Lögrétta - 06.06.1908, Blaðsíða 1
LOGRJETTA
E Ritstjóri: PORSTEINN GlSLASON, Þingholtsstræti 17. =
M 30.
Reykjavík G. júiií 1008.
III. árg.
AG,
HThAThOmsEn
HAFÍAB?tPI7:18l9'20 2122 - KOLASJ-2'L4EKJART-1-2
'• REYKJAVIK*
c&yrirtaRs
é'imBur,
trje, spírur, plankar, óunn-
in borð, rúplœgð bord, gólf-
borð og panel,
er nýkomið og selst m eð
lœgsta verði í
THOMSENS MAGASINI.
Arinbj. Sveinbjarnarsonar
hefur til sölu:
Ljóðabækur.
Söngbækur.
Fræðslubækur.
Sögubækur.
Barnabækur.
Pappír og ritföng af ýmsum tegundum
með ágætu verði.
to aura brjefsefnin góðu o. fl.
Hvað kostar skilnaður ?
Eftir
gamlan þirigmaim.
(Niðurl.). III.
t*að er ekki svo lítill peninga-
hagur, sem landsjóður hefur haft
af því árlega síðan 1871 að standa
á þann hátt í sambandi við rik-
issjóð, að geta fengið útborgað úr
honum sjerhvað það, er landsjóð-
ur hefur þurft að greiða erlendis,
og nota hann í milligöngu milli
póstsjóða annara landa. Hvort
heldur er til brúargerða, sírna-
lagninga eða annara mannvirkja
þarf landsjóður árlega að kaupa
marga muni erlendis, og það hef-
ur haft allmikinn sparnað og
hægðarauka í för með sjer, að
hafa innhlaup í ríkissjóð til slíkra
borgana.
Það eru og mikil þægindi og
sparnaður fólginn í því fyrir ýmsa
ntenn, er erlendis dvelja, mánuð-
um saman og árum saman, er
laun eða einhvern fjárstyrk hafa
af landsjóði, að geta fengið það
fje sitt útborgað úr ríkissjóðnum.
Hver, sem hefur kynt sjer lands-
reikningana, mun komast að raun
um það, að landssjóður og ríkis-
sjóðurinn hafa árlega haft mjög
mikil viðskifti, og að ísland hef-
ur haft stóran hag af þeim við-
skiftum.
Það mun ekki vera sjerlega
langt frá því, að ísland hafi að
meðaltali notað um 300 þúsund
krónur árlega vaxtalaust af fje
ríkissjóðs, og það eru þó óneit-
anlega ekki svo lítil hlunnindi.
Það er enginn efi á því, að það
er sambandinu við Danmörku að
þakka, að Landsbankinn hefur
getað komist að þeim samning-
um við Landmandsbankann í
Kaupmannahöfn, að mega skulda
honum árlega stórfje — svo num-
ið hefur á síðari árum, samkvæmt
reikningunum, mörgum hundr-
uðum þúsunda. Einmitt fyrir
það hefur Landsbankinn getað
greitt langtum meira fyrir öllum
innanlandsviðskipum, en hann
ella mundi hafa getað, og hefur
það vafalaust komið sjer einkar
vel nú síðustu missirin, þegar lán-
veitingar þrutu svo mjög í hluta-
bankanum.
Sá hagnaður og það hagræði,
sem landsmenn hafa haft af þessu,
er ef til vill ómetanlegt.
Stofnun og störf hlutabankans
má og vafalaust einnig telja sam-
bandinu að þakka, því að aðal-
upphæð hlutafjárins var frá Dan-
mörku. Reynt var þá að safna
hlutum meðal Englendinga, en
tókst ekki.
Því mun enginn þora að neita,
að sá góði rekspölur, er atvinnu-
vegir vorir hafa komist í á síð-
ustu árum, sje mjög bankastofn-
un þessari að þakka, með því að
veltufjé Landsbankans var að
mestu i útlán komið, þá er hluta-
bankinn byrjaði.
Veðdeild Landsbankans hefur
lánað landsmönnum yfir 4 mill-
jónir króna, í mjög hentugum og
tiltölulega mjög ódýrum lánum.
Þetta hefur hún getað gert ein-
ungis af þeim ástæðum, að hepn-
ast hefur að fá markað fyrirbanka-
I vaxtabrjefin i Danmörku. Það er
enginn efi á því, að þessi mark-
aður er einungis .;sambandi vorn
við Danmörku að þakka, því að
enn hefur ekki hepnast að selja
stórþjóðunum eilt einasta af banka-
vaxtabrjefunum, — þær lita ekki
við verðbrjefum slíkra smælingja
sem vjer erum, nema gegn til-
teknu veði, t. a. m. tolltekjum
landsjóðs, sem þær mundu þá
vilja sjálfar hafa umsjón með.
Þes'si markaður bankavaxta-
brjefanna í Danmörku hefur ver-
ið oss til ómetanlegs hagnaðar,
því að varla mundi einn þriðjung-
ur bankavaxtabrjefanna hafa selst
að öðrum kosti.
Það eru og hlunnindi, sem eru
sambandinu að þakka, að íslensk-
ir fræðimenn hafa rjett til em-
bætta i Danmörku, og að þetta
sjeu rjettindi, sem þó nokkurs
virði sjeu fyrir ísl. fræðimenn,
sjest best á þvi, að nú munu vist
15 Islendingar vera í embættum
í Danmöi'ku.
