Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 06.06.1908, Blaðsíða 2

Lögrétta - 06.06.1908, Blaðsíða 2
102 L0GRJETTA. Lögrjetta kemur á út hverjum miö- ▼ikudegi og auk þess aukablöð vió og við, minst 60 blöð als á ári. Verð: 3 kr. árg. á íslandi, erlendis 4 kr. Gjalddagi 1. júlí. Skrifstofa opin kl. 101/*—11 árd. og kl. 3—4 siðd. á hverjum virkum degi. Innheimtu og afgreiðslu annast Arinbj. Sveinbjarnarson, Laugaveg 41. ingur erlendra þjóða, að sópa handa sjer svo miklu af þeirri auðlegð, sem auðið er með öllu móti, leyfilegu og óleyfilegu. Það er enginn annars bróðir í leik, þegar ágirndin er annars vegar. Það er ekki til neins að reyna að loka augunum fyrir þessum sann- leika og öllum þeim afleiðingum, sem þessu fylgja. Þetta er sá háski, sem vofir yfir oss. Erindi flult d fundi í stúdentafjelaginu í Rvík 13. apríl 1908. Eftír Guðmund Bárðarson. (Niðurl.). ------ Nú býst jeg við, að ýmsum þyki nóg komið af öfgunum, því enn sem komið er hafa fæstir mikla trú á vjelunum, en það er mín sannfæring, að vjelarnar verði, áður en mörg ár líða, orðnar mjög vinsælar meðal bænda og þeir fyllilega sannfærðir um nytsemi þeirra. Retta byggi jeg á eigin reynslu. Síðastl. sumar keypti búnaðarfjelag Bæjarhrepps í Hrúta- firði „Herkúles“ -sláttuvjel. Þegar vjel þessi var keypt, var það alls eigi ætlun fjelsgsmanna, að hún gæti gengið hiklaust á túnum og engjum 1 hreppnum. En tilgangurinn var eingöngu sá, að afla sjer reynslu, t. d. að íá fulla vissu um það, hvort nokkuð af túninu yrði slegið viðun- andi með vjel, og hversu vel túnin þyrýtu að vera sljett til þess, svo menn framvegis gætu hagad sljett- tmum sínum eftir því. Jeg var fenginn til að reyna vjel- ina. Jeg sló með henni á útengi og annar bóndi til, og reyndist hún þar ágætlega, þar sem sljett var og ófúið, svo hestar gátu gengið, og sló hún þar alveg viðstöðulaust að allra dómi, er sáu. — Þó eiga vjelarnar ekki mikla framtíð fyrir sjer á útengi, af þeirri ástæðu, að svo örlítill hluti af engjum landsins er sljett, en enginn mun láta sjer í hug koma, að sljetta þau flæmi. — Túnin sjálf eru ýram- tíðarl'ónd vjelantia. Jeg sló með vjel- inni gamlar sljettur í túni, sem alls eigi voru vel sljettar, bæði nibbóttar og með djúpum lautum á milli; þó sló hún þær svo vel, að vel var við unandi í fyrri slætti, og á st'óku blett- um, vel sljettum, þar sem loðið var eg rótm mjúk, sló hún alveg við- unandi, þó eigi vœri slegið aftur. Það skyldi enginn hugsa sjer, sem vjel kaupir, að vjelarnar slái þýft eða ilia sljett tún, þá verður hann fyrir von- brigðum, eins og heyra má úr ýms- um áttum. Enn sem komið er, eru túnin ekki alment nógu sljett til þess að hægt sje að slá þau vel með vjel- um. En vjer verðum að sljetta þau uþp og sljetta þau vel, og rœkta þau vel, þá koma vjelarnar að ýylstu notum, því á vel sijettu er hægt að láta þær slá svo nærri rót sem menn óska, ekki síst, ef dálítil breyting er gerð á ijábakkanum. Endamætti vjelaslátturinn vera slæmur til þess að hann ekki borgi sig, — það má þó nokkuð leggja á móti því, að geta látið einn mann slá jafnmikið á viku, eins og hann gæti slegið með ijá þó hann væri að slá alt sumarið. Slíkt er mikils virði og mun ýta meira undir bændur að sljetta, en allur styrkurinn, sem bændurnir hafa hing- að til fengið úr landsjóði. Það væri annars vel til fallið, að búnaðarfjelag íslands hlutaðist til um það í þeim hjeruðum, sem sláttuvjel- ar eru komnar í, að vissir blettir sjeu sljettaðir á hentugum st'óðum, og sljett- aðir svo vel sem þarf til vjelaslátt- ar, og þeir síðan slegnir með vjel- um í viðurvist bœnda; slíkt mundi gera meira gagn en heilar bækur um þetta efni. [Jeg get ekki stilt mig um að hnýta hjer við sögu, sem jeg hef heyrt um gamlan bónda í Dalasýslu, sem nú er kominn yfir sjötugt. Síðastl. sumar keypti hann sláttu- vjel. En þegar til kom, mun tún hans ekki hafa reynst nógu sljett fyrir hana, svo eigi var hún neitt notuð. En bóndi sá stökk ekki upp