Lögrétta

Issue

Lögrétta - 20.05.1908, Page 1

Lögrétta - 20.05.1908, Page 1
LOGRJETTA = Ritsljóri: PORSTEINN GlSLASON, Þingholtsstræti 17. M 31- Reykiavík 20. iimí 1908. III. árg. HThAThomsen^^ HAFNARSTR-17-18 192O2l'22-K0US|-2aÆKJAKTIZ •• REYKJAVIK* Nú er ekki dýrt nð reykja, því pundid af ágætu ■Reyktóbaki kostar aðeins 1 krónu Arinbj. Sveinbjarnarsonar heíur til sölu: Ljóðabækur. Söngbækur. Fræðslubækur. Sögubækur. Barnabækur. Pappír og ritföng af ýmsum tegundum með ágætu verði. io aura brjefsefnin góðu o. fl. dæmt í erlendum blöðum. Blaðskeytasambandið fjekk í fyrra kvöld (l8. þ. m.) svohljóðandi sím- skeyti frá Khöfn, og hefur það áður verið birt með fregnmiða frá „Lögr.“ og „Rvík": „Flest dönsku blöðin eru með nefnd- arfrumvarpinu. „VortLand" (hægrimanna-blað, sem er á móti, segir): „Mellem disse to Synsmaader (Dana og íslendinga) har Kommissions-betænkningen opnaaet Enighed paa den simple Maade, at den islandske Betragtning paa alle Punkter er trængt i gennem. Feig- hed! Selvopgivelse! Beskæmmelse!“ — Eina vonin (segir blaðið ennfremur, er þetta): „Islændingerne bliver saa overmodige af deres Held i Kommis- sionen, at Althinget vover at opstille nye Betingelser, thi saa bortfalder Forslaget og vi beholder den nuvæ- rende Tilstand". Útlend blöð, ensk og þýsk, skoða ísland viðurkent ýullveðja ríki. Lundborg (sænski ritstjórinn, höf- undur þýska ritsins um ríkisrjettindi íslands, maðurinn, sem landvarnar- menn hafa talið eins kröfuharðan fyrir íslands hönd og ákötustu flokksmenn sína) segir ísland viðurkent fullvalda konungsríki; sambandið sje nálega hið sama sem verið hafi milli Noregs og Svíþjóðar. Óuppsegjanleg mál sameiginleg sjeu hin sömu og milli Austurríkis og Ungverjalands. — Þessu taki Þjóðræðismenn óefað (segir Lund- borg) og landvarnarmenn œttu aðgera það lika. Hagerup sendiherra (Norðmanna, einhver hinn frægasti lögvitringur Norðurlanda, sem nú er uppi,) hetur leyft að hafa eftir sjer, að ísland sje með frumvarpinu viðurkent riki með fullveldi (suveræn Stat)“. Svo langt nær skeytið. En dönsku klausurnar, sem prentaðar eru upp úr „Vort Land“, hljóða svo á íslensku: „Þessar tvær skoðanir (Dana og ís- lendinga) hetur nefndárálitið sameinað á þann einfalda hátt, að íslenska skoð- unin hefur f öllum atriðum rutt sjer til rúms. Heigulskapur! Uppgjöf! Sví- virðing! (Eina vonin) íslendingar verða svo drambsamir yfir því, hve vel þeim hefur gengið í nefndinni, að alþing dirfist að setja ný skilyrði, því að þá fellur frumvarpið niður og alt situr við það, sem nú er“. Kostirnir. Nú er frumvarp sambandslaga- nefndarinnar birt — og hef jeg mikið um það hugsað síðan, enda hugsað málið árum saman áður. Jeg vil nú íhuga hjer nokkuð efni þess grein fyrir grein, og sjer í lagi hugleiða þær mótbárur, sem jeg hef helst heyrt hreyft á móti einstökum atriðum, ein- kum af hendi nokkurra „landvarnar- manna“. I. gr. Sumir hafa fundið að því, að ísland er kallað „land“, en ekki „ríki", í i. gr.; en þess er að gæta, að Danmörk er hvergi heldur nefnd „ríki" í