Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 15.04.1908, Side 3

Lögrétta - 15.04.1908, Side 3
L0GRJETTA. 63 Rekstur landssímanna 19 0 7. T e k j u r : Símskeyti innanlands . kr. 577°>°° » til útlanda .1— 10047,30 » frá útlöndum — 5256,49 Símasamtöl............— 22482,00 Aðrar tekjur........2— 3614,41 Kr. 47x70,20 G j ö 1 d : • Laun starfsmanna (þar með talinn landsíma- stjórinn), þóknun til landsstöðva etc. . . . kr. 22087,25 Viðhald á símanum . . — 10352,20 Önnur gjöld...........— 9737>32 Kr. 42176,77 Reykjavík 11. mars 1908. f. h. landsímastjórans. Smith. 1) Þar af er kr. 1200,00 fyrir veðursím- skeyti til útlanda. 2) Viðtengingargjöld, símnefni etc. . Ameríku-brjef. (Niðurl.). --- Þú munt muna eftir Árna Torfasyni frá Brimnesi og Jóni Jónssyni frá Eyri; þeir komu hjer austan úr Argyle-ný- lendu fyrir tveim árum, 'með svo að segja tvær hendur tómar. Leigðu þeir þá strax noltkra gripi, og nú eiga þeir milli 10—20 nautgripi hvor. Þeir eru báðir dugnaðarmenn og vinna saman; það er eigi meira en teigslengd á milli húsa þeirra. Þeir eiga báðir sláttuvjel og rakstursvjel og fengu 150 tonn af heyi í sumar. Heldurðu ekki, að það þætti laglega gert af tveim mönnum heima á Fróni? Þeir hafa koniið sjer upp allgóðum loggahúsum og hafa nóg að bíta og brenna, selja töluvert af smjöri og eggjum, og eldivið og húsa- við hafa þeir rjett í kring um sig. Það munu fáir eða engir hafa gert það bet- ur á jafnskömmum tíma. En svo er nú spurning, hvort Jón verður ekki hrakinn af landi sínu. Því er þann veg háttað, að á hverju sumri er send- ur maður frá skrifstofunni til að líta eftir því, hvort menn þeir, sem tekið hafa löndin, sjeu komnir á þau eða ekki. Ef meir en ár er þá umliðið og maðurinn er ekki kominn á landið, þá er rjetturinn tekinn af manninum og landið fært inn í bækur á skrifstof- Unni sem laust, og getur þá annar mað- ur tekið það. Þessir eftirlitsmenn eru einatt mjög svo kærulausir. Þeir eyða timanum þar sem þeim er þægilegast og þjóta svo yfir stór svæði, að þeir vita ekkert nenxa eftir sögusögn ýmsra, scm þeir spyrja, og er sú fræðsla oft og einatt röng og villandi. Þannig hatði einn þessi eftirlitsmaður ekki fundið hús Jóns á landinu ogþaðver- *ð fært inn i bækur sem laust. Svo hafði landi einn tekið rjett á því og kom liann hjer og fann Jón, sýndi honum skjöl sin fyrir landinu og kvaðst flytja á það næsta vor. Jón skrifaði þá brjef til skrifstofustjórans °g skýrði frá öllum málavöxtum, en tjekk ekkert svar. Þeir herrar segja eins og Pílatus: »Það sem jeghef skrifað, Það hef jeg skrifað«. Veðráttan í sumar var hjer yfirleitt V;utusöm og köld svo að uppskera á 9 hveiti brást. Það var ekki nærri Þvi þroskað þegar frostin komu og kh'ipu það, enda voru liafrar sumstað- ar ljelegir og sömuleiðis fleira. Kaup- •Oenn gefa aðeins frá 20—30 cenl fyrir huselið al hveitinu. Mest af því er kringum 20 cent og sumt undir. Það hefðu því orðið mestu vandræði að hfa, ef griparæktin hefði ekki verið, en fyrir hana munu allir komast af, og syo er miklu meira fóður í stráinu af því það var grænt og alt sem ekki selst, kemur til nota sem fóður. Haust- tíðin var afbragðsgóð. Snjór er ekki nærri