Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 22.07.1908, Side 3

Lögrétta - 22.07.1908, Side 3
L0GRJ Hlutleysi. Útlendar frjettir. Á 2. friðarfundi ríkjanna í Haag, þeim sem haldinn var þar 1907, var mikið talað um hlutleysi. Þar var þeirri skoðun haldið fram eindregið af öllum, að hvert hlutlaust ríki væri skylt að verja hlutleysi sitt með her- valdi, ef á þyrfti að halda. Um hitt voru aftur skiftar skoðanir, hve mik- ið ætti að heimta í þessu efni af hlut- lausu ríki. Tillaga kom fram um það, að ákveðið væri, að hlutlaust ríki skyldi í hvert skifti hafa ráð á svo miklum her, að varið gæti hlutleysi gegn hverju því ríki, er væri í ófriði við annað. Þetta varð þó ekki ofaná a fundinum. Flestir sendimenn ríkj- anna voru þeirrar skoðunar, að ekki mætti heimta meira af hlutlausu ríki, en að það skyldi verja hlutleysi sitt gegn brotum af hálfu annars ríkis, er í hernaði væri við hið þriðja, með allri þeirri orku, er því væri auðið. Ef ísland skildi alveg við Dan- mörku og vildi standa eitt sjer, þá væri það hið fyrsta, er þyrfti að gera, að fá hlutleysi landsins viðurkent og trygt. Um það virðast allir sam- dóma. En hlutleysi landsins fengist ekki viðurkent af öðrum ríkjum, nema ísland hefði hervarnirtilþessað tryggja hlutleysið, eftir því, sem kraftar lands- ins frekast leyfðu, eða — það yrði að fá vernd annars ríkis, sem væri skuld- buudið til þess að verja hlutleysi ís- lands, ef á þyriti að halda. Hvað vörn landsins sjálfs gegn hugsanlegum brotum á hlutleysi mundi kosta, er ekki gott að segja, en minna en 600—700 þús. krónur á ári til þessa mundi ekki vera hægt að kom- ast af með, og meira, ef til kæmi að verja hlutleysið í raun og veru. Bjarna Jónssyni frá Vogi og öðrum angur- göpum mundi ekki blæða þetta í aug- um. En þeir, sem sjá vilja fótum sínum forráð, eru hræddir um, að landið sje ekki fært um það. Hvað aftur á móti vernd annars ríkis, t. a. m. vernd einhvers stór- veldisins eða Noregs, mundi kosta sjálfstæði íslands, það er ekki heldur gott að segja, en það hyggjum vjer, að ef Islendingar fengju slíka vernd að reyna, þá mundi þá iðra þess, að hafa ekki haldið sambandinu við Dan- mörku lengur. Yonbrigði gamla Björns. Það leynir sjer ekki, að flokkur andstæðinga sambandsmálsins þynn- | ist stöðugt. Því betur sem málið er íhugað og rætt, þvi fleiri hinna greind- ustu og hugsunarsömustu landsmanna ganga í lið með því. Málfundur var nýlega við Þjórsár- brú. Þar mætti meðal annara sjálf- ur Ísafoldar-Björn og talaði af venju- legum ofsa og frekju móti málinu. Hann hefur lengi átt trygga fylgi- fiska í bygðarlaginu milli Þjórsár og Ytri-Rangár og var því gleiður mjög og hreykinn. Nú var tækifæri til að sýna mátt sinn og mikið veldi. En svo fóru leikar eftir 7 kl. tíma umræður, að ekki fengust nema 15 manns af um 120 kjósendum, er þar voru á fundinum, til þess að fylgja gamla Birni á móti sambandsmálinu. Mönnum er bersýnilega víðast hvar ú landinu farið að skiljast það, að harðstjórn gamla Björns og frekja J ekki lengur við í landi hjer; að ofgarnar leiða út í ófærur og ógöng- og að kapp er jafnan best með f°rsjá. Aðgætinn. Forsetaefni Bandamanna. í símskeyti hjer í blaðinu er nú skýrt frá því, að Bryan sje nú til nefndur í forsetastólinn af hálfu sjer- veldismanna. En áður er það orð- ið kunnugt, að forsetaefni samveld- ismanna er W. H. Taft hermálaráð- herra. Hann er aldavinur Roosevelts forseta og hefur hann lagt alt kapp á, að Taft yrði eftirmaður sinn. Taft er liðlega fimtugur maður, fæddur 1857, og var faðir hans þá dómari í Cincinnatí. Taft las lög- fræði og komst 1890 í dómsmála- ráðaneytið. Síðan varð hann dóm- ari í Cincinnatí, en eftir stríðið við Spánverja gerði Mc. Kinley hann að landstjóra á Philippseyjum. Síðan varð hann hermálaráðherra, er Roose- velt tók við völdum. Það er talið vafalaust, að Taft sigri við kosningarnar. Þó er mótstöðu- maður hans hæfileikamaður mikill og annálaður mælskugarpur. Loftsiglingar Zeppelins. 