Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 12.02.1908, Blaðsíða 2

Lögrétta - 12.02.1908, Blaðsíða 2
22 L0GRJETTA. Lögrjetta kemur á út hverjum miö- vikudegi og auk þess aukablöð viö og viö, minst 60 blöð als á ári. Verð: 3 kr. árg. á íslandi, erlendis 4 kr. Gjalddagi 1. júli. Skrifstofa opin kl. 10’/»—11 árd. og kl. 3—4 síðd. á hverjum virkum degi. Innheimtu og afgreiðslu annast Arinbj. Sveinbjarnarson, Laugaveg «. eins verið skift um ráðaneyti, eins og menn víðast hvar annarstaðar láta sjer nægja, heldur einnig um embætt- ismenn. Stjórnardeildirnar fá allar nýja skrifstoíustjóra. Nýir menn taka við stjórn póstmála, símamála og járn- brauta. Nýir borgmeistarar eru kosnir, nýir amtmenn, nýir dómarar, nýir prestar jafnvel, allir auðvitað úr nýja valdaflokknum. Hinir fara frá eftir- launalaust, en hafa áður auðgað sig óspart í embættunum. Það var orðið samkomulag milli þessara tveggja flokka, eða forsprakka þeirra, að skiítast á um völdin. Stjórn- arskiftin komust því á með mestu frið- semi. Hvorugir hugsuðu um annað en að auðga sig á embættunum. Fjár- mál ríkisins voru komin í mestu ó- reiðu. Síðastliðið vor lá við sjálft, að það yrði gjaldþrota. Þá hugsaði konungur sjer að taka í taumana. En stjórnvitringur hafði hann aldrei verið. Hann hafði til þessa mest hugsað um veiðiferðir og skemtanir, en minst um stjórnmál. Það, sem konungur gerði, var, að hann sneri baki við báðum gömlu stjórnmálaflokkunum, en sneri sjer að foringja nýmyndaðs stjórnmálaflokks. Það var Frankó. Hann hafði fyrst verið hægrimaður, síðan vinstrimaður, en loks myndað miðflokk á þinginu, sem kallaði sig „frjálslynda endur- reisnarmenn". Nij varð Frankó ráða- neytisforseti og voru báðir gömlu flokkarnir jafnóánægðir með það. Þeir urðu honum svo erfiðir í skauti á þinginu, að hann, með samþykki konungs, rauf það, en frestaði fyrir- skipun um nýjar kosningar uni óá- kveðinn tíma. Þetta var í júní síðastl. sumar. Síðan hefur verið einveldi í Portúgal og Frankó haldið um stjórnartaum- ana. Hann hefur notað ríkisfjeð án heimildar þingsins, gefið út ný lög, er konungur hefur staðfest, o. s. frv. Stórveldunum hefur hann sagt, að þessi aðferð væri nauðsynleg til þess að koma lagi á stjórnarfarið. Og alla mótstöðu innanlands hefur hann brotið á bak aftur með harðri hendi. Hann hefur lögboðið ritskoðun, takmarkað prentfrelsi, fjelagafrelsi o. s. frv. í nóvember og desember hafði hann bannað útkomu um 20 blaða. Kon- ungur hjelt verndarhendi yfir honum, Ijet hann öllu ráða, en tók aftur að stunda veiðar sínar og skemtanir og hjelt að öllu væri óhætt. Vinsæll háfði konungur aldrei verið. En gömlu þingflokkarnir báðir höfðu verið konunghollir, meðan þeir skift- ust á um völdin. Nú var þeirri holl- ustu lokið. Þeir tóku höndum saman til þess að steypa konungi og alræð- ismanni hans úr völdum. Þeir kvöddu til uppreistar á opinberum mann- fundum, mynduðu leynifjelög og sam- særi og ráðgerðu, að taka konung af lífi. í ágúst í sumar varð upphlaup á höfuðgötunni í Lissabon, og varð herinn að skerast í leikinn. 10 menn fjellu. Og hvað eftir annað hefur verið gerð tilraun til þess að ná lífi kon- ungsins. I haust fanst sprengivjelaút- búnaður mikill í húsum háttstandandi manna úr hægrimannaflokknum, og skömmu iyrir jólin fanst sprengivjel undir sæti konungs í leikhúsinu, en hans var von þangað næsta kvöld. Þessar árásir hefur Frankó fært fram sem ástæður lyrir gerræðisverkum sínum. Flestir voru á eitt sáttir um það, að best væri að losna við Karl (Car- los) konung. En um hitt voru menn ósáttir, hvað koma skyldi á eftir, hvort heldur nýr konungur, eða þá lýðveldi. Helstu foringjarbeggja gömlu flokkanna vildu, að konungur afsal- aði sjer konungdómi í hendur elsta sonar síns. Þeir hugsuðu sjer að þröngva honum til þess með upp- reisn, er flotaherinn átti að gera. En það mistókst. Frankó hafði herinn á sínu bandi. Aðrir vildu fá til konungs dom