því enn búinn að taka af gras- lit. Það er aðeins komið akfæri. Altaf er og óðum að lagast hjer i bygðinni. Nú er pósthús komið örskamt liieðan, IV4 mílu frá mjer, og ætla jeg að skreppa þangað með þessar línur í fyrra málið. — Mjög er jeg sólginn í að heyra, að hve miklu leyti gullvonir ykkar Frónbúa rætast og ættijegmjer ósk, þá skyldi það verða yfir allar von- ir, »svo mitt yrði feðra frón farsælast af öllum löndum«, að svo miklu leyti sem gullið getur gert það. Jeg gleymdi að geta um það áðan, í sambandi við pósthúspóstinn, að nú er kauptún komið hjer allnærri; þang- að eru 5 mílur, það er rúmlega 1 míla dönsk. Þar fást nú hjer um hil allar nauðsynjar. Og það er taliö víst, að járnbraut verði lögð þangað eða rjett- ara sagt þar um næsta sumar. íslensk merkiskona í Vesturheimi. »Heimskr.« flytur 6. febrúar síð- astl. mynd af íslenskri konu, sem sett hefur á stofn í Duluth þar vestra fæðingarstofnun, sem mikið orð ter af. Kona þessi heitir Halldóra Ol- son og er dóttir Guðmundar Stef- ánssonar, fyrrum prófasts á Staða- stað, fædd 1854 og gift 1874 Sig- geiri Ólafssyni frá krossum í Stað- arsveit. Þau fluttust vestur 1886. Siggeir stundaði framan af ýmsa vinnu á ýmsum stöðum, en 1890 settust þau að í Duluth. Þau eiga tvo syni, nú fulltíða, en hafa mist sex börn. Halldóra er systir Sveins kaúpmanns Guðmundssonar á Akranési. 27. nóv. í haust flutti enskt blað, sem út kemur í Duluth, mynd af frú Halldóru og fæðingarstofnun henn- ar og fyigir sú grein í þýðingu um- mælum „Heimskr.". Hún hljóðar svo: »Meðal þeirra mörgu þarfastofnana hjer í borg, sem vel hafa gefist og óöfluga eru að ná alþýðuhylli og við- urkenningu, er fæðingarstofnun sú, sem Mrs. Halldóra Ólson hefur látið byggja að 329 N. 58th St. W. Mrs. Ólson varð fyrst allra lijer i borg til þess fyrir þrem árum, að sjá þörflna á því, að koma upp slíkri stofn- ■un, og ljet hún þá tafarlaust byggja á sinn kostnað spítala þann fyrir konur, sem síðan hefur náð undramiklum vin- sældum. En hún hafði ekki, þegar hún bygði, gert sjer nógu ljósa grein fyrir aðsókn þcirri, sem verða mundi að stofnun hennar, því ekki var hún fyr búin að opna hanatil almenningsnota, en hún fann að hvert rúm var skipað, °g siðan hefur aðsóknin verið meiri en Mrs. Ólson hafði vogað að gera sjer von um, þcgar hún bygði húsið. Mrs. Halldóra Ólson, stofnandi og eigandi þessarar stofnunar, er hin elsta og vinsælasta ljósmóðir vestan stór- vatnanna. Hennar langa æflng sem hjúkrunarkona, undir umsjón hinna lærðustu og bestu lækna á ættlandi hennar, íslandi, og yfirsetukvennanám hennar þar í landi, þar sem hún út- skrifaðist, hefur veitt henni hina full- komnustu þekkingu á staríi sinu. Og þetta, ásamt með ágætum eðlishæfi- leikum hennar, hefur orkað því, að spítalastarf hennar hefur hepnast svo vel. Mrs. Ólson byrjaði hjúkrunarstarf sitt snemma á æfinni í föðurlandi sinu, en þegar hún kom til Ameríku, árið 1886, sá hún sjer ekki fært að taka upp þann starfa vegna þekkingarskorls á enskri tungu. Hún ljet það því vera sitt fyrsta verk að læra málið, og gekk að þvi með sinum alþekta dugnaði og fram- sóknarþrá. Svo vel varð henni ágengt, að nokkru eftir 1890 gekk hún