1. þ. m. lagði Zeppelín greifi í fyrstu langferðina á hinu nýja loft- fari sínu, sem áður hefur verið lýst hjer í blaðinu. Allar tilraunir með það hafa tekist ágætlega. I þessari ferð fór hann 40 mílna veg á 6 klukku- stundum og ljet Ioftfarið vel að stjórn. Hann nam staðar í ýmsum borgum og ljet þá loftfarið síga, svo að það var ekki hærra í lofti, en á móts við hæstu húsþök, og var því alstaðar tekið með hinni mestu gleði. Alls var hann 12 tíma á þessari ferð. 3.þ. m. fór hann aðra ferð á loftfarinu og var þá konungurinn í Wúrtenberg og drotning hans með. Stórmerkilegar þykja þessar ferðir hans og talið vfst, að loftsiglingar verði áður langt um líður algengar. Svend Hedin hefur nokkur undanfarin missiri verið í nýrri könnunarferð um hálendi Asíu, en nú hefur ekkert af honum frjetst lengi, svo að menn eru orðir hrædd- ir um hann. Henrik Wergeland. 17. f. m. hjeldu Norðmenn IOO ára afmælishátíð hans. Hjá okkur minnir H. W. að ýmsu leyti ájónas Hallgrímsson. Þeir eru því sem næst jafnaldrar, verða höfuðskáld hvor hjá sinni þjóð, en deyja báðir á besta aldri og verða báðir fyrst eftir að þeir eru dánir átrúnaðargoð landa sinna. Fyrir löngu hafa Norðmenn reist Wergelend mjög veglegt minn- ismerki. Tíiorvaldsen. Danska blaðið „Politiken" segirfrá því 30. f. m., að þá sje nýfundin í Róm frummynd Thorvaldsens að myndinni af sjálfum honum, þar sem hann styðst við vonargyðjuna. Þetta er myndin, sem stendur hjer á Austur- velli. Falliéres Frakklandsforseti er á ferðalagi í sumar til Skandína- víu og Rússlands, heimsækir Rússa- keisara í St. Pjeturshorg og konung- ana í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Kristjaníu. 400,000 franka hafði franska þingið veitt honum til farar- innar. G. Cleveland dáinn. Hann dó 24. f. m., 71 árs gam- all. Hann var lengi foringi demó- ETTA. krataflokksins í Bandaríkjunum og var tvisvar forseti, fjögur ár í hvert sinn, fyrst kosinn 1884 og síðan aft- ur 1892. En þegar hann lagði nið- ur völdin 1897 hætti hann afskiftum af stjórnmálum. Minnisvardi Askov-hjónanna. Öll íslensku blöðin skýrðu frá dauða lýðháskólastjóra Ludvig Schröders síðastliðinn vetur, og var þá hjer í blaðinu minst þess, að kona Schrö- ders, Charlotte, sem dáin var nokkru á undan honum, hefði verið ágætum kostum búin, og hún hefði eigi síður en hann gert skólann í Askov fræg- astan allra lýðháskóla á Norður- löndum. Þau voru bæði um það, að gera skólann rjettnefndan háskóla lýðháskólanna. Nokkrir vinir skólans og þeirra hjóna hafa beðið mig að rita ásamt þeim undir áskorun, að gangast fyiir samskotum til minnisvarða yfir þau hjónin í Askov. Áskorunar-ávarp það var orðað frá dönskum mönnum til hinnar dönsku þjóðar, svo að þar gat íslendingur ekki átt heima, en hitt veit jeg, að nokkrir landar hafa kynni af þeim hjónum og elska minning þeirra þá um leið og hinn góða skóla, og ætla má, að þeim muni kært að sýna það í verki með því að leggja af mörkum lítinn skerf til heiðursminningar þeirra hjóna. Sá skerfur ætti þá að koma í einu lagi frá íslandi. Og í samráði við nokkra vini Askovskóla, sem jeg hef náð f hjer, auglýsi jeg það, að jeg tek á móti slíkum gjöfum, og birti hjer í blaðinu.* Öll Norðurlönd gefa í þessa minn- ingu, og ísland ætti ekki alveg að sitja hjá. Um smátt eitt er að ræða. Jeg tek við gjöfunum til septem- berloka þ. á. Önnur blöð, sem þykir þetta betur gert en ógert, gerðu vel í að geta þessa. Rv. 3% 1908. Þórh. Bjarnarson. *[Úr N. Kbl. frá 15. júlí]. ísland erlendis. Halldór Hermannsson bókavörð- ur við Fiskes-safn Cornell-háskólans í New-York hefur samið rit, sem ný- lega er út komið, bæði sjerprentað og líkaí ársriti Fiskes-safnsins „Islandica". Ritið er skrá yfir allar útgáfur af Is- lendingasögum, þýðingar af þeim, skáldrit, er út úr þeim hafa verið samin, og