Lögrétta - 06.06.1908, Blaðsíða 4
104
L0GRJETTA.
hafa reynt viðlík auðnubrigði, og í
sveita yðar andlitis og með heitu
táraflóði háfið þjer komið upp yfir
höfuð yðar þeim skjólshúsum, þar
sem þjer megið í triði búa og fullum
kröftum beita í þjónustu Guðs og
manna. í sálarstríði voru nú skal
reynsla yðar vera huggunarhvöt vor
og fyrirmynd".
Þannig kemst einn af óskabörnum
hinnar góðu, gömlu páfakirkju að
orði. I einum kaflanum getur hann
ekki á sjer setið að minna ekki á hin
hörðu orð Proudons): „Kirkjan játar
aldrei, að sjer skeiki, hverfur aldrei
frá röngum skoðunum. Þeim, sem
sanna henni, að hún hafi á röngu
að standa, svarar hún með anathema
(d: bölvaður sjel). Heldur en að fall-
ast á rjettvísi, aðhyllist hún blinda
örlagatrú. Fyrir þessar sakir á hún
engrar vægðar von, heldur liggur
fyrir henni að drekka í botn bikar
blindni sinnar". „Þetta er þungur
dómur, enda vari sig dœtur hennar
(o: hinar yngri kyrkjur), því að með-
an þær máttu, fetuðu þær flestar
dyggilega í fótspor móður sinnar.
Og þótt svo megi álíta, sem minni
sje orðinn þeirra syndaþungi fyrir
harðstjórn, heimsku og þrályndi
gagnvart skynsemi, frjálsræði ogfram-
þróunarlögmáli þjóðanna, er hinn
betri arfur móðurinnar miklu meiri,
sem sje kristnan og siðmenning
Norðurálfunnar, svo og eftirdæmi,
heilagleiki og fyrirbænir ótölulegra
helgra og ágætra karla og kvenna".
Ósanninda-samsetn-
ingi linekt.
„Isaf." kallar stjórnmálafundinn,
sem haldinn var á mánudagskvöld
síðastl. »Heimastjórnarfund« og segir,
að til hans hafi verið stefnt af fjel.
»Fram«. En fundarboðið var svona:
•i> Með því að oss undirrituðum er
kunnugt um, að öllum porra kjós-
enda í Reykjavík er mj'óg hughald-
ið, að heyra fulltrúa vora i sam-
bandslaganefndinni gera sjálfa grein
ýyrir gj'órðum sínum og slarfi nefnd-
arinnar og ræða það, þá leyýum vjer
oss að boða til almenns kjósenda-
fundar í Báruhúsinu mánudaginn /.
júní kl. — Allir nefndarmenn,
sem hjer eru staddir, haýa lofað að
koma.
G. Björnsson. Tryggvi Gimnarsson.
Jón Jensson. Porl. H. Bjarnason. Hann-
es Porsteinsson. GuÖm. Hannesson. Magn-
ús Einarsson. Jón Guðmundsson. Arin-
björn Sveinbjarnarson. Sigurður Sig-
urðsson. Einar Helgason. Pjetur Por-
steinsson. Jón sagnjr. Jónsson. Jón Magn-
ússon (Skuld)<.(.
Eins og sjá má á þessu, er fund-
urinn boðaður af mönnum úr öllum
stjórnmálaflokkum, meðal annara af
tveimur mönnum úr stjórn Landvarn-
arflokksins, Þjóðólfsmanninum sjáifum
og fleiri ísafoldar-vinum.
„Isaf " gerir lítið úr vinum sínum,
sem skrifuðu undir fundarboðið, og
Þjóðólfs-maðurinn tekur í sama streng-
inn, þó hann sje sjálfur einn í hópn-
um(!!).
Reynt var að rugla fundarboðið
með nafnlausum blaðsneplum prent-
uðum, sem sendir voru út um bæ-
ínn (án prentsmiðjunafns) og sögðu
fundinn eiga að verða á öðrum stað,
en til var sagt í fundarboðinu.
En þetta bragð varð til einskis.
Báruhúsið fyltist á tilteknum fundar-
tíma af kjósendum úr öllum flokk-
um. Ritstj. Isaf. stakk þá upp á, að
fundurinn yrði færður út. Forseti
(Kl. J.) skaut þeirri tillögu til fund-
arboðenda, en alt, sem frá þeim heyrð-
ist, var í þá átt, að þeir vildu ekki
færa fundinn. Ákvað fundarstjóri þá,
að hann yrði ekki færður, en ritstj.
