Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 24.06.1908, Side 1

Lögrétta - 24.06.1908, Side 1
LOGRJETTA = Ritstjóri: PORSTEINN GÍSLASON, Þingholtsstræti 17. M 29. Reykjavík 24. júní 1908. III. árg. ■m HAFNARSTR-17 1819 20 2122 - KOLAS 12- LÆKJART-1-2 • REYKJAVIK* ^Handa aðkomumönnum eru 6 ii|>j>lníiii herberg1! til leigu í Melsteðshúsi og 3 herbergi í Hafnarstræti 22. Menn snúi sjer á skrifstofuna í Arinbj. Sveinb]arnarsonar hetur til sölu: Ljóðabækur. Söngbækur. Fræðslubækur. Sögubækur. Barnabækur. Pappír og ritföng af ýmsum tegundum með ágætu verði. io aura brjefsefnin góðu o. fl. diinéur í v%&ramu á flmtudagskYÖld 25. júní kl. 8'/2. Umræðuefni: Sa mbandslaga fr u m- varpið og mótmæli gegn l>ví. • mAc ^ HTh'AThomsen- 40y Umsögn og álit Magnúsar málaflutn- ingsmanns Arnbjarnarsonar. ----- (Frh.). . Auk þeirra nýju annmarka, sem herra Magnús Arnbjarnarson þykist hafa fundið á frumvarpinu, og hvergi eru til, nema í heila hans sjálfs, eins og sýnt er fram á 1 Lögrjettu slðast, er »gagnrýning« hans í Þjóðólfi 12. þ. m. ekki f neinu öðru fólgin en því, að endurtaka þær útá- setningar, sem ísafold og hennar fylgi- lið hefir undanfarið stöðugt verið að stagast á. Þessar útásetningar hafa verið marghraktar áður, bæði 1 ræðu og riti, svo að hjer má fljótt yfir sögu fara. Hr. M. A. tekur það fyrst fram, að vjer þurfum að vita, að hverju vjer göngum með samningnum, vjer fáum í hendur tvo samningstexta, sem á ýms- um stöðum geti ekki samrýmst, og spyr, hvor þá eigi að gilda; — hann viður- kennir þó, að hjer sje um samning, samningsfrumvarp að ræða. Hjer er þess rjettilega látið getið, að þá fyrst verður þörf á að rannsaka það, hvor textinn, hinn danski eða íslenski, eigi að gilda, eða hvernig eigi að að fara, ef um einhver atriði er að ræða, þar sem þeir geta ekki samrýmst. Hitt er aftur á móti alveg rangt, eins og sýnt hefur verið fram á hjer 1 blaðinu áður, að textarnir segi á nokkrum stað sinn hvað, sem »stríði hvað á móti öðru«. Þeir geta alstaðar samrýmst, og þess- vegna er alt tal um það, hvor muni mega sín meira, öldungis óþarft. Hr. M. A. neitar því, að samningur- inn veiti íslandi fullveldi (Suverænitet). Að vísu þorir hann ekki að bera á móti því, að Island fái fullveldi sitt viður- kent með samningnum, verði fullveðja ríki, eftir þvf sem fullveldi kunni að vera »skýrt og skilgreint« í vísindabók- um. Nú er orðið »Suverænitet« (full- veldi) aðallega vísindalegt hugtak, svo að það er ekki gott að vita, hvenær leyfilegt er að hafa það, ef það er ekki einmitt þar sem vísindamenn telja það við eiga. »En«, segir hann, »það eina »fullveldi« oss til handa, sem vjer get- um látið oss nægja að fá með samn- ingi, er það, sem veitir oss rjett til að ráða öllum vorum málum«; eftir sam- bandinu getur þetta varla þýtt annað, en að það sje hans álit, að vjer getum ekki gert oss ánægða með minna en það, að ráða einir öllum vorum málum, án þess að fela að nokkru Dönum með- ferð þeirra; öðruvísi samning megum vjer ekki gera. Þetta getur aftur ekki þýtt annað en fullan skilnað við Dani, og úr því þetta hlýtur að vera álit mannsins, ef hann veit annars, hvað hann er að fara með, því segir hann þá ekki ær- lega, að hann vilji engan sambands- samning við Dani gera, vilji ekkert ann- að en lullan skilnað landanna. Það er satt, að