Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 15.07.1908, Síða 2

Lögrétta - 15.07.1908, Síða 2
126 L0GRJETTA. Lögrjetta kemur á út hverjum mið- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð als á ári. Verð: 3 kr. árg. á íslandi, erlendis 4 kr. Gjalddagi 1. júlí. Skrifstofa opin kl. 10*/a—11 árd. og kl. 3—4 síðd. á hverjum virkum degi. Innheimtu og afgreiðslu annast Arinbj. Sveinbjarnarson, Laugaveg «. Gamla sáttmála", og gert það að „hreppi" í Noregi, eins og einn nafn- kendur Norðmaður hefur sagt við mig að það gæti verið með sjálfstjórn sinni! Jeg treysti því fyllilega, að almenn- ingur á íslandi hafi heilbrigða skyn- semi í þessu máli, hvað sem sumir stúdentar vorir hjer í Kaupmannahöfn kunna að segja eða reyna að glepja fyrir mönnum. Þessir stúdentar vilja í raun rjettri íslandi vel, alveg eins og vjer allir, en þeir eru orðnir veikl- aðir á sálinni af því að hugsa ár eftir ár um landsrjett íslands og lítið annað. Einnig eru nokkrir lærðir menn á íslandi orðnir sjúkir á sál- inni af því sama og af deilum, og er það eigi óeðiilegt. Slíkt hefur komið fyrir í öllum löndum á mis- munandi tímum. Sjúkdóm þennan, sem nú hefur gripið nokkra menn, má kalla »pólitiska móðursýkii-. Sams- konar sjúkdómur gekk t.a. m. á íslandi á 13. og 17. öld og greip þá mestalla þjóðina oghafði mikið iltí för með sjer, þótt hann gengi í alt aðra átt á 17. öld, nefnilega í trúarlega átt. Menn þótt- ust sjá djöfla og galdra í öllu og al- staðar og urðu sjúkir á sálunni; af því urðu galdrabrennurnar. Svona var það þá víða í löndum. Jeg býst nú við, að bændur líti á þetta mál með þeirri stillingu og skyn- semi, sem þeim er gefin, og að þeir fái eigi sjúkléika þennan af þeim fáu „lærðu mönnum", sem hafa fengið hann. Jeg er ekkert hræddur um, að sýkin breiðist út. Menn átta sig. Jeg þarf eigi að taka það fram, að jeg óska íslandi af öllu hjarta alls góðs gengis, sjálfstæðis og framfara. Jeg er sannfærður um, að ísland er mikið framtíðarland, einkum ef Islend- ingar hafa því líka fyrirhyggju sem Einar Þveræingur forðum daga. íslendingar verða að virða nútíð- ina og framtíðina fyrir sjer og gæta að því, hvar þeir eru staddir og hvernig þeir eru staddir. Þjóð vor þarf meira en lögin ein til þess að verða alger- lega sjálfstæð. Lögin ein skapa eigi sjálfstæði, en sjálfstæðir menn setja sjálfstæð lóg, og öllum lögum má breyta, og mun verða breytt eftir breyttum hag og þroska þjóðarinnar. En tvent geta íslendingar aldrei: Þeir geta hvorki skrúfað sig margar aldir aftur í tímann nje út úr veröld- inni, ef þeir vilja halda lífi sem þjóð og sæmd sinni. Kaupmh. 17. maí 1908. Bogi Th. Melsteð. Foringinn. Skúli Thoroddsen hefur ekki fundið annað fangaráð, er Jón yfirdómari Jensson hafði í ritgerð sinni tætt í sund- ur samsætisræðuna miklu 27. f. m., svo að ekki stendur steinn yfir steini, heldur en að afneita henni. I Þjóð- viljanum 10. þ. m. lýsir Sk. Th. því, að í ræðuágripinu, eins og það var birt í Isafold og Ingólfi, sje ýmis- legt sagt of eða yan, eða með öðr- um orðum en hann hafi við haft. Að vísu er það ekkert nýtt, að blöð- unum ísafold og Ingólfi sje borin sá vitnisburður, að þeim sje ekki að treysta, en ótrúlegt er það samt, að þau ranghermi orð síns eigin foringja. Hitt mun sanni nær, að Sk. Th. hef- ur sjeð það, að ómögulegt var tyrir hann að verjast gagnvart Jóni Jens- syni, og því talið það ráð vænst, að skella skuldinni á þessi tvö blöð, vit- andi, að ekki sjer á svörtu. Fyr má nú vera. 1 síðustu ísafold er það sagt „eitt lymskuráðið" til þess að veiða fylgi með frumvarpinu hjer, „að blað eitt í Khöfn, „VortLand,,, var látið hauga megnum ónotum og illindum yfir hina dónsku sambandsnefndarmenn", fyrir það, að þeir hafi látið alstaðar hjer um bil undan hinum íslensku nefndarmönnum, látið þá