Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 20.05.1908, Side 3

Lögrétta - 20.05.1908, Side 3
LÖGRJETTA. 83 getum tekið að okkur þá vörn að öllu leyti eftir tæpan mannsaldur og þá bannað Dönum sem öðrum. Eftir sama tíma getum við skilið þegn- rjettinn. Og þá getum við líka tek- ið upp sjerstakan íslenskan kaup- fána — án nokkurs sambandsmerk- is. Ennfremur getum við þá heimt- að endurskoðun á 'óllum lögunum, eins þeim ákvæðum, sem ekki er gert ráð fyrir að breyta megi án samkomulags. Enda hafa engin lög °g engir samningar ævarandi gildi. Engin kynslóð getur skuldbundið ó- fæddar kynslóðir. Niðjar okkar geta losað enn meir um sambandið, slitið því, eða gert það nánara. Þeir um það. Símskeytið sídasta ber og með sjer, að aðrar þjóðir telja þennan samn- ing til vegs og heiðurs fyrir íslend- inga. En ekkert mál er svo augljóst, gott og gagnlegt, að ekki verði jafn- an einhverjir til að andmæla því og telja ilt og skaðlegt. Svo er um þetta. Sumir land- varnarmenn hafa ekki enn getað átt- að sig á því, hvílíkur sigur er unn- inn fyrir sjálfstæði landsins; þeim finst alt einskisvert og hrópa hugs- unarlaust: innlimun — skilnaður. Þó er það sannfrjett, að gætnustu og hygnustu menn í þeim flokki eru frumvarpinu fylgjandi. Það er sagt, að nefndarmenn komi heim 29. þ. m. Þeir menn eiga það skilið, að þeim sje vel fagnað. Og þeir munu kunna frá mörgu að segja. Þeim mun líka vafalaust veita ljett að hrekja allar þær efasemdir, sem á hefur bólað. Hugall. Ávarp til kjósenda í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Undirritaðir búandmenn í Mos- fellssveit senda kveðju slna góðum bændum og borgurum, kjósendum til alþingis, í öðrum sveitum Kjósar-og Gullbringusýslu, óskandi þeim árs og friðar og allra gæða. Á fundi í dag höfum vjer meðal annars rætt um það, hversu alþingi aetti að vera mönnum skipað og um kosnmgar þær til alþingis, er fram eiga að fara í haust. Vjer erum samþykkir um þetta: ísland er eign íslensku þjóðarinn- ar og landsmenn einir eiga rjett á að skipa málum þess. Meginþorri þjóðar vorrar er al- þýðumenn. Hinir fremstu meðal þeirra, búandmenn og borgarar, ráða (nú) að mestu atkvæðum til alþing- is, er af þeirra hendi fer með valdið í löggjafar- og stjórnar-málum lands- ins. Bœndur og borgarar eru því (nú) hinir eiginlega húsbændur á þjóðfje- lagsbúinu. Urval meðal þeirra, al þingismenn, fer at þeirra hendi með kúsráðsmennskuna, valdið / löggjöf og stjórn. En lögskipaðir embœttis- menn, er fengin eru ýms nauðsynja- störf til framkvæmda í þjóðfjelags- ins þarfir (framkvæmdavald, dóms- vald), eru þjó'bhjú (þjónar) — auðvit- að með jafm\e.X.W við húsbændurna. Eðlilegt virðist, að húsbændurnir velji ráðsmennina, alþingismenn, úr eigin flokki, fremur en úr flokki hjú- anna; þau eiga öðrum ákveðnum skyldustörfum að gegna, er þjóðfje- lagið launar. Því teljum vjer misráðið mjög að ganga á snið við bændur og borg- ara, er velja skal þingmenn. Vjer ætlum að gefa skynsömum, liðlegum mönnum af vorum flokki kost á að æfast við ráðsmenskustörfin, þeim er búa við sömu lífskjör sem fjöldi kjós- endanna — samhjeraðsmönnum helst, ef kostur er—; þeir finna gjörst, hvar „skórinn kreppir". Skoðun vor er, að kjósendum beri að leitast fyrir að fá þá menn til þingmensku, er þeim fellur best, en ekki bíða þess, að einhverjir bjóðist. Nú væntum vjer, að þjer, hátt- virtu samkjósendur, einnig takið þetta mál til umræðu og ályktunar á mann- fundum í yðar sveitum í vor, og í því trausti, að þjer eigi misvirðið það við oss, dirfumst vjer að leggja það til, að þjer — eins og vjer — veljið fulltrúa (t. d. einn fyrir hverja 25 kjósendur) í hveryi sveit, er mœti á sameiginlegum jundi fyrir kjórdæmið til að koma sjer saman um þing- mannaefni með fleiru, er til umræðu