Lögrétta - 06.05.1908, Blaðsíða 2
74
L0GRJETTA.
Lögrjetta kemur á út hverjum mið-
vikudegi og auk pess aukablöð við og við,
minst 60 blöð ais á ári. Verð: 3 kr. árg.
á íslandi, erlendis 4 kr. Gjalddagi 1. júli.
Skrifstofa opin kl. 10*/i—11 árd. og kl.
3—4 síðd. á hverjum virkum degi.
Innheimtu og afgreiðslu annast Arinbj.
Sveinbjarnarson, Laugaveg 41.
Ijestasala - jKynbætur.
I »Reykjavík« 24. marz þ. á. stend-
ur grein með fyrirsögninni: »Mark-
aðsvonir í Danmörku«. Greinin er
þýdd úr dönsku blaði og er eftir G.
Sánd kennara við landbúnaðarháskól-
ann.
Eftir grein þessari að dæma, eru
allar líkur til þess, að íslensk hesta-
sala eigi góða framtíð fyrir höndum
í Danmörku, ef skynsamlega væri
að farið frá okkar hálfu. Verðið, sem
í grein þessari er nefnt, er að vísu
lágt, ef um valda hesta væri að ræða.
Því miður hefur verið gert alt of lít-
ið að því að senda valda hesta til
útlanda, bæði af mjer og öðrum, sem
við hestaútflutning hafa fengist hjer
að undanförnu.
Að vísu sendi jeg í sumar sem
leið 36 vel valda vagnhesta, og í
alla staði mjög fallega, eftir allra dómi,
sem þá sáu.
Samtímis mínum hestum voru send-
hjeðan vanaleg markaðshross, sem
keypt höfðu verið fyrir alt að helm-
ingi minna verð. Verðmunurinn var
sáralítill, af hverju sem það hefur
stafað. Að minni hyggju mun það
hafa komið af því, að þeir, sem mína
hesta seldu,£voru óvanir að selja ís-
lenska hesta. Jeg hef þá skoðun, að
það megi fá hátt verð fyrir íslensku
hestana, bæði í' Danmörku og eins
á Skotlandi og Englandi, ef þeir, sem
við hestasöluna fást, hefðu næga
þekkingu á hestunum og gætu sýnt
kaupendum að einhverju leyti gæði
þeirra. Hingað til hefur ekki verið
því að fagna, því flestir þeir, sem
við hestasölu hafa fengist, hafa verið
útlendingar, eða þá íslendingar, sem
lítið hafa þekt til gæða íslensku hest-
anna, og hafa þeir því verið lítið
betri en þeir útlendu.
Fyrir 3 árum annaðist Búnaðar-
fjelag Islands sölu á nokkrum hest-
um, og sendi hr. Guðjón Guðmunds-
son með þeim til Danmerkur. Salan
hepnaðist þolanlega, og mun það
mega þakka því, að flestir hestarnir
voru reyndir, og kaupendum gafst
læri á að sjá hestana hlaupa, bæði
undir mönnum og eins fyrir vögnum,
og mæltu þá auðvitað hestarnir með
sjer sjálfir. Öðruvísi ætti enginn hest-
ur að seljast í útlöndum.
Svo lengi, sem við ekki höfum
færa Islendinga í þeimlöndum, þarsem
íslenskir hestar eru seldir, þurfum við
eigi að vænta til muna verðhækk-
unar á þeim.
Fengjust þar til hæfir íslendingar
við söluna, mundi ekki líða á löngu
þar til þeir gætu gefið okkur leið-
beiningar um, hverskonar hestar seld-
ust hæsta verði utanlands. Þeir, sem
nú fást við að selja fyrir okkur
hesta, gefa engar leiðbeiningar, nema
Danrr leggja áherslu á að fá klár-
genga hesta. Það er það eina, mjer
vitanlega, sem þeir fara fram á. Eins
og stendur er svo mikið til af vök’r-
um hestum hjer á Jandi, að örðugt
er að fullnægja þeim kröfum. Það
þarf því að leitast við að finna mark-
að fyrir þá hesta annarstaðar en í
Danmörku.
