann hafi greitt atkvæði með
eða móti einhverju fulltrúaefni (7. gr.).
Enginn úr kjörstjórninni, eða nokk-
ur sá, er staddur er í kosningastofunni,
(sbr. 6. gr.), má, meðan á atkvæðagreiðsl-
unni stendur, gefa nokkrum kjósanda
ráð, tilvísun eða áminningar um það,
hvaða lista hann skuli atkvæði gefa.
Enginn má heldur skýra frá því, sem
hann í kosningastofunni kann að hafa
V