kann að koma. Vjer megum eigi feýna tómlæti í svo þýðingarmiklu máli; og þannig löguð samvinna virðist enn þýðing- armeiri nú, er kosningar fara fram í hverri sveit (dreifðari en áður). Og til að greiða fyrir framkvæmd, leyf- um vjer oss að ákveða sveitafulU trúafundinn í Hafarfirði laugardag- inn 20. júni næstkomandi á hád. Á fundiað Lágafelli 23_apr. 1908. (Undirskrifaðir 26 kjósendur í Mos- fellssveit). Aths. Grein þessi hefur vegna þrengsla í blaðinu ekki komist að fyr enn nú. Sambanðslaganejnðin Og fjelagið „Fram“, Á fundi, sem fjelagið »Fram« hjelt sfðastl. fimtudagskvöld, var samþykt svohljóðandi fundaralyktun : sFundurinn tjáir hinum íslensku nefndarmönnum í samninganefndinni þökk fyrir árangursmikið starf, og viðurkennir, að konungur vor og samþegnar hafi sýnt lofsamlega rjett- sýni og drengilega sanngirni í samn- ingsmálinu«. Hverju nemur íslands hluti af borðfje konungs? Ríkistekjur Danmerkur nema nú talsv. á 95. milljón kr., en íslands um 1,040,000 kr. — Tillag til kon- ungsættingja er 150,000 kr. og kon- ungsmatan 1,000,000 kr., alls 1,150,- 000 kr. — Ef vjer teljum ísl. tekjur 1 miljón og Dana tekjur 94 millj., þá yrði árstillag vort 12,287 kr. ísl. skrifstofan í Höfn hefur kostað 6000 kr., en er nú í ár hækkuð upp f 7000 kr. Þetta yrði þá til samans 19,287 kr. frá íslandi. Ekki er það ægilegt. „ReykjaYÍkin" strandar. Hún rakst á blindsker í Breiða- firði, fram undan Skógarnesi, á mið- vikudagsmorgun í síðastl. viku, 13. þ. m., nál. kl. 5. Þetta var um 2 mílur undan landi, en veður gott og lygn sjór. Stórt gat hafði komið á skipið og tókþaðstrax að sökkva. Farþegar voru um 20; fóru þeir ásamt skips- mönnum í 4 báta og hjeldu til lands að Skógarnesi. Þaðan kom skipshöfnin hingað á vjelarskútu frá Stykkishólmi. sem þar hafði verið stödd, en far- þegar hjeldu terðinni áfram landveg. Þegar síðasti báturinn hvarf til lands frá skipinu, en í honum var meðal annara skipstjórinn, hafði það verið sokkið svo, að aðeins sá á siglutopp- inn upp úr sjó. Skipið var á leið hjeðan að sunn- an og hatði meðferðis töluvert af flutningi, alt óvátrygt, og bíða því ýmsir stórtjón við þetta strand, með- al annara síra Ólafur Stephensen í Skildinganesi, er sent hafði með því við og fleira, er fara átti til Grund- arfjarðar. Skipið var eign fjelagsins Frede- riksen & Co. í Mandal og var það keypt af Sam. gufuskipatjel. þegar eldri »Reykjavíkin« strandaði hjer við Arnarhól í hitt eð fyrra. Skip- stjórinn var S. Gundersen og skips- hötn öll norsk. Hún er nú komin heim á leið til Noregs. Nýr vjelarbátur, sem »Hrólfur« heitir, kom hingað fyrir skömmu frá Noregi, smfðaður þar fyrir þá síra Ólaf Stephensen í Skildinganesi, Odd Gíslason mála- flutningsmann, Sigurð Jónsson í Görð- um, Þorst. Sveinsson skipstjóra, Þór- arinn Arnórsson í Skildinganesi og Hrólf Jakobsson, sem er formaður bátsins. Báturinn er 45 fet á lengd, með 24 tonna lestarúmi og 20 h. a. »Nor- röna«-vjel. Skriðhraðinn 7 mílur á vöku. Báturinn er úr eik, vel bygð- ur og fagur á að sjá. Hann var 8 daga á leiðinni hingað frá Noregi, notaði vjelaraflið í 3 daga, en ann- ars segl. Vel er látið af bátnum til siglinga og eins af vjelinni, en hún er sömu tegundar og þær vjelar, sem hr. O. Ellingsen skipasmíðameistari selur hjer. Báturinn á að stunda þorskveið- ar með netum. Þær hafa til þessa aðeins verið stundaðar hjer innan nesja og í grunnuiu sjó. En þessi bátur á að geta stundað netaveiðina á djúpmiðum og byrjar hann að því leyti á nýjung hjer í fiskiveiðunum. Skipstjórinn hefur í vetur sem leið dvalið í Lófót í Noregi til þess að kynna sjer veiðiaðferðina hjá Norð- mönnum. Einnig hafa eigendurnir látið mann þann, sem vjelinni á að stjórna, dvelja í Noregi um tíma til þess að læra rjetta meðferð á henni. Ætlunin