Þeir, sem nú selja hesta fyrir okk-
ur, selja þá að heita má strax, er
þeir koma til útlanda, og er það eitt
út af fyrir sig nóg til þess, að hest-
arnir seljast Iágu verði, því eins og
gefur að skilja, hljóta he;starnir að
vera mjög ljótir útlits eftir sjóferð-
ina, misjafnlega vel meðhöndlaðir á
leiðinni.
Ef vel ætti að fara, þyrftu þeir að
standa í góðu haglendi í 10—■ 14 daga
áður en farið væri að bjóða þá til
sölu. Jeg skal játa, að löng geymsla
á þeim hefur í för með sjer aukinn
kostnað, en jeg efast ekki um, að
sá kostnaður fæst bættur, því salan
hlýtur að verða þeim mun betri, sem
hestarnir líta betur út. Geymslutím-
ann mætti einnig nota til að æfa
hestana fyrir vögnum o. fl. og mundi
það auka verðmæti þeirra, því þá
þyrftu kaupendur ekki að kosta upp
á tamningu á þeim.
Helst ætti að vera einn staður í
Danmörku, sem hefði alla sölu á ís-
lenskum hestum, sem þangað eru
sendir hjeðan, og eins á Englandi
eða Skotlandi. Þeir, sem fengjust
við söluna, yrðu auðvitað að hafa
góð beitilönd handa hestunum, svo
þeir gætu geymt þá um lengri eða
skemri tíma, ef á þyrfti að halda.
í grein þeirri, sem jeg mintist á
hjer að framan, er þess getið, að
danskur ofursti hafi stungið upp á
því í vetur, að rjett væri að tara að
nota íslenska hesta í danska hern-
um. Yrði því komið til leiðar, sem
jeg skal láta ósagt, þá verðum við
sem fyrst að bæta hestakynið og
tamninguna, því hvorttveggja er í
afarmiklu ólagi. Enn þó að aldrei
yrðu notaðir íslenskir hestar við
danska herinn, þá er jeg í engum
vafa um, að ef rjettilega væri farið
með hestana, þegar þeir koma til út-
landa, og ef að þeir, sem við söl-
fengjust, gerðu sjer far um að sýna
gæði þeirra, bæði sem keyrslu- og
reiðhesta, þá mundu margir útlend-
ingar, sem álíta okkar hesta lítt not-
andi, komast á gagnstæða skoðun.
Það mætti með ýmsu móti vekja
eftirtekt á þeim í útlöndum, t. d. með
smákapphlaupum, bæði sem reið-
hestum og vagnhestum. Mjer er
kunnugt um, að þess konar kapp-
hlaup eiga sjer stað á Englandi með
smáhesta; vanalegast eru þeirreynd-
ir fyrir vögnum, annaðhvort á skeiði
eða brokki.
Jeg hef tekið ettir, að þeir útlend-
ingar sem hjer hafa verið, þegar
kappreiðar hafa verið sýndar, hafa
haft mjög góða skemtun af að sjá
þær. Þó dylst víst engum, að þær
hafa einatt'verið í mjög miklu ólagi:
óæfðir hestar, og þeim oftast riðið af
lítthæfum mönnum, og’skeiðflötur afar-
ósljettur.
Þeir útlendingar, sem hjer dvelja,
bæði konur og karlar, virðast hafa
mjög mikið yndi af hestunum okk-
ar. Því skyldi þá ekki mega vænta
að útlendingar, heima í sínu eigin
landi, gætu, komist upp á að nota
þá sem reiðhesta þar, ef eitthvað
væri frá okkar hálfu gert til að auka
þekkingu á þeim? — Jeg hef sjálfur
aldrei komið á bak útlendum hesti,
en sjeð þeim oft riðið af konum og
körlum. Að minni[jhyggju eru okk-
ar hestar að öllu leyti þægilegri til
reiðar, það er að segja þeir hestar,
sem reiðhestar geta kallast. Það er
mikill munur að sjá góðan íslenskan
tölthest ganga éða útlendan brokkara.