þetta er ekki innihald samn- ingsins. En samningurinn veitir Islandi það fullveldi, sem Blaðamannaávarpið, Þingvallafundarályktunin rjett skilin, og umboð Þjóðræðismanna handa sínum nefndarmönnum krefst. Samningurinn veitir Islandi þann rjett, sem vísinda- menn eru vanir að kalla fullveldi. Hr. M. A. segir, að Island sje ekki viðurkent ríki eftir samningnum, verði eftir sem áður ekkert annað en rlkishluti. Að Þjóðólfur skuli flytja þetta athuga- semdalaust, hann sem nýlega hefur gef- ið út og sentútum alt land (»innáhvert heimili«) skýring á frumvarpinu, þar sem sagt er, að með samningnum sje ísland viðurkent ssjerstakt riki samt«. Fjall- konan, Ingólfur, ísafold, Þjóðólfur og Þjóðviljinn treysta sjer ekki til þess að bera á móti því, að Island sje viður- kent ríki með samningnum, meira að segja, þau neyðast til að lýsa þvf há- tíðlega, að svo sje, en hr. M. A. lætur sjer sæma að neita þessu og segja með- al annars: »ísland verður frjálst og ssjálfstætt, óafhendanlegt land 1 »det »samlede danske Rige« (danska alríkinu) »í stað þess, að f stöðulögunum var á- »kveðið, að það væri »óaðskiljanlegur »hluti Danaveldis með sjerstökum lands- »rjettindum«. Munurinn virðist ekki »stórvægilegur«. Þessi setning ein, slfk meðferð á samanburðinum á i. gr. frum- varpsins og i. gr. stöðulaganna*), dæm- ir sig sjálf, og sýnir »óhlutdrægni«(!) mannsins. Vjer skulum ekki orðlengja um þetta; þess gerist ekki þörf, en þess skal að eins getið til samanburðar, að Isafold segir þó: »Frjálst sambandsland er gagnólíkt óaðskiljanlegum ríkishluta«. Enn segir hr. M. A., að af sameigin- legu málunum uppsegjanlegu sje hæsti- rjettur merkastur, »og virðist það vera sú eina sprunga í þessum innlimunar- garði«. Samningsfrumvarpið ætti þá að vera innlimunargarður. Ef þetta væri nú rjett, mundi ákvæðið um hæstarjett vera eina sprungan á þessum garði? Mætti ekki nefna það sprungu í »inn- limunargarðinns, að Island getur haft, eftir ákveðinn tíma, sjerstakan fæðingja- rjett, sjerstaka landhelgi, sjerstakt flagg, ekki einungis heima, heldur og út á við o, s. frv. ? Mundi það ekki vera sprunga í »innlimunargarðinn«, að Is- land hefur eitt, og án nokkurrar íhlut- unar annarstaðar frá, vald og ráð yfir öllum sfnum málum, — nema þeim hin- um fáu, sem Danir fara með eptir um- boði, sumpart um ákveðinn tiltölulega stuttan tfma, sumpart um óákveðinn tíma, að áskildum þó rjetti fyrir ísland til þess að taka þátt í stjórn þessara (sameiginlegu) mála, að sínu leyti? — Annars er það harla óskiljanlegt, hvernig mönnum getur dottið í hug að kalla samningsfrumvarpið innlimunarfrumvarp, eða að segja að það feli í sjer innlim- un, þegar vjer nú byggjum löggjöf vora og stjórn á innlimunarfrumvarpinu frá 1871, átöðulögunum. Og furðulegast er það, þegar landvarnarmenn, sern allt til þessa hafa haldið því fram, að vjer höf- um orðið innlimaðir í Danmerkurríki, j komist undir grundvallarlögin dönsku og glatað landsrjettindum vorum með sam- þykt stjórnarskrárbreytingarinnar á þingi 1903, mótmæla samningnum af þvf, að hann feli í sjer innlimun. Það er að vfsu ekki altaf ljóst, hvað meint er með innlimun. En .