Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 15.07.1908, Qupperneq 1

Lögrétta - 15.07.1908, Qupperneq 1
LOGRJETTA Ritstjóri: PORSTEINN GÍSLASON, Pingholtsstræti 17. M 33. Reykjavík 15. jillí 1908. III. árg. tíAFNARSTR-1718 1920 2122- KOUS 1-2- LÆKJART- IZ • REYKJAVIK • 5 aura kostar efnið í 1 bolla af ágætu súkkulaði nú orðið. Það er þægilegt, ef gesti ber ó- vænt að, að þurfa ekki að senda í allar áttir til þess að útvega mjólk, og ef hún þá fæst, þá er hún ef til vill súr. Nú þarf ekki ann- að en að taka einn 10 au. böggul, hræra hann út í vatni og bregða yfir eld, þá eru tilbúnir 2 bollar af mjög bragðgóðu súkkulaði. Auðvitað fást þessir böglar hvergi nema í Arinbj. STeinbjarnarsonar hefur til sölu: Ljóðabækur. Söngbækur. Fræðslubækur. Sögubækur. Barnabækur. Pappír og ritföng af ýmsum tegundum með ágætu verði. io aura brjefsefnin góðu o. fl. Aldarafmæli Konráðs öíslasonar var 3. þ. m. Hann var rúmu missiri yngri en Jónas Hallgrímsson og rúmu ári yngri en Tómas Sæmundsson. Þeir dóu báðir ungir, innan við fer- tugt, en hann varð gamall maður, komst yfir áttrætt; dó 1891. En einkum er það starf hans frá yngri árum, í fjelagsskap viðþájónas og Tómas, sem heldur uppi minningu hans meðal almennings hjer á landi. Það er hluttaka hans í útgáfu og ritstjórn „Fjölnis". Ritstörf hans frá efri árum eru svo vísindaleg, að þau ná ekki til almennings beina leið, nema orðabók hans hin dansk-íslenska, en hún var um langan aldur mikið notuð af almenningi og verður ætíð merkilegt stuðningsrit fyrir þá, sem semja vilja nýjar orðabækur með ís- lenskum þýðingum, eða yfir höfuð fýna í íslenska tungu. Helstu ritgerðir Konráðs í „Fjölni" eru um íslenska tungu; viðreisn hennar er fyrst og fremst áhugamál hans. Þar hafði hann fram að etja yfirburða lærdómi, en líka smekkvísi, í því að beita málinu, á við þá sem hana höfðu besta. Ritgerðir hans í „Fjölni" eru fyrirmynd að hreinleik og fegurð málsins. Konráð er sonur Gísla sagnaritara Konráðssonar og ólst upp hjá for- eldrum siqum í Skagafirði, en útskrif- aðist úr Bessastaðaskóla 23 ára gam- all, sigldi þá til háskólans og sá ís- land aldrei síðan. Fram eftir æfinni átti hann við þröngan kost að búa í Khöfn, en varð síðar, eins og kunn- ugt er, prófessor í norrænu við há- skólann þar og gegndi því embætti lengi. í ritgerð, sem Þórhallur prófessor Bjarnarson hefur skrifað um Konráð í nýútkomið hefti af „Skírni", segir meðal annars: ......Þjóðarminningin á 100 ára afmæli hans heiðrar fyrstu 20 árin af starfstíma hans í Höfn. Vísindastörf hans eftir það eru oss til sæmdar og þjóðlíf vort hefur stórum auðgast. á vaxandi skilningi hins forna kveð- skapar og á það enn betur fyrir sjer, auk þess sem hljómurinn og hreim- urinn forni mótar enn svo mikið af nútíðarskáldskap vorum. Hvorttveggja þetta stendur oss þó fjær en fagn- aðarboðskapur móðurmálsins og þjóð- ernisins, sem hann flutti á æskuár- unum". „Eflir Gamla sátlmála". (Niðurl.). III. Jeg skal játa, að því betur sem jeg kynni mjer og því meira sem jeg hugsa um hinar pólitisku gerðir forfeðra vorra á 13. öld, einkum