Englendingar eru vanafastir, og
má því búast við, að það taki nokk-
urn tíma að koma þeim til að nota
okkar hesta, sem reiðhesta. En þó
hygg jeg, að liðlegum hestasölu-
mönnum mundi takast það. Dönum
mun verða auðveldara að kenna það.
Það er spá mín, að íslensku hest-
asrnir verði með tímanum að mak-
legleikum viðurkendir í útlöndum, en
þó því að eins, að við sjálfir gerum
eitthvað fyrir hestakynið, meira en
nú er gert.
Kák-kynbætur, eins og nú eiga
sjer stað, koma að engu haldi. Það
þarf nú þegar að koma á stofn öfl-
ugum kynbótafjelögum. Helst ættu
þau fjelög að vera óháð Búnaðar-
fjelagi Islands, því að styrkur sá, er
það fjelag mundi væntanlega veita,
mundi verða svo lítilfjörlegur að ekki
mundi til vinnandi fyrir þau afskifti,
er það krefðist fyrir hann.
Hjer er því um tvent að ræða.
Fyrst að reyna til að bæta útlenda
markaðinn fyrir þá hesta, sem við
nú getum boðið, og jafnhliða því, að
bæta hestakynið.
Jeg skal að endingu bæta því við,
að bændur mega ómögulega láta
telja sjer trú um, að hestarækt geti
ekki borgað sig; það er að segja á
þeim jörðum, þar sem hún getur komið
til greina.
Það er spá mín, að eftir fá ár verði
eftirsókn eftir íslenskum hestum svo
mikil, að við eigum fult í fangi með
að fullnægja henni, og það jafnvel,
þó að hrossakjötsverksmiðja P. B.
verði ekki komin á laggirnar.
Jeg get ekki stilt mig um að geta
þess, að jeg var áhorfandi þegar ver-
ið var að skipa út í „Lauru" á ann-
an í páskum 50—60 hestum. Jeg er
í engum efa um, að hefðu lögin frá
slðasta alþingi um útflutning á hest-
um verið komin í gildi, þá hefðu
ekki allar þessar sneplabikkjur feng-
ið fararleyfi.
Mikið má það vera, ef þessi nýji
hestasölumaður, sem átti þessa hesta
og »Ingólfur« í haust getur um að sje
að leitast við að bæta hestamarkaðinn
á íslenskum hestum, geri það með því
að senda áður umgetna hesta.
Dan. Danielsson.
Mjólkursalan í Reykjavik.
Eftir
Guðr. Björnsdóttur
baejarfulltrúa.
Jeg skil varla í öðru, ef bæjarbúar
íhuguðu, hvernig tilhögun er með sölu
á aðfluttri mjólk hjer í bænum, en að
þeir yrðu nú sammála um, að hún
sje óhafandi eins og hún er, því mig
furðar á því, hvað lengi hún hefur
liðist.
Mjólkurframleiðendum eru engin
takmörk sett af háltu bæjarins um
það, hvernig þeim beri að haga þess-
um atvinnurekstri, og hola þeir því nið-
ur mjólkinni hingað og þangað um
bæinn, svo það liggur við að segja
megi, að hún sje seld á milli flík-
anna á sumum stöðum; og þegar
mjólkurmagnið er mest, þá bætist
g-atan-^viðlsem útsölustaður. Á þeim
tímum má sjá mann á gangi með
mjólkurbrúsa og mjólkurmálið hang-
andi á stútnum; hann gengur þang-
að til hann mætir einhverjum, sem
vill fá sjer mjólk að drekka; þá tekur
hann málið og hellir í það handa
manninum.sem drekkur úr því ogborg-
ar mjólkina, og síðan fara báðir leið-
ar sinnar; svo mætir hann öðrum
manni, sem líka vill fá sjer mjólk að
drekka; hann tekur sama málið ó-
þvegið og ef til vill með hordrefj-
um frá þeim, sem drakk úr því á
undan honum, og brynnir honum
líka. Svo fer þessi sami náungi inn
í eitthvert húsið og spyr, hvort eng-
inn vilji kaupa mjólk; það stendur
þá oft svo á, að þörf er fyrir hana,
svo enn er málið tekið og mælt í
því, ef til vill óþvegnu.