óskiljanlegt er, að það sje innlimun, er samningurinn losar ís- land undan yfirráðum stöðulaganna vald- boðnu, er með honum er fengin viðurkenn- ing fyrir því, að Island sje gersamlega fyrir utan valdsvið grundvallarlagaDanmerkur- ríkis, að það sie frjálst og sjállstætt ríki við hlið Danmerkurríkis og jafnrjetthátt því. Hið sanna er auðvitað það, að hafi nokk- *) 1. gr. frumvarpsins: »Island er frjálst og sjálfstætt land, er eigi verð- ur af hendi látið. Það er í sambandi við Danmörku um einn og sama kon- ung og þau mál, er báðir aðilar hafa orðið úsáttir um, að telja sameiginleg í lögum þessum. Danmörk og Island eru í þvf ríkjasambandi, er nefnist veldi Danakonungs. — I heiti konungs koma eftir orðið »Danmerkur« orðin »og ís- land«. 1. gr. stöðulaganna: »ísland er óaðskiljanlegur hluti Danaveldis með sjerstökum landsrjettindum«. ur innlimunargarður verið gerður um Island, þá yrði hann niðurbrotinn með samningnum. Umsögn og álit hr. M. A. úir og grú- ir alt af hinum mestu fjarstæðum, óg hann klykkir út með einni hinni allra mestu. Hann segir nefnilega, að Dan- ir telji nú stjórnarfarslega nauðsyn, að ráðherra Islands eigi setu í ríkisráði Dana, en ef samningurinn yrði gildur, þá þyki þeim ekki lengur þörf ríkisráðs- setunnar, af því að þeir verði þá »full- trygðir gegn því, að ísland fái nokkru því framgengt, er nokkuð komi í bága við einingu ríkisins eða hagþess". Það getur vel verið, að hr. M. A. hafi lítið álit á vitsmunum Dana, en það er ó- trúlegt, að hann álfti þá svo grunn- hygna að ætla, að það sje minni nauð- syn vegna einingar rikisins og hags, að halda ríkisráðssetunni, ef samn- ingurinn kemst á, heldur en nú meðan stöðulögin gilda á íslandi, — og það gera þau að Dana áliti nú, — og grund- vallarlögin að nokkru leyti fyrir Island. Hjer skal svo staðar numið að sinni, því að ekki er tími nje rúm til að eltast við allar rangfærslur hr. M. A. Til þess að sýna fram á, að ekki sje alt til tínt, skal þess getið, að hann segir t. a. m. á einum stað, að Danir eigi einir að hafa ýms mál (o: auk konung- dómsins, utanríkismál og hervarnir) »um aldur og æfi íhlutunarlaust af hálfu ís- lendinga«, og þó er íslendingum í sam- ningnum áskilinn rjettur til að taka að sínu leyti þátt í stjórn þessara mála. Fundur í „Málmi“. 20. þ. m. var fundur haldinn í Bárubúð í hlutafjelaginu „Málmi“, Sighvatur Bjarnason bankastjóri var kosinn fundarstjóri, og tók hann Sig- urð Briem fyrir skrifara. Formaður fjelagsins, Sturla Jóns- son, skýrði frá hag fjelagsins og fram- kvæmdum; hann skýrði frá, að búið væri að verja til vjelakaupa og ran- sókna rúmum 24000 kr., og væri fje- lagið komið í 4500 kr. skuld, en 2000 kr. af skuld þessari þyrfti fjelagið ekki að borga fyr en hægt væri að gera það af gróðafje þess. Fyrst eftir að búið var að útvega hlutafjeð, fór stjórnin að leita fyrir sjer í útlöndum með prófboranir. Meðal annars naut stjórnin ráða og meðhjálpar forstöðumanns við fjöl- listaskólann í Glasgow, Sir William R. Coplands, sem oft hefur gert samn- inga um prófboranir fyrir málma. Kom hann stjórninni í satnband við ensk borunarfjelög og reyndi til þess að fá þau til að taka að sjer prófboranir hjer fyrir ákveðið verð, en tilboð þeirra voru svo óaðgengileg, að þeim var hafnað. Rjeðst stjórnin þá í að kaupa vjel þá, sem boðist hafði í Þýskalandi, og bora á þann hátt, sem gert hefur verið, en fyrst varð mikill dráttur á að fá vjel þessa, og þegar

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.