samningnum, heldur „land“ — alveg eins og ísland (tvívegis í 4. gr., 1 sinni í 6. gr., I sinni í 8. gr., r sinni í 9. gr.); auk þess stendur berum orðum í nefndarálitinu, að „ís- land er sjerstakt ríki jafnhliða Dan- mörku". Þá þykir „ísafold" og sumum land- varnarberserkjunum, hinum æstustu, óþolandi, að konungi er í 1. gr. bannað að láta landið af hendi. Svo undar- legur er hugsanagangur þeirra, að þeim finst þetta, að konungi er bannað að láta landið af hendi, vera vottur þess, að hann þykist eiga sama rjett á því sem hverjum öðrum grip, kú eða hrossi! Líklega hafa þeir ekki vitað, að þessi s'ómu orð standa í stjórnarskrá Noregs frá 17. maí 1814. Danir hafa með 1. gr. fallið frá því, að ísland og Danmörk sjeu tveir hlutar úr einu alríki. Því hafa þeir geng- ið að því í þessari gr., að Danmörk og ísland sjeu „í ríkja-sambandi“,en ekki eitt sambandsríki. Sambandsríki heitir á dönsku „Forbundsstat" (á ensku: confederated state); en ríkja-samband nefnist á dönsku „Statsforbund" (á ensku: alliance between states o: sam- band milli ríkja). Með þessu síðara orði er samband landanna hjer táknað, og er það fullglögt. 2. gr. ákveður, að lög þau, er gildá um ríkiserfðir í Danmörku, skuli einnig gilda hjer. Ekki sjáum vjer neitt ísjár- vert í þeirri grein. Vjer höfum aldrei enn tekið þátt í neinni konungskosn- ingu, síðan ísland gekk fyrst undir konung. Vjer höfum aldrei skift oss af, og almenningur varla vitað af, er nýr konungsættleggur kom til ríkis. Og nú er konungsætt vor svo frjó og fjölskipuð, að aldir munu líða til þess, er til þess komi að gera nýja skipun í þessu efni. Og hver veit, hvað mikið þá verður eftir af þessum lögum, þótt nú yrðu samþykt? 3. gr. 1.) Það er sjálfsagður hlutur, að vjer greiðum konungsmötu að til- tölu rjettri, og er í 7. gr. til tekið, að hlutfallið skuli fara, ekki eftir mann- fjölda, heldur eftir tejum ríkjanna beggja hlutfallslega, og er það oss mjög í hag. Eins og nú stendur, mundi þetta nema tæpum 20,000 kr. árlega. 2.) Utanríkismálefnin. Þau verða sameigið mál fyrst um sinn. Þó getur enginn samningur bundið ísland, nema með samþykki íslands-stjórnar. j.) Hervarnir og herflagg verða sameigið mál að sinni líka. Þ. e. Danir verja bæði ríkin og þá undir flaggi konungs; það er oss að kostnaðar- lausu, og engin útboðsskylda á ís- lendingum, Sem heima eiga á íslandi. 57. gr. stjórnarskrárinnar stendur því óhögguð. Danir taka að sjer að vernda landhelgina eins og hingað til, en heimilt er íslendingum að koma á frekari vörnum eftir samkomulagi við Dani. J.) Fœðingjarjettur er sameigið mál, þannig, að sá, sem þegnrjett öðl- ast í öðru hvoru ríkinu, nýtur verndar jatnt; en hvort ríkið um sig getur sett lög um fæðingjarjett eftir vild sinni. 6. ) Peningaslátta verður sameigin eins og hingað til. 7. Hœstirjettur verður æðsti dóm- stóll íslands, þangað til löggjafarvald íslands vill sjálft skipa æðsta dómstól hjer í landi. Þangað til skal maður með sjerþekking á ísl. lögum vera einn af dómendum í hæstarjetti, þegar þar losnar dómarasæti. 