ísaf. malaði um þetta dálitla stund
og gekk svo af fundi og bað alla að
fylgja sjer, sem „ekki vildu láta kúg-
ast". En fylgið við hann reyndist
þá ekki meira en það, að eitthvað
8—IO menn gengu út með honum,
prentarar og bókbindarar frá ísafold(?),
og komu þó sumir aftur.— Þeir menn,
sem mest höfðu andæft nefndinni á
flokksfundum Landvarnarmanna (G.
Hannesson, Bjarni frá Vogi, Þorst. Erl.
og ritstjórar Ingólfs) voru allir á fund-
inum, og eins ritstj. Þjóðólfs, þó eng-
inn þeirra fengist til að taka til máls.
Yfir þá hörmulegu frammistöðu eru
þeir svo að reyna að klóra með því
að skýra rangt frá fundarhaldinu í
blöðum sínum.
ísland ogAmeríka.
Stórt norskt barkskip, „Adele", 800
lestir, er nýkomið hingað til landsins,
beina leið frá New-York, með full-
fermi (6000 tunnur) af steinolíu. Skipið
var 32 daga á leiðinni, fór fyrst til
Onundarfjarðar, en hrepti mótvind,
og segir skipstjóri, að þetta sje 14
daga sigling, ef vel gefi. Þriðjungur
farmsins var settur á land í Önund-
arfirði, en tveir þriðjungar hjer. Skipið
fer hjeðan til Kanada, en getur engan
farm fengið hjer.
Það hefur lengi verið í ráði, að
leggja járnbraut um Kanadaland norð-
anvert austur að Húdsonflóa, til þess
að geta komið hveiti og öðrum af-
urðum sem beinasta leið til Norður-
álfunnar. Hver veit nema ísland geti
þá orðið millistöð á þeirri leið milli
Vestur- og Austurheims. Allar hafnir
í Húdsonflóa eru ísi luktar á vetrum.
En ógrynni varnings mætti flytja þaðan
sumarlangt hingað til lands og því
næst selja og flytja hjeðan smátt og
smátt til ýmsra landa austanvert við
Atlantshafið.
Reykjavik.
Trúlofun: Guðm. Björnsson land-
læknir og Margrjet, dóttir Magnúsar
Stephensens landshöfðingja.
„Fyrir hönd hinnar íslensku þjóðar
sendir hið ísl. ráðaneyti yðar hátign
allra-þegnlegustu kveðju með innileg-
ustu óskum um heill og hamingju".
Konungur svaraði aftur með svo-
hljóðandi skeyti:
„Jeg sendi aftur hjartanlega kveðju
og hlýja þökk fyrir hamingjuóskina".
LanÚTarnarfundur var haldinn
hjer eitt kvöldið nú í vikunni og
sögðu þá tveir menn sig úr flokksstjórn-
inni, þeir Jón Jensson yfirdómari og
Guðmundur Magnússon læknir. Hafði
flokksstjórnin áður átt fund með sjer,
og þetta verið afráðið þar. Jón kom á
landvarnarfundinn, sem fyr er nefndur,
en Guðmundur læknir ekki, og höfðu
fundarmenn beðið Jón að skýra frá
því, hvers vegna hann færi úr flokks-
stjórninni, en hann gerði það með
langri og ítarlegri ræðu og sýndi
fram á, hve mikla kosti sambands-
lagafrumvarpið hefði, og að hann væri
því fylgjandi. Einhverjir fleiri höfðu
tekið til máls, þeirra á meðal fyrv.
ritstj. Jónas Guðlaugsson, en fjekk
ekki að tala í næði, og sagði sig þá
úr fjelaginu. — Sama gerði yfirdóm-
ari Jón Jensson á fundinum, sömu-
leiðis Einar Helgason garðyrkjumaður
og ef til vill einhverjir fleiri.
Annars eru það margir landvarnar-
menn hjer, auk þessara, og svo þjóð-
ræðismenn, sem frumvarpinu eru
fylgjandi. Má t. d. nefna þessa: Hall-
dór Daníelsson bæjarfógeta, Jón Helga-
son prestaskólakennara, Jón sagnfræð-
ing Jónsson, Pálma Pálsson kennara,
Geir Zoega yfirkennara o. fl. o. fl.