Mi- guel, sem nú er foringi í her Austur- ríkis, en af gamalli konungsætt í Portúgal, Braganza-konungsættinni, er þar rjeð ríkjum frá 1828—34. En fá- mennur var þó sá flokkur. Langfjölmennastur varð sá flokkur, sem heimtaði lýðveldi. Ekki var það samt alþýðu-flokkur, heldur átti hann mestan styrk hjá æðri stjettunum. Foringi hans er einn helsti rithöf- undur landsins og mesti mælskumaður, Maghalaens Lima, ritstjóri blaðsins „Secúló", og margir mjög merkir menn fyltu þann flokk: dr. Costa, dr. Menedes o. fl. Gerræði Frankós hratt fleirum og fleirum yfir í þennan flokk. Loks sáu þeir Frankó og konungur sitt óvænna og lýstu yfir, að stofnað yrði til kosninga og þing kallað saman í apríl í vor. Þetta var nú um ára- mótin. Hvað síðan hefur gerst, þar til konungsmorðið var framið, er enn ófrjett. Af símskeytinu í síðasta blaði sjest þó, að lýðveldisflokkurinn hefur ekki sigrað, heldur hinir, sem halda vildu konungsvaldinu. Alþýða í Portúgal er sögð svo ó- mentuð og fákunnandi, að ekki geti þar verið um að tala neina almenna þjóðarhreifingu. 75 af hundraði kunna hvorki að lesa nje skrifa. Megnið af þjóðinni ber lítið skyn á það, sem fram fer, og lætur sig stjórnmál engu skifta. Karl I. Portúgalskonungur, sem nú var myrtur, var fæddur 28. sept. 1863, en kom til ríkis eftir föður sinn, Loð- vík I., 1889. Drotning hans heitir Amalía og er af Orleans-ættinni frönsku. Krónprinsinn, sem myrtur var með föður sínum, hjet Loðvík Philipp og var liðlega tvítugur, en Manúel, bróðir hans, sem af komst og nú er orðinn konungur, er 18 ára. ijæjarvatnsveitan. Eins og flestum bæjarmönnum er kunnugt, er það mál nú svo vel á veg komið, að bæjarstjórnin er búin að samþykkja að auglýsa eftir til- boðum í það dýra og stóra verk. Eins og vera ber, hefur ekkert bæj- armál haft eins langan og rækilegan undirbúning og þetta; það hefur ver- ið rætt um það á bæjarstjórnarfund- um og borgarafundum, og mætti ald- rei verulegum mótmælum, þangað til ettir að bæjarstjórnin hafði samþykt að leita tilboða í verkið, að einn stór- borgari þessa bæjar boðaði til al- menns borgarafundar (eftir áskorun margra, að hann sagði) til að mót- mæla gjörðum bæjarstjórnarinnar. Aðalmótbáran móti málinu þá var, að kostnaður við vatnsveituna yrði meiri, en bæjarfjelagið gæti undir risið, og vatnsskatturinn þung byrði fyrir fátækt fólk. Málið var talsvert rætt á þessum fundi, og voru það einkum bæjarfógeti Halidór Daníels- son og Jón Magnússon skrifstofu- stjóri, sem skýrðu málið rækilega. Það munu samt vera þó nokkrir enn hjer í bænum, sem ægir kostnaður- inn við þetta verk, og skuld sú, sem bærinn hlýtur að komast í við fram- kvæmdir þess, 500 þúsund krónur, eða hver veit hvað mikið segja þeir, og getur það rjett verið. En manni ægir ekki svo mjög þessi stóra upp- hæð, þegar maður athugar, hvar tals- vert af þessum peningum lendir, því sjálfsagt fer alt að helmingi þessa fjár til óbrotinna verkamanna, og væri það meira en meðal klaufaskap- ur, ef að mesti parturinn af þeirri upphæð ekki lenti hjá Reykvíking- um sjálfum. Vatnsveituna þurfum við að fá, og verkið þarf að verða framkvæmt nú í ár, af tveimur á- stæðum: Fyrst þeirri, að hver mað- I ur hlýtur að krefjast þess að fá holt og gott neytsluvatn, þar sem heilsa og líf getur verið í veði, ef það fæst ekld, og annað það, að hagur verkmannalýðsins hjer í bænum mun ekki vera eða verða svo góður, að það veitti af, þótt þeir fengju nú á þessu ári þessa góðu og löngu vinnu. Jeg geng út frá því sem sjálfsögðu, að bæjarstjórnin geri það að skil- yrði við hvern, sem tekur verkið að sjer, að íslendingar, helst Reykvfk- ingar, vinni að því, að svo miklu leyti sem þeir eru færir um það. Jeg vona nú að þeir, sem hafa verið hálfhræddir við þann mikla kostnað, sem vatnsveitan hefur í för með sjer, athugi þetta tveut: í fyrsta lag, að hjer á að framkvæma hið þarfasta verk, sem nokkurntíma hef- ur verið eða verður unnið fyrir