Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 22.01.1908, Blaðsíða 3

Lögrétta - 22.01.1908, Blaðsíða 3
L0GRJETTA. 11 tvískifting kjósenda eftir efnahag og fara allir fulltrúar, sem kosnir eru til fjögra ára í senn, frá í einu, í stað þess að áður lór helmingurinn frá í hvert sinn. Gegn því, að ganga að þessu, hafa íhaldsmenn komið kosn- ingu til amtsráðanna svo fyrir, að þeir megi eiga von á því, að hafa þar yfirráðin, með því að atkvæði stóreignamanna til þeirra hafa þar margfalt gildi, líkt og nú hafa þau við kosningar til landsþingsins. En samþykki amtsráðanna þarf til fulls gildis allra mikilvægra ráðstafana landsveitastjórnanna, sjer í lagi að því, er allar auknar álögur snertir. Ihaldi við bæjastjórnirnar er hins vegar öðruvísi fyrir komið, aðallega með því, að kref jast samþykkis stjórn- arvaldsmanna ríkisins og stjórnarráð- anna. Blöð ráðherranna, Bergs og Lassens, láta mikið yfir samkomulagi þessu og telja nú bygða trausta brú milli Fólksþings og Landsþings, er leiði til þess, að nú komist á smám- saman eindrægni um stórmál þau, sem verið hafa lengi þrætuepli milli þinganna, sem sje tollmálið, rjettar- farsbreytingin og loks varnarmálin. Nánari frjettir af þessu verða að bíða næstu blaða. yílheims-iþróttamðt. r Olympigitir leikar. fjóðhreysti — Pjöðfrægð. Mikilsyerð tímaniót. XJ. M. F. í. Stjórn vor og þjóð. Allir þeir, er lesið hafa veraldar- sögu, munu kannast við nafnið „ Ólyrn- Pyskir leikaru. Voru það fornleik- ar Grikkja, er varpað hafa fegurðar- og frægðarblæ yfir alla sögu þeirra, svo að sama nafnið lifir enn, og hef- ur það nýlega fengið merkingu svo víðtæka, að hún nær um heim allan. „Ólympiska leika“ kalla menn nú alheims-íþrbttambt þau, er nýlega eru hafin, og skulu framvegis háð í ýms- um löndum með ákveðnti millibili. Árið 1906 var mikilsvert tímamót í íþróttasögu Norðurlanda, því þá sóttu þau í fyrsta sinn „Ólympiska leika*', er þá voru 'háðir á Grikk- iandi. Unnu Norðmenn, Svíar og Danir þar ýms verðlaun, þó við marga hrausta drengi væri að tefla. Vakti hluttaka þessi eftirtekt manna um heim allan, — því öll eru lönd þessi talin smáríki, — og því meiri var heiðurinn og frægðin, er íþrótta- menn þessir öfluðu ættjörðum sín- um. Enda kunnu þær að meta það fyllilega. Hraustu flokkur og harðsnúinn — Iveir tugir manna — var það, er Norðmenn sendu, og var víða til þess tekið. Báru þeir af flestum öðr- um, sem flokksheild, í samtökum og á'æðni. Heillaóskir norsku þjóðar- innar fylgdu þeim úr garði. Þeir áttu a9 tefla um hreysti og frægð þjóðarsóma norsku þjóðarinnar frammi fyrir augum alheimsins. Og nú var langt liðið síðan, er Noreg- ur hafði hætt sjer fram á taflborð heimsins í þessu tilliti. Förin varð sigurför. Norðmenn unnu allmörg verðlaun í ýmsum í- þfóttum, einn varð t. d. „alheims- meistari" 1 skotlist. Og flokkurinn sjálfur fjekk verðlaun fyrir fagra og hrausta framgöngu. Meðan á þessu stóð, streymdu sím- skeytin daglega til Noregs og boð- uðu sigur norsku þjbðarinnar. Hjer tefldu fáeinir menn um heiður og frægð heillar þjóðar. Vjer höfum unnið! Vjer höfum unnið! hljómaði um allan Noreg. Blóð þjóðarinnar brann í hverjum barmi! — í Kristjaníu var „Aþenu- förunum" tekið með tveim höndum sem heimsfrægum konungssonum, er komu úr langferð með pálmaviðar- sveig þjóðfrægðarinnar um enni sjer. Eru það líka dýrustu verðlaun í heimi. Hákon, hinn nýkjörni kon- ungur Norðmanna, kom til móts við „ Aþenufarana", heilsaði þeim í nafni þjóðarinnar og þakkaði þeim sóma þann hinn mikla, er þeir hefðu gert ættjörðu sinni. Og norska þjóðin bar þá á höndum sjer. Það gerðu og Grikkir fyrir þúsundum ára síðan við sigurvegara sína. I sumar verða „Ólympisku leik- arnir" háðir í Lundúnaborg. Eru þéir þá farnir að færast svo nærri oss, að vjer munum að sumri fá skýrar frjettir af leikslokum, þar