Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 15.07.1908, Síða 4

Lögrétta - 15.07.1908, Síða 4
128 L0GRJETTA. I cHcefylen-ljósið gefur raikla og þægilega birtu, er einkar hentugt og hættulaust í meðförum og jafn- framt ódýrasta ljósið, sem völ er á hér á landi. Tilboð um lagning í sraærri og stærri kaupstaði og þorp, sem og einstök kás og herbergi, til reiðu. Stormbiysin viðurkenndu, ómissandi á öllum fiskiskip- nra og afarhagkvæm við alla útirinnn að næturlagi. ■mm er fallegur að útliti, ber rajög þægiiega birtu, algerlega hættulaus, og ódýr til notkunar, — ómissandi á allar skritstofur. Gerið svo ve að leita upplýs inga og biðja um verðlista, sem et sendur ókeypis hverjum sem ósk’ ar. Blöndahl & Einarsson. Lœkjargata 6. Reykjavik Telefon 31. Telegr. Adr.: Gullfoss. sem menn hafa á Þýskalaudi. Auk herra Heinsen og konu hans eru þessir menn í förinni: Dr. Bruno Ablasz frá Hirschberg, ríkisþingmaður með konu, Dr. Waldemar Löbe, kennari í Ber- lín, Dr. med. Paul Bernstein með konu, frk. M. Huber kenslukona frá Wúrzburg, R. Haszkarl, kennari frá Hamborg, W. Neuerburg, kand. jur. frá Kiel, Sabrotzky, kennari frá Fúr- stenwalde, frk. A. Reimers, kenslu- kona frá Hamborg, F. Harten frá Klein-Flottback, C. Hofmann, kenn- ari frá Rumburg, P. Wundram, kenn- ari frá Hamborg, frk. H. Mertens, kenslukona frá Breslau, R. Múnzer, kaupmaður frá Hamborg, O. Wand- schneider, frá Hamborg, S. Sand, læknir frá Berlín, M. Asch og H. Schafifrath, verksmiðjueigendur frá Berlín, H. Schaffrath, blaðamaður frá Hannover. Ferðamenn þessir ætla til Þingvalla og Geysis og síðan með Sterling aftur. Þorgrímur Guðmundsen stendur fyrir ferð þeirra þangað. Um upphaf konungsvalds á ís- landi heitir ritgerð, sem nýkomin er út, eftir prófessor Björn M. Ólsen. Hún verður einn þatturinn í „And- vara“ í ár, en er líka seld sjerstök. Ritgerðin er mjög fróðleg, eins og vænta má frá þeim höfundi, en grípur líka beint inn í helsta áhugamál og umhugsunarefni manna nú, með því að hún ræðir um „Gamla sáttmála", hvernig hann hafi orðið til og hvað í honum felist. Hjer er ekki rúm til að skýra ítarlega frá ritgerðinni að þessu sinni, en bent skal þeim mönnum á að lesa hana, sem í alvöru vilja kynna sjer það mál, sem hún fjallar um. Ingólfur og ísafold átelja það harðlega, að verið var í vetur að safna undirskriftum í Borgarfirði und- ir áskorun til Kristjáns háyfirdómara Jónssonar um að gefa kost á sjertil þingmensku, og vænta þau þess fast- lega, að Borgfirðingar kunni að meta þá aðferð að maklegleikum, þegar til kemur. Frá fjallatindum til fiskimiða. Fnjóskárbrúin, sem verið var að byggja í vor, eyðilagðist í áköfum vexti, sem í ána hljóp, seint í síð- astl. mánuði. Hitar höfðu verið und- anfarna daga óvenjulega miklir. ,Fálkinn4 bjargaði 12. t. m. ensk- um botnvörpung frá strandi og dróg hann inn á Patreksfjörð. Botnvarp- an hafði flækst um skrúfuna og rak skipið undan vindi til lands. Það hjét G. Y. 83, frá Grimsby. Vjer þolura það vel, þó „ísafold" þekki engan okkar, sem skrifuðum undir greinina í „Lögr.": „Vjer þol- uni það ekki". En — vjer þekkjum allir vindhanann við Austurvöll. Einn af sex. Krenrjettindaijelagsdeild stofn- aði frú Bríet Bjarnhjeðinsdóttir ný- lega á Isafirði með 19 konum þar. Lesið með athygli auglýsinguna hjer í blaðinu um nýju Ijósáhöldin. Pjóðhátíðarsamkomu hjeldu Ár- nesingar við Ölfusárbrú 27. f. m. Slys vildi til nú rjett fyrir helg- ina hjá Baldurshaga í Mosfellssveit. Drengur, sem þar var á ferð með vagn og hest fyrir, hrökk fram af vagninum og fór eitt hjólið síðan yfir höfuð hans og meiddi hann stórlega. Bátur fórst á Tálknafirði 12. f. m. og druknuðu 4 menn: Bjarni Gíslason frá Lambeyri, formaður, Gísli sonur hans, Níels Þórðarson, lausa- maður, og maður að nafni Þorleifur. Þeir Bjarni, Gísli og Þorleifur láta eftir sig konur og börn. — Veður hafði verið hvast á norðan, er bát- urinn fórst. Stúlka hrapaði til bana 27. f. m. í Hringsdal í Arnarfirði, Ragnheiður Bogadóttir, 17 ára gömul.dóttir ekkju, er þar býr. Druknun. Nýlega druknaði í Húsá á Jökuldal Mekkín Ólafsdóttir. Bát hvolfdi á innsiglingu til Borg- arfjarðar 10. f. m. og druknaði þar einn maður, Sigurður Ólafsson að nafni, en tveimur var bjargað afkill. Laus emhætti. Snæfellsness- og Hnappadalssýsla. Umsóknarfrestur til 21. ágúst. Gullbringu- og Kjósar- sýsla. Umsóknarfr. til 4. septbr. Skólameistaraembættið við gagnfræða- skólann á Akureyri. Umsóknarfr. til 12. ágúst. Fínasti riklingur af Vestfjörðum fæst í THOMSENSIAGASÍNI. Sveinn Sjörnsson yfirrjettarmálaflutningsmaður. Hajnarstrœli 16. I*a,lcl£aj;'ord. Á síðastliðnum vetri varð jeg fyrir því slysi að höggva mig yfir þvera höndina inn í bein; en þar eð jeg var vinnumaður á Laugarnesspítal- anum, var læknir Sæmundur Bjarnhjeð- insson við hendina og saumaði saman sárið af mestu snild og annaðist um það með stakri alúð og umhyggjusemi dn end- urgjalds. Nú get jeg brúkað höndinatálm- unarlaust til flestrar vinnu. Fyrir þetta listaverk; æðstu tegundar, þakka jeg innilega og bið guð að blessa lækninn. Rvík í júlí 1908. Signwndur Gudmundsson. Hjer með tilkynnist vinum og vandamönnum, að faðir okkar elskulegur og tengdafaðir, Pórður Jónsson, andaðist á Akureyri 22. júní síðastl. Elísabet Þórðardóttir. Stefán Pálsson. ]in Kristjánsson nuddlæknir. Aðalstræti 18, Talsími 124. Heima til viðtals daglega frá kl. 2—3 og 5—6. tffiúifer „Guðrún frá Gufunesi“ er tÍI S0lU með góðu verði og góðum borg- unarskilmálum. Semja má við Odd Gísason málaflutningsmann. Barnavagn litið brúkaður fæst keyptur. Ritstj. vísar á. Slippfjelagid i Reykjavík selur ódýrast alt sem tilheyrir skipum og bátum. Skoðið vörurnar og spyrjið um verð þeirra. — Það borgar sig. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.