undir próf hjá læknanefnd Minnesotaríkis, og stóðst það svo ágætlega, að hún fjekk samstundis leyfi til þess að mega stunda ljósmóður- og hjúkrunarstörf þar í ríkinu. Frá þeim tíma til þessa dags hefur hún gefið sig alla við þess- um störfum sinum, og hefur svo mik- ið að gera eins og hún getur afkastað. Hún hefur þannig á 14 ára tímabili bygt úpp atvinnuveg, sem hver ljós- móðir eða læknir mætti miklast af, og sem betur en nokkuð annað sannar vinsældir hennar og það mikla álit, sem hún hefur áunnið sjer hjá kon- um þessa bæjar og nærliggjandi hjer- aða. Á þessu tímabili sýna skýrslurn- ar, að hún hefurtekið ámóti 11 hundr- uð börnum, og af þeirri tölu hafa 112 fæðst á árinu 1907. Spítali Mrs. Ólson er settur í fegursta og hæglátasta hluta af vesturparti þess- arar borgar. Stofnunin er útbúin með öllum nútíma-þægindum og húsbúnað- ur allur er eins og best gerist á full- komnustu stofnunum samskonar í stór- borgum landsins. Þar fá konur notið allra þeirra þæginda, hjúkrunar og al- úðlegrar aðbúðar, sem best gerist í heimahúsum. En auk þess sem hún annast þessa stofnun sína, veitast lienni mörg tæki- færi til þess að hjúkra ýmsum konum bæjarins, og hún lætur ekkert þeirra ónotað, því hið góða hjarta hennar er þrungið móðurlegum tilfinningum, og hún er jafnan við þvi búin, að veita öllum nauðlíðandi alla þá hjálp, sem í hennar valdi stendur. Sjúkrahús þessarar konu er jafnan opið til viðtöku, ekki aðeins þeim kon- um, sem búa í Duluth, heldur einnig konum frá öðrum borgum og umliggj- andi bjeraði. Sú hepni, sem fylgt hefur Mrs. Ólson í hjúkrunarstarfi hennar, hefur sann- fært hana um nauðsyn þess, að hún stækki sjúkrahús sitt að miklum mun, og lnin hefur þegar stigið spor til þess, að koma þessu í framkvæmd. Þegar sú stækkun hefur veriö gerð, vonar hún að hafa svo fullkominn spítala, að hún fullnægi óðfluga vaxandi þörfbæj- arins. Það má óhætt fullvrða, að velgengni Mrs. Ólson í þessu starfi hennár hjer í borginni sje í fylsta niáta undraverð, og þess má vænta, að með stækkun þeirri, sem hún nú er að gera á spí- tala sinum, eigi hún bjarta og ör- ugga framtíð í vændum«. Reykjavík. Bæjarstjórnin. Fundur 2. þ. m. Samþ. að veita 350 kr. til vegagerðar um nokkurn kafla Unnarstígs og að bygginganefnd meti lóðarræmu þá, er til þess þarf að taka á Landakots- túni Samþ. að veita hverri um sig af yfirsetukonum bæjarins IOO kr. launa- viðbót árlega gegn því, að þær sitji yfir þurfamannakonum án þess að gera bænum reikning fyrir því. Samþ. tilboð frá G. Lösel í Kol- ding og V. Kjögx í Reykjavík um gröft fyrir vatnsveitupípum utanbæjar, er bjóðast til að taka að sjer verkið fyrir 18,335 kr. 3600 kr. trygging setji þeir fyrir framkvæmd verksins. Afsalað forkaupsrjetti að erfðafestu- landi Guðm. Magnússonar, Norður- mýrarbletti, er hann selur fyrir 5000 kr. Ettir tillögum Kl. Jónssonar bæjar- fulltrúa vísað til hiutaðeigenda (bruna- málanefndar o. s. frv.) til íhugunar, hverjar ráðstafanir þyrfti helst að gera út af brunahættu og lífsháska í ýmsum samkomuhúsum í bænum, sjerstaklega svo nefndu „Biograftheatri". Samþ. að gæslumaður verði settur við Elliðaárnar frá maí til septbr. og að eldhús verði bygt hjá neðri veiði- mannahúsunum. Þessar brunabótav. samþ.: Hús Tryggva Árnasonar við Hverfisgötu 16,625 kr.; Sv. Jónssonar við Miðstr. 