er, að bátnum sje haldið til veiða alt árið og er hann vátrygð- ur í Noregi. Síra Ólafur Stephensen valdi bæði bátinn og vjelina eftir fyrirmyndum, er hann sá á Björgvinarsýningunni í fyrra. Ólisef akfæri. Óhæf og úrelt akfæri tel jeg tví- hjóluðu kerrurnar, sem alment eru hjer notaðar til aksturs. Það er hörmulegt að sjá vesal- ings vagnhestana stritast áfram með þær, hlaðnar af ýmiskonar þunga- vöru. Kerrurnar tómar eru því nær nógur dráttur fyrir óvana og illa uppalda hesta, eins og flestir hest- ar hjer eru, þegar byrjað er að aka með þeim, eða þá úttaugað- ir, gamlir húðarhestar. Það eru víst fáar þjóðir, sem nota slík akfæri, nema ef ske kynni Norðmenn að einhverju leyti, og Indíánar nota kerrur og hafa þá vanalega naut fyrir. Flestar ment- aðar þjóðir munu fyrir löngu hafa lagt þær niður, og nota í þess stað fjórhjólaða vagna, með einum eða tveim hestum fyrir eftir ástæðum. Það er enginn vafi, að einn hest- ur dregur þyngra hlass á fjórhjól- uðum vagni á nokkurn veginn sljett- um vegi, heldur en sami hestur mundi draga á tvíhjólaðri kerru. Fjórhjóluðu vagnarnir hafa fyrst og fremst það fram yfir þá tví- hjóluðu, að hestarnir hafa engan burð, aðeins drátt, og undir eins og þeim er leyft að standa, hvíl- ast þeir; það sama er ekki hægt að segja þegar kerrurnar eru not- aðar; þó mætti með litlum til- kostnaði Ijetta á kerruhestunum meðan verið væri að hlaða og taka af þeim. Það mætti hafa tvær fast- ar eða lausar spítur til að setja undir vagnkjálkana, svo þunginn hvíldi ekki á hestunum meðan þeir stæðu kyrrir. Sje hart farið með tvíhjólaða kerru, og það þótt hún sje tóm, þá er hún ætíð sem farg á hestinum og slær hann einatt jafnt og þjett á hliðarnar og mer herðakampinn. Þegar jeg sje að verið er að hlaða tvíhjólaða kerru, dettur mjer einatt í hug, að verið sje að fergja saltkjöt í tunnu. Misjafnlega lagn- ir menn hlaða vagnana og því verða auðvitað nokkuð mismun- andi herðakampshöggin, sem vesl- ings hestarnir verða að þola, en ó- hjákvæmileg högg fá þeir. Einn- ig hvílir misjafnlega þungt á herða- kampinum á hestunum, og fer það oft eftir því, hvað ökumennirnir eru nærgætnir; en aldrei er hægt að komast hjá talsverðum burði samhliða þungum drætti. Aftur á móti losast hestarnir við allan burð og herðakampsslátt þegar fjór- hjóluðu vagnarnir eru notaðir. Jeg veit, að hjer eru ýmsir, sem halda því fram, að ekki sje hægt að nota fjórhjóluðu vagnana við að bera ofan í vegi, eða í snjó, nje þungri færð. Þeir segja, að fjórhjóluðu vagnarnir »skeri sig niður«, en jeg fæ eigi sjeð, að þeir geri það frekar en hinir, svo fram- arlega sem hjólin sjeu álíka þykk, en hitt veit jeg, að þegar vond er færð, þá eru oft hestarnir, sem draga tvíhjóluðu kerrurnar, því sem næst látnir bera þær. En þegar svo er komið kalla jeg akfærið ó- fært. Jeg veit að ýmsir, sem nú nota tvíhjóluðu kerrurnar, verða ófúsir á að leggja þær niður, bæði afþví að þeir álíta þær í alla staði góð- ar, og vilja heldur ekki baka sjer kostnað með nýjum vagnakaupum; svo er vaninn rótgróinn, og því vont að koma nýbreytni við í þessu sem öðru. Með auknum og bættum vegum fjölgar vögnum óðum; þeir, sem hjer eftir kaupa vagna, ættu að kaupa þá fjórhjólaða, sem bæði mætti hafa einn eða tvo hesta fyr- ir, eftir því sem á stæði. Jeg álit, að ráðanautar búnaðar- fjelagsins ættu á sinum landsyfir- reiðum að leiðbeina bændum með keyrslu og annað þess konar. Jeg vildi óska, að þessarfáu lín- ur yrðu til þess, að þeir, sem að einhverju leyti reka atvinnu með vögnum og hestum, gæfu þeim gaum. Jeg skrifa þetta af vor- kunnsemi við hestana, og með þeirri sannfæringu, að fjórhjóluðu vagn- arnir sjeu að öllu leyti hentugri flutningafæri. Dan. Daníelsson.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.