Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 15.04.1908, Blaðsíða 1

Lögrétta - 15.04.1908, Blaðsíða 1
LOGRJETTA = Ritstjóri: PORSTEINN GÍSLASON, Þingholtsstræti 17. = Reykiavík 15. apríl 1908. [| III. árg. s^s • mAc vCv H ThA Thomsen ámÁsJBt A H»FNAR$TR-17 18 192021-22• KOUS 1-2-LÆKJAKT I-2 • REYKJAVIK • Nýkomið: Hvítkál, Gulrætur, Selleri, Röd- beder. Ekta svissneskur Ostur, Skinke, Pylsur, reykt Síðuflesk. [Nýtt Ratin. Chocolade allskonar, Tvíbökur (Taffelkrydder). Yindlar til Páskanna o. fl., o. fl. j^ýha/narðeilöin. Arinbj. Sveinbjarnarsonar hefur til sölu: Vasabækur aí ýmsum gerðum, blý- anta, pennastangir, strokleður, reikn- ingseyðublöð, reikningsspjöld, griffla, pappír og umslög af ýmsum tegund- um, 10 au. brjefsefnin góðu, The Stan- dard Register endurbætt, penna, blek o. m. fl. Aöflutningsbann ilfeng Eftir Halldór Jónsson. IS. (Niðurl.). Það er auðsjeð á ýmsum ummæl- um í ritsmíð L. P., að hann ritar með svo miklum ákafa, að hann gæt- ir ekki að sjer. Hann segir, að „landssjóður megi ekki missa tollinn af átenginu", en þó skorar hann á þjóðina, „að sýna það, að hún bjóði Bakkusi engan verustað í heilabúi sínu“. Þetta get- ur hún ekki sýnt með öðru en því, að hætta að kaupa og neyta áfengis. En þá missir einmitt landsjóður toll- inn. Þetta er bersýnilega hvað á móti öðru. Hann segir einnig, að „skattar og álögur vegna aðflutningsbannsins mundu firra okkur alla bindindsmenn og konur og börn okkar öllum hag- sældum lífsins". Svona öfgar og fjarstæður ná að sjálfsögðu engri átt; taka engu tali. Það væri rjettara að Segja, að það svifti bindindismenn og alla rjetthugsandi menn mikilli „hag- sæld" og ánægju í lífinu, að þurfa að vera sjónarvottur að því, hvernig áfengið býr til »mannræfla« og spill- ingarbæli í landinu. L. P. mun og af ógáti gera ráð fyrir miklum tollsvikum og tollgæslu vegna aðflutningsbanns. Það þarf ekkert tolleftirlit með áfengi, ef að- flutningsbann verður í lög leitt. Ekki verður tollur á vöru, sem bannað er að flytja inn. Meðala-spírítus verð- ur þá að sjálfsögðu tolllaus, eins og aðrar lyfjabúðavörur, svo sem opí- um og morfín. Jeg verð að mótmæla þvf, að L. P. tali í nafni bindindismanna og bindindisvina þegar hann segir: „Haf- ið óþökk fyrir að stuðla að útgjalda- álögum á okkur bindindismennina". Hyggur hann, að það sje aðalatrið- ið fyrir okkur, bindindismenn, að losa okkur við gjöld til landsþarfa? Að vjer sjeum ekki fúsir til, að bera skyldur og skatta sem aðrir borgar- ar í hlutfalli við efni vor? Það er hreinasti misskilningur, ef hann hygg- ur, að vjer gleðjumst yfir áfengis- tollinum, af því að aðrir greiða hann en vjer. Vjer álítum þvert á móti áfengistollinn blóðpeninga, sem þjóð- fjelaginu sje vansæmd að hirða. En það er ekki þar fyrir. Það munu vera til í landi voru menn, sem hugsa líkt L. P. Segja sem svo: „Jeg held þeir sjeu ekki of- góðir til þess, drabbararnir við sjó- arsíðuna, „strákar og stelpur og lausa- mannalýður" í kaupstöðunum, að borga toll í landsjóðinn og ljetta með því byrðunum á oss bændum og borgurum". En þessir góðu bænd- ur og borgarar verða að gæta þess, að það eru