18,204; H. Guðmundssonar við Berg- st.str. 5977 kr. Dáin er hjer snögglega síðastl. laugardagsmorgun konsúlsfrú Guðrún Nikulásdóttir, kona Kr. 0. Þorgríms- sonar Svíakonsúis, 49 ára gömul. Þau giftust 29. nóv. 1882 og eiga þrjú börn á lífi: frú Guðrúnu, konu H. Hoffmanns verslunarmanns, Þorgrím, stúd. júr. á háskólanum í Khöfn, og Kristinn. Gamanvísnamálið. Með greinþeirri sem fram kom í næstsíðasta tbl. »Lög- rjettu« um þetta mál, frá tveimur al- kunnum smekkmönnum, sem kynt höfðu sjer það nákvæmlega, má svo heita, að kveðinn væri upp í því hæsta- rjettardómur. Þar er svo að orði kveðið, að Isaf. hafi dæmt »mjög ranglega« ogborið tram aósannar saldr«. Ut af þessu ræðst svo ritstjóri Isaf. á annan höfund Lögr.-greinarinnar, eindreginn flokksbróður sinn oggaml- an virktavin þó. En ísafoldarleg er hún í meira lagi, árásin sú, og verður ljcttvæg, er menn héyra allar ástæður, þótt neista af sannleika hafi hún við að styðjast. En því er svo varið, að þegar hann, margnefndur kviðlingadólgur, ísaf.- ritstjórinn, átti tal um þetta mál við greinarhöfundinn (annan), eftir aðfyrsta grein ísaf. um þetta mál kom út, þá hafði hann, greinarhöfundurinní Lögr., ekki heyrt sjálfur sunginn þann kvið- ling, sem um var rætt, en bygði um- mæli sin eingöngu á þvi, sem honum hafði verið um hann sagt af öðrum. Síðan fær hann að sjá kviðlinginn og kemst þá að raun um, að alt uppþotið sje af misskilningi sprottið. Þá skrifa þeir tveir mótmælin í Lögr. Þetta var drengskaparbragð af báð- um þeim, ekki síst inanninum sem hjer er um að ræða, og hefði ritstjóri ísaf. átt að vera þeim þakklátur fyrir léið- rjettinguna. Nýr kaupbætir frá Lögrjettu. »Schönbergs , Haandbog« er rit- verk, sem mjög vel hefur verið um talað í dönskum blöðum. Það er handhæg bók, sem hefur alls konar fróðleik að geyma, 472 bls. í stóru 8. bl. broti og kostar í góðu bandi kr. 7,50. »Lögrjetta« hefur nú fengið loforð fyrir þessari bók á 6 kr. handa kaup- endum sínum, og geta þeir, sem vilja sinna því boði, snúið sjer til ritstjóra blaðsins. Peningar verða auðvitað að fylgja pöntunum. Bókin er eiguleg, og mun enginn iðrast eftir að hata eignast hana fyrir þetta verð.. En þeir, sem boðinu sinna, græða þá við það að vera kaupendur »Lögrjettu«, hálft and- virði blaðsins 1 kr. 50 ;uu*. Frá fjallatindum til fiskimiöa. II. Ellefsen hvalveiðamaður hef- ur boðist til að flytja alla viði til heilsuhælisins frá Noregi ókeypis næsta vor, og er það stórmikill styrk- ur og boðið höfðinglegt. Áður hafði sami maður gefið til stofnunarinnar IOOO kr. li;»-j arbrmii. Frá Melstað er fónað i morgun: »13. þ. m. brann bær- inn á Víðivöllum allur, nema baðstof- an, þar á meðal fornmerk stofa, Víði- vallastola, útskorin. Kviknað hafði út trá eldavjel. Alt óvátrj'gt. Skaðinn mörg þúsund. Bærinn var eínaheim- ili, og heitir bóndinn, sem fyrir skað- anum verður, Sigurður Sigurösson. Maður bjargaðist nauðuglega úr dyra- lofti, fleygði út rúmfötum og sjer á eftir ofan á þau 2 mannhæðir«.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.