á tveimur síðustu þriðjungum hennar, því minna finst mjer til um þær. Jeg hefði helst óskað, að þeir hefðu gætt meiri stillingar og skynsemi, en beitt minna hatri hver gegn öðrum, og hins vegar verndað frelsi sitt og landsins, en aldrei gengið Noregs- konungi á vald, og engan „Gamla sáttmála" við hann gert eða hylling- arbrjef, eins og skjal þetta eflaust er. Jeg býst við, að allir góðir íslend- ingar geti tekið undir með mjer í þessu. Þótt mikilvæg skilyrði og takmörk sje í „Gamla sáttmála" sett konungs- valdinu norska yfir íslandi, er þó auðsætt, að það hefur í raun rjettri verið nuklu og margfalt ríkara eftir „Gamla sáttmála", en konungsvaldið er yfir íslandi eftir stjórnarskrá þeirri, sem ísland fjekk 5. janúar 1874, að jeg eigi tali um eftir frumvarpi því, sem dönsku og íslensku nefndar- mennirnir hafa samþykt, því að þar er mesti munur á. Gætum einungis að því, að eftir „Gamla sáttmála" hafði Noregskon- ungur eigi aðeins alt yfirherstjórnar- vald sitt óskert ogalt utanríkismála- valdið, heldur einnig öll yfirráð yfir skóttum af landinu og óvissum tekj- um, þ. e. óskert jjárveitingarvald, það vald, sem íslendingar fengu ó- skert í sínar hendur með stjórnar- skránni þjóðhátíðarárið og orðið hef- ur landinu til hinnar mestu blessun- ar og framfara. Konungur hatði fengið vald goð- anna í sínar hendur, eins og í sátt- mála þessum segir, það er að segja löggjafarvald þeirra, vald þeirra til þess að skipa menn í alla dómstóla landsins og það framkvæmdarvald, sem þeir höfðu. Hann hafði einnig fengið eftir sáttmála þessum alla þegnskyldu eða rjett ættarinnar til bóta og manngjalda. Varð konung- ur því sakaraðili allra mála og fjekk með því færi að vasast í öllum mál- um á íslandi og mjög mikið fram- kvæmdarvald. Konungur átti að annast vöru- flutninga til landsins, eða með öðr- um orðum verslun þess við önnur 1 lönd. Hann var einnig í raun rjettri algerlega ábyrgðarlaus, nema fyrir guði. ísland var þannig »eftir Gamla sátt- mála« ósjálfstætt skattland norsku krúnunnar, þótt það ætti löggjöf fyr- ir sig um innri málefni sín. Menn geta nú sjálfir gert rjettar samlíkingar um persónulegt samband milli tslands og Danakonungs „eftir „Gamla sáttmála" og sjeð, hve mik- ið er í það varið! Að mjer þykir eigi eins mikið í það varið, eins og stúdentinum, sem jeg heyrði tala um það í gærkvöldi, er auðsætt. Einn- ig er það ljóst, að Stefán kennari Stefénsson hefur eigi að eins haldið loforð sín gagnvart Akureyrarbúum, heldur og unnið að því, ásamt öðr- I um meðnefndarmönnum sínum, að fá niiklu meiri rjett og betri kosti íslandi til handaen hið svonefnda persónulega samband »eftir Gamla sáttmála". Til allrar hamingju tókst þeim það öll- um, af því að þeir allir voru sam- mála, og gáfu - ekkert eftir fyr en komið var svo, að allir samningar ætluðu að slitna, og alt hefði staðið við hið sama sem áður, eða við » Gamla sáttmála « eftir kenningu þeirra, sem neita gildi alls um stjórnarstöðu íslands og ríkisrjett eftir 1302, eða við það, er gerðist 1662, ef eigi er farið lengra aftur í tímann. En hamingjan hjálpi íslandi, ef