náungar þeirra, synir og dætur, sem eiga hjer hlut að máli. Ef það fólk lærir og temur sjer drabb og ýmsa ósiði í verslunarstöðum og við sjóarsíðuna, flytur það tilfinning- arnar og ástríðurnar með sjer upp í sveitirnar og sýrir þar út frá sjer. Sjeu kaupstaðirnir kámugir, verða sveitirnar ekki lengi hreinar. Auk þess hafa sveitasjóðirnir þeirra feng- ið að kenna á afleiðingunum af slíkri háttsemi. „Lausamannalýður, strák- ar og stelpur" sleppa ekki við land- sjóðstollana fyrir því, þótt áfengið gangi undan. Kaffi og sykur er tollað, brjóstsykur, sjókólaði, tóbak og veikar öltegundir, svo að þessi «lýður« mun eiga drjúgan skerf í tollum þeirra eftir sem áður, og með því ljetta undir með bændum og borgurum. L. P. segir, að „starf bindindisvina hverfi", ef aðflutningsbann verði lög- tekið, og »ekki verði neitt úr öllu því fje, sem varið hefur verið til út- breiðslu bindindis«. Vjer fáum ekki betur sjeð, bind- indismennirnir, en að fje vort og störf beri hinn æskilegasta og til- ætlaða ávöxt, ef vjer sigrum á þann hátt, að innflutningur og nautn á- fengis í landi voru verður afnumið með lögum. Ekki er vant að kalla því fje eytt til ónýtis, sem útvegar sigurinn. Og röng skoðun er það, að ímynda sjer að starf bindindis- manna eigi þá að hverfa, er aðflutn- ingsbannið er fengið. En það breyt- ist í v'órn í staðinn fyrir að vera sókn nú. Það þarf á eftir að halda þjóð- inni vakandi og á verði. Því að Bakkus mun vafalaust sækja á, að ná aftur inngöngu. Vinir hans inn- an múranna munu sakna hans og reyna á ýmsan hátt að fá opnuð hliðin fyrir honum aftur; og vinir hans utan múranna munu eftir mætti leggja þeim lið, því að margan góð- an skildinginri hefur hann sogið út frá íslandi handa þeim. L. P. hælir ósköp bindindisstarf- inu að undanförnu og gortar mikið yfir því, hve duglegur hann og aðr- ir bindindisvinir hafi verið; störf þeirra „hafi nú algerlega sigrað Bakk- usarnautnina í landinu" og „þjóðin hafi sjeð sóma sinn yfirleitt öll". Hvað sannleikurinn og talandi tölur segja um þetta »duglega starf« skal jeg — í viðbót við það, semjegáð- ur hef bent á — sýna stuttlega: Um það bil, er Goodtemplarregl- an byrjaði störf sín hjer á landi, keyptum vjer áfengi irá útlöndum fyrir 285 þús. kr. (Að meðaltali 1881 til 1885). En árið 1906 kaupum vjer áfeagi fyrir 613 þús. krónur. Sama árið sem Goodtemplarregl- an er stofnuð hjer í Reykjavík, 1885, keyptu landsmenn : Af brennivíni .... 250,562 potta, — öðrum vínföngum 72,234 — — öli...............106,126 — en árið 1905, eftir að Reglan hefur starfað í 20 ár, kaupir þjóðin: Af brennivíni . . . . 275,100 potta, — öðrum vínföngum 52,808 — öli...............384.321 — Með öðrum orðum: brennivínskaupin hafa vaxið, ólföngin hafa nær því fjórfaldast, önnur vínföng, er helst hinir efnameiri kaupa, hafa afturtals- vert minkað. Finst L. P. þessar sönnu tölur bera vott um stóran sig- ur ? eða „að þjóðin hafi sjeð sóma sinn yfirleitt öll?" Heldur hann, að það sjeu einungis „sárfáir drykkjuræflar" sem drekka 275 þúsund potta af brennivíni á ári og 384 þús. potta af öli til að skola kverkarnar á eftir? Nei, jeg þori að