á nef sjer, hann hvorki bölvaði vjel- inni nje hótaði, að láta hana ryðga niður öðrum til viðvörunar, eins og sumir máske hafa gert; hann lagði ekki árar í bát, heldur fær sjer mann, og lætur hann plægja fyrir sig 10 dagsl. af óræktarlandi, og ætlar nú í sumar að undirbúa þær og rækta þær svo upp með sáningu, að því er sagt er, til þess að geta beitt vjel- inni á þetta land, og þarf víst eng- inn að efast um, að slíkt má vel takast. Er þetta vel af sjer vikið af svo gömlum manni, og mættumarg- ir yngri menn taka sjer þetta til fyr- irmyndar, því bóndi þessi hefur ald- rei verið talinn neinn ráðleysingi]. Þá vil jeg minnast lítið eitt á lán- tökur. Bændur kvarta sáran yfir bönkunum. fað er líka ekki ofsögum sagt af því, hve bankarnir eru tregir að lána fje sitt til bænda upp til sveita; þeir eru fúsari að lána fje sitt til húsagerðar í kaupstöðunum. Meir að segja, veðdeildin, sem bænd- um var sjerstaklega ætluð, mun minst af fje sínu hafa lánað bændunum. En hins vegar álít jeg, að iántökur bænda sjeu þeim alment til meira ógangs en gagns, því meiri partur- inn tekur iánin til að koma sjer úr eldri skuldum, eða ver þeim til að reisa hús, sem oft og tíðum ónýtast aftur á fám árum, en slíkar lántök- ur auka útgjöldin, en ekki framleiðsl- una. Það er miklu fágætara, að bændur taki lán til að auka ogbæta túnin, sem ætti þó að gefa meiri og vissari arð en flest önnur fyrirtæki hjer á landi, ef ekki öll. — Því fje, sem vaiið er til túnbóta, getur gefið af sjer um og yfir 20°/o ágóða í góðu ári. En þetta hugsa menn ekki nóg um. Meira að segja, þegar menn taka lán úr Ræktunarsjóðnum, hafa margir túnbæturnar að yfirskyni, en nota svo fjeð aðallega til annars, sem er óarðberandi. En vonandi er, að þessi hugsunarháttur breytist smám- saman, og menn fari að sjá sjer hag í því að taka lán beinlínis til túnbóta. Yæri full ástæða til þess, að þingið stuðlaði eitthvað að slíku. Djarf- mannlegasta sporið, sem þingmenn haía stigið í þessu, voru gaddavírslög- in, en því miður virðist vera búið að kveða þau niður. Svo má nefna Ræktunarsjóðslánin, en þau ná svo skamt og fullnægja ekki þörfinni. Bændum verður aldrei hjálpað við með gjöfum eða eintómum verðlaun- um. Þeir þurfa að geta fengið greið- lega lán til þess sem arðbært er og nauðsynlegt, og það eru vandaðar túnbœtur. Þingið ætti að sjá þeim fyrir nœgu fje til þeirra, með að- gengilegum lánskj'órum, og búa svo um hnútana, að þeim lánum verði ekki hœgt að verja til annars, og jafnvel setja þau skilyrði, að túnbæt- urnar sjeu svo vel af hendi leystar, að vjelum verði hœgt að koma við. Að lokum vil jeg drepa lítið eitt á húsagerð. — Altaf eykst timbur- húsagerðin til sveita, og um leið auk- ast skuldir bænda, og flestir taka alt of nærri sjer við slíkar byggingar, og draga til þeirra ofmikið fje frá því sem arðbært er. Að minni hyggju ættu flestir bændur að byggja úr torfi, — torfið má fara svo með, að húsin verði bæði snotur, hlý, ódýr og end- ingargóð.—Torfhús, vel vönduð, ættu að geta staðið fleiri hundruð ár. Til þess að koma torfhúsagerðinni á rjett- an rekspöl, þarf að útvega reynslu, nýja og fullkomna reynslu, sem bænd- nr geti treyst á. — Verkfræðingur sá, sem fjekst við ransóknir á ísl. bygg- ingarefni, komst að þeirri niðurstöðu, að hægt væri að byggja sæmilega úr torfi, og áleit, að þar með væri rann- sókninni lokið, ekki væri hægt að gera meira. En jeg leyfi mjer að segja, að þar sje allt ógert enn. Við vitum ekkert meira en við viss- um áður viðvíkjandi torfinu. Það þarf enn að gera ítarlegar tilraunir með það. Það vantar reynslu, sem skeri úr því, hvernig torf sje best að nota, hvernig best sje að fara með efnið, áður en úr því sje hlaðið, hvernig hentast sje að hlaða vegg- ina, hvernig húsaskipun sje hentust. Svo er kostnaðarhliðin alveg órannsök- uð enn o. fl., o. fl. Þingið eða bún- aðarfjelag íslands þarf að taka mál- ið uþþ af nýju, því minkun er, að láta slíkt nauðsynjamál sofna þannig ig út af