ganga sigri hrósandi af hólminum. Þetta á að vera gabb eitt og gert til þess að slá ryki f augun á „vitgrönnum" mör- landanum. Sá, sem hefur skrifað greinina: »Eitt Iymskuráðið«, hlýtur annað- hvort að vera meir en lftið vitgrann- ur sjálfur, eða halda landsmenn meir en lítið vitgranna, ef hann ætlasttil, að þeir gleypi þessa flugu sína. Næst segir ísafold líklega, að kæra Færeyinga yfir því, að það eigi að varna þeim að fiska í landhelgi við ísland, sje „eitt lymskuráðið" til þess að veiða fylgi með frumvarpinu hjer á landi. Svo er það talið »eitt lymskuráð- ið«, að merkisblöð annara ríkja láta sem samningurinn sje mjög íslandi í vil. Fyr má nú vera. Ekki ríki — sjerstakt ríki samt. í leiðarvísinum góða um rjettan skilning á sambandslagafrumvarpinu segir Isafold, að eftir því sje íslandi ætlað að vera „sjerstakt ríki samt“. Nú segir í síðasta blaði hennar, að sæmilega glóggan skilning muni flest- ir landsmenn nú hafa fengið á því, »að Uppkastið sæla ætlar oss alls ekki að verða ríki“. Ekki ríki — sjerstakt ríki samt. Þetta segir blaðið hvorttveggja í sömu andránni, og ætlast til að sjer sje trúað. Obifanleg má trú ísafoldar vera á grunnhygni landsmanna. Svívirðing. Svohljóðandi ummæli lætur „Ing- ólfur" sjer sæma að flytja um hinn nýútkomna stjórnmálabækling Jóns yfirdómara Jenssonar: „Tvær ritgerðir hefur Jón Jensson sam- ið um sambandsmálið og gefið út f flug- riti. Önnur er um frumvarp millilanda- nefndarinnar (hóflaust oflof), hin and- mæli gegn samsætisræðu Skúla Thorodd- sen 27. f. m. Ritið kvað hafa verið selt stjórnar- mönnum í hendur, sem alþýðu-beita. En af því leggur nálykt svo megna, að ekki virðist þurfa að vara við því. Það hrind- ir frá sjersjálft. Mergurinn þess máls, eða grundvöll- urinn, sem á er bygt, er algert rjettleysi íslendinga; að vjer eigum ekki snefil af rjettmætum kröfum til sjálfstæðis. Vjer getum eigi þýðst þann grundvöll. Teljum hann ekki einungis tvímælalaust rangan, heldur og vanvirðu hverjum sönnum Islending. Þetta skilur oss og fornvin vorn, Jón Jensson. En oss er óljúft að vega að honum. Vjer lítum svo á, að það sje sama sem að færa högg í höfuð þeim manni, sem er að sökkva". Mundi nokkur maður, sem kunn- ugt er um, hvað Jón Jensson hefur verið landvarnarflokknum og „Ing- ólfi" frá fyrstu, geta lesið önnur eins ummæli og þetta öðruvísi en með viðbjóði ? Sunn-Mýlmgum til skemtunar. Af því að sárfáir menn í Suður- Múlasýslu lesa „Ísafold", getjeg ekki stilt mig um að gjöra Sunn-Mýlingum þá dægrastytting, að gefa þeim ofur- lítið sýnishorn af skýrslum þess blaðs um kosningahorfurnar og byr sam- bandsfrum varpsins í kj ördæmum lan ds- ins. Jeg tek fregn hennar um Suður- Múlasýslu og þingmálafundi mína þar sem sýnishorn. Hún segir orðrjett svo frá: „að 8 (átta) fundi hafi hann [J. Ó.] haldið í því kjördæmi og að sótt hafi þá fundi um 20 kjósendur alls (2—3 hvern um sig að meðaltali), en enginn maður hafi tekið til máls á nein- um fundinum, nema hann einn [J. Ó.]“. Á fundunum — sem voru 10 — mættu samtats hátt á 4. hundrað manns. Enn fremur segir blaðið, að sumir bæti því við, að „flestir sýslubúar" sjeu á móti frumvarpinu. Sýslumaður (A. V. Tulinius) segir hún og sje „alveg andvígur". Það lítur út fyrir að „Isafold" sje undarlega glögg að rannsaka hjörtun og nýrun. Sunn- Mýlingar vita best sjálfir, hvoru megin þeir eru flestallir. Þeir geta líka, af þessum ummælum blaðsins ráðið, hve miklu sje trúandi af fregnum þess úr öðrum kjördæmum. Rvik, 6. júlí 1908. Jón Olafsson. Nýr stjórnmálagarpur. Það er fullyrt af nákunnugum mönn- um, og mun satt vera, að höfuðgrein- arnar, sem ísafold hefur flutt nú und- anfarandi um íslenska pólitík, sjeu skrifaðar af tæplega tvítugum skóla- pilti. Þær koma fram eins og rit- stjórnargreinar í blaðinu undir fyrir- irsögninni: „Vjer gerum þaðaldrei!" Laugardagsblaðið (11. þ. m.) flutti 7. og síðast kafla þessara ritsmíða. Höf- undurinn kvað vera Guðmundur Jóns- son, drengurinn, sem þeir B. J. og E. H. tóku úr mentaskólanum fyrir tveimur árum og þá skrifaði hjá þeim ósjálfrátt meðal annars æfintýrin, sem Björn gaf út og eignuð voru Jónasi Hallgrímssyni, H. C. Andersen og Snorra Sturlusyni. Greinar þessar í Isafold eru liðlega skrifað fimbulfamb út í loftið og orða- lagið víða svo nauðalíkt Einari Hjör- leifssyni, að ýmsir hafa eignað hon- um greinarnar. En ýms atriði í þeim sýna, að höfundurinn veit ekkert og skilur ekkert í því málefni, sem hann er að skrifa um. Hann virðist grípa á lofti ýmsar setningar, sem menn daglega kasta á milli sín á skrifstofu ísafoldar um sambandslagafrumvarp- ið og menn þá, sem halda því fram, og svo spinnur hann utan um þetta í algerðu skilningsleysi heila maura- vefi af orða- og hugsanaflækjum, sem ekkert koma málefninu við, en eru þó á stöku stöðum settir f laust sam- band við það. Þetta verður skiljanlegt, þegar menn athuga, hvernig greinar þessar muni orðnar til. Þær eru án efa »skrifað- ar ósjálfrátt«, skrifaðar í einhvers konar dáleiðsluástandi. Drengurinn hefur skrifað margt áður á þennan hátt. En framfarirnar eru þær, að nú er það gert að stjórnmálaleiðar- vísi í ísafold, sem upp úr honum vell- ur í dáleiðsluköstunum eða svefnór- unum. Það hefur ekki verið minst á þess- ar greinar áður, af því að ekki var augljóst fyr en nú á laugardaginn, hvað ísafold sjálf mundi gera úr þeim. Öll líkindi voru til þess, að hún mundi hlemma undir þær nafni einhvers framliðins spekings, þegar endirinn kæmi. En það hefur hún ekki gert. Þær koma fram í blaðinu eins og rit- stjórnargreinar. Drengurinn, sem þær eru eignaðar, er líka skrifari hjá Birni nú sem stendur. Vel má vera, að ritstjóri ísafoldar álíti sjálfur, að þetta fimbulfamb sje ritað að tilhlutun ein- hvers framliðins snillings og því hafi hann ekki einu sinni þorað að leið- rjetta í því verstu fjarstæðurnar. Þetta væri í fullu samræmi við þá trú, sem hann hefur áður látið í ljósi á þeim efnum. En hins vegar veit hann, að mörg- um lesendum blaðsins er illa við dul- arfieimaskriftir þess, og að þeim mundi bregða kynlega við, ef þeir vissu, að stjórnmálavísdómurinn, sem blaðið færir þeim, væri ritaður í svefni af barnungum skóladreng. Þess vegna eru nú greinar hans gerðar að rit- stjórnargreinum í ísafold. Úti um land. í Mýrasýslu. Nákvæmar fregnir eru nú komnar af Galtarholtsfundinum*) og þar með þær upplýsingar, að fleira er rang- hermt þaðan í skýrslu andstreymis- blaðanna en um framkomu Jóns yfir- dómara Jenssonar á fundinum. Þau segja fundarstjóra, Sigurð sýslumann, hafa neitað að bera upp tillögu frá Jóni á Haukagili og fjargviðrast mik- ið út af því. En tillagan var svona: „ Fundurinn krejst þess, að gerðar verði hinar ítrustu tilraunir til þess að já þcer breytingar á Uþpkastinu, að Island sje og verði jullveðja ríki, jafnrjetthátt Danmórku". Bent var á, að frumvarpið hefði einmitt hið sama inni að halda sem tillagan ætlaðist til að sett væri inn í það með breytingum, og þótti fund- arstjóra hún svo klaufaleg, að eigi væri hún fram berandi, en bað menn að kjósa sjer annan fundarstjóra, ef þeir vildu samt sem áður fá hana borna upp. En til þess kom ekki, af því að Jón á Gili tók þá tillógu sína aftur. í Borgaríjarðarsýslu. Þar var fundur haldinn á Grund í Skorradal daginn eftir Galtarholts- fundinn, og var ráðherra einnig á þeim fundi og skýrði fyrir mönnum sambandslagafrumvarpið. Þar var sam- þykt ineð 25 samhljóða atkvæðum traustsyfirlýsing til stjórnarinnar og fylgi við frumvarpið. ®) í nokkrum eintökum af síðasta blaði er misprentað : Galtafelli fyrir Galtarholti.

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.