Jeg skil ekki að nokkrum dyljist,
hvílíkur viðbjóður þetta er, auk þess,
að varla er hægt að hugsa sjer greið
ari veg til að útbreiða allskonar sjúk-
dóma, sem á annað borð geta bor-
ist mann frá manni á þennan hátt.
Dettur mjer þá fyrst í hug berkla-
veikin. Eða getur nokkur fullyrt, að
enginn hafi fengið hana á þennan
hátt ?
Það munu allir vera sammála um
það, að nauðsynlegt sje að koma upp
hæli fyrir beiklaveikt fólk. En væriþó
ekki enn nauðsynlegra að fyrirbyggja
eftir mætti útbreiðslu veikinnar ? Alt-
af verður það þó best fyrir hvern ein-
stakling, að þurfa ekki á hælinu a9
halda, þótt gott sje að eiga þar at-
hvarf, þegar í óefnið er komið.
Auðvitað kemst aldrei lag á mjólk-
ursöluna hjer fyr en bæjarstjórnin
takmarkar útsölustaðina, og gerir
mjólkurframleiðendum að skyldu,
að láta selja mjólkina í reglulegum
mjólkursölubúðum, enda verður það
brýn nauðsyn fyrir hana, ef heil-
brigðissamþyktin, að því leyti sem
mjólkina snertir, á að verða nema á
pappírnum, því það væri ókleift
fyrir heilbrigðisnefndina að eltast við
alla þá útsölustaði, sem nú eru í
bænum.
Jeg hygg, að mjólkursalan til bæj-
arins sje ekki minni en kjötsalan.
En hvernig mundi bæjarbúum lítast
á, ef kjöt væri selt við rúmstokkinn?
Jeg álít, að þannig löguð afskifti
bæjarstjórnar af mjólkursölunni yrði
t.il mikils hagnaðar fyrir mjólkurfram-
leiðendur, því einmitt fyrir það að
útsölustaðirnir eru svo margir og litl-
ir, þá borgar það sig ekki að hafa
þann útbúning, sem til þess þarf að
breyta mjólkinni; — til þess þarf að
hafa skilvindur og öll áhöld til skyr-
gerðar og jatnvel smjörgerðar. —
Þegar þeir tímar koma, sem illa
gengur að selja nýmjólkina á, þá neyð-
ast mjólkurframleiðendur til að setja
niður verðið, og ekki nóg með það,
heldur fá þeir mjólkina heim aftur, og
má geta nærri, hve mikils virði sú
mjólk er orðin, eftir að búið er að'
geyma þessar söluleyfar 3 4 daga
í ljelegum útsölustöðum hjer. Það er
því eins brýn þörf fyrir mjólkurfram-
leiðendur, að breyta þessu fyrirkomu-
lagi, eins og fyrir bæjarbúa.
Jeg álft mjög hæfilegt, að hjer væru
5—6 mjólkursölubúðir á hentugustu
stöðum í bænum; ættu þær að hafa
innbyrðis samband sín á milli, þann-
ig, að þryti mjólk í einni, þá fengi
hún mjólk hjá þeirri næstu, ef til
væri. Þessar búðir ættu að hafa öll
áhöld til að breyta mjólkinni. og
sigti til að sía hana. Þá gætu bæj-
arbúar fengið nýmjólk, undanrennu,.
rjóma, skyr, sýru, smjör og áfir, sem
eflaust gengu vel út hjer.
Það, sem gerir mjólkurmarkaðin-
um hjer mestan hnekki, cr það, hvað
mjólkin frá sumum stöðum er fitu-
lltil og oft súr. Það er ekki von, að
vel gangi að selja nýmjólkurpottinn
á 20 aura, sem ekki gefur meira en
! 5—16 au. ef hann er aðskilinn, og