óklárað. Margt fleira hefði mig langað til að minnast á, sem mikils er um vert í búskapnum, en til þess er ekki timi hjer; læt jeg hjer því staðar numið og bið menn að virða vel. Mnarsjáiá IM. (Niðurl.). ---- Það verslunarfyrirkomulag, sem nú er, getur ekki þrifist lengur. Það þarf að taka bráðum bata, ef vjer eigum nokkurntíma að fá nokkurt fjárhags- legt sjálfstæði. En fjárhagslegt sjálf- stæði er óneitanlega einhver allra nauðsynlegasti styrkur hverrar þjóðar. Eitt er að minsta kosti víst, að óá- nægjan og kurinn yfir íslenskri verslun hefur um langan aldur verið rótgróinn, bæði hjá kaupmönnum og bændum. Mönnum hefur verið ljóst, að versl- unin var óholl, en menn hafa ekki komið sjer saman um, hvaða breyt- ingum hún þyrfti að taka. Bóndinn og kaupmaðurinn hafa ekki enn komið sjer saman urn að rjetta hvor öðrum höndina. En í því þarý breytingin að liggja, að íslenskir bændur og ís- lenskir kauþmenn komi sjer saman um, að slíta af sjer hinn danska verslunarfj'ótur, leysa sig úr feirri verslunarinnlimun, sem við á borði h'óýum verið í frá dögum einokunar- innar. Það vofir jöfn hætta í þessu efni yfir bændum og kaupmönnum, ekki síst nú, þegar aldönsk gróðafjelög með íslenska strámenn í broddi fylk- ingar eru farin að sópa greipum um verslun og afurðir landsins, hafnir og höfuðból. Þegar svo er komið, virtist eins og bæði bændur og k&upmenn ættu að geta verið saman á verði, þegar verið er jöfnum höndum við það, að versluninni er haldið í gamla laginu, að kaupa undan þeim versl- unina og landið. Mín skoðun er því þessi: Bændur og kaupmenn eiga að slá saman reitum sínum og mynda stór samvinnukaup- fjelög, sem smámsaman færi sig út yfir alt landið. Það ætti að vera ofur hægt, og jeg get ekki betur sjeð, en að þetta sje eina ráðið til að ljetta af því verslunaróstandi, sem nú er,. svo báðir málsaðeigendur megi vel við una. Bændur ættu að yfirtaka verslanir kaupmanna, en kaupmenn aftur að leggja drjúgan skerf í rekstr- arsjóðinn. Með því móti gætu bændur sjálfir eignast verslanirnar með ljettu móti, en kaupmenn vorir á hinn bóg- inn trygt sjer langtum meiri arð, en þeir nú hafa, með þessari samverslun sinni við bændur, sem altaf hljóta þó að vera sá máttarstólpi, sem ber verslunina uppi. Og að lokum ætti þetta eitt að geta trygt, að hafnir landsins og verslunarstaðir lentu ekki í höndum útlendra stórfjelaga. Jeg skal geta þess, að sem betur fer virðist þessi stefna vera hafin í landi voru, því í tveimur stöðum veit jeg til að það er komið í framkvæmd, að kaupmenn og bændur slógu saman reitumsínum og mynduðu annaðhvort kaupfjelög eða samvinnukaupfjelög (Andelsselskaber). Eru það samvinnu- fjelögin á Stokkseyri og í Ólafsvík, sem kaupmennirnir Ólafur Árnason og Einar Markússon veita forstöðu, sem jeg á við. Það er ekkert vafamál, að öll ís- lensk verslun myndi gerbreytast til hins betra með þessu móti, skulda- verslunin eftir öllum líkum hverfa og framsókn komast á verslunina í stað- inn fyrir afturhald og kyrð. Sam- vinnukaupfjelögin hafa altaf haft vöru- vöndun í för með sjer, og eingöngu þeim mega Danir þakka hið afarháa verð, sem allar landafurðir þeirra hafa verið í til þessa tíma. Væri rjett á haldið, ætti það sama að verða otan á hjá oss. Og næðum vjer samtökum um sameiníng allra þeirra samvinnu- fjelaga, sem risu upp á íslandi með þessu móti, yrði vöruumsetning þess svo mikil, að enginn vafi er á, að vjer fengjum útlendar vörur með hag- kvæmari kjörum en nú eigum vjer kost á. Og hinn óhappasæli milli- liður íslenskrar verslunar, umboðs- maðurinn danski, ætti að vera úr sög- unni, og arðurinn af íslensku versl- uninni lenda í landinu sjálfu í stað- inn fyrir að renna út úr því. Annars mætti mikið ræða um þýðingu sam- vinnukaupfjelaga fyrir þetta land, ekki einungis verslunarþýðingu, heldur og menningarþýðingu þeirra. En hjer ætla jeg ekki að rita um það mál, sem jeg hef töluvert kynt mjer í Dan-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.