eð vjer er- um í símtengslum við umheiminn. „En hvað höfum vjer Islendingar með þetta!" inunu margir segja. Já, mjög margir. Svarið liggur beint við: Illa er íslendingum farið aftur, síðan þeir þreyttu afl við hýðbirni, sund við konunga og vígfimi við vík- inga og villumenn víða vegu milli Vínlands og Miklagarðs. Illa er þeim farið aftur, ef engan fýsir í sumar að tefla um frægð og sóma landsins vors litla, er vjer elskum allir, og reyna að láta það ekki falla í gleymsku og dá að óreyndu I Ekkert mundi fremur vekja eftir- tekt á lítilli, afskektri þjóð, en ef hún gæti sent fáeina menn á alheims- iþrbttambt, þar sem úrvalalið góðra og hraustra drengja þreytir kapp- leika sína. Mundi það vekja eftir- tekt mikla, jafnvel þótt sendimenn vorir sköruðu eigi sjerstaklega fram úr á neinn hátt. Hluttakan sjálf bæri vott um líf, þroskun og menning, miklu fremur en allar skrumgreinar og skrumræður. Nú stendur fyrir dyrum tækifæri til að sýna, að vjer sjeum sjerstök þjóð með sjálfstæðu þjóðlífi og þjóð- areinkennum. Vjer stöndum á tíma- mótum — krossvegum — og eigum að velja um það tvent, að sýna, hvort þjóðernis- og sjálfstæðisbarátta vor er innileg alvara eða glamur tómt. Ungmennafjelag íslands (samband- ið) vill gangast fyrir því, að sendir verði 4 menn til Lundúna í sumar, og sýni þeir þar íslenskar glímur, taki þátt í hnefaleik, grískum glím- um og ef til vill fleiru. Eiga þeir allmikið á hættu, er fara mundu, svo auðsætt er, að þeir þyrftu að kosta mjög miklum tíma til undirbúnings, því eigi mundi þá fýsa, að verða þjóð sin til minkunar. Er svo til ætlast, að 1 eða 2 yrði frá Akureýri, 1 eða 2 úr Reykjavík og 1 úr Þingeyjarsýslu, því frá þess- um þrem stöðum vitum vjer nú besta glímumenn. Formaður Sambands U. M. F. í., hr. Jbhannes Jósefsson, gengst fyrir máli þessu af kappi miklu, og er það þá í góðum höndum. Fáir Is- lendingar munu sýnt hafa annan eins áhuga og kapp í íþróttum og allri líkamsþroskun og hann, og enginn heldur náð eins langt og hann á jafnskömmum tíma! í grískri glímu vann hann oss frægð mikia síðastlið- ið sumar, er hann lagði að velli besta »miðþungaglímumann« Dana, Henry Nielsen, og eru þó margir Danir frægir mjög í þeirri list. I sömu ferð lagði hann einnig að velli frægan glímumann á Skotlandi, þó eigi væri á opinberu leikmóti. Hnefa- leik, aflraunir og margskonar íþróttir hefur hann einnig iðkað af kappi miklu, og er það kunnugt öllum þeim, er það vilja vita. Og það eitt er víst, að óhætt mundi að trúa hon- um og þeim, er hann kysi sjer til fylgdar, fyrir sóma þjóðar vorrar, bæði hvað íslenskar glímur snertir og eins aðrar íþróttir, er þeir tækju þátt í. Önnur lönd kosta að miklu leyti (hvað miklu veit jeg eigi nákvæml.) för íþróttamanna sinna á alheims- íþróttámót þessi. Telja þau það sjálfsagða skyldu sína. Stundum gera það einnig auðmenn og auðkýfingar, er sýna vilja landi sínu og þjóð sóma. (Niðurl.). Hafnarfirði 17. jan. ’o8. Helgi Valtýsson. Keykjavik. Nýtt verkmannafjelag er stofnað hjer í bænum og hefur Sigurður Jóns- son frá Fjöllum gengist fyrir því. Slys af byssu. Ungur maður mað- ur hjeðan úr bænum, Sigurður P. Sveinbjarnarson, var að skjóta hjer austur með sjónum á föstudaginn og var svo lengi burtu, að farið var að leita hans um kvöldið. Fanst hann æði langt austur frá Rauðará skot- inn til bana. Hafði skotið farið inn í síðu hans og svo upp á við, og er talið líklegast, að hann hafi dottið með byssuna, því hálka var mikil. Nokkurn spöl hafði hann gengið eltir að hann fjekk skotið, því byssan fanst á öðrum stað. Sigurður var nýlega kvæntur og hafði verið efnis- maður. Bæjarstjórnin. Fundur 16. þ. m.: Leikfjel. Rvíkur veittur 500 kr. styrkur úr bæjarsjóði yfirstandandi ár. Samþ. útmæling á 600 ferfaðma lóð undir kennaraskólann fyrirhug- aða við Laufásveg. Kosnir ásamt formanni