fyr- nefndur stúdent væri tekinn á orð- inu og farið væri að stjórna íslandi „eftir Gamla sáttmála", og konung- ur skipaði einhvern jarl yfir landið og tæki alt fjárveitingarvald af al- þingi og öll verslunarviðskitti við önn- ur lönd í sínar hendur. Það þarf eigi aðtalaumþað; allir geta sjeð, hvern ig það gœti orðið. Alt þetta tal »eptir Gamla sátt- málat er mjög varhugavert, og stjórnarskipunarmálið er svo þýðing- armikið mál fyrir ísland, að jeg hef talið mjer skylt að benda á þetta einmitt nú, þar sem marg- ir ræða um þetta mál meira af tilfinningu en nokkurri verulegri þekk- ingu og heilbrigðri skynsemi. Svo góðar sem tilfinningarnar eru, þarf þó bæði nokkra þekkingu og um- fram alt heilbrigða shynsemi til þess að stjórna þeim, ef vel á að fara. En nú er það orðin tíska á íslandi að tala um stjórnskipunarmál- ið, hvort sem menn eru komnir af barnsaldri eða eigi, og hvort sem menn hafa nokkra þekkingu á því eða eigi, eða á því, hvað önnur ríki heimta til þess, að ísland geti verið sjálfstætt ríki eitt út af fyrir sig, án sambands við nokkurt annað ríki. En menn verða þó að gæta heilbrigðr- ar skynsemi í þessu máli, eins og í öðrum málum, ef vel á að fara. Það er hættulegt fyrir ísland að halda í blindni áfram í þessu máli. íslendingar segja, að Gamli sáttmáli sje enn í gildi, en alveg hið sama segja allar þær þúsundir Norðmanna, sem vilja ná íslandi undir Nor- veg. Þeir segja að Gamli sátt- máli gildi, og að Norðmenn hafi aldrei ajsalað sjer rjetti sínum til íslands; þeir hafi engan þátt átt í Kielarsamningnum 14. janúar 1814 og hann sje því eigi bindandi fyrir Norveg. Það er rjett, að Norðmenn komu eigi nærri friðarsamningnum í Kiel; en Danakonungur hafði þá full- an rjett til þess að láta Noreg af hendi, án þess að spyrja Norðmenn um það og án þess að láta þau lönd með, sem í upphafi höfðu gengið undir Noregskonung, því að ekkert lagaboð var til, sem bannaði það. En til þess að koma í veg fyrir, að slíkt kæmi lyrir aftur, settu Norðmenn inn í sambandslög sín við Svía, að Noregur yrði eigi að hendi látinn („uafhændelig") og hið sama hafa nú nefndarmenn íslands gert. í frumvarp- inu til sambandslaga við Danmörku. Eiga þeir allir miklar þakkir skyldar fyrir það. Allir þeir Norðmenn, sem vilja ná íslandi undir sig og gera það að amti í Noregi — þeir kalla það „útfluttan hluta af Noregi" —, segja, að Gamli sáttmáli gildi; þeir vilja um fram alt skilja ísland frá öllu sambandi við Danmörku, því að þá fyrst geta þeir gert Gamla sáttmála gildandi gagn- vart íslandi. Þá geta þeir farið að orðum eins stúdents, sem talaði um sambandsmál íslands í gærkvöld og sagðist vera á móti sambandsnefnd- arfrumvarpinu, aj því að Danir hefðu látið undan („gert indrömmelse" voru orð hans);„þegar rjettur vor er fyrir borð borinn, þá þiggur maður eigi náðargjafir", kvað hann ennfremur. Nei, Norðmenn þurfa eigi að þiggja náðargjafir af Islandi, þá er búið er að skilja það frá Danmörku. Þeir geta þá tekið ísland, ef íslendingar vilja bera rjett þeirra fyrir borð, „eftir

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.