fullyrða, að öll- um öðrum hugsandi mönnum virðist þessar sönnu tölur bera einmitt sorg- legan vott um það tvent, hve ótrú- lega lítið bindindisvinunum hefur orð- ið ágengt með 20 ára starfi sinu í því, að opna augu almennings fyrir heimskulegri fjáreyðslu til áfengis- kaupa og skaðsemi áfengisnautnar- innar. Jeg veit það, að bindindismenn- irnir hafa starfað mikið og af öllum mætti. Það er ef til vill þeim að þakka að einhverju leyti, að embætt- ismenn og aðrir hinna efnaðri borg- ara eyða nú minna fje en áður fyrri kampavín, portvín, sjerrí, rauðvín, kognak og aðrar afhinum dýrari vín- tegundum. En almenningurinn drekk- ur brennivinið engu síður en áður. Og þetta sýnir einmitt sláandi, hve aýarerfitt, jafnvel ómögulegt menn eiga með það, að halda sjer frá áfengis- kaupum og áfengisnautn, ^/"auðiðer að afla sjer þess, enda þótt menn viti, hve heimskuleg íjáreyðsla það er, og hve skaðleg áfengisnautnin er. Það er þetta gamla, að vaninn og fýsnirnar eru sterkari en vitið. Vjer höfum svo þráfaldlega reynslu af þessu í bindindisfjelögunum, hversu mikið viljaþrek til þess þarf, að hætta áfengisnautn til fulls, þegar ílöngunin hefur kviknað á annað borð, ef auðið er að ná sjer í áfengi. Vjer þekkjum svo mýmörg dæmi þess, að menn hafa ásett sjer með fullri sanntæringu og einlægum vilja, að hætta allri áfengisnautn, en hafa ómögulega getað efnt það. Það er því oft og tíðum jafn fráleitt og hugs- unarlaust, að velja drykkjumönnun- um smánaryrði, kalla þá sdrykkju- ræfla" og „ómenni", þótt þeir geti ekki hætt áfengisnautninni, eins og að kalla berklaveika menn „berkla- ræfla" og „ómenni", af því að þeir eru berklaveikir. Sumir menn eru svo gerðir, að áfengi nær mjög bráð- lega tangarhaldi á þeim og drotnar gersamlega yfir vilja þeirra. Þeir hafa engan frið í sínum beinum nema þeir fái áfengi. Slíkt er sjúkdómur, alveg eins sannur og verulegur og ósjálfráður eins og berklaveiki. Það er merkilegt, að L. P. skuli ekki vita það, eða ekki skilja afleið- ingarnar af því, að áfengið er eitur- tegund, mjög skyld ópíum, morfíni og kókaíni, sem hefur þann illa eigin- leika, eins og þær (meðal ýmsra fleiri hættulegra), að skapa lóngun í sjálft sig, og að þessi löngun er sjúkdómur, sem allir, er einhvers áfengis neyta, eiga á hættu að nái því styrkleika- stigi, að hann verði þeim yfirsterkari og geri þá að „mannræflum". Óg það er þessi sjúkdómur, sem enn er svo ákafur og almennur á ís- I landi, þrátt fyrir 20 ára prjedikanir og »dugnað bindindísmanna og bind- indisvina", að hann lætur fátæka og fámenna þjóð eyða árlega meira en l/» milljón króna svona að gamni sínu, sem kallað er. Og af því að orsök sjúkdómsins er þessi fyrnefndi eiginleiki áfengisins (ílöngunarkveik- ingin í sjálft sig), þá verður mis- brúkun áfengisins aldrei læknuð til fulls á annan hátt en þann, að taka áfengið burtu frá mönnunum, loka það inni í lytjabúðunum hjá systkinum sínum, ópíum og morlíni, Alt annað er kák og skottulækning. Það er ekki hlutverk þeitra, er halda fram aðflutningsbanni, tremur en annara, að fara að gefa alþingi

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.