Ráðherra fór til Eyjafjarðar með
„Fálkanum" 4. þ. m. og heldur þar
tundi með kjósendum sínum.
Sambandslaganefndin. Jóh. Jó-
hannesson sýslumaður tór heim til
sín með „Eljunni" nú rjett tyrir mán-
aðamótin, en þeir Stefán kennari og
Steingrímur sýslumaður urðu ráðherra
samferða á „Fálkanum" norður.
Jón Ólafsson fyrv. ritstjóri fór til
Austfjarða nú rjett fyrir mánaðamótin.
Frá fjallatindum til fiskimiöa.
Prestskosning fór fram í Holti í
Önundarfirði 23. f. m. og fjekk síra
Páli Stephensen á Melgraseyri 55 atkv.,
síra Ásgeir í Hvammi 49 og síra Böð-
var á Rafnseyri.
Fnjóskárbrúin á að verða stein-
hogi, gerður úr steypu, 4 álna breiður
milli handriða og 80 álnir á lengd,
segir Nl.
Símskeyti
frá útlöndum.
Einar Jochumsson
flytur tölu um
sannan kristindóm og hreina
barnatrú
á Hvítasunnudag kl. 4 e. h. frá svöl-
unum á Bjarnaborg. Sama dag kl. 9
e. h. í Barnaskólaportinu.
Annan í Hvítasunnu kl. 9 e. h. í
Barnaskólaportinu. Þá verður talað um
frelsi kristinna manna.
Allir velkomnir.
Sveinn j$jörnsson
yfirrjettarmálaflutningsmaður.
Kirkfustrœti 10.
MdtorMturinn „STIGANDI"
fer eftirtaldar ferðir frá Borg-
arnesi upp í Hvítá frá 17. maí
til 16. júlí: Maí 18. Júní 15-
— 26. — 21.
— 30. — 29.
Júní 1. Júlí 1.
— 9- — 7-
— 12. — i5-
Ennfremur fer báturinn
aukaferðir þegar þörf krefur.
Sigurður Magnússon
lœknir
fluttur á Suðurgötu 8.
Allskonar
Balnar- og Hafskipaliryggjur
tek jeg að mjer að smíða.
Guðmundur E. Guðmundsson & Co.
Reykj jivílí.
Eggert Claessen
yfirrjettarmálaflutningsmaður.
Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—11
og 4—5. Talslmi 16.
Gjöf til heilsuhælisins. Yfir-
hjúkrunarkonan á Kleppi, frk. Þóra
Einarsson, hjúkrunarfólkið og þvotta-
konurnar þar og ökumaður ætla að
gefa heilsuhælinu handa berklaveiku
fólki yfir 400 handklæði, sem kosta
yfir 200 kr. Kvenfólkið ætlar að vefa
handklæðin í frístundum sínum.
Fæðingardagur konungur. Hans
var minst hjer með samsæti 4. þ. m.,
en þá varð Friðrik konung VIII. hálf-
sjötugur. Fyrir minni konungs mælti
Kkmens Jónsson landritari, en Hannes
Hafstein ráðherra fyrir minni íslands,
Kl. Jónsson landritari fyrir Danmörk
og Júlíus Havsteen amtmaður fyrir
sjóliði Dana, en foringinn á „Fálk-
anum" svaraði. Nokkrar fleiri ræður
voru og haldnar.
Ráðherra sendi konungi svohljóð-
andi kveðjuskeyti:
Khöfn 5. júní: Persakeisari flúinn
(úr landi).
Lík Zola var flutt til Panþeon í
gær. Skotið var á Dreyfus og hann
særður í handlegginn.
Nordenstreng ritar í „Stockholms
Dagblad" um sambandsmálið og tel-
ur frumvarpið ágætt fyrir ísland, en
fullveldi landsins þó ekki viðurkent.
Blaðið „Vort Land" hamast gegn
frumvarpinu, og segir að alþingi eigi
að taka það fyrir á undan ríkisþinginu.
Kaupbætir íðgrjettu
er
Sj ómannalíf
eftir R. Kipling.
Nýir kaupendur, sem fengið hafa
blaðið, geta vitjað sögunnar til af-
greiðslumannsins á
Langavegi 4 i.
Slippfjelagld i Reykjavík
selur ódyrast alt sem tilheyrir skipum og bátum.
Skoðið vörurnar og spyrjið um verð þeirra, — Það borgar sig.
Prentsmiðjan Gutenberg.