þenn- an bæ, og í öðru lagi, að von er um, að allmikið af því tje, er varið verður til að vinna verkið, renni í vasa Reykvíkinga sjálfra, og það í vasa þess flokks, sem lang-helst þarf þess með, til að geta fætt og klætt tjölskyldur sínar, og borið byrðarnar 1 með þeim efnaðri. Viðvíkjandi því, að vatnsskattur- inn verði þung byrði fyrir fátæka fjölskyldumenn, þá getur það vel verið, að mönnum finnist það, en að öllu vel athuguðu, sýnist mjer þó, að bæjarstjórnin hafi tekið það heppi- legasta ráð, að leggja vatnsskattinn á húseignirnar eftir virðingarverði. Svo mikið er víst, að með því móti borga þeir mest í vatnsskatt, sem dýrust eiga húsin. Rvfk 1. febr. 1908. Jón Brynjólfsson. öjriðarhorjur milli Bandaríkjanna og Japans. Síðastliðin missiri hefur verið megn óánægja í Norður-Ameríku yfir inn- flutningi Japansmanna þangað. Þeir þurfa minna til að lifa af en hvítir menn, bjóða vinnu sína fram fyrir lægri laun og verða þess þannig valdir, að kaupgjald verkafólks lækk- ar. Af þessari ástæðu hefur [verk- mannalýðurinn í Bandaríkjunum kraf- ist þess með miklum ákafa, að inn- flutningur þeirra til landsins yrði heptur. En það er ekki verkmannaflokk- urinn einn, sem heimtar þetta. Verk- smiðjueigendum og kaupmönnum er líka illa við mikinn innflutning frá Japan. Þeir óttast líka samkepni þaðan. Ottinn við innflutninginn frá Japan er almennur í vesturríkjum Bandaríkjanna. Hvíti maðurinn treyst- ir sjer ekki til að keppa við gula manninn. Stjórnir Bandaríkjanna og Japans gerðu í fyrra samning með sjer um að takmarka innflutninginn við á- kveðna tölu manna árlega. Stjórn Japana átti að setja skorður við út- flutningi þaðan til Bandaríkjanna, Það var vingjarnlegri aðferð en hitt, að Bandamenn bönnuðu Japönum innflutning. En þessir samningar hafa ekki dugað. Japanar hjeldu áfram að flytja inn til Bandaríkjanna, miklu fjölmennari en samningarnir gera ráð fyrir. Annað ágreiningsmál milli Banda- manna og Japansmanna eru fiskiveið- arnar í Berlingssundinu. Bandamenn segja, að Japansmenn veiði þar f landhelgi Bandaríkjanna. Þar hef- ur hvað eftir annað lent í blóðuga bardaga milli fiskimannanna innbyrðis og svo milli varðskipa Bandaríkj- anna og Japans. Þriðja ágreiningsmálið er verslunin við Kína. Bandamönnum er bolað þar út; hafa þeir mist þar mikil versl- unarviðskifti og kenna Japönum um,. enda fer verslun Japana þar stöðugt í vöxt. Enn sem komið er, tala stjórnir h*eggja ríkjanna, að svo miklu leyti sem kunnugt er, friðsamlega um á- greininginn. Þó spá ýmsir, að hann verði ekki jafnaður öðruvísi en me5 stríði, fyr eða síðar. Að minsta kosti vígbúa Banda- menn sig þar vestra. Allan Atlants- hafsflota sinn hafa þeir nú sent á stað áleiðis vestur í Kyrrahaf. Flotinn er yfir 50 skip alls. Þau eiga ekki acf koma austur aftur, heldur á að koma upp nýjum flota í þeirra stað. Þau eiga að vera við vesturströnd Banda- ríkjanna, eins og reiddur hnefi gegn Japan. Ollum japönskum mönnum, sem á flotanum voru, var sagt upp vistinni, þegar hann lagði í þessa för. Hann fór á stað 16. des., en á að verða kominn til San Franciskó 10. apríl. Fyrir þann tíma verður ófriður ekki hafinn af hálfu Banda- ríkjanna. En sumir spá, að Japanar segi friði slitið áður en flotinn komi vestur. Bandamenn eiga nokkurn flota fyr- ir í Kyrrahafinu, og er aðalbækistöð1 hans við Filippseyjarnar. En hægð- arleikur er Japönum að sigra hann og taka eyjarnar, ef ófriður hefst, áður en Atlantshafsflotinn kemur vestur. Þetta yrði þá upphaf stríðs- ins. En svo yrði barist um yfirráð- in yfir eyjunum. Efjapansmenn ynnu, þá hjeldu þeir þeirn. Það er líkt um stærð flotanna. En floti Bandaríkjanna hefur það fram yfir hinn, að þar eru skipin öll svo gott sem ný. Aftur er vanara og æfðara lið á flota Japana. Annars er Japan fjárhagsins vegna illa búið til ófriðar nú. Það er f stórskuldum frá stríðinu við Rússa,

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.