Allar fræðslustofnanir í Dan-
mörku, sem eru margar og Qöl-
breyttar, standa íslendingum opn-
ar, og fylgir þar með oft og tíð-
um greiður aðgangur að ýmsum
styrkveitingum, sem fátækum ís-
lendingum hefur komið nijög vel
og þeir hafa getað óspart notað
sjer.
Enginn getur neitað því, að alt
þetta er mjög mikils virði fyrir
okkar fátæka þjóðfjelag, og ým-
islegt íleira mætti til nefna.
Þannig má benda á það, að
Reykjavikurbúar mundu þurfa að
greiða 25—40 þúsund krónum
meira á ári hverju í brunabóta-
gjald af húseignum sínum, en
þeir greiða nú.
Ef vjer slitum samhand við
Dani.mundi brunabótafjelag hinna
dönsku kaupstaða, sem Rvík er
nú í fjelagi við, vafalaust seg,ja
Rvik upp þeim f jelagsskap. Mundi
brunabótagjald af húsum í Rvík
þá verða að liækka úr tæpum
2°/oo, sem það er nú, upp í 5—7,
jafnvel 10°/°o, því að engin útlend
fjelög fást til að vátryggja hús-
eignir á íslandi fyrir lægra ið-
gjald; og ekki líklegt, að innlent
brunabótafjelag mundi þora að
hafa iðgjald lægra en hjer er tek-
ið til, ekki síst, ef erlend bruna-
bótafjelög neita íslandi um end-
urtrygging — nema þá með ein-
hverjum afarkostum — eins og
nú er helst útlit fyrir, samkvæmt
yfirlýsingum þeirra.
Þetta yrði allþungur skattur
fyrir húseigendur i Reykjavík, 25
til 40 þúsund kr. á ári.
En þó er eftir að telja það, sem
er langsamlega mikilsverðast —
og það er hin óbeina vernd, sem
vjer njótum einmitt í skjóli Dan-
merkur.
Það hefur oft verið gert lítið
úr vernd Dana, og látið klingja,
að þeir sjeu svo aumir ogsmáir,
að þeir geti ekki einu sinni vernd-
að sjálfa sig, hvað þá heldur oss
hjer úti í reginhafi.
En þetta er hin mesta grunn-
hygni.
Að vísu er heraíli Dana ekki
mikill nje sterkur, hvorki á sjó
nje landi, og það er að sjálfsögðu
ekki hann, sem vjer njótum að-
allega verndar af. Heldur er það
að þakka áliti því, sem danska
þjóðin nýtur meðal þjóðanna fyr-
ir mentun og atorku, vísindi, list-
ir og margt fleira, og kynsæld
konungsættarinnar.
Lögrjetta
er eitt af mest lesnu blöð-
um landsins.
Pantið blaðið hjá
Arinbirni Sveinbjarnarsyni,
Laugavegi 41.
Þessu tvennu er það aðallega
að þakka, að engum getur hald-
ist það uppi, að beita neinum stór-
kostlegum ribbaldaskap, hvorki
við Dani nje heldur við oss, svo
lengi sem vjer erum i sambandi
við Danmörku. Varðskipunum
hjer við land tekst auðvitað ekki
að fanga alla sökudólga og geng-
ur ekki ætíð vel að höndla þá,
sem brjóta lög vor og sópa fiski-
mið vor og eyðileggja veiðarfæri
vor. En þá fyrst mundi kasta
tólfunum, er vjer værum sjálfir
teknir við. Þeir íara, þessir sjó-
ræningjar, eins langt eins og þeir
þora. Varðskipin þurfa mjög oft
að skjóta til þeirra 3,4,5 kúlum,
áður en þeir gefast upp, og að
þeir þá gefast upp er því að kenna,
eða að þakka, að sökudólgarnir
vita það, að varðskipin mundu
þora að skjóta kúlu beint á þá,
ef þeir ekki hlýddu, af þvi að
varðskipin tilheyra þjóð, sem stór-
þjóðirnar bera virðingu fyrir, þótt
hún sje smá og magnlítil, og get-
ur því fengið lög og rjettindi sín
og bandamanna sinna virt af
stærri þjóðunum.
Ef vjer værum einir um hituna,
mundi varðskip, er vjer gerðum
út, enda þótt Guðm. Hannesson
væri aðmíráll á þvi, aldrei voga
að skjóta kúlu á lögbrjótandi skip
annara þjóða, þvi að slíkar að-
farir mundu beint setja oss í
gæsluvarðhald annara þjóða, og
svifta oss gersamlega frelsi voru.
Þetta mundu rihhaldar sjóarins
uppgötva og reikna út á auga-
bragði, vaða hjer um fiskimið vor
öldungis að geðþótta sínum og
traðka lög vor gersamlega; þeir
mundu vaða um eggver vor og
varplönd, rænandi og ruplandi og
skjótandi og hirða sauðfje vort og
nautgripi, í því skálkaskjóli,að vjer
gætum ekki varið oss, og það
mundi verða að vettugi virt, þótt
stjórn vor færi að klaga og.klaga.
Þetta alt er öldungis eins víst eins
og 2 og 2 ern 4; því að það er
ekkert annað en óttinn fyrir refs-
ingu, sem heldur frá rihbaldaskap
ruslaralýð þeim, er kemur upp
að ströndum landsins á fiskillota
annara þjöða, en engri fiskiskútu
mundi varðbátur, sem önnur eins
kotþjóð eins og vjer gerðum út,
skjóta skelk í bringu. Fiskimið
vor og íiskisældin við ísland eru
orðin alþjóð kunn á síðustu ára-
| tugum, og það er einbeittur ásetn-