8. ) Kauþflaggtð „út á við“, það er á skipum, sem fara út fyrir landhelgi, verður óbreytt að sinni. Eðlilega — meðan vjer hötum engan herflota eða aðra vernd að veita því sjálfir. Fyrri verður ekki auðið að fá viðurkenning á ísl. flaggi hjá öðrum þjóðum. 4. gr. Ollum öðrum málum, sem til beggja ríkjanna taka, ráða stjórnir eða þing beggja til samans. 5. gr. íslendingar njóta sama rjettar sem Danir í Danmörku, og Danir sama rjettar sem ísl. á íslandi. Þó skulu ísl. hata sömu forgangs-hlunn- indi við danska háskólann, sem þeir hafa haft. Við fiskiveiðar í landhelgi við Dan- mörku og ísland skulu Danir og ís- lendingar jafn rjettháir, meðan 4. atr. 3. gr. er í gildi. Þetta hefur heldur en ekki sest sumum mönnum fyrir brjóstið — en alveg að ástæðulausu, ef rjett er lesið og skilið. Vjer höfum samkv. stjórn- arskránni alveg sama rjett til lög- gjafar yfir landhelgi vorri eins og Danir yfir sinni. Þannig h'ófum vjer bannað 'óllum, jafnt íslendingum og Dönum sem öðrum, rjett til botnvörpu- veiða í landhelgi. Það sýnir, að vjer megum með íslenskum lógum leggja hvert það kaft, sem oss sýnist gagn- legt, á veiðar í landhelgi — aðeins verðum vjer að gæta þess, að gera íslendingum og Dönum jafnt undir höfði. Vjer höfum rjett til að gefa t. d. svo teld lög: „Heimilt er öllutn þegnum Kon- ungs Danmerkur og íslands,þeim er heimilisjastir (búsettir) eru á íslandi, en öðrum ekki, að veiða í landhelgi á þann hátt, er ekki er sjerstaklega bannaður með lögum (svo sem botn- vörpuveiðar)". Þetta gerði ísl. og Dönum jafnt undir höfði, því að íslendingar í Dan- mörku mættu það þá ekki fremur en Danir í Danmörku. 6. gr. felur dönskum stjórnarvöld- um á hendi að fara með sameiginl. málin, sem í 3. gr. er getið, þangað til að málsaðilum semur öðruvís um. 7. gr. itMeðant. ísland tekur engan þátt í stjórn sameignu málanna (3. gr ), tekur það heldur engan þátt í kostnaði. Sbr. að öðru leyti það, sem sagt er við 3. gr. 1. tölul. 8. gr. Þessi er sú eina grein, þar sem ekki virðist koma fram jafnrjetti, eftir atvikum, með því að svo er á kveðið, að verði gerðarmenn eigi á- sáttir um oddamann, þá sje forseti hæstarjettar sjálfkjörinn oddamaður. Auðvitað skal það játað, að annari hvorri þjóðinni mundi oddamaður verða að tilheyra, og hitt eigi síður, að óefað má telja, að ganga megi að því vísu, að óhlutdrægni megi vænta af forstjóra hæstarjettar fremur en nokkrum öðrum manni sakir stöðu sinnar. Hlutkesti hafa sumir nefnt sem æskilegra; en tvíeggjað vopn gæti það verið. Væri undir hlut- kesti eða teningskasti komið, hver oddamaður yrði, má telja víst, að hvorir um sig mundu tilnefna vitan- lega hlutdrægan mann, og yrði þá lítil líkindi fyrir að úrskurður hans yrði rjettvís. En slíkt er ilt að eiga undir teningskasti. Fullkomið jafn- rjetti virðist mjer þó þetta varla vera. En líklega örðugt að finna annan veg. Hitt er aftur mikilsvert, að lítt hugsandi er, að nokkru sinni mundi til þessa koma. Málin eru svo glögt

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.