ritgerðir hinar helstu, er um þær hafa verið skrifaðar. Ritið er 126 bls. í stóru broti. Það er merkilegt fyrir bókmentasögu íslands og handhægur leiðarvísir fyrir þá, sem vilja kynna sjer það sem ritað hefur verið um fornsögur okkar. Chess in Iceland and in Ice- landic Litterature (skák á íslandi og í ísl. bókmentum) heitir stórt rit- verk eftir W. Fiske, sem út kom í Flórence 1905. Bókin er 400 bls. í stóru broti og mynd at Fiske fram- an við hana. í þeim efnum, sem hjer er um að ræða, var prótessor Fiske langsamlega fróðastur allra manna, og telja þeir, sem minst hafa á þessa bók í útlendum ritum, hana einstaka í sinni röð. Bókar þessarar ætti ein- hvern tíma að verða ítarlega minst á íslensku. Próf við háskólann hafa nýlega tekið, auk þeirra sem áður er getið: Magnús Gíslason lögfræðisprót með 2. eink.; Björgólfur Ólafsson og Vern- harður Jóhannsson fyrri hluta lækna- prófs með 2. eink.; G. Zoega fyrri hluta prófs í mannvirkjatræði með 1. eink. og heimspekispróf: Ásgeir Gunn- 131 laugsson, Pjetur Halldórsson, Sigf. M. Jóhannsson og Sveinn V. Sveinsson, allir með ágætiseink., Alexander Jó- hannesson með 1. eink. og Jón Jón- asson með 2. eink. Símskeyti frá útlöndum. Khöfn 15. júlf: Forsetaefni demo- krata í Bandaríkjunum er Bryan (sá er áður hefur verið í kjöri þeim megin). Blaðið „Dannebrog" átelur afskifti Norðmanna af íslandsmálum. Vandræðalegt er svar „Ingólfs“ vors upp á grein- ina „Svívirðing" í síðasta tbl. Lögr. Hann segir: „Árum saman hefur nú Lögr. tönnlað á því og reynt að telja almenningi trú um, að einn skæðasti andstæðingur hennar og mikilhæfasti stjórnmálamaður þessa lands sje „ekki með öllum mjalla", „meira en lítið geggjaður", „orðinn sturlaður" o. s. frv.“ — Og þetta á að rjettlæta ó- þokkagrein blaðsins til Jóns yfird. Jenssonar, sem Lögr. mintist á í síð- asta blaði. Fyrst er nú það, að Lögr. hefur enn ekki komið út nema tvö ár, svo að „árum saman" getur hún hvorki hafa staglast á þessu, sem hjer er upp talið, nje neinu öðru. 1 öðru lagi er ekkert af þeim orðatiltækjum, sem til eru færð (milli gæsarlappa), nokk- urstaðar til í Lögr. Tilvitnanirnar eru allar falsaðar. Þær eru til orðnar í heila höfundar þessara greina í Ing- ólfi. En nú sem stendur er Ingólfur rit- aður á skrifstofu ísaf. „Mikiihæfi stjórnmálamaðurinn" ætti af þessu að geta ráðið, hvernig menn þar á ísaf.- skrifstofunni mundu um hann rita, ef þeir ættu í höggi við hann. Eða, hvernig stendur á því, að þetta: „ekki með öllum mjalla", »geggJaður“ °g „sturlaður" er að gloprast út úr þessum ísaf.-manni, sem í Ingólf ritar? Frá fjallatindum til fiskimiða. Úr Snæf.nessýslu. Lárus H. Bjarna- son lagaskólastjóri kom heim að vest- an í gærkvöld og hafði haldið 5 fundi í Snf.nessýslu. Á öllum þeim fundum var einnig síra Sig. Gunnarsson og fylgdi Bjarni frá Vogi honum eins og dilkur. Um 2 fyrstu fundina er getið í síðasta blaði. En 3. fundurinn, í Ól- afsvík, eyðilagðist vegna þess að fundarstjóri (E. Mark.) hjelt þar ekki reglu uppi og gekk Lárus at fundi og fullur helmingur kjósenda með honum. Menn síra Sigurðar, um 30, sátu eftir og fengu frumvarpsand- stæðingar á þann hátt samþykta til- lögu sjer í vil. Næsti fundurinn var á Grund í Grundarfirði. Þar var samþ. tillaga með frumv. og áskorun fjekk Lárus þar frá 46 kjósendum, að bjóða sig fram. Á síðasta fundinum, í Stykkishólmi, var feld tillaga um að styðja frumv. með 44 atkv. gegn 26. Smalað hatði verið mjög til þess fundar frá hálfu síra Sigurður, en enginn slíkur und- irbúningur frá Lárusar hálfu. í Dalasýslu hjelt Lárus fund í Búðardal, og var Bjarni frá Vogi þar einnig. Ekki kvað það vera annað en gasprið tómt, sem sagt er í ísaf. og Ing. um gengi Bjarna þar í sýslunni. Sig. Eiríksson regluboði hefur í vor og sumar ferðast um Austfirði, Múlasýslur báðar og Austur-Skafta-

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.