til þess að búa undir alþingiskjörskrá: Kr.Jóns- son yfird. og Halld. Jónsson banka- gjaldkeri. Samkv. tillögum kjörstjórnarinnar við bæjarfulltrúakosninguna 24. þ. m. samþykti bæjarstjórn þá tilhögun við kosninguna: að hún fari fram í 6 bekkjum barnaskólans á fyrsta gólfi að vestanverðu, að skipaðir sjeu kjör- stjórninni til aðstoðar bæjarfulltrúarn- ir: Ásg. Sig., H. Jónss., H. Hafl., J. Þorl., Kr. Ó. Þ. og Þ. Þorst., og þessir borgarar utan bæjarstjórnar: Sighv. Bjarnason bankastj., H. Thor- steinson cand. jur., Alb. Þórðarson og Pjetur Zóphóníasson bankaritarar, E. Briem skrifst.stj., J. Hermannsson skrifst.stj., Pálmi Pálsson adjunkt, E. Claessen og O. Gíslason yfirrjettar- málafl.m., K. Nikuláss. versl.stj., Sig. Eggerz cand. jur., Þórh. Bjarnarson prófessor og Ól. Rósenkranz leikfimis- kennari. Samþ. útmæling á landi, sem leigja á Edv. Brandt, í Fossvogi. Raflýsingarnefndin lagði til, að samþ. beiðni Gas- og Rafmagnsfjel. um aukning á lóð þeirri á Melunum um 4000 ferálnir, og ennfr. 14,000 ferálna viðbót, er fjel. telur nauðsyn- legt að geta haft til notkunar er tím- ar líða. Samþ. brunabv. á þessum húsum: Jóns Árnasonar við Vesturg. 8,850; O. Helgasonur í Norðurbæ 1,603; Ól. Theódorsonar við Laufásveg 11 >35 5> J- Sigurðssonar við Laugav. 7,853; Th. Jensens við Fríkirkjuveg 35,916; M. R. Jónssonar við Hverf- ■sg- 3,915; H. P. Duus við Aðalstr. 15,072; Jóh. Lárussonar við Hverf- isg. 4,094 kr. Y axtaniðurfærsla. Símskeyti f j ekk íslandsbanki í gærkvöld frá Khöfn um að þjóðbankinn danski hefði fært vexti niður í 71/2°/o, og hefur íslandsbanki frá því í gærkvöld einnig fært vext- ina niður í — Bankastjóri kveðst vænta, að innan skamst lækki vext- irnir meira. Bólan. Stjórnarráðið hefur fengið skeyti um, að bólan sje komin til Brest á Frakklandi, og síðar annað um, að hún sje komin til Leith og þar 12 veikir. Þetta var eftir að „Laura" fór frá Leith. Nú kom „Laura" snemma í nótt sem leið, og voru allar ferðir milli skips og lands bannaðar fyrst um sinn. Stjórn- arráðið spurðist fyrir um það, með símskeyti, í Leith, hvernig veikin hagaði sjer, og fjekk það svar, að bólunnar hefði fyrst orðið vart þar II. þ. m., en út breiddist hún ekki. Enginn hefði sýkst nálægt höfninni. Zimsen konsúll fjekk og símskeyti frá Khöfn um þetta, og var sagt, að engin hætta væri þar talin standa af bólunni í Leith og skip þaðan ekki sett í sóttvörn. »Laura« var því látin laus úr sótt- vörninni kl. tæpl. 5 í dag. Ný bók um landsrjettindi Islands er væntanleg áður langt um líður frá þeim dr. Jóni Þorkelssyni skjalaverði og Einari Arnórssyni kand. júr. Þar eiga að koma fram ýms gömul skjöl, sem ekki hafa áður verið prentuð. Jarðarför Andrjesar Bjarnasonar söðlasmiðs fór fram í dag, og var þar margt manna. Símskeyti frá útlöndum. Iíhöfn 15. jan.: Holger Drach- mann dáinn. Samningar viðvíkjandi Eystrasalti (að komast á) með Þjóðverjum, Rúss- um og Svíum; en Danir þar utan við. Snjóar hafa verið mjög miklir í Danmörku og víðar í Evrópu og járnbrautir tepst. Eftir eina nótt var t. d. snjórinn á götum í Khöfn alin á dýpt. Landsímar slitnuðu mjög af snjóþyngslunum og varð t. d. um tíma, að senda símskeyti milli Par- ísar og Lundúna yfir New-York. Frá fjallatindum til fískimiða, Laust prestakall. Reykholt í Borg- arfjarðarprófastsdæmi (Reykholts og Stóraássóknir) er laust. Metið nú kr. 1783,47. Á prestakallinu hvílir jarða- bótalán samkv. lhbr. 14. júlí 1892, upphaflega 1200, sem afborgast á 20 árum. Veitist frá næstu fardögum, með launakjörum eftir nýju lögunum um laun presta frá 16. nóvbr. 1907. Sá, sem fær veitingu, er skyldur til að taka við Gilsbakkaprestakalli til þjónustu, þegar það losnar. Auglýst 23. janúar 1908. Umsóknarfrestur til 10. mars. Mannalát. 3. þ. m. andaðist

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.